NT - 27.04.1985, Blaðsíða 6

NT - 27.04.1985, Blaðsíða 6
IU Laugardagur 27. apríl 1985 6 Mullova hjá T ónlistarfélaginu ■ Vikan 15.-21. apríl vargóð fyrir unnendur klassískrar tónlistar því á sinfóníutón- leikunum 18. apríl voru flutt verk eftir Mendelssohn, Pag- anini og Beethoven en hjá Tónlistarfélaginu 20. april fiðlusónötur eftir Mósart, Bar- tók og Brahms, auk „La Cam- panella" eftir Paganini. Auk þess flutti Laufey Sigurðar- dóttir fiðluverk eftir Nardini og Jón Nordal á Háskólatón- leikum 17. apríl. Það var fiðluleikarinn Vikt- oria Mullova, sovéskur flótta- maður í New York, og Charles Abramovic frá Pittsburgh, sem léku í Austurbæjarbíói 20. apríl fyrir félaga Tónlistarfé- lagsins. Húsfyllir var, sefn er sjaldgæft á tónleikum sem þessum, þótt þeirséu alla jafna vel sóttir. og olli því frægð hins unga fiðlusnillings, cn Mullova er 25 ára. Fyrst léku þau B-dúr sónölu Mózarts, K.378 Ijómandi vcrk scm „geislar af gáska og lcttlcika svo hvcrgi bcr skugga á“. Mózart hefur ckki átt sérlcga auðvelt upp- dráttar hjá tónlistarmönnum vorum hér á landi - mörgum finnst hann of auðveldur - en nú hlýtur þetta að breytast, því bíómyndin „Amadeus“, sem fékk marga Óskara um daginn, hefur valdið Mózart-æði í Bandaríkjunum. Og það gerir hún vonandi þegar hún kem- ur hingað. Næst lék Mullova sónötu fyr- ir cinleiksfiðlu eftir Bartók. Sónötu þessa skrifaði skáldið árið 1944 að beiðni Yehudi Menuhin, scm ætlaði aö nota hana til að skemmta amerísk- um hermönnum í styrjöldinni. Ekki er að efa að sónatan hefur örvað incð þeim löngun til að hverfa aftur til vígstöðv- a'nna, því luin cr, þrátt fyrir það að tcljast í tónleikaskrá vcrðugur arftaki einleikssón- ata Bachs, æði tyrfin við fyrstu heyrn. En um andlcgt atgervi bandarískra hcrmanna cr meira vitað en um flest annað af því tagi, þökk sé braut- ryðjcndum í greindarmæling- um á þessari öld. Sálfræðingur- inn R.M. Yerkes fékk því nefnilega framgengt í fyrra stríðinu að allir þeir sem kall- aðir voru í bandaríska herinn voru látnir gangast undir greindarpróf, 1,75 milljón menn, og gaf út 1000 síðna skýrslu um niðurstöðurnar árið 1921. Áður höfðu bandarískir greindarsálfræðingar komist að þeirri niðurstöðu að „and- legur aldur" meðalmanna væri 16 ár. Mælingar Yerkes og manna hans sýndu hins vegar, að andlegur aldur hermann- anna var að meðaltali 13 ár, rétt ofan viö andlegan aldur „mórmons", en svo nefnast; þcir í fræðum þessum sem hafa andlegan aldur 8-12 ár. Skv. Yerkes reyndist andlegur aldur hermannaafbreskum, þýskum og norrænum stofni að meðal- tali 13,08 ár, rússneskra inn- flytjenda 11,34 ár, ítalskra inn- flytjcnda, 11,01 ár. Pólverja 10,74 ár og svertingja 10,41 ár. Og fyrir þessa menn spiiaði Menuhin semsagt einleiks- sónötu Bartóks þegar þeir fengu l'rí frá vígstöðvunum til að létta sér upp. Maður getur ekki annað en dáðst að mönn- um sem veita svona lítinn af- slátt í menningarlegum efnum. í þriðja stað léku þau Mull- ova og Ábramovic G-dúr són- ötu Brahms op. 78. Hér á að ríkja fullkomið jafnræði fiðlu og píanós, en mikið vantaði á að Ábramovic stæðist Mullovu snúning. Líklega vantaði þrennt eða fernt á: Mullova er miklu kraftmeiri tónlistarmað- ur, flygillinn í Austurbæjarbíói er orðin þreyttur, og ástæða hefði verið til að opna hann. Og kannski Abramovic hafi ekki viljað trana sér fram í „undir- leiknum". Síðast léku þau La Campan- ella eftir Paganini, ekta tækni- leg fyrir fiðluleikarann, og ljómandi fallega gert. í hléinu hitti ég mann sem veit allt um Sovétríkin, og spurði hann hvernig á því stæði að tónlistarskólar séu svona af- buröagóðir þar cystra, að við ■ Á sinfóníutónleikum 18. apríl vartroðfullt hús í Háskóla- bíói, og kunna ástæðurnar að hafa verið tvær jafngildar: Fimmta sinfónía Beethovens var á efnisskránni, og Viktoria Mullova lék einleik á fiölu. Fáir hötðu að vísu heyrt Mull- ovu getið fyrr cn nú, enda hún ung að árunt, en þeim mun rækilegra frétti þjóðin af henni þegar hún kom. Mullova er semsagt einn af þeim tónlist- armönnum sem flúið hafa Sovétríkin á undanförnum árum og „slegiö í gegn“ í Vestrinu. I tónleikaskránni segir m.a. svo um fiöluleikara þennan: „Hcnni hefur verið fagnað mjög í stórborgum Bandaríkjanna og raunar um allan heim, og er hún án efa einn frægasti fiðluleikari sinnar kynsloðar. Breska sjónvarpið BBC og bandaríska sjónvarps- samsteypan ABC hafa látið gera heimildarmynd um ævi hennar og störf og mun hún verða sýnd á næstunni í ís- lenska sjónvarpinu. Frá því var sagt í fjölmiölum fyrir skömmu að ónefnd bandarísk samtök hefðu keypt handa henni Stradivaríus-fiðlu fyrir 348.920 dollara, eða sem svar- ar 14.300.000 krónur. Á þetta hljóðfæri leikur Viktoría Mullova á þcssurn tónleikum." Svona eru söluaðilarnir bún- ir að fara nieð þessa ágætu listakonu: númer eitt er það að hún er pólitískur flóttamaður, númer tvö að „ónefnd banda- rísk samtök“ kaupa handa henni fokdýra fiðlu, og númer þrjú að hún er mjög fltnkur fiðlari. Og kannski þetta sé nauðsynlegt til að undirstrika sérstöðu hennar í heimi sam- keppninnar, þar sem til er fjöldi fiðlara á öllum aldri sem varla má á milli sjá hver er beztur. Næsta haust munum við fá að heyra aðra fiðlu- stúlku, Anne-Marie Mutter frá Þýzkalandi, sem líklega er engu ómerkari fiðlari en Vikt- oría Mullova. Örlagaríkast á tónleikunum kann það hins vegar að vera. liggur upphlaupi í hvert sinn sem nýr listamaður kemur vestur yfir. Hann sagði þetta rétt vera fyrst og fremst í fiðlu og píanói (en gleymum ekki knéfiðluni og Rostropovits), og væri um Gyðingahefð að ræða. Fiðlararnir koma flestir frá Odessa, t.d. feðgarnir Ois- trakh, og þaðan eru kennarar í Moskvu. Sömuleiðis stafar hefðin í píanóleik og kennslu frá Gyðingunum Anton Rubinstein og Heinrich Neu- haus, en hinn síðarnefndi kenndi öllum helstu píanistum Rússa til skamms tíma, þeirra á meðal bæði Gilels og Richter. Og af þessum meiði er Viktoria Mullova. Hún kann dæmalaust mikið fyrir sér, en hún á líka eftir að þroskast mikið, því ennþá finnst mér meira til hennar koma sem tæknikonu en sem Sinfóníuhljómleikar að þeim stjórnaði grískættaði Austurríkismaðurinn Karolos Trikolidis, 38 ára, og eru uppi grunsemdir að stjórn hljóm- sveitarinnar hafi á honum augastað sem eftirmanni Jacq- uillat. Tónleikarnir, með hefðbundinni efnisskrá sinni, voru hinir ágætustu - t.d. var 5. sinfónían prýðilega spiluð, en það var nú ekki sízt Beetho- ven sjálfum að þakka - og virtust bera stjórnandanum gott vitni. Hins vegar var efn- isskránni breytt á síðustu stundu og Beethoven tekinn í stað Carls Nielsen, líklega vegna þess að Trikolidis hljóp í skarðið fyrir Jacquillat með skömmum fyrirvara. Trikolidis stjórnaði hér í haust sem leið, og mun hafa þótt takast allvel. Hins vegar eiga „krítíkkerar“ ekki að vera að skipta sér af því hver ræður hvern í stöðu hljómsveitarstjóra: þeir eiga bara að dæma eftir á. Tónleikarnir 18. april hófust með Fingalshelli Mendels- sohns, en sá svokallaði konsertforleikur er meðal afrakstra ferðalags tónskálds- ins til Bretlandseyja árið 1829. Síðan lék Mullova fiðlukonsert Paganinis nr. 1 ásamt hljóm- sveitinni, af yfirburða tækni- kunnáttu og fimi, og loks kom 5. sinfónía Beethovens. Maður Viktoría Mullova listakonu - mér þótti spila- mennska hennar ekki sérlega hrífandi tónlist. Um svona lag- að eru víst deildar meiningar, en stefnan í spilamennsku var til skamms tíma a.m.k. í átt til geislandi tækni en minna lagt upp úr „innlifun", og öðruni tor-skilgreinanlegum eigin- leikuin, sem menn þá þóttust finna með eldri hljóðfæra- leikurum eins og t.d. Back- haus, Serkin, Richter, og Kreisler eða Fischer. En fróð- legt verður að fylgjast með frama og þroska Viktoríu Mullovu. Sigurður Steinþórsson lét þau orð falla um Paganini og Mullovu, að flutningur hennar hefði verið „hátækni- iðnaður“, sem er einmitt orð sem á að bjarga öllu á landi hér um þessar mundir. Aðrir telja þetta merkilega músík. Óg eflaust er Paganini undir sömu sök og Franz Liszt seldur með það, að vegna þess hve göldr- óttur hann var á hljóðfæri sitt, og hve „tæknileg" einieiksverk hans eru, þá hafa menn hyllst til að líta á þau sem tækni- æfingar fyrst og fremst. Nú orðið er álit manna á Liszt orðið breytt, og hann talinn meðal heldri tónskálda. Mullo- va spilaði Paganini samt þannig, að athygli manna hlaut að beinast að tækni henn- ar og afburðakunnáttu. Og auðvitað var Beethoven lang- beztur - það á að vera skylda Sinfóníuhljómsveitarinnar að flytja a.m.k. eina, og helst fleiri, af höfuðsinfóníum skáldsins á hverju ári. Sigurður Steinþórsson. Nautn vannæringarinnar ■ Við á framarablaðinu ættum auðvitað að vera skelf- ingu lostnir á þcirri niðurstöðu Helgarpóstsins að ungir kjós- endur sæki til hægri. Sam- kvæmt könnuninni ætla aðeins 4,4% aö eyða atkvæði sínu á það mannval sem býður sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Hins vegar segjasi tæp 50% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og um 20% Alþýðuflokkinn. En þetta cr ekkert nýtt. Ungt og óharðnað fólk hefur alltaf fylkt sér um flokk einstaklings- hyggjunnar. Og það er afsama toga að fólk hafnar iðulega kristindómi á þessum aldri. Ungu fólki finnst sér allir vcgir færir, trúir því að það sjálft hljóti að vcrða öfaná í lífinu. það er hraust og heilbrigt. Er enn undir verndarvæng foreldrahúsa og þekkir ekki knöpp kjör og erfiðleika. Sam- vinna og félagshjálp er í augum þess eitthvað fyrir þá sem ekki geta komið sér áfram, hentar þeim ekki. En þegar ungunum er sparkað úr hreiðrinu þá blasir við annar raunverulciki sem kallar fljótt á aðrar pólitískar skoðanir. Menn komast fljótlega að því aö þeir eru ekkert endilega bornir til að tljóta ofaná ísjakanum, heldur eiga sitt eins og aðrir undir samhjálp og samvinnu. Þess vegna koma niðurstöður Helgarpóstsins ekkert á óvart, Þær sýna fyrst og frcmst það að ungviðinu líður vel, en það á eftir að komast að því að flokkur ránfuglanna getur ekki búið þeim það þjóðfélag sent það hafði vænst. Þannig hefur þetta alltaf verið og þannig mun það verða. Eyrnafíkjur þaðan sem síst skyldi Viðbröð BHM ntanna við Kjaradómi eru athyglisverð. Þeir setja frani kröfuna um verkfallsrétt. Það hafa þeir ckki gert áður og eftir reynslu BSRB í haust voru ntenn reyndar farnir að halda að verkfallsréttur væri ekki svo sterkt vopn í nútíinasamfélagi. Það sæmdi fólki bctur að veg- ast á með rökunt t'yrir „hlut- lausum" kjaradómi. En það sýndi sig cins og vanalega að Kjaradómur gefur óbreyttum ekki neinar gjafir. Raunar var dómurinn í erfiðri stöðu eins og alltaf og nú hafa háskóla- menntaðir fengið nokkrum prósentustigum meira en fé- lagsmenn BSRB fengu út úr átökunum í haust og þá um leið meira en ASI menn fengu. Þetta kallar auðvitað á leiðrétt- ingu þeim til handa í vor og þannig heldur baráttan um brauðið áfram, launþegar skríða upp eftir bakinu á hver öðrum, eins og psycopatar gera í framapoti sínu á vinnu- stöðum. Nýjasta dæmið urn þessa innri baráttu er þegar vinnuveitendur og ASÍ menn sameinast unt það að senda athugasemdir til Kjaradóms, BHM mönnum óhagstæðar, enda getur meira að segja leiðarahöfundur Þjóðvilja ekki leynt vanþóknun sinni er hann segir: ...þessi ntisskilningur hefur til að mynda valdið því að í yfirstandandi kjarabaráttu hafa þcim stundum borist eyrnafíkjur þaðan sent síst skyldi. Þetta er gjörsamlega rangt viðhorf. Allir ríkisstarfs- menn eiga samleið með okkur og við með þeim." En eftir stendur. Laun á Islandi eru allt of lág. þ.e. laun alls þorrans. Því þurfunt við auðvitað að breyta, en nota bene, án þess að rnissa tökin á verðbólgunni. ■ Ungt fólk heldur eðlilega að lífið sé dans á rósum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.