NT - 27.04.1985, Blaðsíða 21

NT - 27.04.1985, Blaðsíða 21
■ Fyrrverandi kanslari Vestur-Þýskalands, Willy Brandt, er ómyrkur í máli í gagnrýni sinni á mikla eyðslu í hergögn og hernað í heiminum. Willy Brandt tekur við þriðja heims verðlaunum SÞ-Bonn-Reuter ■ Willy Brandt fyrrverandi kanslari Vestur-Þýskalands tók nú á fimmtudaginn a móti þriðja heims verðlaununum svoköll- uðu við hátíðlega athöfn hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Verðlaunin, sem nema 100.000 dollurum (4,2 milljónir ísl. kr.) eru veitt árlega af sjálfstæðri Þriðja heims stofnun sem hefur aðsetur í London. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir framlag einstaklinga til þró- unar og friðar. Þau voru fyrst veitt árið 1981 til Julius Nyerere forseta Tansaníu og í fyrra fékk stjórnarerindreki frá Möltu verðlaunin fyrir starf. sitt að hafréttarmálum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Willy Brandt fær viður- kenningu fyrir friðarviðleitni sína. Hann fékk einnig friðar- verðlaun Nobels árið 1971. Þegar Brandt tók við verð- laununum nú sagði hann m.a. að hræðilegt til þess að hugsa að réttur fimm milljarða jarðarbúa byggðist á „litlum hóp manna í einni eða tveimur höfuðborg- um“. Verðveisla friðarins væri al- menn mannréttindi sem ekki mætti láta leiðtoga risavelda eina um. Brandt sagði einnig að það væri einungis hægt að binda enda á hættuna á gjöreyðingar- stríði ef risaveldin viðurkenndu tilverurétt hvors annars og að öryggi þeirra yrði aðeins tryggt með samvinnu. Willy Brandt hefur skýrt frá því að hann muni nota verð- launféð til þróunarverkefna og til að styrkja friðarbaráttu. 1 viðtali við þýskt dagblað fyrr í þessari viku sagði Brandt m.a.: „Árið 1985 verða meira en þús- und milljarðar dollara notaðir til vopnaframleiðslu í heimin- um. Okkur hefur aðeins tekist að beina örfáum prósentum af þessari upphæð til að takast á við hungrið í heiminum.“ Við verðlaunaafhendinguna á fimmtudag sagði Brandt enn fremur að það væri nauðsynlegt að tengja viðræður um vopna- kapphlaupið við almenna efna- hagsþróun og baráttu við hungr- ið í heiminum. Umsjón: Ragnar Baldursson og Sonja B. Jónsdóttir Laugardagur 27. apríl 1985 21 Pulitzer verolaunin: Söngleikur um mál- ara besta leikritið ■ Söngleikur um franskan im- pressíónistamálara, frásögn af hönnunargalla í þyrlu, sem olli dauða 250 bandarískra her- manna og myndræn frásögn blaðs frá úthverfum New York um hungursneyðina í Afríku, eru meðal þeirra verka, sem fengu hin eftirsóttu Pulitzer- verðlaun í vikunni. Söngleikurinn, sem heitir Sunnudagur í garðinum með Georg og er um franska málar- ann Georges Seurat, fékk verð- laun sem besta leikritið. Höf- undur er Stephen Sondheim. Skáldsöguverðlaunin fékk Ali- son Lurie fyrir bók sína „For- eign Affairs“, um miðaldra bandaríska konu og ástina. Dagblaðið Newsday fra Long Island vann til tveggja af tuttugu og tveimur verðlaunum, sem koma í hlut blaðamanna. Önnur þeirra fyrir skrif um hungurs- neyðina í Afríku og hin fóru til dálkahöfundarins Murray Kempton. Blaðið Star-Telegram frá Fort Worth í Texas fékk verð- laun fyrir bestu greinina sem varðar almannaheill, þegar það kom upp um hönnunargalla í þyrlum frá Bell verksmiðjun- um, sem ollu dauða 250 banda- rískra hermanna. Verðlaun fyr- ir bestu Ijósmyndina fóru til blaðs í Santa Ana í Kaliforníu vegna mynda frá Ólympu- leikunum síðastliðið sumar. Kyrki- slanga í bóka- safni Hamborg-Reuter ■ Skólabörn í Hamborg fundu 1,5 metra langa kyrkislöngu í almennings- bókasafni nú á fimmtu- daginn. Ekki er vitað hvernig kyrkislangan komst inn í bókasafnið en hún virðist hafa kunnað vel við sig innan um allar bækurnar þar sem hún hreiðraði um sig eins og sannkallaður bókaormur. Dýrafræðingar frá Hamborgarháskóla voru í skyndi fengnir í bókasafn- ið til að fanga slönguna. Þeir tóku hana síðan með sér í háskólann þar sem þessi bókhneigða kyrki- slanga verður höfð í fóstri. Forseti S*Kóreu í Bandaríkjunum Washington-Reuter ■ Forseti Suður-Kóreu, Chun Doo Hwan, sem nú er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, segist leggja mikla áherslu á að minnka spennu á Kóreu- skaganum og ræða við stjórnvöld í Norður-Kó- reu þar sem kommúnistar ráða ríkjum. Chun hitti í gær Reagan Bandaríkja- forseta að máli í Hvíta húsinu. Hópur Kóreu- manna í Bandaríkjunum safnaðist saman fyrir utan Hvíta húsið og kallaði víg- orð gegn Chun og krafðist lýðræðis í Kóreu. Þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem Chun Doo Hwan hittir Reagan enda eru samskipti Banda- ríkjanna og Suður-Kóreu mjög náin. Bandaríkja- menn hafa 40.000 manna herlið í Suður-Kóreu og geyma þar kjarnorkuvopn í herstöðvum sínum. Útlönd Varsjárbandalagslönd endurnýja sáttmálann Varsjá-Reuter. ■ Leiðtogar Varsjárbanda- lagsríkjanna skrifuðu í gær und- ir endurnýjun á hinum 30 ára gamla sáttmála sínum, og mun hann gilda næstu tíu árin með ■ í gær hittust leiðtogar aust- antjaldslandanna í Varsjá, héldu upp á 30 ára afmæli varnarsáttmála síns og fram- lengdu hann jafnframt um 10 ár, svartsýnir á heimsfriðinn. Hér skála þeir Gorbachev hinn sovéski og Erich Honecker frá Austur-Þýskalandi fyrir sam- starfinu en pólski herforinginn Jaruzelski horfir á. möguleika á framlengingu um önnur tíu ár. Endurnýjunarskjalið var undirritað eftir formlegar um- ræður í Varsjá um nauðsyn þess að endurnýja sáttmálann frá 1955 sem gerður var til þess að mæta Norður-Atlantshafs- bandalagi vesturveldanna, NATO. Talsmaður aðildarlanda sátt- málans; Póllands, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Austur-Þýskalands og Ung- verjalands ásamt Sovétríkjun- um, sagði að þau stefndu ekki að hernaðarlegum yfirburðum yfir vesturveldin en myndu heldur ekki leyfa öðrum hern- aðarlega yfirburði. Þau vildu tryggja valdajafnvægi við eins lítinn vígbúnað og unnt væri. í yfirlýsingu aðildarlandanna segir: „Á meðan hernaðar- bandalag NATO-ríkjanna er starfandi og ógnin við friðinn í Evrópu og heimsfriðinn heldur áfram munu sósíalísku ríkin efla varnarbandalag sitt. í yfirlýsingunni er jafnframt hvatt til þess að slökunarstefnan milli austurs og vesturs verði endurvakin og reynt verði að koma í veg fyrir að kjarnorku- vopnakapphlaupið verði einnig hafið úti í geimnum. AMrAi Ski Ftur ctrífttt vl dI iiuv oinu - bandarískir og sovéskir her* menn minnast stríðslokanna Torgau, Austur-Þýskalandi-Rcuter. ■ Liðsmenn þeirra herdeilda bandarfskra og sovéskra sem fyrstar mættust í rústunum af veldi Hitlers minnast nú fundarins fyrir fjörutíu árum og í fyrradag endurnýjuðu þeir eið sem þeir sóru árið 1945 að því að taka aldrei aftur þátt í stríði. í gær héldu þeir áfram að fagna endurfund- unum. Alexander Silvashko var 21 árs gamall liðsforingi í sovéska hernum þegar hann náði austurbakka árinnar Elbu í apríl 1945. „Þegar hermenn á vesturbakkan- um fóru að gefa okkur merki hélt ég helst að um þýska gildru væri að ræða,“ sagði hann fréttamönnum 40 árum síðar. Hann sagði mönnum sínum að fleygja nokkrum hand- sprengjum í þá. Klukkustundum síðar birtust en- skumælandi hermenn hinum megin og hann og bandaríski liðsforinginn skriðu varlega hver til annars yfir illa skemmda brú. „Ég var enn ekki viss um hver hann væri en um það bil sem við mættumst á miðri leið var ég orðinn sannfærður um að hann væri Ameríkani, banda- maður,“ sagði sovéski liðsforinginn fyrrverandi ennfremur. Handtak mannanna tveggja þarna á brúnni markaði mót sovésku og bandarísku herjanna í rústum Hitlers Þýskalands. Herforingjar og aðrir yfirmenn skáluðu hver fyrir öðrum í vodka og viskíi og skiptu með sér matarskömmtunum sínum. Austur-þýskir fjölmiðlar hafa gert þessum endurfundum amerísku og sovésku hermannanna fyrrverandi góð skil en Bandaríkin, Bretland og Frakkland hafa á hinn bóginn þagað þunnu hljóði í mótmælaskyni við það að yfirmaður í bandaríska hernum var skotinn á bannsvæði við sovéska herstöð, 200 mílum fyrir utanTorgau, í síðasta mánuði. Hinir fyrrverandi bandarísku her- menn neituðu öllum dylgjum um það að Austur-Þjóðverjar noti þennan fund í áróðursskyni, þeir sögðust einfaldlega gleðjast yfir því að hafa lifað styrjöldina af og geta komið aftur og minnst hins sögulega atburð- ar. Sovéskir dagar MÍR 1985 Tónleikar í Þjóðleikhúsinu Ljúdmila Zykina, hin fræga sovéska þjóðlaga- og vísnasöngkona, og hljómsveitin „Rossía“ undir stjórn Viktors Gridin, halda tónleika í Þjóðleikhús- inu mánudagskvöldið 29. apríl kl. 21. Fjölbreytt efnisskrá. Einsöngur, hljómsveitarleikur, einleikur á harmonikku o.fl. Missið ekki af þessum einstæðu tónleikum. Miðasala í leikhúsinu. MÍR.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.