NT - 27.04.1985, Blaðsíða 3

NT - 27.04.1985, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. apríl 1985 3 Eru karlar betri foreldrar en konur? Barnaverndarrád íslands gerði fleiri feður forráðamenn en mæður í málum sem það f jallaði um ■ Það er greinilega liðin tíð að mæður eigi nokkurn sjálfgefinn rétt til að fá forræði yfir börnum sínum við skilnað eða sambúða- slit, eins og oft hefur heyrst. Árið 1983 gerði Barnaverndar- ráð íslands upp á milli foreldra sem forsjármanna 14 barna. í málum 8 þessara bama mælti ráðið með feðrunum sem for- sjármönnum en mæðrunum í málum 6 barnanna. í 10 málum til viðbótar náðist samkomulag milli foreldra og í einu máli fékk hvorugt foreldrið meðmæli ráðsins. í skýrslu Barnaverndarráðs Lein efstur ■ Á alþjóðlega skákmótinu í Borgarnesi urðu lyktir þær í 4. umferð, að Lombardy vann Magnús Sólmundarson, Karl tapaði fyrir Curt Hansen, Sævar tapaði fyrir Jansa, Lein og Guð- mundur Sigurjónsson gerðu jafntefli en skákir Margeirs og Mokrýs og Dans Hanssonar og Hauks Angantýssonar fóru í bið og var þeim ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Lein er efstur eftir 4 umferðir með 3 vinninga. fyrir 1983 kemur fram að 100 forsjárdeilur bárust til barna- verndarnefnda í landinu það ár. í 30 af þeim málum var rnælt með mæðrunum sem forsjár- mönnum og í 19 málum rneð feðrunum. í 51 máli mæltu nefndirnar hins vegar ekki með öðru foreldrinu hinu fremur, þar sem sumar nefndanna munu hafa að reglu að taka ekki afstöðu ef þær telja báða for- eldra hæfa. „Jú, það er ekkert vafamál að almenningsálitið er enn í þá. veru að það sé nánar sjálfgefið að mæðurnar fái umráðaréttinn yfir börnum við skilnað eða sambúðarslit. Margirvirðstekki hafa hugmynd um að ný lög séu gengin í gildi um þessi atriði og reka upp stór augu þegar þeir komast að því að þetta er ekki þannig,“ sagði Guðjón M. Bjarnason, framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs í samtali við NT. Hann kvað nýjar forsendur hafa skapast fyrir lausn á for- ræðisdeilum með gildistöku barnalaganna 1981. Aður hafi ógift móðir sjálfkrafa fengið forráðaréttinn, en nú sé ekki börnum lengur mismunað á þann hátt. Guðjón sagði ekkert vafamál að orðið hafi ákveðin breyting í þessum málum sem gengið hafi hraðar fyrir sig en búist var við sem bendi tvímælalaust til ákveðinna breytinga í þjóðfé- laginu. Að feðurnir hafi yfirleitt betri fjárhagsaðstæður til að sjá börn- um farborða sagði Guðjón út af fyrir sig ekki ráða verulegu miklu. Fyrst og fremst sé reynt að meta hinn uppeldislega bak- grunn og hver hafi annast barnið. í því sambandi sé m.a. leitað álits þeirra sem umgangist hafi viðkomandi fjölskyldu svo og starfsfólks dagvistarstofnana eða skóla, séu börnin á þeim aldri. „Og svo stendur eftir þetta gildismat - hvernig maður metur foreldrana sem persónur og hvernig þeir passi barninu,“ sagði Guðjón. ■ í gær veitti Matthías Bjarnason samgönguráðherra viðtöku stórmerkrí gjöf Landmælinga Danmerkur til íslands, frumuppdráttum að landakortum, kortum og Ijós- myndum af landslagi, bygging- um og fólki, en þessi gögn eru afrakstur af vinnu danska her- foringjaráðsins og Geodætisk institut í Danmörku að land- mælingum á íslandi á árunum 1901 til 1939. Á myndinni eru f.v. Flemming Winblad for- stjórí dönsku landmælinganna sem afhenti gjöfína, Matthías Bjarnason og Hans Djurhus, sendiherra Dana á íslandi. NT mynd Sverrir Tangi-Vopnafirði: Tjón fyrir tvær milljónir króna ■ Tveggja milljóna króna tjón varð í bruna þeim sem upp kom í fyrirtækinu Tanga á Vopnafirði á fimmtudag. Pétur Olgeirsson fram- kvæmdastjóri sagði í samtali við NT að þá væri eftir að meta hversu miklarskemmd- ir hefðu orðið á kjöti því sem kaupfélagið geymdi í ná- grenni eldsins. Pétur sagði að von væri á matsmanni eftir helgi til þess að kanna skemmdir á kjötinu, og aðal- lega væri óttast um þau 20 tonn af nautakjöti sem eru í geymslunni. Aðspurður sagði Pétur að eldsupptök væru enn ekki kunn. Vinna féll niður í Tanga í gær, og var einungis ein vél keyrð til þess að halda við frystinum. „Á mánudag ætlum við að færa eitt skipið inn og hefja vinnslu á fullu,“ sagði Pétur að lokum. System MC-708 Útvarp, FIVI steríó 09 MWtylgjur Ípl: SOwata > 3 way héfðtarar. - rí 'Pafíegur : 1 SSSPf® 15 watta híjómmópnun’.' -Segulband; :óq norrnalav. 'ftillin.gum.'j; Umboðsmenn um land allt Lágmúla 7 — Reykjavík Sími 68 53 33

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.