NT - 11.06.1985, Qupperneq 7
Þriðjudagur 11. júní 1985 7
Athugasemd við forystugrein
Garðar Sverrisson starfsmaður Bandalags jafnaðarmanna
■ „Verjum þingræðið" er
yfirskrift forystugreinar NT
fyrir nokkrum dögum. Uppi-
staða hennar er árás á Banda-
lag jafnaðarmanna og tillögur
þess um beint kjör forsætisráð-
herra. Andmælin eru margvís-
leg og bera sum vitni óvenju
frjóu ímyndunarafli.
Hvað missum við?
NT segir: „Ekki verður bet-
ur séð en að eina afleiðingin af
þessari breytingu yrði sú að
formaður framkvæmdavalds-
ins yrði alltaf frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins, sá maður
sem íhaldspressan í landinu
myndi styðja.“
Undirritaður sér ekki betur
en þessu sé frekar öfugt farið,
að nú loksins yrði Sjálfstæðis-
flokkurinn leystur undan því
áratugaoki að bera ábyrgð á
hverri ríkisstjórninni á fætur
annarri. Ritstjóri NT virðist
ekki átta sig á því að þessi
flokkur hefur með örfáum
undantekningum setið í ríkis-
stjórn síðastliðin 40 ár og lang-
oftast leitt þær. Þess vegna
hefur hann, og aðrir jafnaðar-
menn, allt að vinna en iitlu að
tapa, enda yrði tillaga BJ í
versta falli til að staðfesta ára-
tugastjórn hægri aflanna -
íhaldsins og SlS-auðhringsins.
íhaldið og forsetarnir
Staðreynd er að andstæðing-
ar Sjálfstæðisflokksins eru í
meirihluta með þjóðinni.
Meirihluti þjóðarinnar kýs að
verja atkvæði sínu með öðrum
hætti en sjálfstæðismenn. Án
þess að um sambærilegan hlut
sé að ræða er athyglisvert að
líta til úrslita forsetakosninga
á lýðveldistímanum, þessum
sama tíma og íhaldsöflin hafa
átt langflestar ríkisstjórnir.
Það verður seint sagt að
sigurvegarar síðustu þriggja
forsetakosninga hafi komið úr
herbúðum hægri aflanna.
Hvað Svein Björnsson varðar
þá var Sjálfstæðisflokkurinn
eini flokkurinn sem neitaði að
styðja hann á Þingvöllum
sumarið 1944. Stærðaröð
flokkanna breytir litlu þegar
fólkið fær að ráða með milli-
liðalausu vali. Það hafa þrenn-
ar forsetakosningar sýnt.
Þriðjudagur 21. maí 1985
IIMIXN
Malsvari frjafslyndis.
samvinnu og felagshyggju
Utgelandi Nútimmn h f
Ritst| Magnus Olalsson labmi
Markaðssfi Haukur Haraldsson
Auglysingast) Sleingrimur Gislason
Innblaðssl) Oddur Olalsson
Tækmst) Gunnar Trausti GuðbjornssoQ
Sknlstolur Siðumuli 15 Reykjavik
Simi -686300 Auglysmgasimi 18300
Kvoldsimar Asknfi og dreilmg 686300 rilst)orn
686392 og 687695. iþrottir 686495 tækmdeild*
686538
Selmng og umbrol: Tækmöeild NT
Prenlun: Blaftaprenl h.f.
Kvoldsimar: 686387 og 686306
Verð i lausasolu 30 kr. og 35 kr. um helgar Askrift 330 kr.
Verjum þingræðið
■ Deilur íslenskra jafnaðarmanna unt þingræðið
haía vakiö athygli enda virðist Bandalag jafnað-
armanna hafa set-t allt á eitt aö þaö sé ilokkur
þeirra sern \ilja kjosa forsætisráðherra. handhafa
framkvæmdavaldsins, beinni kosningu. Ekki verð-
ur betur séð en að eina afleiðingin af þessari
brevtingu vrði sú að formaður framkvæmdavalds-
ins yrði alltaf frambjoðandi Sjálfstæðisflokksins.
sá maður setn íhaldspressan í landinu myndi
styðja. Ekki er marktækt þó að Jón Baldvin virðist
um þessar niundir vinsælastur, það iiyrfi fljótt í
róti kosningabaráttunnar. þtir sem hinum stóru
blööum yrði ekki skotaskuld úr því að búa til goð i
úr sínum nranni. Meira að segja yrði hætta á aö
einræðishneigðir brandarakallar ynnu slíkar kosn-
ingar og sjá allir hugsandi menn að breyting sem
' myndi stuðla að því yrði slæm breyting. Eftir senr
áður yrðu stjórnir samsteypu og málamiðlunar.
Það eina sem breyttist er að búinn yrði til hinn
sterki maöur ou á slíku þtirf íslenskt ivðræðisþjóð-
Sterki maðurinn
og Strandamaðurinn
NT hefur áhyggjur af því að
með beinu kjöri forsætisráð-
herra yrði „búinn til hinn sterki
maður.“ En hvers vegna má
forsætisráðherra ekki vera
sterkur? Hvers vegna má þjóð-
in ekki kjósa um forsætisráð-
herra og stjórnarstefnu? Er
fimmtánhundruð Stranda-
mönnum betur treystandi en
meirihluta þjóðarinnar?
Nei, auðvitað er þessu væli
um sterka manninn ætlað að
minna fólk á pólitíska harm-
leiki í Evrópu millistríðsár-
anna. Allt venjulegt fólk veit
hins vegar að þau vélabrögð
voru hreint skólabókardæmi
um galla þingræðisins, þegar
óprúttnir minnihlutamenn
komust í lykilaðstöðu með
hrossakaupum við veikgeðja
þingmenn.
Krafan um beint meirihluta-
kjör framkvæmdavaldsins er
krafa um traustara lýðræði og
stöðugra stjórnkerfi. Þetta er
nútímaleg krafa um aukin vðld
í hendur hins venjulega borg-
ara. Þess er einfaldlega krafist
að fólkið í landinu fái raun-
verulegt vald til að velja um
mismunandi stjórnarstefnur í
stað þess að iáta pólitíkusa
versla með atkvæðin að aflokn-
um kosningum.
Mannskepnan
Þessi krafa byggist þó vita-
skuld á ákveðnum forsendum,
þeirri skoðun að endanlega sé
það fólkið en ekki foringjarnir
sem veit hvernig samfélaginu
og því sjálfu er best borgið.
Ritstjóri NT er lafhræddur við
þessa lífsskoðun, enda sé líf
fólks sífellt að verða „vídeó-
legra og fáfengilegra“. Hann
segir: „Meira að segja yrði
hætta á að einræðishneigðir
brandarakallar ynnu slíkar
kosningar og sjá allir hugsandi
nienn að breyting sem myndi
stuðla að því yrði slæm breyt-
ing.“
Mannskepnan er greinilega
í hávegum höfð á NT.
Garðar Sverrisson
starfsmaður
Bandalags jafnaðarmanna
Skoðanakönnun DV um fylgi Estanna:
Sjálf stæðisf lokkur vinnur á
— Alþýðubandalagið tapar
SjálfatæðiaQokkurinn hcfur mjög
I unniö á KÖustu noánuöi en Alþýöu-
bandalagiö tapaö mestu. t*etta sýn-
| irakoöanaköratun, sem DV geröi nú
í mans. Framsókn fer 14,3%, en
baföi 16,2% í mars. Bondalag jafn-
aöarmanna fær nú 7,9% en baföl
5,6% í mankonnunkinl. Sjátfstcö-
isflokkurinn fcr upp i 40,9% saman-
boriö viö 364% i man. Alþýöu-
bandadagiö fer niöur i 10,5% en
haföi 154% i könnuninni 1 mars.
Samtök um kvennalista fá nú 6,4%
en höföu 6,7% í mars. Flokkur I
mannsins fær 0,9% og baföi 0,3% i |
mars.
31.8% af öllu úrtakinu eru nú I
kvæma þær ótt og títt þegar
pólitískir vindar eru hagstæðir,
í dæmi DV þegar Sjálfstæðis-
flokknum gengur vel, en
sleppa þeim t.d. alveg ef and-
íægir vindar blása. Þannig
varð t.d. óvenjulegt hlé á skoð-
anakönnunum DV eftir verk-
fallið harða í haust enda má
telja víst að fylgi Sjálfstæðis-
flokksins hafi verið í algjöru
lágmarki og það ekkert skrítið.
Muna menn yfirlýsingar Ragn-
hildar Helgadóttur og Alberts
Guðmundssonar í verkfallinu?
Nei, það sem bjargar stjórn-
málamönnum oft er að fólk er
fljótt að gleyma.
Skoðanakannanir geta sem
sagt mótað umræðuna og haft
áhrif á næstu könnun á eftir og
að sjálfsögðu á úrslit kosninga.
Leikurinn pólitík er því orðinn
margslungnari en áður og
stjórnmálamenn verða einfald-
lega að taka það með í reikn-
inginn. Það þýðir ekkert að
setjast á tjarnarbakkann og
syrgja gamla tímann.
Fálkagæslusveitir
Því var spáð hér í síðustu
viku að þess yrði skammt að
bíða að Islendingar, þessi göf-
ugi kynstofn, flæktust í fálka-
söiumál. Þess var reyndar ekki
langt að bíða og sannaðist þar
hið nýkveðna að íslendingar
eru til í allt ef fjármunir eru í
boði. Þetta þarf engan að
undra þegar haft er í huga að
allt okkar verðmætamat geng-
ur út á veraldlega hluti. Það er
sama hvert litið er. Heiðarleiki
og traust og annað slíkt, á það
er varla minnst sem nokkurs
sem vert er að slægjast eftir.
Enda eyðir þessi þjóð alveg
ofsalega og fer yfir á heftinu
sínu um fimm til sex þúsund
milljónir á hverju ári og heitir
það viðskiptahalli á fínu máli.
Þess vegna er lítill vafi á því,
að ef við ætlum að eiga nokkur
eintök af erninum og fálkanum
til að sýna næstu kynslóðum þá
verðum við að koma okkur
upp gæslusveitum, örygg-
isvörðum sem hafa þann starfa
helstan að vaka yfir hreiðrum.
Nema við förum að ráðum
Jóns Sigurðssonar og byrjum
að rækta ránfugla þessa til
útflutnings. Og af hverju
skyldum við ekki gera það.
Við eigum nóg af náttúru-
fræðingum sem ekki fá vinnu
og þó að afraksturinn yrði lítill
þá færi ekki hjá því að þekking
okkar á þessum fuglum myndi
aukast að mun.
Baldur Krístjánsson.
Verð i lausasölu 35 kr.
Málsvarl frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson,
Framkvstj.: Guðmundur Karlsson
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
og 40 kr. um helgar. Askritt 360 kr.
Hneyksli í
borgarstjórn
■ Með kaupum á 1635 hekturum úr landi Ölf-
usvatns í Grafningi sem kosta eiga 60 milljónir króna
er borgarstjórinn í Reykjavík og sauðþægur og
nafnlaus meirihluti hans að rétta einni kunnustu
íhaldsfjölskyldu í borginni geypilega fjárfúlgu á
silfurfati. Þessu hefur minnihlutinn í borgarstjórn
mótmælt kröftuglega og telur að með þessum
kaupum og hvernig að þeim var staðið sé farið út fyrir
öll velsæmismörk.
í bókun minnihlutans þegar málið var afgreitt segir
m.a.:
„Þessi kaup eru réttlætt með því að á u.þ.b.
þriðjungi landsins, eða í fjalllendinu næst Henglin-
um, er um jarðhita að ræða sem gott væri að eiga ef
virkjað væri á Nesjavö'llum. í raun er því verið að
kaupa 500 hektara af fjalllendi fyrir þessar 60
milljónir sem þýðir að hektarinn kostar 120 þúsund
krónur.“
Ennfremur segir:
„Komi til þess að virkjað verði á Nesjavöllum og
sú virkjun þurfi í framtíðinni á meiri gufuorku að
halda er einsýnt að Hitaveita Reykjavíkur fengi án
minnstu fyrirstöðu eignarnámsheimild, ef með þyrfti,
á þeirri orku sem kann að vera í austurhlíðum
Hengilsins, ekki aðeins í land Ölfusvatns heldur
einnig annarra jarða. Þess má geta aðlönd Nesjavalla
og Ölfusvatns liggja ekki saman.“
Þá er ljóst að Reykjavíkurborg hefur ekki neinna
hagsmuna að gæta varðandi þann hluta landsins þar
sem ekki er jarðhiti. Á því svæði er að vísu
ákjósanlegt sumarbústaðaland en samkvæmt samn-
ingnum eiga núverandi eigendur að fá ungann úr því
landi undir sumarbústaði til 50 ára endurgjaldslaust.
Þeir eiga að hafa rétt til stang - og netaveiði í
Þingvallavatni og forleigurétt að sumarbústaðasvæð-
unum að loknu 50 ára tímabilinu. Núverandi eigendur
halda því öllum núverandi rétti sínum og hlunnindum
á landinu þrátt fyrir söluna. Á því landi sem borgin
fær umráð yfir má ekki reisa sumarbústaði fyrr en eftir
árið 2010. Þetta er alveg fordæmalaust. Þetta er
algjört hneyksli. Pólitískt kjörnir fulltrúar íhaldsins
eru að flytja fjármuni borgarbúa til flokksgæðinga.
Hvað ætli hið þögla Morgunblað hefði sagt ef vinstri
meirihlutinn hefði hagað sér svona að breyttu
breytanda?
Það er augljóst mál að Reykjavíkurborg hefur
ekki nokkur not af þessu landi næstu áratugi. Ef við
ættum nóg af peningum gætum við hugsanlega
geymt 60 milljónir í vösum íhaldsfjölskyldna hér og
þar. En fólkið í Reykjavík hefur annað við peninga
sína að gera. Það er nóg af öðrum og brýnni
verkefnum.
Þetta er siðleysi af verstu gerð. Yfir þessu ríkir
andrúmsloft kokteilboða og fjölskyldusamkvæma.
Við verðum að gera aðrar og meiri kröfur til
stjórnenda borgarinnar.