NT


NT - 05.05.1985, Page 11

NT - 05.05.1985, Page 11
Sunnudagur 5. maí 1985 11 hátt í einni bóka sinna alkóhól- ismanum: „En sjálfsmorð, snöggt eða langdregið, er það verð sem Bakkus setur upp. Enginn vina hans sleppur við aðborgaþaðsem honumber.“ London varð frægur fyrir bók sína Obyggðirnar kalla. Hú»t seldist í milljónum ein- taka og gerði höfundinn að stórmenni í bókmenntaheim- inum. London var mjög af- kastamikill, vann oft 16-18 tíma á dag og skrifaði stans- laust samhliða drykkjunni. Hann sendi frá sér 50 bækur á 16 árum og átti ekki sinn líka. Áhrif hans eru sýnileg í verk- um Hemingway og Mailer. En greinilegust urðu áhrif hans á Jack Kerouac. Kerouac var steyptur í sama móti og London. Hann sagðist hafa skrifað On the Road á 21 degi: „Á eina langa pappírsrúllu, án nokkurra greinaskila, án nokk- urrar kommu, án nokkurs línu- bils.“ Um það sagði Truman heitinn Capote: „Þetta er ekki skriftir, heldur vélritun." Kerouac var frumherji bítn- ikk-kyslóðarinnar og hann var alkóhólisti. Hann átti erfitt með að skilja vinsældir On the Road, en sú saga er sjálfsævi- saga hans. Kerouac dó árið 1969 , 47ára, úr blæðandi magasári þrátt fyrir tilraunir skurðlækna til að bjarga honum. Kerouac drakk með eindæmum mikið, honum fannst þat^sjálfsagt og það hjálpaði honum í þeim ein- manaleika sem hann lifði í. -Truman Capote- Harry Crews hefur sent frá sér 10 skáldsögur og er álitinn meðal betri bandarískra rit- höfunda. Hann hefur skrifað um þær raunir sem alkóhólist- inn kallar yfir sig. Hann afsak- ar ekki drykkjuskap sinn, sem næstum hafði sett hann á helj- arþröm: „Ég tók daginn snemma, drakk hálfan lítra af vodka meðan ég fór í sturtu og rakaði mig. Síðan hélt ég mér við á viskí það sem eftir var dagsins. Ég gat drukkið eina flösku og farið svo í kvöldverð- arboð, án þess að það yrði mér til trafala. Auðvitað missti ég stundum stjórn á mér, en ég er laus við það núna, nema að stundum fæ ég mér bjór.“ Truman Capote sálugi hefði líklega óskað eftir að geta sagt það sama. Hann og Crews komu báðirfrá Suðurríkjunum og báðir voru sammála um að alkóhólistinn væri manneskja, sem alls ekki gæti stjórnað drykkju sinni. Fyrir nokkrum árum, þegar Capote var að halda fyrirlestur við Balti- more-háskóla að viðstöddum 1200 áheyrendum, þá var hann svo útúrdrukkinn að leiða varð hann útaf sviðinu. í>á nótt sagði hann við fréttamann að hann hefði gjörsamlega misst stjórn á drykkju sinni. Hann hvarf af sjónarsviðinu í lengri tíma, en viðurkenndi stað- reyndir, og í sjálfsævisögu sinni lýsti hann opinskátt bar- áttu sinni við alkóhól og pillur, auk veru sinnar á géðsjúkra- húsi árið 1969. Margir líta á F. Scott Fitz- gerald sem stærsta nafnið í bandarískri bókmenntasögu. Hann vandist áfengi sem ungl- ingur, og oft kynnti hann sig sem: „F. Scott Fitzgerald - hinn Vegna *--n v-, bjóðum vtð " érs CR'TT^,Í ðeins ingarverðt.f« Stærðtr frá l-9 m I 2,6 m x 3,2 i ^LLghSu l\ vinsælustu 9 \\ CRITTM-L \\ fríun, Slrarnmum \\ sterkby99°- \\ Höfum einmg \ einföidu og tvok cttMAS^ «á«!.í Kópavogtir CrWiO» ^eðfæriiegir úr Léttir og^eðtæ viðhaidS6Tcm x 122 cm. Stærð-61 510, WESTWOOD oarðtraW°rar s,erWro9liömæf". W^íoDvégnav^"5', f0ðem5k" B&Sm6u»r^insM- 1 14.500.- ---- Ath. vegna mistaka birtust röng verð í síðustu auglýsingu, en hér koma réttu verðin. þekkti alkólisti“. Hann hélt því fram að áfengi veitti inn- sæi og neitaði að fara í meðferð, því hann áleit að ritsmíðar sínar mundu bíða hnekki ef hann hætti að drekka. Hann og kona hans Zelda stunduðu samkvæmislíf- ið grimmt, eftir að Fitzgerald öðlaðist frægð. Drykkja hans virtist honum ekki til óþæg- inda, nema hann var oft sár yfir þvf hve Zelda tók þetta nærri sér. Fitzgerald dó úr hjartaslagi 44 ára gamall. Eitt af frægustu leikrita- skáldum Bandaríkjanna var Eugene 0‘Neill. Hann kom úr fjölskyldu sem þekkt var fyrir drykkjuskap. Hann drakk frá unga aldri og hann gat aldrei slitið sig frá flöskunni, ekki einu sinni árin 1913-1933, en á þeim árum þjáðist hann af Parkinsonveiki og skrifaði 5 bestu leikrit sín, þeirra á meðal Dagleiðin langa. - Ernest Hemingway - Ekki er hægt að segja að Ernest Hemingwy hafi verið alkóhólisti, en hann vildi gera allt betur og í stærri sniðum en nokkur annar, hvort sem það var í íþróttum, drykkju eða skáldskap. En árið 1943 var hann orðinn illa farinn af drykkjunni. Áfengið hafði skemmt lifrina og heilann, og kostaði Hemingway tauga- áfall. Eftir það átti henn erfitt með skriftir. í júlí 1961, nokkr- um dögum fyrir 62. afmælisdag sinn, beindi hann byssu að höfði sér og hleypti af. Hvers vegna hafa þessir frægu rithöfundar verið svo miklir drykkjumenn? Donald Goodwin, sálfræðingur við há- skólann í St. Luis, hefur reynt að útskýra þetta með því að skáldskapur sé nokkurs konar sýning á sjálfum sér. Alkóhólið leysir hömlur, og þar sem rit- höfundur þarf að hafa gríð- armikinn áhuga á fólki, þá auðveldar áfengið tjáskipti. Skáldin þurfa samt öðru frem- ur auðugt ímyndunarafl, og vín eykur það að vissu marki. Þá þarfnast rithöfundar sjálfs- trausts, og gegnum alkóhólið eykst sjálfsálitið, þó falskt sé. Þá hefur Goodwin bent á, að af sjálfu leiði að rithöfundar séu oft einmana, en alkóhólið slævi þá tilfinningu. En það sem sennilega hefir mest áhrif, er sú hvöt að standa öðrum framar, og sá ötti að þeim myndi mistakast var sí- fellt í undirmeðvitundinni. - Þýtt og endursagt - Gísli Friðrik Gíslason

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.