NT


NT - 11.06.1985, Síða 8

NT - 11.06.1985, Síða 8
Þriðjudagur 11. júní 1985 8 Menntaskólanum á ísafirði slitið: Aldrei fleiri nem- endur í sögu skólans ■ Laugardaginn 25. maí 1985 var Menntaskólanum á Isafirði slitið í 15. skipti. Skólaslitaat- höfnin fórfram í Alþýðuhúsinu. Að þessu sinni voru braut- skráðir 26 stúdentar og að auki einn austurrískur skiptinemi, sem lauk námi í brautarkjarna 4. árs á náttúrufræðibraut en hafði áður lokið stúdentsprófi í heimalandi sínu. Þá brautskráð- ust fimm nemendur af tveggja ára viðskiptabraut, en þeir hafa raunar heimild til að halda áfram námi við skólann til stúd- entsprófs, og munu flestir gera það. Á liðnum vetri voru 143 nem- endur við nám í dagskólanum, en 31 nemandi kom við sögu í öldungadeild skólans. Nemend- ur voru því samtals 174, og hafa líklega aldrei verið fleiri á sama vetri í sögu skólans. Hæstu einkunn á stúdents- prófi hlaut að þessu sinni Sólrún Geirsdóttir úr Bolungarvík, 1. einkunn 8,6, sem er vegið með- altal einkunna frá öllum fjórum ’ námsárunum. Næsthæst varð Inga Bára Þórðardóttir frá ísa- firði með 8,3. Hæstu einkunn á viðskiptabraut á stúdentsprófi hlaut Guðbjörg Konráðsdóttir frá ísafirði, 8,2, en þetta var í fyrsta skipti sem útskrifaðir voru stúdentar af viðskiptabraut skólans. Hæstu einkunn á stúd- entsprófi á náttúrufræðibraut hlaut Ingi R. Jónsson frá Lauga- bóli í Nauteyrarhreppi, en hæstu einkunn á eðli'sfræðibraut hlaut Theodór Norðkvist frá ísafirði. I haust og vetur voru teknar í notkun í hinu nýja skóiahúsi fullbúnar kennslustofur fyrir verklegar greinar, bæði efna- fræði og eðlisfræði. Fengnar voru sjö örtölvur af Apple-gerð og kennsla í tölvunarfræðum aukin. Nýtt og glæsilegt bóka- safn skólans er að mestu komið í gagnið. Á neðri hæð hins nýja skólahúss er áformað að inn- rétta kennslustofur fyrir bók- lega kennslu á vegum Iðnskól- ans á ísafirði, sem nú býr við úreltan húsakost. Fullyrða má, að við fáa eða enga menntaskóla er nú betur búið að kennurum en í Menntaskólanum á ísafirði, en þar hafa kennararnir fengið nokkur skrifstofuherbergi til sinna afnota. Ákveðið hefur verið að stofn- setja tónlistarbraut við skólann nú á næsta hausti, og verður hún starfrækt í náinni samvinnu við Tónlistarskólann á ísafirði. Iðnaðarbankinn: * Alþjóðleg verðlaun fyrirársskýrslu’83 ■ Ársskýrsla Iðnaðarbankans fyrir árið 1983 hlaut nýlega 2. verðlaun í samkeppni á vegum alþjóðlegra samtaka 85 auglýsingastofa í 20 löndum. Verðlaunin eru fyrir hönnun og útlit. Sama ársskýrsla hlaut einnig verðlaun frá Stjórnunarfé- laginu á síðasta ári fyrir vandaðan ársreikning. Það var Auglýsingastofan hf., sem hannaði ársskýrslu Iðnaðarbankans og á myndinni hér að ofan má sjá Val Valsson bankastjóra og Halldór Guðmundsson frá Áuglýs- ingastofunni halda verðlaunaskjalinu á milli sín. Búvörudeild Sambandsins: Kynntu nýjungar í framleiðslunni ■ Búvörudeild Sambandsins hélt um helgina vörukynningu fyrir kaupmenn og verslunar- stjóra á Reykjavíkursvæðinu. Þar voru kynntar flestar þær vörur sem Afurðasala og Kjöt- iðnaðarstöð Sambandsins hafa á boðstólum. ■ „Við kynntum endurskipu- lagningu Kjötiðnaðarstöðvar- innar fyrir viðskiptavinum okkar, en hún hefur í för með sér breytingar á vinnslunni,“ sagði Magnús Friðgeirsson, framkvæmdastjóri Búvöru- deildarinnar. „Hér er á ferðinni endurskipulagning gæðamála, endurhæfing uppskrifta og inn- leiðing nýjunga í framíeiðsl- unni.“ Búvörudeildin er um þessar mundir að setja af stað stærstu og fullkomnustu vélasamstæðu í landinu, sem sér um sögun og pökkun á dilkakjöti, þannig að viðskiptavinir geta keypt skrokka niðurhlutaða á mis- munandi vegu. Deildin hefur fengið umboð fyrir Cryovac, eitt þekktasta vörumerkið á sviði lofttæmingarpökkunar. í tilefni af þessari nýju þjón- ustu hafa verið hannaðar nýjar umbúðir utan um kjötvöruna, sem verða teknar í notkun á komandi mánuðum. Listasafn Einars Jónssonar: ■ Gísli Árnason, verkstjóri, Steinþór Þorsteinsson, forstöðumaður Afurðasölu, Hans Kristian Olesen, yfirkennari í Hróarskeldu, Úlfar Reynisson, forstöðumaður Kjötiðnaðarstöðvar og Gísli Sigurðsson, verkstjóri kynntu nýjungar hjá Búvörudeild Sambandsins. NT-mynd: Ámi Bjama. Opiðí sumar ■ Listasafn Einars Jónssonar er opið frá 1. júní alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30- 16. Höggmyndagarður safnsins er opinn daglega frá kl. 11-17. Geðhjálp — fyrirlestur ■ Félagið Geðhjálp stendur fyrir fyrirlestri fimmtudaginn 13. júní 1985 kl. 20.30. Ragna Ól- afsdóttir, sálfræðingur talar um Sálarástand kvenna tengt með- göngu og fæðingu. Fyrirlestur- inn er haldinn á Geðdeild Landsspítalans í kennslustofu á 3. hæð og er opið öllum. UMBOÐSMENN VANTAR Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: ísafirði, Sandgerði og Grindavík. Upplýsingar gefur Kjartan Ásmundsson í síma 91-686300. Safnað til aðstoðar þróunarlandakonum ■ Alþjóðahópur íslenskra kvenna vegna kvennaáratugs Sameinuðu þjóðanna hratt fyrr á þessu vori af stað söfnun í samvinnu við „85-nefndina“ til aðstoðar við konur í þróunar- löndunum. Verður það sem inn kemur lagt í sjóð sem margar þjóðir standa að og er verkefnið að koma fræðslu um heilbrigð- ismál, brunna, hreinlæti, með- ferð ungbarna o.fl. til kvenna í afskekktum þorpum með nýrri tækni - myndbandatækni, en konurnar eru flestar ólæsar og ekki hefur tekist að ná almenni- lega til þeirra á hefðbundinn hátt. Fyrsta myndbandið er um vatnsöflun, brunna og meðferð vatns, unnið af Kenyakonum sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í því. Þykir þetta á alþjóðavett- vangi, hjá Barnahjálparsjóðn- íum, Heilbrigðisstofnun S.Þ. So.fl., mjög mikilvægt framtak sem getur haft langvarandi og þfdrifaríkar afleiðingar í þá veru að bæta ástandið í afskekktu þorpunum sem verst er að ná til. Hafa safnast um 70 þúsund krónur inn á gíróreikning 146016 í útibúi Samvinnubank- ans við Suðurlandsbraut, mest komið frá fundum kvenna og félögum. Eru konur því hvattar til að minna á söfnunina og safna fé (í fötur) á samkomum sínum. Er ætlunin að reyna að gera átak í sambandi við trjá- ræktarátakið í tilefni Kvenna- áratugarins og láta söfnunarföt- ur vera á þeim stöðum sem konur koma saman á til að planta. Þann 16. júní kemur Elín Bruusgaard, norsk kona sem staðið hefur að þessu og fleiri verkefnum kvenna á Kvenna- áratugnum, og mun hún flytja ávarp á Þingvöllum á samkomu 19. júní nefndarinnar, auk þess sem hún mun reyna að fræða íslenskar konur um það verk- efni sem söfnunin styður. Eru íslenskar konur hvattar til að gleyma ekki þessu mikilvæga verkefni, að styðja kynsystur sínar í þróunarlöndunum og leggja inn á fyrrnefndan gíró- reikning í Samvinnubankanum.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.