NT - 27.04.1985, Blaðsíða 22
■ Frá heimsmeistarakeppninni í íshokkí. Bandaríkjamaðurinn Broten sækir að marki A-Þjóðverja sem gera allt til að verjast. Leiknum
lauk með jafntefli 5-5.
Laugardagur 27. apríl 1985 22
fþróttir
Islandsglíman
haldin í dag
■ íslandsglíman verður haldin
í 75. sinn að Laugum í S-Þing-
eyjarsýslu í dag 27. apríl og
hefst kl. 14.00.
Allir bestu glímumenn lands-
ins mæta til leiks svo búast má
við jafnri og spennandi keppni.
Þrettán kappar eru skráðir og
eru þeir þessir:
Árni Þór Bjarnason KR
Ásgeir Víglundsson KR;
Helgi Bjarnason KR
Jón K. Stefánsson KR
Marteinn Magnússon KR
ólafur Haukur ólafsson KR
Óli Þór Adalsteinsson KR
Börkur Kjartansson HSÞ
Eyþór Pétursson HSÞ
Hjörtur Þráinsson HSÞ
Kristján Yngvason HSÞ
Pétur Yngvason HSÞ
Jón Unndórsson
Leikni
handhafar Grettisbeltisins fer ís-
landsglíman fram á þeirra
heimavelli. Svo hefur verið síð-
an 1975 að einu ári undanskildu,
Ómar Úlfarsson KR vann beltið
1978.
Fyrsta fslandsglíman fór fram
árið 1906 og þá var einnig keppt
um Grettisbeltið. íþróttafélagið
Grettir á Akureyri átti heiður-
inn að þessu framtaki og fyrsti
Glímukappinn var Ólafur V.
Davíðsson. Sá sem oftast hefur
unnið Íslandsglímuna er Ár-
mann J. Lárusson en hann vann
15 sinnum á árunum 1952-1967.
Hann sigraði 14 sinnum í röð frá
1954-’67.
HM í íshokkí:
Sovétmenn hafa
mikla yfirburði
Sigurvegarinn í Íslandsglím-
unni hlýtur titilinn Glímukappi
íslands. Meðal þátttakenda í
þetta sinn eru þrír fyrrverandi
glímukappar, þeir Jón Unn-
dórsson sem sigraði árið 1972
og 1973, Eyþór Pétursson sem
sigraði 1983 og Pétur Yngvason
sem hefur sigrað fjórum sinnum
síðustu tíu ár, 1975, 1980,1982
og 1984. Sú hefð hefur skapast
að meðan Þingeyingar eru
Undanfarin ár hafa Þingey-
ingar verið ósigrandi á íslands-
glímunni svo Reykvíkingar
hljóta að hugsa sér til hreyfings.
Það er hinsvegar víst að
Grettisbeltið verður ekki auð-
sótt í greipár þeirra og er
skemmst að minnast Svéita-
glímunnar sem haldin var í
Reykjavík fyrr í þessum mánuði
en Þingeyingar fóru létt með
sigur þar.
■ Eins og NT skýrði frá í lok
síðustu viku þá stendur nú yfir í
Tékkóslóvakíu heimsmeistara-
keppnin í íshokkí. Þarna eru
mættar allar sterkustu þjóðirnar
í íþróttinni nema hvað Banda-
ríkjamenn og Kanadamenn
geta ekki stillt upp sínum sterk-
ustu liðum þar sem úrslita-
keppnin í NHL (National Hock-
ey League) sem er atvinnu-
mannadeildin í N-Ameríku fer
nú fram.
Eins og fyrirfram var búist
við þá hafa Sovétmenn sýnt
fádæma yfirburði í leikjum sín-
um hingað til. Þeir sigruðu t.d.
Bandaríkjamenn í opnunarleik
keppninnar með 11 mörkum
gegn 1. Bandaríkjamenn hafa
hins vgar náð sér á strik síðan
og unnu bæði Svía og Kanada-
menn með sama mun.
Leikur Bandaríkjamanna og
Kanada var mjög spennandi.
Honum lauk með 4-3 sigri
Bandaríkjamanna. Lið Kanada
í þessum leik var skipað
atvinnumönnum en þó ekki
þeim bestu. Þeir leikmenn Kan-
ada sem mest bar á voru at-
vinnumenn frá lélegasta liðinu í
NHL, Toronto Maple Leafs,
þeir Rick Vaive og John Ander-
son.
Sovétmenn eru með algjört
yfirburðalið. Úrslit nokkurra
leikja til þessa:
Sovét-USA ................. 11-1
Sovét-Finnland ............. 5-1
(Fjögur aí mörkum Sovót komu eftir
„power play" þ.e. er þeir voru einum
fleiri)
Sovét-A-Þýskal................. 6-0
Tókkó-A-Þýskal................. 6-1
Tékkó-V-Þýskal................. 6-1
USA-Svíþjóð.................... 4-3
Finnland-Svíþjóð............... 5-0
Sviþjóð-A-Þýskal.............. 11-0
Sovét-V-Þýskal................ 10-2
Kanada-Finnland................ 5-2
USA-Tókkó...................... 3-1
(Þessi sigur kom nokkuð á óvart þar sem
Tékkar voru taldir þeir einu sem veitt
gætu Sovétmönnunum einhverja
keppni.)
í fimmtu umferð mótsins fóru
línur aðeins að skýrast. Sovét-
menn héldu þó áfram sigur-
göngu sinni og ekkert fær stopp-
að þá. Þeir sigruðu Svía 6-2.
Bandaríkjamenn eru nú í öðru
sæti á mótinu eftir að hafa
sigrað V-Þjóðverja 4-3. Á með-
an gerðu Kanadamenn og Tékk-
ar jafntefli 4-4 þar sem Kanada-
menn höfðu ávallt yfirhöndina.
Maradona heim
■ Argentínski knattspyrnu-
maðurinn Diego Armando
Maradona, scm spilar með
Napólí á Ítalíu, hefur fengið
leyfi félags síns til að fara frá
Ítalíu áður en keppnistímabil-
inu lýkur.
Ástæðan er sú að hann hefur
verið valinn í landslið
Argentínu sem er að undirbúa
sig fyrir leiki í undankeppni
HM. Liðið leikur þrjá vináttu-
landsleiki áður en fyrsti leikur-
inn í undankeppninni fer fram
þann 2.júní.
Maradona fer frá Ítalíu 5.
maí en þá á Napólí eftir að leika
tvo leiki. Gegn Udinese og
Fiorentina.
„Ég er viss um að áhangendur
Napólí skilja afstöðu mína og
munu ekki bera neinn kala til
mín þó ég fari.“ sagði Maradoná
í blaðaviðtali um þetta mál.
Butcher og Waddle til Spurs?
Frá Héimi Bcrgssyni,
fréllaritara NT í Englandi:
M Tottenham Hotspur er
nú á fleygiferð í leit að
nýjum leikmönnum. Tveir
eru á lista sem líklegir. Að
sjálfsögðu er Chris Waddle
frá Newcastle, sem allir eru
á höttunum eftir, efstur á
blaði. Þá hefur Tottenham
spurst mjög ákveðið eftir
Terry Butcher frá Ipswich.
Ipswich er nú í bullandi fall-
hættu og ef þeir falla þá fer
Butcher mjög líklega frá lið-
inu. Tottenham hefur alltaf
verið í vandræðum með
vörnina hjá sér og myndi
Butcher styrkja hana veru-
lega.
■ Maradona sést hér í lands-
liðsbúningi Argentínu. Hann
hefur fengið leyfi hjá liði sínu
Napólí á Ítalíu til að hverfa
heim svo hann geti tekið þátt í
undirbúningi landsliðsins fyrir
HM.
Þá skildu A-Þjóðverjar og Finn-
ar jafnir 4-4.
Bandaríkjamenn virðast vera
aðkoma mjögtileftir 1-11 tap
fyrir Sovétmönnum í opnunar-
leiknum. Annars er staðan eftir
5 umferðir þessi:
Sovótríkin
Bandarikin
Kanada
Tókkóslóvakía
Svíþjóð
Finnland
A-Þýskaland
V-Þýskaland
5 5 0 0 38-6
5 4 0 1 16-21
1 26-11
1 22- 9
3 19-17
3 12-19
4 6-36
5 8-28
5 3 1
5 3 1
5 2 0
5 1 1
5 0 1
5 0 0
Múllersmótið
■ Nítjánda Múllersmótið í
flokkasvigi var haldið í fyrra-
kvöld á vegum Skíðaráðs
Reykjavíkurog Fram. Fimm
sveitir mættu til leiks. Sveit
Fram sigraði í fyrsta sinn á
þessu móti. Hana skipuðu
Eiríkur Haraldsson, Sigurð-
ur Jónsson, Þorvaldur Sig-
urðsson og Hafþór
Júlíusson. Sveitin fékk tím-
ann 2:68,50. í öðru sæti varð
I sveit ÍR á 2:78,64 og þriðja
sveitÁrmannsá 2:83,65. Sveit-
ir KR og Víkings féllu úr
| keppninni.
Ármenningar hafa unnið
mótið tvö síðastliðin ár én
Framarar unnu nú í fyrsta
í sinn.
Körfuknattleikur:
ísland vann
Lúxemborg í fyrsta leiknum 93-84
■ íslendingar léku fyrsta
landsleik sinn í körfuknattleik
gegn Lúxemborg á fimmtudags-
kvöldið í íþróttahúsinu í Kefla-
vík. Leiknum lauk með sigri
íslendinga sem skoruðu 93 stig
gegn 84 stigum Lúxemborgara.
Staðan í leikhléi var 50-32 fyrir
ísland.
Leikurinn var nokkuð sveiflu-
kenndur en íslenska liðið hafði
ávallt yfirhöndina. Luxemborg-
arar héldu í við íslendingana
framan af fyrri hálfleik en um
hann miðjan skildu leiðir er
íslenska liðið náði upp góðri
stemniningu í vörninni. Sóknar-
leikurinn gekk og vel á þessum
kafla. Munurinn var 18 stig í
leikhléi. í seinni hálfleik voru
gestirnir lengst af ákveðnari í
öllum aðgerðum og minnkuðu
muninn smám saman.
Ekki tókst þeim þó að ógna
sigrinum verulega og lokatölur
urðu 93-84 eftir að Jón Gíslason
hafði skorað síðustu körfuna
um leið og flautan gall.
Lið Lúxemborgara hafði góð-
ar skyttur og sumar þeirra klikk-
uðu varla í skoti ef þær fengu
frið, sem var of oft.
Valur Ingimundarson var
bestur íslendinganna, skoraði
32 stig og tók flest fráköst eða 8.
Stigin fyrir ísland skoruðu:
Valur 32, Jón Kr. 14, Torfi 12,
Gylfi 12, Ívar8, Birgir 8, Pálmar
5 og Árni 2.
Mikið um meiðsli
á atvinnumönnum
■ Tíð meiðsli atvinnumanna
íslendinga í knattspyrnu veiktu
mjög liðið gegn Lúxemborg á
þriðjudagskvöld og hætt er við
að svo verði einnig í leiknum
gegn Skotum 28. maí.
Fjórir leikmenn voru fjarver-
andi vegna meiðsla, sem annars
hefðu örugglega leikið í íslenska
liðinu þetta eru þeir Ásgeir
Sigurvinsson, Arnór Guðj-
ohnsen, Pétur Pétursson og
Sigurður Grétarsson. Þeir Ás-
geir og Arnór munu örugglega
ekki leika með gegn Skotum 28.
maí, en líklegt er að Sigurður
og Pétur verði orðnir góðir.