NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 11.06.1985, Qupperneq 9

NT - 11.06.1985, Qupperneq 9
Þriðjudagur 11. júní 1985 9 Torfæruhjól: ■ Pað mun láta nærri að annað hvert reiðhjól sem selt er í reiðhjólaverslunum þessa dagana sé torfæruhjól, eða BMX-hjól eins og þau eru kölluð í daglegu tali. Sam- kvæmt upplýsingum frá sölu- aðilum er þetta annað árið sem BMX-hjólin njóta þessara vinsælda og ísland er alls ekki einsdæmi hvað þetta varðar. Pannig eru þrjú af hverjum fjórum hjólum sem keypt eru handa 7 og 8 ára börnum í Svíþjóð, af þessari gerð og í Bretlandi nemur sala BMX- hjóla þriðjungi allrar reið- hjólasölu. Hérlendis eru á boðstólum allmargar gerðir þessara hjóla og verðið mun yfirleitt vera á bilinu frá um 5.500 krónur og upp í 8.000. Auk þess er okkur kunnugt um eina tegund sem er talsvert dýrari og kostar tæplega 14.000 krónur. Verð = gæði? Um BMX-hjól í Bretlandi og Svíþjóð hefur nýlega verið fjallað á neytendasíðum þar- lendra blaða og eftir því sem næst verður komist virðist það vera samdóma álit þeirra sem þar skrifa, að verð og gæði haldist nokkuð í hendur. í Bretlandi er talið að BMX-hjól sem kosta 100 pund (um 5.300 kr.) eða minna, séu ekki pen- inganna virði, en borgi maður 150 pund fyrir hjólið eigi mað- ur að vera nokkuð viss um að hafa tryggt sér þokkalega góða vöru. Neytendasíða sænska blaðs- ins Dagens Nyheter, kemst að þeirri niðurstöðu að fyrir gott hjól þurfi að borga a.m.k. 1.100 sænskar krónur (um 5200 ísl.). BMX-hjól sem kosta minna en sænskan þúsundkall þola áreynsluna ekki nægilega vel. Nú ber að vísu að taka fram að ekki er víst að unnt sé að heimfæra þessar tölur upp á íslenska markaðinn, þar eð tollaákvæði og álagning getur verið mjög mismunandi eftir löndum sem kunnugt er. Hér- lendis mun tollur ekki inn- heimtur af reiðhjólum, en hins vegar um 30% vörugjald. Á hinn bóginn virðist mega álykta að verð og gæði geti haldist í hendur, hér sem ann- ars staðar. Mikiðálag f>að eru fyrst og fremst börn og unglingar sem kaupa BMX- hjólin og þessir eigendur ætlast til mikils af torfæruhjólunum sínum. Það er því auðvitað nauðsynlegt að hjólin séu vel í sterkbyggðara lagi. En jafnvel sterkustu BMX-hjól þola ekki allt og það er því full ástæða til að brýna fyrir börnunum að fara vel með þessa gripi. Ekkitil langferða BMX-hjólin eru fyrst og fremst leiktæki og því í sjálfu sér ágæt krakkahjól, þar eð börn nota hjólin yfirleitt frem- ur til leikja á heimaslóðum en til ferðalaga. Þessi hjól eru hins vegar ekki heppileg til langferða. Hin breiðu dekk skapa mun meiri mótstöðu en venjuleg hjóldekk auk þess sem gíra- hjólin eru auðvitað mun léttari í meðförum þegar um lengri ferðir er að ræða. Það skiptir þannig höfuð- máli þegar hjól er valið, að hægt sé að gera sér grein fyrir því, til hvers á að nota það. Ef gert er ráð fyrir að nota hjólið aðallega til að komast milli staða, er hefðbundið hjól eða gírahjól tvímælalaust vænlegri kostur, en eigi hjólið að vera leiktæki við erfiðar aðstæður er betra að kaupa BMX. Að ætla sér að nota venjulegt hjól í torfæruakstur er með öllu vonlaust. Til þess eru slík hjól allt of veikbyggð. Gjaldheimtan: Óundirritað hótunarbréf - vegna 226 króna skuldar sem ekki var til allar afborganir af fasteigna- gjöldum sínum fyrir eindaga og þegar neytendasíðan fór að rannsaka málið kom í Ijós að Helgu bar ekki að borga eina einustu krónu, hvað þá 226 krónur í ógreidd fasteigna- gjöld plús 52 krónur í kostnað eins og stóð í uppboðshótun- inni. Helgu fannst ýmislegt athuga- vert við að fá svona bréf og tók því þann kost að koma því á framfæri við neytendasíðuna. Fyrir það fyrsta líkaði henni að sjálfsögðu ekki nema í meðal- lagi vel að vera rukkuð um peninga sem hún skuldaði ekki; í öðru lagi fannst henni ekki beinlínis kurteislegt af gjaldheimtunni að byrja á því að hóta nauðungaruppboði, vel hefði mátt prófa þá leið að senda út gíróseðil áður en farið væri að hóta eignasviptingu, og síðast en kannski ekki síst, fannst henni undarlegt að dráttarvextir, því hér gat í rauninni ekki verið um annað að ræða, skyldu ekki vera kall- aðir sínu rétta nafni í bréfinu. Við höfðum samband við yfirmann gjaldheimtunnar, Guðmund Vigni Jósefsson og báðum hann um svör við þess- um atriðum. Guðmundur Vignir sagði að hér væri um dráttarvexti að ræða og viður- kenndi, eftir að hafa heyrt málavöxtu, að Helgu bæri ekki að greiða þá, þar eð hún hefði greitt skuldir sínar fyrir ein- daga. Dráttarvextirnir eru færðir sem eftirstöðvar fasteigna- gjalddaga í hótunarbréfinu, vegna þess að dráttarvexti ber að greiða á undan höfuðstól. ■ Einn góðan veðurdag í byrjun júní árið 1985 birtist allt í einu maður á tröppunum hjá þér og hefur meðferðis ábyrgð- arhraðbréf, stílað á þig, og krefst kvittunar. Bréfið er frá gjaldheimtunni í Reykjavík (að vísu óundirritað) og þér er boðað nauðungaruppboð á „ofangreindri fasteign“, „sam- kvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga“, nema skuld þín við gjaldheimtuna sé að fullu goldin innan 30 daga frá dag- setningu þessa bréfs. Það væri kannski ekkert at- hugavert við þennan gang mála, ef svo hefði ekki viljað til að konan sem fyrir þessu varð og við skulum kalla Helgu, þótt það sé ekki hennar rétta nafn, hefði ekki verið búin að gera upp skuld sína við gjald- heimtuna að fullu fyrir nokkru síðan. Helga hefur nefnilega undir höndum kvittanir sem sýna ótvírætt að hún greiddi GJALDHEIMTAN I REYKJAVlK TRYGGVAGÖTU 26 — SlMI 179<0 101 REYKJAVÍK ■'fil ;a Hel-a Hol-af’ótturdóttir 'láhoL.-u-ötu hunr’raö OOUU 10.'! Lor:; Davíösi ASKORUN UM GREtÐSLU FASTEIGNAGJALDA DagMtnlng 06.06.1ybö n«ikningtnóm«r 0177-yö1b 'iáhnl ;a ata hun'-rnö | Gata, hótnúmcr | MatsM. | H«0 | Nr. innan | hotkun~ haflar »3^0-0450 01 02 01 01 Samkvæmt lögum um tekjuslofna sveitarfélaga og 1. gr. laga nr. 49/1951 um sölu lögveSs én undan- gengins lögtaks verSur ofangreind lasteign, sem skrásett er ySar eign, seld á nauSungaruppboSi til greiSslu vangoldinna (asteignagjalda, dráttarvaxta og kostnaSar, hali skuldin ekki veriB greidd innan 30 daga Irá dagsetningu bréfs þessa. Skuldin er: UbktXDO FaSTEaGNA^JOLD /k. 00.06.1Vb5 ' Kk. c'ít LSKLlDOik OKATTAkVlXTIK 0 KOSTNAOUK Si SAMTALS KR. • AfgreiSslan er opin mánudaga — föstudaga kl. 9 —16. Dráttarvextir bætast viS ofangreinda skuld, sá hún ógreidd 15. næsta mánaSar. Vinsamlegast framvisiS þessu bréfi viB greiSslu. <c?o ■ Hótunarbréfið frá gjaldheimtunni. Bréfið er óundirritað eins og sjá má. Á undirskriftarlínunni er aðeins stiinpill gjaldheimtunnar. G-mjólk í !4 1. pakka kr. 11,90 Rjómi sýrður í 200 gr. dósum 43,90 ” ” 4 ltr. fötu ii 771,00 ídýfur og sósur í 200 gr. dósum . . . ii 49,60 Kaffirjómi í !4 pakka ii 31,30 Þeytirjómi í !4 pakka ii 54,90 Ávaxtaskyr í 500 gr. boxum ii 51,20 ” 150 gr. boxum ii 17,00 Rjómaskyr í 500 gr. boxum ii 51,20 Kókómjólk í !4 pakka ii 15,00 ” ” ” !/i pakka ” 46,00 Jógúrt án ávaxta í 180 gr. boxum . . ii 18,00 ” með ávöxtum í 500 gr. boxum ii 44,60 ” ” ” 180 gr. boxum ii 20,00 Léttjógúrt í !4 fernum ii 39,00 Jógi í ‘/4 pakka ii 13,20 Mangósopi í !4 pakka ii 10,00 Leiðbeinandi verð á mjólkurvörum ■ Frá 1. júní gildir nýtt verð á mjólkurafurðum eins og öðrum landbúnaðarvör- um. Á flestum þessum vörum er fast verð og því nokkurn veginn sama í hvaða verslun innkaupin eru gerð. Frjáls álagning er þó á ýms- um tegundum mjólkurafurða og fyrir þessar tegundir eru gefin út svokölluð leiðbein- Þannig skoðast síðasta greiðsla Helgu formlega sem greiðsla á dráttarvöxtum og hluta höfuð- stóls. Um hina vafasömu kurteisi sem felst í því að hefja inn- heimtu dráttarvaxtanna með hótun um nauðungaruppboð, sagði Guðmundur Vignir: andi verð. Við birtum hér töflu yfir þessar tegundir ásamt því verði sem mælt er með fyrir hverja tegund, neytendum til leiðbeiningar. Ef þið rekist á þessar vörur á lægra verði en hér er gefið upp, verður það að teljast ódýrt, en séu þær dýrari, má að skaðlausu líta á verðmið- ana í fleiri ■ slunum. „Það helúi jkki verið kvart- að yfir því við okkur og það kemur mér mjög spánskt fyrir ef það er talin einhver sérstök ókurteisi. Við erum aðeins að gera það sem lögin bjóða okk- ur að gera og okkur er skylt að gera, af því að við eigum nú einu sinni að standa í þessari innheimtu.“

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.