NT - 11.06.1985, Blaðsíða 10

NT - 11.06.1985, Blaðsíða 10
U11-------------- Ingólfur Davíðsson: Þriðjudagur 11. júní 1985 10 Gægst í glósur frá NýjaSjálandi ■ Útskurður frumbyggju Nýja- Sjálands. ■ Eyjaálfan er fræg fyrir flcira en sérstætt dýralíf, t.d. pokadýr og svarta svani. Gróðurríkið er einnig nijög frábrugðið því scm við eigum að venjast, þaö er að segja hið upprunalega gróðurfar álfunnar, þ.e. Ástralíu. Nýja-Sjálands og allmargra minni eyja. Nýja-Sjáland er tvær stórar eyjar meö sundi á milli. Á nyrðri eynni er sums staðar eldbrunnið land og marg- ir hverir, en jöklar á háfjöllum hinnar syöri. Til samans eru eyjarnar meira en hclmingi stærri en Island. Þarna er eyjaveðrátta og regn mikiö; hlýtt og ekki mjög mikill munur árstíöa. Jurtir og tré l'lest sígræn. Mikiö framleitt af smjöri og ull, korni og aldinum. Sígrænir regn- skógar allmiklir, sums staðar allhátt upp í fjöll. Ibúar voru forðum Maoriar, frent- ur stórvaxið, myndarlegt fólk, ljós- brúnt oft með mikið hörundsflúr. Svo komu Bretar og lenti oft í ófriði, en nú búa þjóðirnar í sátt og samlyndi. Á láglendi lialá viða urðið allmiklar breytingar á gróðri og dýralífi, síðan hvílir menn settust að. Flutt hafa veriö inn dýr og jurtir frá Evrópu og sumar tegundir slæðst óbeðnar með varningi. I byggö finnur Evrópumaður því ýmsar jurtir og dýr frá heimkynnum sínum, t.d. smára. ■ Maoriböfðingi með hefðbiindið böriindsllúr. húsdýr, ýms skordýr o.fl. Villt spen- dýr voru aöeins hundar. rottur. leður- blökur og selir. Nú er mjkil fjárrækt og nautgriparækt. Kanínurvoru l'lutt- ar inn 1859. en fjölgaði brátt gífurlega og urðu slæm plága. Sauðfé var flutt ■ Á bláþræði (Tightrope). Banda- ríkin 1984. Handrit: Rieliard Tuggle. Lcikendur: Clint Eastwood, Genevi- eve Bujold, l)an Hedaya, Alison Eastwood, Jennifer Beck, Marco St. John, Rebecca Perle. Leikstjóri: Ric- hard Tuggle. Clint Eastwood getur nú farið að slappa aðeins af, þar sem Frakkar hafa loksins tekið hann í tölu hálf- guða. Um daginn tóku þeir ncfnilcga upp á því að sýna allar myndir hans í hinu rómaða kvikmyndasafni sínu, og settu kappann um leiö upp á liáan stall. Clint hefur um margra ára skeiö verið cinn traustasti trekkjarinn þeirra í l loliywood. Flann hefurjeik- ið f mörgum ágætis myndum og liann hcfur sjálfur lcikstýrt nokkrum. sem eru nokkuð yfir meöallagi. En öllum getur brugðist bogalistin, eins og bláþráðarmyndin sannar. Gamli maðurinn er farinn að eldast og þess vegna kannski viö hæfi að l'æra okkur áhorfendum mjúka útgáfu af hörkutólinu Harty. Sá heitir. Wes Block. býr í New Orlcans, og rann- sakar kynferöisafbrot í borginni sinni. Efni þetta er ekki nýtt af nálinni innan kvikmyndasögunnar, og þess vegna getur það ruglað ungan kvik- myndaleikstjóra í ríminu. Richard T'uggle langaði til að gera frumlcga mynd um þetta útjaskaða efni, og þess vegna beindi hann athyglinni miklu frcmur að persónu lögreglu- mannsins en að eiginlegri leit hans að morðingjanum. Hann sýnir okkur ráðvilltan lögreglumann, sem hefur orðið fyrir áhrifunt af öllunt soranum, sern hann umgengst daglega í starfi sínu. Clint er nefnilega farinn að fá sér rnellu svona við og við (enda fráskilinn maður. og með tvær ungar dætur sínar á framfæri) og liann hagar sér furðúlega líkt og morðinginn. Svo líkt. að hann trúir því stundum sjálfur, að hann sé í rauninni sá seki. Við vitum þó bctur. og þrátt fyrir oft skemmtileg tilþrif, fellur þessi upp- bygging urn sjálfa sig. Þessi mistök í handritsgerðinni verða þess valdandi, að myndin flest lieldur óþyrmilega út. Hin sálfræði- lega spenna næst aldrei að myndast, og hcldur ekki þessi hefðbundna þrillerspenna, sem rútíneraður leik- stjóri hefði ekki veriö í neinum vand- ræðum með. Þá er ekkert eftir annað en þokka- lega gerðar umbúðir með þokkaleg- um leikurum. í þessu tilviki dugir það ekki til að vekja áhuga áhorfandans. Guðlaugur Bergmundsson ■ Hörkutoliö orðið að injúkum manni, sem efast um eigið sakleysi. Ekki viö, og þar með er það búið. Clint Eastwood á bláþræöi. Nýja bíó: Fetað í fótspor hugarfóstursins inn um 1840. Margar ræktarjurtir smám saman. Talið er að Nýja-Sjáland hafi verið einangrað í tugmilljón ára, e.t.v. síöan á krítartímabilinu, en áður hafi löndin sennilega náð saman. Hin afar langa einangrun hefur leitt til þróunar sérstæðs gróðurs og dýralífs. Urn 85% allra blómaplantna á Nýja-Sjálandi eru einlendar, einnig 41 ‘/f. Iiins fjölbreytta burknagróöurs og 90% skordýranna. Ennfrcmur 70% fuglanna og 100% skriðdýra. Einlendar (endemiskar) tegundir merkir að þær séu bundnar við ákveð- iö land eða svæði. En sumar tegundir Nýja-Sjálands eru sameiginlegar viö önnur lönd, sérstaklega Ástralíu og Suður-Ameríku, einkum Chile. Bæði jurtir og dýr hafa borist frá öðrum löndum í tímanna rás, en deilt er um hvaöan og hvenær og hve mikið. Sumar tegundir virðast oft hafa borist; sumar náð fótfestu og breiöst út, en flestaí dáið út aftur. af því aö þær lentu ekki á heppilegum stöðum og fundu ekki skilyröi viö sitt hæfi. Það er langt til meginlands Ástralíu, um tvö þúsund km. en eyjar liggja þó nær. Fiðrildi o.fl. skordýr geta borist óralangt á vængjum vindanna og hafa borist frá Ástralíu, en flcst dáið út aftur. Það er ekki nóg að komast á staðinn, lientugskilyrði verða að vera fyrir hendi, hclst svipuð og í heima- landinu. En bæði jurtirog dýr laga sig misvel að staðháttum, m.a. eftir því hvort mörg afbrigði eru af þeim cða ekki. Síðustu 130 árin hafa 8 fugla- tegundir frá Ástralíu sest að, þar sem starfsemi manna hefur breytt skilyrö- um þeim í hag. í haiinu er dýralífið blandaðra og afar fjölbreytt. Skilyrðin eru þar miklu jafnari. Þá eru auðvitað til „einhafa" tegundir! Á Nýja-Sjálandi hafa um 60% plantna ljós blóm (hvít, ljósblá, gul- leit) móti 25% í N-Evrópu. Flest skordýr, sem þarna fræva blóm, eru flugur (tvívængjur) og þær dragast aöallega að Ijósum blómalitum. Margár bjöllur sækja líka blómin. I Ástralíu ríkja rauðir og gulir blóma- litir. Býflugr o.fl. skordýr virðast „rauðblind", sækja í rautt og blátt. Fuglar aftur á móti skynja liti eins og við, og í Ástralíu og víðar fræva þeir fjölda rauðra og appelsínugulra blóma. Bæði smáfuglar og leðurblök- ur sjúga hunang og fræva mörg blóm ■ Ung maoristúlka. í hlýjum löndum, t.d. kólibrífuglar o.fl. ísland er eyja úti í hafi eins og Nýja-Sjáland, en þó miklu nær meginlöndum í austri og vestri. enda vaxa flestar íslenskar jurtir einnig í Noregi og á Bretlandseyjum og marg- ar einnig á Grænlandi. Nokkrar vest- rænar ná aðeins austur til Islands, t.d. eyrarrósin. Einlendar jurtir fáar hér, helst sumar smátegundir undafífla. Austurbæjarbíó: Hörkutóliðmýkist upp og allt fer í steik ■Ævintýrastcinninn (Roinnncíng thc Stonc). Bandaríkin 1984. Handrit: l)ianc Tbonias. Leikendur: Michacl Douglas, Rathlccn Turncr, Danny DcVito, Zack Norman, Alfonso Arau, Manucl Ojeda, Holland Tayl- or, Mary Ellen Traynor, Kym Hcrrin. Lcikstjúri: Robcrt Zcmcckis. Ekki þarf að fara lang't til að leita að fyrirmyndum Zemeckis að þessari mynd: Þær eru engar aörar en Steven Spielberg og Indiana Joncs. enda num Spielberg hafa framleitt tvær fyrstu myndir Zemeckis. Ævintýrastcinninn er hreinræktuð ævintýramynd, með öllu sem til þarf: hæfilegri spennu. næsta ótrúiegri at- burðarás og dágóðum skammti af góðlátlegum húmor. A'ðal söguhetjan er rithöfundurinn Joan Wilder. sem hefur lifibrauö af því að skrifa ýfirmátlcga rómantískar ástar- og ævintýrasögur. með tveimur stórkostlegum hctjum. Annars vegar er það ung og ákveðin stúlka, Angel- ina. sem ratar í hin margvíslegustu ævintýri (sem við fáum að kynnast aðeins í inngangsatriði myndarinnar). og liins vegar förusveinninn Jesse, sem bjargar henni alltaf á síðustu stundu, þegar Inin ræður ekki viö klandrið. Joaiv Wilder er algjör tmdstæða persónu sinnar, en þegar hún fer til Suður-Ameríku til að bjarga systur sinni úr klóm mannræningja, fær hún tækifæri til að spjara sig. og með hverri mínútunni sem líður, verður hún líkari hugarfóstri sínu. I heildina séð. er Ævintýrasteinn- inn hin skemmtilegasta og fjörugasta rnynd, ágætlega skrifuð og gerð á allan liátt. Leikararnir passa líka sérlega vel í hlutverkin. kannski eink- um aukaleikararnir. Þau Michael Douglas og Kathleen Turner komast þó líka ve! frá sínu. Ekki er svo hægt að láta hjá líða að vekja athygli laugsdóttur. sérstaklega þegar þær áhorfenda á hversu mikill svipur er brosa. með Turner og henni Tinnu Gunn- Guðlaugur Bergmundsson. ■ Michael Douglas og Kathleen Turner í Ævintýraheiminum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.