NT


NT - 05.05.1985, Page 2

NT - 05.05.1985, Page 2
 m? Sunnudagur 5. maí 1985 2 LL Myndlist Umsjónarmenn Helgar- blaðs: Atli Magnusson, Birgir Guðmundsson og Jón Arsæll Þórðarson ■ Forsíðumynd: Við opnun sýningar hjá Andy Warhole. Ljósm,: Eve Arnold. ■ Um þessar mundir er verið að rífa Melavöllinn, sem er samofinn sögu íþróttanna í Reykjavík og á landinu öllu. Helgarblaðið ræðir við Baldur Jónsson vallarstjóra en hann hóf störf á Melavellinum árið 1950. ■ Hnupl úr búðum er ótrú- lega algengt og eru kaupmenn orðnir mikið kvekktir á þessu ■ Nú er það orðið úrelt að geyma kjarnasprengjur í fyrirbæri. Á bls. 8-9 getur að jarðhýsum.Tilþessaðaukaáöryggivarnarogárásarbúnað- líta samantekt um búðarhnupl ar síns hafa stórveldin sprengjurnar á stöðugri ferð milli á íslandi. landsvæða. Sjá bls. 14-15. ■ Sigrún Eldjárn hjá grafikmyndunum sínum í Listmunahúsinu. (NT-mynd: Ari) Sigrún Eldjárn með 41 grafikmynd í Listmunahúsinu ■ Sigrún Eldjárn opnár sýn- ingu á verkum sínum í List- munahúsinu í dag klukkan 14. Það eru 41 mynd sem hún sýnir að þessu sinni. grafikmyndir unnar á sl. 2 árum. Myndirnar liefur Sigrún unnið með þrenns konar tækni, -messotintu, sáld- þrykki og koparstungu. Sigrún er fædd árið 1954 í Reykjavík. Hún stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla íslands 1974-1977 og lærði nressotintu í Póllandi 1978. Einkasýningar hefur hún haldið í Gallerí Langbrók 1980, á ísafirði 1980, í Rauða húsinu á Akureyri 1981, og í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 1984. Hún hefur tekið þátt í samsýningum á íslandi, á öllum Norður- löndunum, í Póllandi, V- Þýskalandi og í Bandaríkjun- um. Hún fckk styrk úr Menning- arsjóði 1981, listamannalaun 1981, starfslaun listamanna 1982 og starfslaun rithöfunda 1985. Verk eftir Sigrúnu Eldjárn eru í eigu Listasafns ASÍ, Lista- safns Kópavogs, Norræna hússins, Statens Konstrad í Sví- þjóð og í Sveaborg í Finnlandi. Einn af gömlu „Súmm- urunum“ á heimaslóð / Tryggvi Olafsson opnar sýningu á 40 málverkum og klippi- myndum í dag ■ Einn af gömlu „Súmmurun- um“, opnar sýningu sína í Lista- safni ASÍ nú í dag, laugardag, en sá er Tryggvi Olafsson. Eins og menn vita hafði SÚM hópur- inn veruleg áhrif á þróun nú- tímalistar á íslandi og hann rak um skeið eigin sýningarsal í Reykjavík. Um þann hóp hefur verið sagt með réttu að hann hafi skapað íslendingum nauð- synlega viðmiðun innan listar annarra landa og starf hans varð að forsendu þess sem nú er að gerast í íslenskri list. Tryggvi Olafsson var félagi í SÚM á þessum árum og hann sýndi oft með hópnum. Tryggvi er Austfirðingur, fæddur á Neskaupstað 1940. Hann stundaði nám í Myndlista og Handíðaskólanum 1960-61, en fékk þá inngöngu í Listahá- skólann í Kaupmannahöfn og dvaldist þar við nám næstu sex árin. Þar var helsti kennari hans prófessor Hjorth Nielsen. Hann tók þátt í haustsýningu lista- manna, „Den Frie“ í Kaup- mannahöfn 1963 og hélt sína fyrstu einkasýningu í Gallerie Jensen 1966. Þá átti hann að sjálfsögðu myndir á flestum samsýningum SÚM grúppunnar 1969-79 og í SÚM salnum hélt hann fimm einkasýningar, þ.e. árin 1969, 1973, 1974, 1975 og 1977. Tvær einkasýningar í List- munahúsinu 1980 og 1982. Þá er að nefna átta einkasýningar í Kaupmannahöfn. Tryggvi hefur líka tekið þátt í fjölda samsýn- inga í öllum höfuðborgum Norðurlanda og sýnt í Hollandi og Þýskalandi. Auk alls þessa má geta um að Tryggvi Ólafsson hefur skreytt byggingar á íslandi og í Danmörku og hann hefur gert heimildarmynd um sinn gamla kennara Hjorth Nielsen ásamt leikstjóranum H.H. Jörgensen, en það var árið 1977. Tryggvi hefur verið búsettur í Höfn í 23 ár. Um Tryggva og verk hans hefur danski myndlistargagn- rýnandinn Öystein Hjort sagt: „Lýsing á list T.Ó. gæti byrj- að á pop-listaverkum hans. Kímin notkun á ýmsum fyrir- bærum velferðarþjóðfélagsins og dýrkun þess á blessun neysl- unnar, virðist hafa orðið honum mikilvæg kveikja. En það er eftirtektarvert, að litanotkun T.Ó. er allt önnur en poplista- mannanna bandarísku. Hann velur sér dýpri og fyllri liti. Hér er á ferðinni frábrugðin litameð- ferð, sem ef til vill á rætur að rekja til hefðar og þess norræna landslags, sem hann er kunnug- ur. Myndir hans láta í ljósi ýmis samtvinnuð hugsanatengsl; þær eru fullar af hlutum sem virðast gegna óskyldum hlutverkum, þeir grípa hver inní annan, skáskjótast ýmist eða rekast á saman. Hann dregur þessa hluti upp með þróttmiklum línum; á myndfletinum eru þeir skýrir eins og útskurður. í myndunum má greina tengsl til ýmissa átta, og það er Ijóst, að sambands manns og náttúru er mikilvægt þema. List T.Ó. er af fastri, kímnibundinni viðmið- un við líðandi stund og hið undarlega mannlíf okkar tíma.“ ■ Það eru 40 málverk og klippimyndir sem Tryggvi Ólafsson sýnir í Listasafni ASÍ. Síðustu einkasýningu sína hér á landi hélt hann 1983. Sýningin er opin til 27. maí, kl. 14-20 virka daga, en kl. 14-22 um helgar. (NT.mynd: ah)

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.