NT - 11.06.1985, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. júnM 985 3
Uppsagnarfrestur og starfsaldurshækkun:
Sjálfsögð mannréttindi
■ „Málið er alveg strand
því útgerðarmenn vilja ekki
ræða við okkur um þær
kröfur sem við setjum fram.
Okkur líst mjög illa á þetta
en í Sjómannafélagi Reykja-
víkur er mikill einhugur
bak við samninganefnd-
ina,“ segja Hákon Hákon-
arson sjómaður, Benedikt
Kristjánsson á Ástþóri frá
Reykjavík og Hilmar Júl-
íusson á Ottó frá Þorláks-
höfn.
„Við krefjumst uppsagnar-
frests og starfsaldurshækkunar.
Petta eru bara sjálfsögð mann-
réttindi sem aðrir sjómenn og
Kristján Ragnarsson
framkvæmdastjóri LÍÚ:
Engar kröfur um
uppsagnarfrest
■ Launakjör sjómanna eru
öðru vísi en annarra stétta í land-.
inu. Sjómenn eiga hiut í afla
viðkomandi skips og því telur
Kristján Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri LÍÚ óeðlilegt að
starfsaldurshækkanir gildi um
sjómenn á fiskiskipum.
„Hvað uppsagnarfrestinn
snertir þá er Sjómannafélag
Reykjavíkur aðili að Sjómanna-
sambandi íslands. LIÚ hefur
samið við sambandið og í þeim
samningaviðræðum hafa ekki
komið fram neinar kröfur um
þessi atriði,“ segir Kristján.
„Þótt sjómenn á Vestfjörðum
hafi náð þessum tveimur atrið-
um fram í sínum samningum
þarf ekki það sama að gilda hér.
aðstæður eru aðrar á Vestfjörð-
unum, afkoma útgerðarinnar er
betri þar.“
Auk þess segir hann: „Al-
þingi samþykkti ágreiningslaust
ný sjómannalög á föstudaginn.
Sjómenn áttu aðild að endur-
skoðun sjómannalaganna og
gerðu þar engar athugasemdir
við uppsagnarfrest undirmanna
á fiskiskipum."
Um breytingu á skráningu
Keilis RE 37 sagði Kristján að
það væri einkamál útgerðarinn-
ar. Það væru auk þess engin
ákvæði í samningum og það
stæði ekkert í lögum um verka-
skiptingu manna á fiskiskipun-
um. Hins vegar þætti sér miklu
merkilegra hvers vegna Sjó-
mannafélag Reykjavíkur veitir
undanþágu frá verkfalli fyrir
skip sem sigla með aflann en
ekki fyrir þá sem landa hér
heima, þar sem fjöldi fólks í
frystihúsunum missir atvinnuna
vegna þessa.
aðrar stéttir í landinu hafa þegar
náð fram. Það er engin ástæða
til að við förum með lakari hlut
frá borði. Félagið hefur ekki
enn beitt öllum sínum styrk.
Það getur stoppað olíuskipin og
jafnvel flutningaskipin ef þörf
krefur. Og sjómenn munu ekki
hika við að beita því sem beita
þarf til að ná kröfum sínum
fram.“
Guðbjörn Elvarsson og Þórir
Ólafsson á Keili RE 37 sögðust
vera sárir yfir framkomu útgerð-
arinnar. „Þetta er léleg og lúaleg
framkoma gagnvart sjómanna-
stéttinni af hálfu íslensku um-
boðssölunnar. Sjómannafélag-
ið mun ekki hleypa skipinu upp
að bryggju fyrr en það hefur
fengið tryggingu. Útgerðin hef-
ur breytt á ólögmætan hátt og
aflinn mun vera gerður upptæk-
ur vegna þess," sögðu Guðbjörn
og Þórir á Keili RE 37 en
útgerðin íslenska umboðssalan
hf. hafði boðið þeim félögum
titlahækkun svo þeir tækju ekki
þátt í því verkfalli sem Sjó-
mannafélagið stendur nú í.
■ „Mikill einingarhugur á bak við samninganefndina,“ segja
Hákon, Benedikt og Hilmar í verkfalli Sjómannafélagsins.
NT-myndir: Ari.
LífsmarJc í
Laxá í Ásum
■ Eftir helgina eru skráðir
sex laxar í veiðibókina í
veiðihúsinu við Laxá í Ásum.
Fiskarnir voru teknir um
helgina og vó sá þyngsti 12
pund. Hann veiddist á veiði-
stað sem kallaður er Dulsur.
í Veiðihorninu á laugardag
var sagt frá því að bóndinn á
Húnsstöðum fann megna
fiskilykt úr ánni. Svo virðist
sem bóndinn sé í meira lagi
lyktnæmur, a.m.k. eru þetta
fyrstu merki um líf í ánni.
Jöfn stærð
í Elliðaánum
Þegar NT leit við í veiði-
húsinu við Elliðaár í gær eftir
kaffi, voru fjórir laxar komn-
ir á land. Þeir voru allir á
bilinu 7-9 pund. Eins og segir
á öðrum stað í blaðinu veiddi
noll Dávíðs þrjá. Sá fjórði
fékkst síðan um kaffileytið.
Sá fiskur vó átta pund og var
tekinn rétt fyrir neðan Þrepin
í Skáfossum. Vatnið í ánni
var frekar heitt miðað við
árstíma, eða 10,5 gráður.
Veiðimenn sáu mikið af laxi
í ánni, og þegar sleppt var úr
teljarakistunni um helgina
voru níutíu fiskar í henni.
Hann tók hinsvegar illa.
Lax í Pokafossi
í Kjósinni
Tíu laxar voru komnir á
land úr Laxá í Kjós um
áttaleytið í gær. Sá stærsti vó
15 pund. Veiðin fór vel af
stað um morguninn, og lágu
'níu stykki eftir fyrri vaktina.
Fyrsti laxinn kom fljótlega
eftir að veiði hófst og var það
Árni Þorvaldsson sem land-
aði honum. Flestir hafa lax-
arnir veiðst í Laxfossi.
Það heyrir til tíðinda þegar
fiskur fæst í Pokafossi svo
snemma sumars. Einn fiskur
fékkst á flugu. Fluguna
hnýtti Jón Pálsson veiðivörð-
ur og er nafnið ókunnugt en
hún er með svörtum og gul-
um toppum. Þeir fiskar sem
komu á land voru frekar
minni en undanfarin ár. Al-
geng stærð var 7-10 pund, en
oft hafa fengist alvöru hlunk-
ar í ánni í byrjun veiðitím-
ans.
Guðbjörn og Þórir á Keili: „Þetta er léleg og lúalcg framkoma
útgerðarinnar.“
Samtökin Lögvernd:
Skráningin
er ólögmæt
■ Islenska umboðssalan
hf. sem gerir út togarann
Keili RE 37 braut lög um
stéttarfélög og vinnudcilur
þegar útgerðin flutti
skráningu mannskaps á
skipinu frá Reykjavík til
Hafnarfjarðar, samkvæmt
upplýsingum lomasar
Olafssonar skrifstofu-
stjóra hjá Sjómannafélagi
Reykjavíkur, en á þann
háttteiur útgerðinsig geta
sent skipið á veiðar full-
mannað.
„Sjómannafélag
Reykjavíkur og Sjó-
mannafélag Hafnarfjarðar
mótmæltu um leið flutn-
ingu skráningarinnar sem
ólögmætri. Skipið má sigla
en yfirmenn þess mega
ekki ganga í störf háseta
sem eru í verkfalli, sam-
kvæmt lögurn. Þetta er
þess vegna lögbrot og það
mál er ekki útrætt," sagði
Tómas.
Útgerðarmenn hafa
ekki verið tilbúnir til við-
ræðna við sjómannafélag-
ið og þess vegna „höldum
við áfram með aðgcrðir til
að fá þá að samningaborð-
inu. Sjómannafélag
Reykjavíkur er aflmikið
og það rnun beita því sem
til þarf til að fá útgerðar-
menn að samningaborði
og fá sínar kröfur í gegn,“
sagði Tóntas Ólafsson.
Skora á Alþingi
að stöðva upp-
boð á húseignum
Umsjón:
Eggert Skúlason
Laxá í Aðaldal
Fimm laxar veiddust fyrir
hádegi á opnunardaginn í
Laxá í Aðaldal. Vigfús B.
Jónsson formaður veiðifé-
lagsins við Laxá sagði í sam-
tali við Veiðihornið að fisk-
arnir væru af þessari venju-
legu byrjunarstærð í ánni - á
bilinu 10-12 pund. Allir fisk-
arnir veiddust fyrir neðan
Æðarfossa.
■ Samtökin Lögvernd hafa
farið þess á leit við Alþingi að
stöðvuð verði þegar í stað upp-
boð á húseignum einstaklinga.
í bréfí til forseta sameinaðs
Alþingis frá hinum þriggja mán-
aða gömlu samtökum stendur
að tilkynningaskyldu hins opin-
bera í sambandi við uppboð á
húseignum sé mjög ábótavant
og að oft séu vandkvæði á að
stefnur nái til réttra einstakl-
inga. Ennfremur segir að í
mörgum tilfellum valdi smá-
skuldir því að fólk missi eignir
sínar iangt undir kostnaðar-
verði.
„Við vitum um dæmi þar sem
skuldin var bara 20.000 kr., en
þó tókst að bjarga málunum í
það skiptið,“ sagði Anna Kristj-
ánsdóttir, formaður samtak-
anna. Hún sagði að á annað
hundrað manns væru aðilar að
Lögvernd og margar umsóknir
lægju fyrir. Hún hafði þó engar
tölur um þann fjölda sem misst
hefði húseign sína á þennan
hátt.
Vísað er í bréfinu til um-
fjöllunar Alþingis um vandamál
húsbyggjenda og íbúðarkaup-
enda og þeirra ummæla sem
féllu þar að það séu sjálfsögð
mannréttindi að allir eigi mögu-
leika á þaki yfir höfuðið.
Nýtt alþingishús:
Nefnd undirbýrsamkeppni
- lýkur störfum um áramót
■ „Það er ofsagt í lciðara NT
á Iaugardaginn, að ekkert hafí
verið aðhafst í þessum efnum,“
sagði Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson forseti sameinaðs Al-
þingis í samtali við NT, aðspurð-
ur um hvernig húsbyggingarmál
þingsins stæðu.
„Það hefur verið starfandi
nefnd undanfarna mánuði, og
hlutverk hennar að undirbúa
gögn fyrir samkeppni um við-
bótarbyggingu fyrir Alþingi í
samræmi við þingsályktunartil-
lögur frá 1981. Það standa vonir
til að sú nefnd nái að ljúka
störfum fyrir næstu áramót.
Þorvaldur Garðar sagði að
umræddri viðbótarbyggingu
væri ætlaður staður á lóðar-
spildu þeirri sem Alþingi á og
afmarkast af Kirkjustræti, Von-
arstræti, Tjarnargötu og Templ-
arasundi.
„Það er því síður en svo að
þetta mál liggi óhreyft og ryk-
fallið," sagði forseti sameinaðs
Alþingis.