NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 05.05.1985, Qupperneq 8

NT - 05.05.1985, Qupperneq 8
Sunnudagur 5. maí 1985 Að stela úr búðum / NT kannar hnupl í verslunum á Islandi Flcstir hafa eflaust ordið Ivrir því einhverntíma á lífsleiðinni annað- hvort að hnupla sjálflr eða verða vitni að því að hnuplað er einhverjum sinalilutiiin úr verslunum. Þannig er 'blaðamanni afskaplega minnisstætt at- vik scm gerðist á æskuárunum, en þá var hann ásamt kunningja sínum staðinn að því að hnupla íspinna úr kjörbúð í Austurbænum. í það sinnið var verslunareigandinn tiltölulega skilningsríkur og vægur í dömi sínum, enda þjófarnir tveir sjö ára pollar sein skulfu á beinunum af hræðslu og skömm yfir því að hafa gert Ijótt. Minningin sem þessu ævintýri fylgdi hefur hingað til dugað til þess að fæla þessa ungu menn frá frekari þjófa- starfsemi. Eflaust má því til sanns vegar færa að þetta feilspor hafl verið fyrirgefanlegt og jafnvel uppeldis- fræðilega jákvætt þegar til lcngdar lét. En slíkt er þó varla hægt að segja um hið mikla vandamál sem verslun- areigendur eiga við að glíma í sam- bandi við búðarhnupl. í svo gott sem öllum búðum á sér stað verulcg rýmun, sem skýringar fínnast á - nema að fólk gangi út meö vörumar án þess að ómaka sig við að borga fyrir þær. Það auga á skilti af þessu tagi hér á landi - ennþá. Tilgangurinn með skiltum sem þessurn er vitanlega sá að draga úr löngun fólks til aö hnupla með því að gera því ljóst aö ef til þess næst, verði málið ekki látiö niður falla og hnuplarinn þurfi að taka að fullu afleiðingum gerða sinna. En íslenskir verslunareigendur hafa þó ekki setið aðgcrðarlausir, heldur eru fjölmargar verslanir nú komnar með háþróuð viðvörunarkerfi. í meginatriðum starfa þessi við- vörunarkerfi á þann hátt, að ef farið er með vörur út úr verslun án þess að fyrir hana hafi verið borgað, þá byrja viðvörunarbjöllur og lúðrar að láta heyra í sér og kemst þá upp um þjófinn. Þegar svo er komið er ekki um neitt að ræða fyrir hnuplarann annað en annaðhvort að taka til fótanna og vona að í hann náist ekki eða þola þá niðurlægingu að standa eins og glópur og svara til saka. Hvorugur kosturinn getur talist góður. Tæknilega hliðin á þessum kerfum byggist á því að vörur eru merktar með sérstökum merkingum, sem oft eru faldar, t.d. í faldi fata eða kili bóka. Nú mun vera að koma á markaðinn svona kerfi sérstaklega ■ Þegar augun eru höfð opin kemur ýmislegt í Ijós. Aðdráttarlinsur Sverris Ijósmyndara eru greinilega næmar fyrir smáhnupli! (NTVmynd Sverrir). fer þó talsvcrt eftir búðum, livað þær selja og hvernig skipulag er á þeim, hversu mikið hnupl á sér stað. Þar sem sjálfsafgreiðslufyrirkomulag er fyrir hendi er vitanlega hægara um heimatökin fyrir hnuplara heldur en í þeim verslunum þar sem meginþorri verslunarvörunnar er afgreiddur yfir búðarborðið. Einnig er hnupl stærra vandamál í stórmörkuðunum þar sent erfiðara er að hafa yfirsýn og fylgjast nteð öllu því sem er að gerast í versluninni. Ýmsar mótaðgerðir Víðast erlendis hafa verslunareig- endur tekið þessi mál nokkuð föstum tökum og gerast sífellt miskunnar- lausari í viðskiptum sínúm við hnupl- ara. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjunum Vöruvernd og Securi- tas hafa erlendis verið nefndar ýmsar tölur í þessu sambandi og er oft talað um að í verslunum sé rýrnun um 4-6% að meðaltali. Ekki er ástæða til þess að ætla að hlutfallið sé öðruvísi hér á landi og heyrst þafa tölur allt upp í 7-10%. Því er það að mörgu leyti skiljanlegt að í stórmörkuðum útlanda hangi uppi skilti þar sem segir: “Hnuplarar verða lögsóttir“. Blaðamaður hefur þó ekki komið hannað fyrir bókabúðir. Ef svo þessi sendir er ekki tekinn eða gerður óvirkur við afgreiðslukassann áður en varan fer í gegnum sérstakt hlið við útidyrnar, fer kerfið í gang. En vitanlega eru til fleiri kerfi eða aðferð- ir til þess að fylgjast með hnuplurum, og má þar til dæmis nefna innanhúss sjónvarp og „búðarspæjara", en það eru menn sem rangla sakleysislega unt verslanir og fylgjast með fólki. Með innkaupatösku fulla af bókum Til þess að forvitnast nánar um ástandið í þessum máluni hér í Reykjavík hafði Helgarblaðið sam- band við nokkrar verslanir og for- svarsmenn þeirra. Þar sem stórmark- aðirnir eru í eðli sínu hinn ákjósanleg- asti vettvangur fyrir hnuplarana var Ragnar Haraldsson verslunarstjóri hjá Hagkaup spurður hvort þetta væri vandamál hjá þeim. Hann sagði að svo væri og að meðaltali væru um tveir til þrír teknir á dag. „Reglan er sú að ef fólk er tekið hér fyrir búðarþjófnað þá hringjum við skilyrðislaust á lögregluna. Þetta er okkar stefna og henni er framfylgt, nema ef um er að ræða smábörn.“ Aðspurður sagði Ragnar það vera mikið fyrir. En þó væri alveg furðu- legt hverju fólk hnuplaði, og það hefði jafnvel komið fyrir að fólk stingi í buxnastrenginn hangikjötslæri hvað þá meira. Stórmarkaðirnir hafa á sínum snærum ýmsar varnaraðferð- ir s.s. sjónvörp, spæjara og árvekni starfsfólks Mjög svipaða sögu var að segja í öðrum verslunum sem Helgarblaðið hafði samband við. Hjá Sigfúsi Ey- mundssyni til dæmis er hnupl mikið vandamál, eins og reyndar í öðrum stærri bókabúðum. Einar Óskarsson framkvæmdastjóri sagði að það væri miklu stolið í bókaverslunum og að „bókin hefði þá sérstöðu að henni væri hægt að koma aftur í verð - það væri hægt að fá fyrir hana beinharða peninga. Hægt væri að selja hana í fornbókaverslunum. Við reynum vit- anlega eftir bestu getu að hafa hemil á þessu og höfum til dæmis komið okkur upp sjónvarpskerfi og svo er brýnt fyrir starfsfólkinu að fylgjast með grunsamlegu fólki". Þegar Einar var inntur eftir því hvort það væri áberandi að einn flokkur fólks frekar en annar legði hnupl fyrir sig, sagði hann að það væri ekki sjáanlegt því hér væri um að ræða fólk á öllum aldri, jafnt unga sem gamla, konur og karla. Enn ■ Hér laumar „þjófurinn“ brjóstsykri í vasann. (NT-mynd Sverrir). hvers konar búðir eru athugaðar, alltaf virðist það sama vera uppi á teningnum; hnupl er vandamál. Eig- endur tveggja tískuverslana, sem Helgarblaðið hafði samband við, voru sammála um að talsvert bæri á þessu vandamáli, þó að ekki væri alltaf gott að meta hversu stór skaðinn væri. Önnur þessara verslana, Assa, hefur komið sér upp hnuplvarnarkerfi og sagði Björk Aðalsteinsdóttir eig- andi verslunarinnar að alltaf væri talsvert um það, að konur væru að hnupla, þrátt fyrir áberandi auglýs- ingu í búðinni um þjófavarnir. „Þetta er þá helst, að fólk er að stinga flíkum inn á sig, í plastpoka eða veski. En viðvörunarkerfið fer í gang og byrjar að flauta urn leið og komið er í dyrnar. Það er mjög misjafnt hvernig fólk bregst við því, sumir bara ganga áfram og kveikja ekki á því að pípið og flautið standi í einhverju sambandi við þá, en aðrir snarstoppa. Svo eru náttúrlega þriðju viðbrögðin og það eru þeir sem hlaupa burt, hoppa uppí bíl og hverfa en slíkt er vitanlega undantekning. Annars er náttúrlega allur gangur á þessu, sumir eru ótrú- ■ Helgarblaðs- „þjófurinn“, grípur hér kjötlæri og stingur því lymskulega undir frakkann. (NT-mynd Svemr). fremur taldi hann að í flestum tilfell- um væri fólk að þessu til þess að ná sér í pening, að það stæli bókum gagngert til þess að selja þær aftur. „Ef sést til einhvers, sem er að stela, þá er kallað á einhvern til aðstoðar, en samt er reynt að gera sem minnst uppistand. Þó hefur það vitanlega komið fyrir að þurft hefur að hlaupa á eftir fólki út á götu. Nú, ef við náum í þjófinn höfum við vanalega kallað á lögregluna og jafnvel kært, þó oft hafi þessu nú lokið með áminningu. Hins vegar er það alvarlega í athugun hjá okkur að marka harðari stefnu enda finnst mér hnuplið hafa verið að aukast nú síðasta hálfa árið eða svo.“ Ekki vildi Einar slá á neina tölu um rýrnunina, en sagði þó að hún væri umtalsverð. Að rýrnunin sé umtals- verð er ekki ótrúlegt ef hnuplararnir eru allir jafn stórtækir og frú ein sem fyrir nokkru hafði tæmt bókarstand sem stóð fyrir utan búðardyrnar ofan í innkaupatösku og var á leiðinni burt með liann þegar hún var stoppuð! Fínar frúr stela líka Það virðist vera nokkuð sama, alls konar fólk sem gerði svona hluti, á öllum aldri, kynjum og stéttum og oft væri þetta fólk sem á engan hátt þyrfti að stcla vegna efnaleysis. Hvað varðar þá hluti sem stolið er sagði Ragnar, að „það væri alþ sem hugsast gæti ef það á annað borð væri á boðstólunum í versluninni“. Algeng- ast væri þó sælgæti, áleggsbréf, bækur og annað smádót sem færi ekki of

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.