NT - 13.04.1985, Síða 22
Laugardagur 13. apríl 1985 22
íþróttir
Körfuknattleikslandslið drengja:
Til Ítalíu á EM
Keppir við þrjár sterkar þjóðir
■ íslenska drengjalandsliðiö í
körfuknattleik er á förum til
keppni á Evrópumótinu 1985.
Keppnin fer fram á Ítalíu dag-
ana 17-21.aprfl. íslendingar eru
Indónesar áfram
■ Indónesíumenn
tryggðu sér sæti í undan-
keppni HM í knattspyrnu
um helgina, en þeir gerðu
jafntefli við Indverja.
lndónesar hafa þar með
sigrað í riðli sem þeir
léku í ásamt Indverjum,
Bangladesh og Thailandi,
og komast því áfram í
eiginlega undankeppni
Asíuþjóða.
í riðli með Italíu, ísrael, Grikk-
landi og Kýpur. Drengjalands-
liðið hefur nú verið valið og
skipa það eftirtaldir leikmenn:
Einvarður Jóhannsson ÍBK. fyrirliði
Eyjólfur Sverrisson Tindst.
Falur Harðarson ÍBK varafyrírliði
Haraldur Leifsson Tindst.
Herbert Arnarson ÍR (14 ára)
Hermann Bauer ÍBK
Lárus Valgarðsson KR
Magnús Guðfinnsson ÍBK
Rúnar Arnason UMFG (15 ára)
Skarphéðinn Eiríksson Haukar
Til vara eru:
Bjarki Þorsteinsson Fram
Sigurvin Bjarnason ÍR
Skúli Thorarensen KR
Þjálfari liðsins er Jón Sigurðs-
son en honum til aðstoðar er
Sigvaldi Ingimundarson. Farar-
stjórn verður í höndum Björns
Leóssonar og einn dómari fer
frá íslandi það er Sigurður Val-
ur Halldórsson.
■ íslenska drengjalandsliðiö i korfuknatfleik sem er á förum til ftalíu ásamt þjálfurum og fararstjóra.
Mynd Slefán Valsson
Unglingur frá öðru landi - til þín!
AFS hefur yfir 25 ára reynslu í nemendaskiptum
milli íslands og annarra landa.
Skiptinemarnir koma ýmist til sumardvalar
í tvo mánuði eða til ársdvalar frá 20. ágúst 1985.
Yiil þín fjölskylda leggja okkur lið
og taka að sér skiptinema?
Hafðu samband og kannaðu málið
P.O.Box 753
á Islandl 121 Reykjavík
Hverfisgötu 39 Sími: 91-25450
Opið virka daga 14-17.
Morgunstund gefur
gull í mund
afsláttur af
öllu morgunbrauði
fyrir kl. 10.00
Bakaríið
Krínglan
Starmýrí 2
Mál Péturs Guðmundssonar körfuknattleiksmanns:
Verðurhann með?
Málið tekið fyrir á þingi Alþjóðakörfuknattleikssambands-
ins - Styðja hin Norðurlöndin okkur?
■ „A Noröurlandaþingi körfubolta-
manna, sem verður haldið samhliða
Norðurlandamótinu í Finnlandi ætlum
við að fara fram á stuðning Norðurlanda-
þjóðanna við þá tillögu okkar á þingi
Alþjóðakörfuknattleikssambandsins
(FIBA) í vor, að Pétur Guðmundsson fái
leyfi til að leika með íslenska landslið-
inu“, sagði Einar Bollason landsliðsþjálf-
ari í körfuknattleik á blaðamannafundi í
vikunni. „Þetta er réttlætismál, og það er
alveg fáránlegt að Pétur fái ekki að leika
með því hann hafi verið atvinnumaður í
Bandaríkjunum í eitt ár, og það mest-
megnis á bekknum“, sagði Einar.
Einar nefndi, að víða væri atvinnu-
mennska í Evrópu, þó svo hún sé ekki
viðurkennd sem slík. „Margir körfuknatt-
leiksmenn á Italíu t.d. fá mun hærri laun
en strákar sem leika í NBA í Bandaríkj-
unum“, sagði hann.
Einar sagðist reikna með stuðningi
Norðurlandaþjóðanna í þessu máli, en
óvíst væri hvernig það færi í FIBA-þing-
inu. „Það hefur þó orðið þróun í þá átt
að undanförnu, að það er meiri ástæða til
bjartsýni en áður, hversu langt sem það
nú dugir,“ sagði Einar.
Pétur Guðmundsson hefur ekki verið
löglegur með íslenska landsliðinu í körfu-
knattleik síðan hann lék sem atvinnumað-
ur með Portland Trail Blazers í NBA-
deildinni í Bandaríkjunum. Pétur lék þar
einungis eitt ár, en hefur ekki komist í 12
manna hópinn síðan. Hann hefur leikið
bæði hér á landi og í öðrum Evrópulönd-
um síðan.
■ Þessi mynd var tekin af sigurliðunum á fyrsta Coca Colamótinu í körfuknattleik
sem fram fór fyrir stuttu. Sigurliðin voru: í minnibolta sigruðu Haukar, UMFG vann
3.fl. stúlkna, Haukar unnu 5.11. pilta og ÍBK varð sigurvegari í 4.11. pilta.
Að sögn forráðamanna mótsins er stefnt að því að gera þetta mót árlegt og jafnvel
ineð þátttöku liða erlcndis frá. M-mVnd: Arí
Körfuknattleikur:
Mikið á döfinni
- hjá ungum körfuknattleiksmönnum - Tvö úrvalslið frá
Bandaríkjunum koma í heimsókn
■ Það er mikið á döfinni hjá ungum
körfuknattleiksmönnum nú á næstunni
og allt fram á haust. Fyrst ber að nefna
að drengjalandsliðið er á förum til Ítalíu
nú á næstu dögum til keppni á Evrópu-
mótinu í körfu. í maí verða æfingabúðir
fyrir drengi á aldrinum 12-15 ára og tvö
lið skipuð drengjum 12-14 ára fara á
norrænt unglingamót í Svíþjóð í byrjun
júní.
Á svipuðum tíma í byrjun júní koma
gestir frá Iowa í Bandaríkjunum og spila
við UL-landslið fslands 17-18 ára. 1 lok
sama mánaðar mætir síðan úrvalslið frá
Kentucky í Bandaríkjunum hingað og
spilar við UL-liðið.
1 ágúst verða síðan æfingabúðir fyrir
ca. 100 drengi á aldrinum 12-17 ára.
Ishokkí:
Gott hjá Þjóðverjum
■ V-Þjóðverjum tókst að ná
jafntefli í vináttulandsleik í ís-
hokkí gegn Sovétmönnum um
síðustu helgi. Leikurinn endaði
3-3 og er þetta meiriháttar afrek
hjá V-Þjóðverjum þar sem al-
mennt er talið að Sovétmenn séu
langsterkasta íshokkíþjóð í heim-
mum um þessar mundir - ásamt
Kanadamönnum og Tékkum.
Sovétmenn höfðu reyndar sýnt
það í fyrri vináttuleik þeirra við
Þjóðverjana, en þá sigruðu þeir
8-1.