NT - 27.04.1985, Blaðsíða 8

NT - 27.04.1985, Blaðsíða 8
Laugardagur 27. apríl 1985 ndur haf; Hvaðvarðumreyk- leysisnámskeiðið? Kæra ristjórn. ■ Við erum hér tólf konur sem höfum með okkur sauma- klúbb. Fyrir nokkru sáum við auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem auglýst var námskeið á vegum Krabbameinsfélags- ins fyrir þá sem hætta vilja reykingum. Við ákváðum að taka saman höndum og innrita okkur á þetta námskeið. Það vildi hinsvegar svo óheppilega til að þegar við höfðum talið í okkur nægan kjark var löngu orðiö fullt á námskeiðið og við sátum eftir með sárt enni. Þá vildi svo heppilega til að ein okkar rakst á grein í NT þar sem greint var frá því að einn blaðamanna ykkar hafi innrit- að sig á þetta námskeið og ætli að fylgja því eftir í blaðinu undir kjörorðunum. „Hættið að reykja meö NT“. Þótti okk- ur þetta hvalreki hinn mesti og keyptum nú blaðið samvisku- samlega. Til að byrja með gekk þetta nokkuð vel og skrif- in birtust með jöfnu millibili okkur til mikils gagns og aðhalds. Fljótlega fóru þó skrifin að verða ári gloppótt og þegar þetta er skrifað hefur ekki birst stafkrókur um þelta mál í langan tíma. Við hringd- um því í Krabbameinsfélagið til að fá upplýsingar um það hvort námskeiðinu væri lokið en þar var allt enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs R. Helgasonar leiðbeinanda á þessum námskeiðum. Við viljum því fá að vita hvers vegna NT stendur ekki betur við sín orð gagnvart lesendum. Þessi gloppa hefur orðið þess valdandi að af þeim tólf sem hófu leikinn eru nú aðeins tvær eftir (a.m.k. kenn- um við því um). Þær tvær sem eftir eru bíða þess nú í ofvæni að fá frekari fréttir af gangi mála. Hjúkrunarfræðingur Svar um hæl ■ Reykleysisnámskeiðinu er nú u.þ.b. að Ijúka. Fundir á námskeiðinu voru reyndar tíð- astir fyrstu dagana og frásagnir hér í blaðinu í samræmi við það, enda þörfin fyrir aðhald og stuðning augljóslega mest fyrstu dagana. Hitt er svo annað mál, að ef maður getur ekki hætt að reykja sjálfur, þá gerir það enginn fyrir mann. Það er svo aftur afskaplega skiljanlegt að maður leitist við af fremsta megni að kenna einhverju öðru unt en sjálfum sér, þegar illa gengur. Eitt ráð til þeirra tíu, sem hafa helst úr lestinni: Gefist ekki alveg upp. Haldið ykkur við lægri kantinn í sígarettu- neyslunni í nokkra daga eða vikur, ákveðið nýjan dag til að hætta alveg og notið tímann vel til að hugleiða hvað það var í raun og veru sem gerði það að verkum að þiðfélluð. Reyn- ið svo að gera ráðstafanir tii að bæta úr því. Mikilvægast af öllu er nefni- Iega að læra að þekkja óvin sinn - óvinurinn í þessu sam- hengi er maður sjálfur! Gangi ykkur vel. Eru aðferóirnar við að veiða grásleppu ómannúðlegar? Ómannúðlegar aðferðir við grásleppuveiðar ■ Nú í dag lögðum við leið okkar í Eden í Hveragerði og iitum þar augum fagra sýningu málverka hjá Magnúsi Guðna- syni listamanni frá Kirkjulækj- arkoti í Fljótshlíð. Við kviðum því helst að tíminn milli rútuferða yrði of lengi að líða, er ekki var annað erindi en að skoða eina mál- verkasýningu. En svo reyndist ekki. Hér getur að líta fagrar Iandslagsmyndir og fantasíur er lýsa mikilli sköpunargáfu og hugmyndaflugi mikils dreng- skaparmanns. Má þar skynja mikla lífs- speki lifandi anda. Ein myndanna er mjög sér- stæð að uppbyggingu Iistút- færslu og spái ég að þar sé á ferðinni myndgerð er Magnús gæti náð langt með og skapað sér veröugan sess meðal lista- manna. Eg ráðlegg öllum að koma og skoða og láta í Ijós ef þeir eru mér ósammála, - nú, og ekki síður ef þeir eru mér sammála,- Sýningin stendur til 29. þessa mánaðar. Ellert Guðmundsson Selfossi I. ■ Það er svívirðilegt að veiða dýr og drepa án þess að full- nýta þær afurðir, sem þau gefa af sér. Grásleppuveiðar eru mjög stundaðar hér við land, en sá er hinn mikli Ijóður á, að ákaflega lítill hluti þessa fisks er hirtur og hagnýttur. Hér er einkum um hrognin að ræða. Öllu öðru er fleygt. Þetta er skammarleg rányrkja, sem ætti að binda bráðan endi á. Ef ekki er liægt að fullnýta þenn- an fisk, ætti að banna veiðar á honum, uns hægt er að koma við fullri hagnýtingu hans. Eyðing lífs án fullrar nýtingar á lítinn rétt á sér, og stuölar mjög að útrýmingu þeirra dýrategunda, sem þannig eru leiknar. Okkur íslendingum er af hálfu náttúrunnar og for- stjónarinnar gefinn mikill auð- ur í formi margra dýrategunda við strendur landsins, en okkur er ekki gefinn réttur til að eyða þessu lífi gegndarlaust, og síst af öllu án þess að hagnýta þennan fcng að fullu. Ef við ekki hlítum þessum óskráðu rcglum náttúrunnar, þá brjót- um við þau lögmál lífsins, sem ávalt hljóta að vera í gildi. Að öðrum kosti mun framkoma okkar við lifandi náttúru um- hverfis okkar. koma okkur sjálfum í koll, með minnkandi vciðum og vcrsnandi afkomu. II. Það er svívirðilegt að valda veiðidýri meiri þjáningum við aflífun þess, en þörf er á. Þctta á auðvitað jafnt við um láðs og lagar dýr og jafnt, hvort þau eru með heitu blóði eða köldu, og eins hvort sem þau geta geflð frá sér kvalahljóð eða ekki. Hér er oft hinn mesti mis- brestur á. Veiðimenn hugsa ekki ætíð um þær þjáningar, er þeir valda veiðidýri að þarf- lausu. Ég vil beina nokkrum orðum til ykkar grásleppu- veiðimanna, í þessu sambandi: Sagt er að sumir ykkar beiti grásleppurnar grimmdarlegum drápsaðferðum. og færi betur að ekki væri satt. Þið veiðið oft grásleppur í miklu magni, og til að spara ykkur tíma og erfiði, er sagt, að sumir ykkar risti þær á kvið lifandi. taki úr þeim hrognin, með snörum handtökum, og fleygi svo grásleppunni aftur útbyrðis, án þess að hafa drepið hana fyrst hreinlega. Þannig sundurflak- ahdi, syndir hún aftur niður í djúpið, og verður að líða óum- ræðilegar þjáningar uns dauð- inn leggur á hana líknandi hönd. Ef satt er. væri hér um mjög ómannúðlega drápsaðferð að ræða, sem ekki ætti að eiga sér stað. - Líti hver í eigin barm og hugleiði þessi mál. III. Alla íiska. þar með talin hrognkelsi, skyldi drepa hreinlega, eftir að þcim hefur verið náð um borð, svo fljótt sem unnt er. Grásleppuveiðar eru mest stundaðar á bátum og litlum skipum. Hreinleg aflíf- un þessara fiska ætti því að geta verið auðveldari, en á stórum skipum, þar sem mikið magn fiskjar berst að á skömm- um tíma, eins og t.d. á togur- um. Veiðimenn! Komið ekki fram við veiðidýr (fiska, fugla o.fl.) eins og væru þau dauðir ' hlutir. Sýnið þeim rnannúð! Reynið að finna til með þeim. Skiljið, að þau hafa í rauninni rétt á sínu lífi eins og við menn á okkar lífi. En ef lífsréttur þeirra er af þeim tekinn, ættii það að vera lágmark mannúðar f þeirra garð, að þau væru drepin á cins hreinlegan hátt og unnt er. Og það er hægt með hrognkelsi ef vilji væri fyrir hendi. KORRI ■ Nú stendur yflr málverka sýning í Eden Unaðsstund í Eden

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.