NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 05.05.1985, Qupperneq 14

NT - 05.05.1985, Qupperneq 14
Sunnudagur 5. maí 1985 14 ■ Þcgar Reagan forseti tilkynnti um „stjörnustríðsáætlun(‘ sína, hét hann því að öll atómvopn á jörðu niðri mundu hverfa einn góðan veðurdag. En ekki er að sjá að vænta megi fækkunar í atómvopnabúri Bandaríkjanna næstu 20 árin. Þvert á móti. Meðan bandaríska þingið heimilar uppsetningu 21 skotstöðvar til viðbótar af gerðinni MX er flugher Bandaríkjanna í óða önn að þróa þarnæstu „kynslóö“ kjarnaeldflauga. Þeir eru nú að leggja síðustu hönd á hönnun eldflaugarinnar „Midgetman“, en slíkum flaugum skal koma upp á árunum eftir 1990. Helstu tengsl þessa vopns við himingeimsáætlanirnar eru þær að það skal geta staðið af sér lasergeislabyssur þær sem Sovétmcnn kunna að koma sér upp í framtíðinni. Elflaugin á að vera létt, lítil og meðfærileg. Eldflaugin „Midgetman" (Dvergurinn) er 13 metra löng og urn helmingi minni en MX eldflaugin. t’að er að þakka nýrri gerð eldsneytis að þetta er mögulcgt, en nýja eíds- neytið getur borið vopnið jafn Ianga vegalengd og MX flaugar fljúga, eða 10 þúsund kílómetra. En megin ástæða þess að eldflaugin er smíðuð svo lítil er þó sú að hún verður fyrsta eldflaugin sem flogið getur milli heimsálfa og er skotið af flytjanlegum skotpalli, - eins og Pcrshing eld- flaugunum. 55 tonna flutn- ingavagnar Bandarísk fyrirtæki smíða því um þessar mundir 55 tonna þunga og 18 metra langa flutningavagna á 14 hjólum. Með 13 lesta eldflaugina í skotrýminu á skrímsli þetta að ná 90 kílómetra hraða á vegum úti, en 25 kílómetra hraða á vegleysum. Pcgar skipun um að skjóta kemur frá Hvíta húsinu á vagninn að stansa. Hermenn í rammlega brynvörðum öKumannsklefa beina flauginni í skot- stöðu með vökvalyftitækjum, prófa hvort allt virki sem skal og hleypa svo af, - hugsanlega í grennd við aðvíf- andi atómflaugar andstæðingsins. Pað er vegna þessa möguleika sem flutningavagninn er hafður svo straumlínulaga sem raun er á. „Skjaldböku“-lag hans á að gera áhrif höggsins frá kjarnorkusprengingunni svo lítil sem mögulegt er. Þannig á vagninn að þolá yfirþrýsting sem er tvö „bör", án teljandi áfalla. Það er sá yfirþrýstingur sem verður er eins megatonna kjarnorkusprengja springur í tveggja kílómetra fjarlægð. Petta er líka sami þrýstingurinn og er í venjulegum fullblásnum hjólbarða. Þegar hann leysist snöggt úr læðingi veldur hann miklum skaða og mundi til dæmis rústa venjulegan vörubíl, svo ekki sé minnst á lungu mannsins. En ástæða þess að bandarískir kjarnorkuvopnahermenn kjósa að yfirgefa jarðhýsi sín og ofurselja sig þeim hættum sem kjarnastríði uppi á yfirborði jarðar fylgja er fyrst og fremst tæknilegur ávinningur. í tutt- ugu ár hafa menn verið að betrum- bæta nákvæmni eldflaugaskotanna og nú getur eldflaug hæft skotmark í 10 þúsund kílómetra fjarlægð, svo að- eins skeikar um 200 metra. Þegar sprengiaflið er farið að nema mega- tonnum, þá nægir það til þess að eyða skotpöllum andstæðingsins og gera árás sem kemur í opna skjöldu mögu- lega. Þar sem Ijóst var fyrir mörgum árum að í þetta stefndi ákváðu Bandaríkjamenn að dreifa varnar- búnaði sínum nákvæmlega. Þannig lónar um helmingur af kjarnorkuodd- um þeirra um heimshöfin í kafbátum, því meira að segja með nýjasta útbún- aði er afar erfitt að hæfa þá. Einnig átti að vera hægt að flytja MX flaugarnar, frá einum stað til annars með vissu millibili a.m.k., - til þess að gera erfiðara að hafa uppi á staðsetningu þeirra. En þetta reyndist óraunhæf hugmynd, þar sem í hlut áttu þessi ferlíki, sem eru nær 100 tonn og 22 metrar á lengd, Því má ætla að þeim hefði verið haldið enn um sinn í gryfjum sínum, þar sem þær hafa verið í nær 20 ár. Já, og því varð að koma litlum eldflaugum upp á vagna, sem hægt var að aka um í miðri umferðinni. En þetta varð enn til þess að herfor- ingjarnir urðu að gefa frá sér einn eiginleika MX eldflauganna, - marg- földu kjamaoddana. Hver MX eldflaug gat borið tíu kjamaodda og eyðilegt þar með tíu skotmörk, en Midgetman getur ekki borið nema einn kjarnaodd og eyðilagt eitt skotmark. Þessa „afturför“ segjast varnar- málasérfræðingar vinna upp með auknum sprengikrafti. Hinn eins og hálfsmetra langi sprengjuoddur býr yfir sprengikrafti sem er 500 kílótonn. I samanburði má nefna að sprengjan sem varpað var á Hirosima var tólf kílótonn og Pershing II er um 20 kílótonn. Hver sprengjuodda MX flauganna býr yfir 300 kíló tonna sprengikrafti. Bandaríkjamönnum er það ekkert launungarmál hvert sprengjuoddum þeirra er beint. Þeir skipuleggja dreif- ingu skotmarka sinna á sama hátt og Sovétmenn, - þ.e. þeir miða á eld- flaugapalla andstæðingsins. Einmitt vegna þessa er slík áhersla lögð á mikla nákvæmni í miðun og mikinn sprengikraft. Bandaríkjamenn halda því fram að til þess að eyðileggja hin rammgjörvu steinsteypubyrgi sem geyma eldflaugar þeirra þurfi yfir- þrýsting sem er 150 „bör“. Slíkan þrýsting framleiðir aðeins stór sprengja sem springur í um 200 metra fjarlægð frá byrginu. En líklega verða Bandaríkjamenn að fara að endurskoða skotmarka- töflu sína á næstunni. Það hafa nefni- lega borist þær fréttirfrá Sovétríkjun- um að þar séu menn einnig komnir með vopnin á hreyfingu. SS-20 flaug- arnar, sem beint er að Evrópu munu þegar vera komnar upp á vagn og eru þær stærstu flaugarnar sem þannig hefur verið búið um. SS-24 flaugin, sem á að draga milli heimsálfa verður brátt líka komin á hreyfanlegar undir- stöður, en þær eru á járnbrautartein- um. Þegar Sovétmenn hafa komið flaugum sínum fyrir á járnbrautarneti

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.