NT - 27.04.1985, Blaðsíða 7

NT - 27.04.1985, Blaðsíða 7
 Skáld sem njóta raun verulegrar virðingar I. ■ Pað er ekkert rangt við það að trúa á Guð. Það er eiginlega mjögjákvætt. Egber mikla virðingu fyrir fólki sem trúir á Guð. Og það er heldur engin synd að vera guðleysingi. - En að skipa öllum hinum ólíku ein- staklingum á sama básinn, er ekki aðeins mjög rangt, heldur algert brjálæði. Þegar ég var strákur og lék mér á götum Reykjavíkur heyrði ég oft talað um einstakl- inga sem væru sannir í botn. Eitt kvöld, þegar ég kom heim, heyrði ég foreldra mína og kunningja þeirra tala um konu eina sem var bæði sögð lærð og sönn í botn. Virðingin fyrir þessari konu minnti á slíka virðingu og íslenskir ljóðavinir sýna minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Á allri framkomu, tali og tón mátti heyra og finna að þessi kona sem talað var um, naut raunverulegrar virðingar. En hver var þessi lærða kona sem naut slíkrar virðingar á mínu heimili? Jú, það var dr. Björg C. Þorláksson. Þegar ég sem unglingur fór að vinna mér inn peninga var einmitt bók eftir Björgu C. Þorláksson ein af mínum fyrstu bókum sem ég keypti. Björg var mjög virt kona. II. Sannleikurinn er sá, að und- ir öllum venjulegum kringum- stæðum er fremur auðvelt fyrir alþýðu manna að greina í sundur, hvað sé ekta og hvað óekta. Þarna er um að ræða náttúrugáfu almennings, eins- konar þýðingarmikið varnar- kerfi sem einstaklingum er gef- ið í vöggugjöf til að geta varizt öllu illu á hinu andlega sviði lífsbaráttunnar. En því miður er til hópur óheiðarlegra ritdómara sem gerst hafa einskonar leigu- pennar valdasjúkra og heimskra ritstjóra, og slíkir leigupennar víla ekki fyrir sér að láta múta sér og tala um fyrir sér, hvernig eigi að skrifa óheiðarlega og falsaða umsögn. Slíkir menningar- svindlarar reyna að rugla fólk í ríminu svo það geti ekki þekkt í sundur það sanna frá hinu ósanna. Sem betur fer er oft erfitt að rugla almenning á þessum sviðum. Ómerkilegur ritdóm- ari getur að vísu gabbað les- endur við og við. - En upp komast svik um síðir. Ósannur útgefandi eða ómerkilegur rit- dómari getur ekki blekkt sömu bókavini eða sömu Ijóðavinina hvað eftir annað með sömu fölsuðu upptuggunni. Hinar náttúrulegu gáfur fólksins ná sér smám saman og sannleikur- inn sigrar fyrr eða síðar. Þetta lögmál á ekki aðeins við ís- lendinga, heldur allar þjóðir. Björg C. Þorláksson. III. Snemma á þessu ári þurfti ég að dvelja nokkra daga í Stokkhólmi vegna vinnu minnar, en þar hitti ég einmitt nokkra sænska ljóðavini og menningarfulltrúa um ljóðlist á Norðurlöndum. Þessir sænsku menningarfulltrúar höfðu mik- ið álit m.a. á dönsku skáldkon- unni Marianne Larsen, og sögðu þeir mér að ljóð hennar hafi selst vel í Svíþjóð. Nú langaði rnig að vita hvaða álit þeir hefðu á íslenzkum nútímaskáldum, hvaða íslenzk nútímaskáld nytu raunveru- legrar virðingar í Svíþjóð. Eg vil taka það fram, að þessir sænsku menningarfulltrúareru algjörlega ópólitískir þegar þeir ræða skáldskap, en þannig eru þessi menningarmál í Sví- þjóð yfirleitt. Ég varð var við það, að Jón úr Vör nýtur sannrar virðingar sem ljóðskáld, einnig Sigfús Daðason og Ólafur Jóh. Sig- urðsson. Talað var af mikilli virðingu um Einar Má Guð- mundsson og Guðrúnu Helga- dóttur. Þeir töluðu um ritdóm um Snorra Hjartarson sem birt- ist í Svenska Dagbladet núna í janúar s.l. Þessi ritdómur ber með sér að Snorri nýtur mikill- ar virðingar í Svíþjóð. Og þessir Svíar voru einmitt að vona það, að Hannes Péturs- Hannes Pétursson. Jónas Hallgrímsson. son fengi bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þeir álitu Hannes mjög að þessum verð- launum kominn. Þeir sögðu mér, áð sænska bókaforlagið Rabén & Sjögren í Stokkhólmi myndi gefa út ljóðabók eftir HannesPétursson á næstaári. Það er með sænska Ijóðavini eins og annað fólk, að þeir láta ekki segja sér fyrir verkunr urn það, hvaða íslenzk ljóðskáld séu ekta og hver óekta. Sænskir Ijóðavinir munu áreiðanlega ekki spyrja t.d. einhvern „spánverja" frá Argentínu um það. hvaða Ijóð íslenzk séu sannurskáldskapureða hverjir séu ósannir. Þar sem ég veit að Hannes Pétursson nýtur ntikillar virð- ingar í Svíþjóð vil ég hvetja hann til að halda áfram á skáldabraut sinni og minna hann á það, að hann hafi mjög mikla möguleika til að fá bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs, og eigi auk þess slík verðlaun skilið fram yfir marga aðra. Ég vil að lokum benda á alvarleg varnaðarorð til ís- lenzkra rithöfunda. Þann 16. nóvember 1984 kom út hjá Gyldendal í Kaup- mannahöfn bók eftir danska rithöfundinn Bent Jensen, bókin heitir: Stalinismens Fascination og de danske ven- streintellektuelle. í þessari bók er bent á ýmsa íslenska rithöf- unda og sýnt fram á það, hvernig skrifað verður um íslenska rithöfunda í framtíð- inni á erlendum vettvangi, ef þeir ekki geta séð fótum sín- um forráð. Já, hvernig verður skrifað um íslenska rithöfunda í náinni framtíð á erlendum vettvangi? Einar Freyr Nautnin sú að vera fátækur Þá er skýringin á heimsins ömurlega misrétti komin. Hún kemur í síðasta tölublaði Helg- arpóstsins. Þeir sem eru fátæk- ir í heiminum í dag, a.m.k. 2/3 hlutar mannkyns hafa senni- lega verið efnafólk í fyrra lífi. Það er Loftur Jónsson kaup- maður í JL-húsinu sem í Helgarpóstsviðtali er spurður hvort hinir riku sér að verða ríkari og hinir fátæku fátækari í þessu landi? Hann svarar: „Éggetekkiséðþað. Ení þessu sambandi verðum við líka að hafa það í huga að það verða alltaf til fátæklingar og þá væntan- lega ríkt fólk líka. „Fátæka munuð þið ávallt hafa hjá ykkur.“ benti Jesús rétti- lega á. Það er nefnilega svo. að það eru alltaf ein- hverjir sem vilja vera fá- tækir. Það er þeirra nautn. Kannski hefur þetta verið efnafólk í fyrra lífi og vill nú prófa eitthað nýtt, eða sér beinlínis eftir fyrra líferni. Það er ekki orðum eyðandi á hugmyndina um jöfnuð. Hún er fráleitt markmið og tilgangslaust og leiðir af sér algera stöðnun í framkvæmd. Af hverju á að hefta fólk sem annað hvort finnur þörf hjá sér að vera vel efnum búið eða fátækt? Er réttlátt að banna fólki að velja sér lífsstíl! Ég telþaðmeðöllu fráleitt." Þennan texta þarf varla að ritskýra frekar, en Loftur Jóns- son er ekki einn um þessar skoðanir. Þær eru bornar fram af þeim trúarlega félagsskap í Bandaríkjunum sem „Moral majority“ nefnist og þeir vitna einmitt í tilvitnuð orð Jesú um fátæka. Af sama toga eru rök- semdir þessa öfluga félags- skapar um, að Jesú hafi verið hlynntur dauðarefsingu. Hafi ekki verið svo hefði hann ör- ugglega gefið yfirlýsingu um það hangandi á krossinum. Þetta leiðir hugann að þeim margbreytilegu túlkunum sem vaða uppi í kristnum dómi því að óneitanlega má réttlæta allt ef setningar og frásögur eru teknar úr samhengi og túlkað- ar bókstaflega. Svar guðfræð- inga við þessu er að túlka verði Biblíuna út frá hennar megin- stefum og meginstefið í Nýja Testamentinu er auðvitað kærleikshugtakið sem er grunntónninn í allri þess boðun. Út frá því er varla orðum eyðandi á skoðanir Lofts og stuðningsmanna Ronalds Reagans á fátækum, burt séð frá þeirri rökleysu að lítið barn fái nautn út úr vannæringu sinni og illum aðbúnaði, en það er eins og fyrr segir hlutskipti tveggja af hverjum þrem börnum. En kannski mun kaupmaðurinn biblíufróði sjá eftir líferni sínu í þessu lífi og velja sér hlutskipti hungraða barnsins í því næsta, hvaðan úr kristninni sem hann hefur ann- ars hugmyndina um endur- holdgun. Baldur Kristjánsson. Laugardagur 27. apríl 1985 7 7 Malsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútiminn h.f. Rilslj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaösstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrimur.Gíslason Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjornssoo Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvoldsimar: Askriff og dreifmg 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, fæknideiid 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaiaprent h.f. Kvóldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Framtíðarverkefni ■ Mikið starf bíður þeirra er fást við stjórnmál á íslandi. Alls staðar bíða óleyst verkefni og þjóðin er óánægð með ástand mála. Unga kynslóðin ólst upp til velferðarsamfélags þar sem smjör drypi af hverju strái. Bjartsýni sjöunda og áttunda áratugarins skóp framtíðar- sýn þar sem allir gætu af launum sínum skrýðst glitklæðum, mettast ljúffengum stórsteikum búið í glæsilegum íbúðum og ekið um á lúx- usv.ögnum milli þess að þeir flatmöguðu á erlendum sólarströndum eða skoðuðu fjarlæg lönd og álfur. Þetta var framtíðarsýnin meðvituð eða ómeðvituð. Nú er til að taka að lífshamingja fólks ræðst að litlu leyti af ytri kringumstæðum en hún ræðst að verulegu leyti af þeim væntingum sem fólk er alið upp við og því hver raunin verður. Þess vegna er það bakslag í efnalegu tilliti sem kemur fram um síðustu áratugaskipti mjög alvarlegt. Draumurinn um þægilegt líf, andlega og efna- lega, breytist á skammri stund í martröð. Launatekjur þorrans duga nú allt í einu eingöngu fyrir knöppum nauðsynjum, húsið stóra verður aðeins skýjaborg og ókunn lönd verða nú aftur bara raunveruleiki landafræðinnar. Þetta er raunveruleiki yngri hluta þjóðarinnar sem ekki er svo heppinn að fljóta ofaná toppi innflutnings- verslunar eða auglýsingagerðar og annarri milli- liðastarfsemi. f*að er sama hvort litið er til bændastéttar, opinberra starfsmanna eða almenns verkafólks. AIls staðar blasa erfiðleikarnir við. Unga fólkið, sem auðvitað sló ekki af þeirri lífsgæðastefnu sem það er alið upp við, hélt áfram að fjárfesta og eyða, þetta fólk sem ólst upp við það að neyð væri að deila svefnherbergi með börnum sínum, situr nú uppi stórskuldugt og án vonar. Draum- urinn hefur breyst í martröð en hann hefur ekki horfið eða skipt um innihald því enn sjá menn er þeir líta í kringum sig að margir hafa það gott. T.d. stór hluti miðaldra fólksins sem ræður öllu í stjórnmálum, verkalýðshreyfingu og atvinnu- lífi. Þetta er vandamál íslensks samfélags í dag og verkefni stjórnmálamanna er að takast á við þetta. Þeir þurfa að gefa fólki nýja von, nýja raunhæfa von, og vinna að því öllum árum að sú von rætist. Sú von felst í því að allir geti lifað af dagvinnutekjum sínum, allir hafi vinnu, allirgeti eignast húsnæði, eða leigt, allir geti sótt sér menntun. Til að þetta megi takast þarf af alefli að beina kröftum athafnamanna að þjóðhagslega hag- kvæmum hlutum og jafnframt að gæta þess að arður af atvinnurekstrinum renni ekki í vasa fámennrar yfirstéttar heldur nýtist landsmönn- um öllum. Við þurfum að endurvekja þá gömlu ungmennafélagshugsun að menn vinni fyrir þjóð sína. Aðeins þannig séu þeir að vinna sér og börnum sínum heilt. ísland er auðugt land. Verði rétt og heiðarlega á málum haldið þá bíður okkar allra glæst framtíð.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.