NT - 13.04.1985, Page 12
Nýr taktur með léttri
■ Föstudaginn fyrir pálma-
sunnudag var haldin mikil og
góð skcmmtun í Fclagsstofnun
stúdenta við Hringbraut, svo-
kallað Garðsbail scm mikið
orð fór af á árunt áður.
Tónlistin var ekki af verri
endanum því þar tróðu upp
Jakob Magnússon og Ragn-
hildur Gísladóttir með „Fcg-
urðardrottninguna" og fleira
gott í farteski sínu og cinnig
kom hljómsveitin Grafík mjög
við sögu. Var það mál manna
að þeir hefðu sjaldan verið
betri og hápunkturinn á kvöld-
inu var jamsession söngvarans
Helga Björnssonar, trommu-
leikarans Rafns Jónssonar og
ásláttarsnillingsins Abdul
Dhour. Léku þeir af fingrum
fram af mikilli innlifun og var
gerður góður rómur að. Mynd-
ir sem hér koma fyrir augu
lesenda tók Ari, sérstakur
hirðljósmyndari poppstðunnar
Nýr taktur (gömul sveifla).
■ „Lg cr legurðardrottning..."
.....og ég hrosi í gcgnuin tárin..."
Bubbi leggur
land undir fót
■ Bubbi Morthens leggur land
undir fót miðvikudaginn 17.
apríl í sína árlegu tónleikaferð
og stendur hún alveg fram til 17.
maí. Flytur liann efni af fyrri
plötum sínum, auk þess sem
kynnt verður ný plata sem vænt-
anleg er á markað nteð vorinu,
nánar til tekið 6. júní nk. Bubbi
kemur fram á eftirfarandi
stöðum, sem hér segir:
17. apríl Hólmavík
18. apríl Hvammstangi
19. apríl Hótel Blönduós
20. apríl Skagaströnd
21. apríl Siglufjörður
22. apríl Sauðárkrókur
23. apríl Hofsós
24. apríl Ólafsfjörður
25. apríl Dynheimar Akureyri
26. apríl Dalvík
28. apríl Sjallinn Akureyri
29. apríl Hrísey
30. apríl Húsavík.
1. maí Hótel Reynihlíð
2. maí Kópasker
3. maí Pórshöfn
4. maí Raufarhöfn
5. maí Vopnafjörður
7. maí Norðfjörður
8. maí Eskifjörður
9. maí Reyðarfjörður
10. maí Seyðisfjörður
11. maí Fáskrúðsfjörður
12. maí Egilsstaðir
13. maí Breiðdalsvík
14. maí Djúpivogur
15. maí Höfn
16. maí Vík í Mýrdal
17. maí Héraðsskólinn Skógum
Sýningarsalurinn opinn í dag kl. 14.00-16.00
VERÐ MEÐ TOLLAEFTIRGJÖF
Ryðvörn er ávallt innifalin í okkar verði.
LADA 1200
137.000.
LADA SAFÍR
153.000.
LADALUX
169.000.
LADA SPORT 4X4
305.000.
BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR HF
SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SÖLUDEILD: 31236.