NT - 05.05.1985, Blaðsíða 5
Sunnudagur 5. maí 1985 5
Amerískar myndir
helst hjálpaöi mér til að takast
á við þetta verkefni.
Mér fannst líklegast að vel
tækist til ef ég nálgaðist Amer-
íku og verkefnið eins og stóra
ritgerð og einbeitti mér að
hinum dæmigerðu einkennum
fóksins almennt, því þannig
fengist kannski raunsönn
heildarmynd. Af fyrri reynslu
vissi ég, að ég varð að treysta
á tilfinningar mínar varðandi
myndirnar sjálfar. Það er ekki
þar með sagt, að ég hafi látið
framvindu verksins ráðast af
tilviljun. Þvert á móti las ég
mikið, talaði við fólk, útbjó
lista af öllum stærðum og gerð-
um og brátt fór svefnherbergið
mitt að fyllast af hvers kyns
möppum og skjölum. Sam-
hliða þessu ferðaðist ég um
götur New York borgar í
strætisvögnum og fótgangandi,
horfði í andlit fólksins og hlust-
aði á tal þess.
Ég hafði verið alin upp í
þeirri villutrú, að Ameríka
væri „bræðsluker" mismun-
andi menningar og þjóðar-
brota, þar sem öll einkenni
mást út og verða „amerískt“.
Í sjálfu sér er þessi hugmynd
auðmelt fyrir innflytjendur,
■ Iowa: Járnsmiður.
sern í sífeilu endurtaka fyrir
sjálfa sig og börinn að þeir séu
Ameríkanarnir - slíkt auð-
veldar þeim að aðlagast
breyttu umhverfi í Nýja heim-
inum. Sannleikurinn er hins-
vegar sá ég bræðslukerið hefur
ekki verið nógu afkastamikið
og kekkirnir eru enn fyrir
hendi. Við deilum ákveðinni
arfleifð, en samt höfum við
ekki orðið að einsleitri þjóðar-
hellu. Kannski er það styrkur
okkar.
Vinnan við gerð bókarinnar
var oft og tíðum erfið, en enda-
laust var hún þó áhugavekj-
andi. Það var svo margt sem
mig langaði til að vita og svo
margs sem ég þurfti að spyrja.
Eg var kaffærð í orðaflaumi,
ekki nn'num eigin, heldur
þeirra sem töluðu við mig og
vildu láta heyra í sér - segja
mér sögur, einkum úr hvers-
dagslífinu. Bókin tók aðþróast
af sjálfu sér og óx og dafnaði
rétt eins og hún væri lifandi
fyrirbæri. Hún er fyrst og
fremst uin fólk, en ekki um
hina miklu náttúrufegurð Am-
eríku. Ég myndaði landslagið
þegar mér hentaði en einkum
myndaði ég fólk - og aftur fólk.
■ Chicago: Verkamaður.
.:
^istt0kui ■
„útlends“ Ameríkana
Bændurí
Hér er byggt
á traustum grunni
reynslunnar!
Harvestore heymetisturn
Tuminn er gerður úr stálplötum með inn-
brenndri glerhúð sem tryggir mjög góða endingu.
Þegar turninn er reistur er byrjað á því að setja
þakið saman, þá er veggplötueiningum komið
fyrir, einum hring í senn, og loks er turninum lyft
með sérstökum lyftibúnaði og neðsti hlutinn
settur saman síðast. Undirstaðan er úr stein-
steypu, ca. 35 m3.
Turninn er 6 m í þvermál og 24,6 m á hæð.
Nýtanlegt rými er um 640 m3 og þar má geyma
55-60 kýrfóður.
Turninn er fylltur í toppinn og losunarbúnaður
er neðst á honum. Því er ekki hætta á að gamlar
fyrningar safnist saman á botni turnsins. Aldur
fyrninga verður ekki hærri en 5-6 mánuðir.
HARVESTORE
VERKUNARAÐFERÐ
Verkunaraðferðin byggist á því að grasið er fyrst
forþurrkað á velli (til 40-50% þ.e.). Síðan er það
saxað og blásið upp í turninn. Söxunin gerir það
að verkum að heymetið fellur mjög þétt saman.
Gerjun verður óveruleg vegna þess að hún nær
aðeins til þess súrefnis sem fyrir er í turninum
þegar honum er lokað eftir hverja fyllingu. Söxun-
in eykur einnig átgetu gripanna.
Turninn er algerlega loftþéttur og í honum er
sérstakur þenslubúnaður, öndunarpoki sem sér
um að mæta þenslubreytingum vegna mismunar
á hitastigi. Það verða því ekki loftskipti í turnin-
um, sem er grundvöllur góðrar verkunar.
Að mati eigenda eru helsti kostir
HARVESTORE heymetisturna þessir:
• Næringarríkara fóður • Meiri
meltanleiki • Meiri átgeta • Minni
kjarnfóðursnotkun • Betra heilsufar
og því minni dýralækniskostnaður
• Minni viðhaldskostnaður • Vél-
vædd hirðing og losun • Léttir alla
vinnu við hirðingu • Stóraukið
öryggi í misjöfnu tíðarfari • Auðvelt
er að staðsetja turninn við eldri
byggingar vegna lítils ummáls.
Sigurjón
Guðmundsson
Innri Akraneshreppi
Borgarfirði
„ Undanfarna 6 vetur hef ég fóðrað nautgripi
á heymeti úr HARVESTORE turni. Heymetið
ést mjög vel og gripirnir eru afurðamiklir.
Burður gengur mjög vel - engar fastar hildir.
Súrdoði sést varla og gangmál eru örugg.
Losun er mjög auðveld og losunartími pr.
grip fer niður fyrir 1 mín. Engir örðugleikar
eru vegna frosta.“
Kristinn
Guðnason
Skarði í Landssveit
Rangárvallasýslu
„Síðastliðinn vetur fóðraði ég nautgripi með
heymeti úr HARVESTORE turni. Helstu kosti
þess tel ég vera: Það ést mjög vel og hægt
er að spara mikið kjarnfóður með því að gefa
heymeti. Þrátt fyrir rysjótta tíð tókst verkun
mjög vel og heyið kemur úr turninum nánast
eins gott og það fór í hann síðastliðið sumar.
Einnig vil ég telja það mikinn kost hversu
þægilegt og hreinlegt er að fóðra á heymeti.
Vil ég hiklaust hvetja bændur til að skoða
þennan valkost vandlega.“
G/obuse