NT


NT - 22.05.1985, Síða 22

NT - 22.05.1985, Síða 22
/öli Lestunar- áætlun Hull/Goole Dísarfell . Dísarfell . Dísarfell . Rotterdam Dísarfell . Dísarfell . Dísarfell . Antwerpen Dísarfell . Dísarfell . Dísarfell . 3/6 17/6 1/7 4/6 18/6 2/7 5/6 19/6 3/7 Hamborg: Dísarfell ...............24/5 Dísarfell ............... 7/6 Dísarfell ...............21/6 Dísarfell ............... 5/7 Helsinki: Hvassafell ... Hvassafell ... Larvik: Jan ........ Jan ........ Jan ........ Gautaborg: Jan ........ Jan......... Jan......... Jan ........ 28/5 18/6 28/5 24/6 8/7 29/5 11/6 25/6 9/7 Kaupmannahönf: Jan.................30/5 Jan ................ 12/6 Jan ................26/6 Jan ................ 10/7 Svendborg: Jan................ 1/6 Jan ................ 13/6 Jan ...............27/6 Jan ................ 11/7 Aarhus: Jan .... Jan .... Jan .... Jan .... 1/6 13/6 27/6 11/7 Gloucester, Mass.: Jökulfell............ 15/6 New York: Jökulfell.... 19/6 Portsmouth: Jökulfell...........21/6 SKIRADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 læ Miðvikudagur 22. mai 1985 22 Iþróttir ÁrsþingKörfuknattleikssambandsins: Úrslitakeppnin hélt enn velli - nýr formaður kjörinn.Torfi fékk gullúr ■ Keppendur á Opna Hagkaupsmótinu í golfi. Hagkaupsmótið í golfi: Hörður sigraði á síðasta púttinu ■ Felld var tillaga á ársþingi KKÍ um að hætta að keppa til úrslita í úrvalsdeild en sam- þykkt að í 2. deild leiki tvö lið úr hvorum riðli til úrslita, heima og heiman, um sæti í 1. deild. Aðeins ein breyting var gerð á Úrvalsdeildinni, fallkandídat- arnir fá ekki annað tækifæri til að halda sér uppi. Á þinginu var Torfa Magnús- syni afhent gullúr í viðurkenning- arskyni fyrir að hafa leikið 100 landsleiki fyrir íslands hönd. Það gerðist 28. apríl síðastliðinn á Akureyri er leikið var gegn Lúxemborg. Torfi er annar Is- lendingurinn sem nær þessu tak- marki, Jón Sigurðsson er hinn. Það var ótvíræður vilji þings- ins að á næsta tímabili skyldi A-landsliðið hafa algeran for- gang vegna þess að einn riðill C-keppni Evrópukeppninnar verður leikinn hér á landi í apríl á næsta ári. Nýir menn voru kosnir f stjórn KKÍ. Eiríkur Ingólfsson, fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér og í hans stað var Björn Björgvinsson einróma kjörinn. Stjórnarmenn til tveggja ára voru kjörnir Krist- inn Albertsson og Hörður Gunnarsson en Þóra Steffensen og Hilmar H. Gunnarsson voru sjálfkjörin til eins árs. Vara- stjórn skipa Eiríkur Ingólfsson og Björn Sigurðsson. ■ Opna Hagkaupsmótið í golfi fór fram á Hólmsvelli í Leiru um sl. helgi. Verðlaun voru þau giæsilegustu sem veitt eru í golfmóti hér á landi. Hörð- ur Morthens, golfleikari úr GR hreppti 1. sætið eftir mjög harða baráttu við þá Sigurð Sigurðs- son GS og Þorstein Geirharðs- son einnig úr GS. Hörður fékk í 1. verðlaun 55 þús. kr. úttekt frá IKEA. Sigurinn tryggði hann sér á síðustu holu með því að setja niður um 2 metra pútt. Hann hlaut 77 punkta. Annar varð Sigurður Sig. með 76 punkta, Þorstcinn þriðji með 175. Hagkaup veitti 15 efstu mönnum verðlaun og 5 auka- . verðlaun: Punktar 1. Hördur Morthens GR..........77 2. Sigurður Sigurðs. GS.........76 3. Þorsteinn Geirh. GS..........75 4. -5. HelgiHólmGS ................74 4.-5. Yuzuru Ogino GR..............74 6. Hafsteinn INgvars GS.........72 7. -8. Hjörtur Kristjóns GS .......70 7.-8. Einar L. Þórisson GR.........70 9.-11. Hafsteinn Sigurv. GS........69 9.-11. Hilmar Björgvins GS.........69 9.-11. Bergsteinn Jósefs GS .......69 12.-17. Sig. Pétursson GR ........68 12.-17. Jakob Eyfjörð GG..........68 12.-17. óskar Sæmunds GR..........68 12.-17. Þorsteinn Þorst. GR.......68 12.-17. Gunnar Hjartars. NK.......68 12.-17. Sigurður Aðalsteins GK ...68 Aukaverðlaun voru veitt fyrir að vera næstur holu á Bergvík- inni. Fyrri dag var Guðbjartur Jónsson 52 cm. frá holu en seinni dag var Þórir Sæmunds- son 1.95 m. frá holu. Á 17. braut, Jóel var Guðmundur Bragason næstur fyrri dag eða 4.80 m. en seinni dag Sig. Pét- ursson 2.09 m. Sigurður var einnig næstur holu í upphafs- höggi á 36 holu. Þátttakendur voru 84 sem léku 36 holur eftir Stableford í þokkalegú veðri, vindasömu en rigningarlausu. Hagkaupsmótið fór nú fram í 3. sinn og er nú orðið glæsilegasta verðlauna- mót landsinsen heildarverðlaun nú voru 117 þúsund krónur. Ársþing körfuknattleikssambandsins: Svæðisvorn bonnuð í minnibolta og 5. flokki ■ Ársþing KKÍ fór fram um síðustu helgi og voru nokkrar merkar breytingar gerðar á keppnisfyrirkomu- lagi körfuknattleiksins á næsta keppnistímabili. Tvær þeirra eru merkastar og ber þar fyrst að nefna að yngstu körfuknattleiks- mönnunum verður ekki heimilt að leika svæðisvörn, þ.e. leikmönnum í minni- bolta og í 5. flokki. Þessi brcyting er tvímæla- laust þrælgóð og á vonandi eftir að verða íslenskum körfuknattleik til góða í framtíðinni. Maður á mann vörn býður upp á miklu hraðari og skemmtilegri leik og því fyrr sem krökkunum er kennt að leika slíka, vörn.því betra. Leikmönnum í öðrum flokk- um verður hinsvegar ekki bannað aö nota svæðisvörn. Önnur mjög merk breyt- ing var gerð á þinginu. Það var ákveðið að í bikarkeppni meistaraflokka yrði leikið heima og heiman eftir að komið er í 8-liða úrslit. Eflið sigrar í báðum leikjunum kemst það vitaskuld áfram en ef liðin vinna sitt hvorn leikinn kemst það lið áfram sem hefur hagstæðara skor. Ef skorið er jafnt gilda stig á útivelli meira og ef enn er jafnt verður gripið til fram- lengingar. í framlengingu byrja bæði lið á núlli, svo það verður nokkurskonar þriðji leikurinn, styttur að vísu. Leikjum í bikarkeppni fjölgar því talsvert og ætti að geta skapast nokkur spenna í henni. Úrslitaleikurinn um bikar- inn verður hinsvegar aðeins einn á hlutlausum velli. Real Madrid Realtoí adrid. Miðvikudagar til mikils? Úrslitaleikurinn í UEFA-keppninni í dag Umboðsmann vantar á fsafirði Upplýsingar gefur Kjartan Ásmundsson í síma 91-686300. ■ Real Madrid er komið vel á veg með að vinna sjöunda Evr- ópumeistaratitil sinn. Keppnis- tímabilið hjá liðinu hefur þó einkennsl af óstöðugleika og leikmenn hafa verið hylltir sem hetjur á miðvikudögum þegar leikið er í Evrópukeppnunum en oftast hefur verið baulað á þá um helgar í deildarleikjum á Spáni. Liðið lenti í fimmta sæti í spönsku 1. deildinni 17 stigum á eftir meisturunum frá Barcel- ona, en vann stórliðin Ander- lecht og Inter Mílanó í UEFA- keppninni og komst í fyrsta sinn í úrslit þeirrar keppni. Formaður Real, Luis de Carlos, sagði í samtali við frétta- mann Reuters: „Vandamál liðs- ins á þessu keppnistímabili hafa verið sálræns eðlis og það leiddi til slaks árangurs í deildinni þrátt fyrir góðan árangur í UEFA-keppninni.“ De Carlos viðurkennir að hann hafi verið of seinn að taka liðið af Amanc- io Amaro og létta þar með af spennu sem skapast hafði milli hans og leikmanna og var orðin of mikil. Aðalframkvæmda- stjórinn, Luis Molowny, sem tók við þjálfuninni af Amaro, hefur samþykkt að halda áfram með liðið næsta keppnistímabil og hann segir: „Mitt hlutverk var eingöngu sálfræðin, tæknilega hliðin sem snýr að knattspyrn- unni sjálfri var fullgerð.1' Bæði Molowny og Amaro voru í gullaldarliði Real sem vann sex Evróputitla á sjötta og sjöunda áratugnum. Real byrjaði tímabilið nú heldur vel og var í hælunum á Barcelona. En fljótlega fór að síga á ógæfuhliðina. Meiðsli og léleg frammistaða þeirra leikmanna sem áður höfðu verið aðaldrif- fjaðrir liðsins var ástæðan fyrir þessu. Carlos Santillana, markahrellirinn leikreyndi, var lélegur mestan hlutann af keppnistímabilinu en í staðinn blómstraði 21 árs gamall piltur, Emilio Butragueno, í sóknar- leiknum og varð ný stjarna liðsins. En þegar komið var fram í aðra umferð UEFA keppninnar hnignaði honum einnig. Til að kóróna allt saman veiktist ank- eri liðsins, Vestur-Þjóðverjinn Uli Stielike, og var frá í fimm vikur. Stielike og Santillana voru þó báðir komnir í form fyrir leikinn gegn Inter í undanúrslit- um UEFA-keppninnar og 32 ára gamli framherjinn skoraði tvö marka Real sem komst í úrslitin með samanlagða marka- tölu 3-2. En þessi góði árangur í Evr- ópukeppninni dugði ekki til að rífa liðið upp úr ládeyðunni heimafý'rir og punkturinn var settur yfir i-ið í síðustu viku er liðið var slegið út úr spönsku bikarkeppninni. En Luis de Carlos er óhrædd- ur um framtíðina: „Real Madrid hefur ekki misst andlitið, hvorki gagnvart heimamönnum né út- lendingum, því liðið nýtur enn virðingar í Evrópuknattspyrn- unni.“ Svo er að sjá hve mikil virð- ingin gagnvart gamla stórveld- inu verður eftir úrslitaleikinn gegn Videoton frá Ungverja- landi í UEFA-keppninni á morgun.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.