NT


NT - 05.05.1985, Side 15

NT - 05.05.1985, Side 15
Sunnudagur 5. maí 1985 15 „Midgetmen“ -atómsprengjur tíunda áratugarins, verða á ferð og flugi . Vagnarnir sem bera „Midget“ eldílaugarnar eru með þessu sérkennilega „skjaldbökulagi“ til þess að standast betur höggið af nálægri atómsprengingu. landsins, sem er 150 þúsund kílómetr- ar, þá hafa þeir ekkert síðra tromp á hendinni í „afvopnunarbaráttunni" en Bandaríkjamenn með vagna sína. Hvorugt stórveklið með allan sinn „over-kiU“ mátt, er þess þá megnugt að hæfa alla skotpaHa fjandmannsins. Margir friðarsinnar telja að þessi þróun sé af hinu góða því hún minnki líkurnar á að einhver geti þóst viss um sigur í atómstríðinu. En einn ókost má þó sjá í þessu. Hvað mun hinn almenni borgari segja, ef hann kemur auga á vagn með stórri atómsprengju við næstu umferðarljós, þar sem beðið er eftir græna Ijósinu. Enn hafa Bandaríkja- menn ekki vogað sér að láta kjarn- orkusprengjuvagna sína birtast á þjóðvegum. Þeir óttast uppþot og mótmælaaðgerðir. Árið 1984 tókst fjórum atómvopnaandstæðingum að komast í stjórnbyrgi MX eldflauga í Missouri og lemja steypuveggi eld- flauganna utan með hömrum. Þeir voru dæmdir til langrar fangelsisvist- ar. Því láta Bandaríkjamenn vopn sín vera á ferð um varnarsvæði sín ein- göngu, þótt langakstur um þjóðveg- ina væri allra besta leiðin fyrir atóm- sprengjuna að komast af í skyndiárás. r- BAGGATINAN Á þeim fimm árum, sem KR baggatínan hefur verið á markaði, hefur hín náð því að verða ein af allra vinsælustu búvélum á íslandi. Hún hleður á vagn eða bíl allt að 1000 böggum á klukkustund, tekur jafnt upp stutta bagga sem langa, þunga sem létta og vinnur sitt verk af öryggi hvernig sem baggarnir liggja á vellinum. KR baggatínan er hönnuð fyrir íslenskar aðstæður- það gerir gæfumuninn. Leitið nánari upplýsinga. KAUPFÉLAG RANGÆINGA Hvolsvelli. Símar: 99-8121 og 99-8225 f Fyrsta byggingarmódelið af „Midgetman.“ Flaugin getur farið 10 þúsund kilometra og 150 kílótonna sprengiodd.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.