NT - 11.06.1985, Síða 19
atvinna í boði
Laus staða
Staða ritara á Vita- og hafnarmálaskrifstof-
unni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt
launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsókn ásamt
upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist fyrir 14. júní.
Vita- og hafnarmálaskrifstofan
Seljavegi 32
Sími 27733
Verkstjóri
Óskum eftir að ráða verkstjóra á bifreiðaverk-
stæði.
Einnig mann vanan bifreiðaréttingum.
Allar nánari upplýsingar gefur Gunnar Ric-
hardsson í símum 95-4128 og 95-4545.
Vélsmiðja Húnvetninga.
tilkynningar
Framhaldsaðalfundur
Stýrimannafélags íslands
verður haldinn í Borgartúni 18, miðvikudag
12. júní kl. 20.30.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
1968 til sölu.
Einnig bíl til flutninga fyrir jarðýtu. Selst saman
eða sitt í hvoru lagi.
Tilboð óskasL Sími 32101.
Viftureimar. platinur. kveikjuhamar og þéttir.
bremsuvokvi. varahjolbaröi. tjakkur og nokkur verkfæri.
Sjúkrakassi og slökkvitæki hafa hjálpaö mörgum
a neyöarstundum
UMFEROAR
RAÐ
t
Baldur Þorgilsson,
frá Vestmannaeyjum
áður til heimilis að Miðstræti 3
er látinn. Jaröarförin ferfram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14.
júní kl. 10.30.
Ruth Einarsdóttir,
Þorgils Þröstur Baldursson.
Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem veittu hjálp og sýndu
okkur samúö og vinarhug, viö fráfall og útför eiginmanns míns
og sonar okkar,
Sigurðar Arnar Aðalsteinssonar
er lést af slysförum 26. mai siðastl. Fyrir hönd barna, systkina
og annarra vandamanna.
Ingibjörg A. Sveinsdóttir, Aðalsteinn Örnólfsson
Elín Eiríksdóttir
Þridjudagur 11. júní 1985 19
Útlönd
I fótspor Rómverja:
Skriff innskan þvælist
fyrir„fótgönguliðum“
■ Tíu seinni tíma „rómverskir
fótgönguliðar“ þramma nú þung-
vopnaðir vfir Alpafjöllin frá Ver-
ona á Norður-Italíu í áttina til
Augsburg í Bavaríu.
Þeir eru vel vopnum búnir eins
og vera ber tollayfirvöldum og
öðrum skiffinnum til mikils hryll-
ings þar sem strangar reglur gilda
um allan vopnaflutning niilli landa
auk þess sem ítalir banna t.d.
vopnaburð á almannafæri. En þeir
vonast samt til að komast yfir
landamærin án þess að þurfa að
grípa til vopna.
Tilefni ferðar þeirra er að nú
eru tvö þúsund ár frá því að
Rómverjar komu fyrst til þess
staðar sem nú gengur undir nafn-
inu Augsburg. Rómverjar kölluðu
staðinn þá Augusta Vendelicum.
Þýski styrjaldasagnfræðingur-
inn Marcus Junkelmann átti frum-
kvæðið að hergöngunni sem er um
fimm hundruð kílómetrar. Junk-
elmann, sem er 35 ára gamall, hóf
undirbúning göngunnar fyrir
tveimur árum. Hann telur að
sagnfræðingar fjalli yfirleitt allt of
fræðilega um söguna og geri sér
ekki grein fyrir því að sögulegir
atburðir hafi raunverulega gerst.
Junkelmann fékk í fyrstu vilyrði
fyrir fjárhagsstuðningi frá borgar-
yfirvöldum í Augsburg. En þegar
borgarstjórnin hafði aflað sér nán-
ari upplýsinga um kostnað uppá-
tækisins runnu á hana tvær grímur
og hún hætti við að gefa fé tii
göngunnar. Junkelmann gafst
samt ekki upp heldur seldi hann
heimili sitt til þess að afla 200.000
marka (2,7 milljónir ísl.kr.).
í för með styrjaldasagnfræð-
ingnum eru m.a. lögregluþjónn
frá Bavaríu, starfsmaður flugfé-
lagsins Lufthansa, tryggingasölu-
maður og brynjusmiður.
Þeir reyna að hafa gönguna alla
sem sannsögulegasta og eru þess
vegna þungvopnaðir í bókstaflegri
Þungvopnaðir fótgönguliðar þramma nú um Evrópu. Tollyfirvöld eru lítið hrifin af hergöngumönnunum.
merkingu. Þeir eru í tíu kílóa
hringabrynju og halda á tíu kílóa
skjöldum. Samtals vegur búnaður
hvers og eins um fjörutíu kíló. Til
samanburðar má nefna að búnað-
ur nútímahermanna í Þýskalandi
vegur 21 kíló.
Tveir múlasnar voru ætlaðir til
burðar á leðurtjöldum og öðrum
búnaðir. En múlasnarnir komast
enganveginn yfir landamæri vegna
strangra reglna um dýrainnflutn-
ing.
Fótgönguliðarnir hafa búið sig
vel undir ferðina líkamlega. Sumir
þeirra hafa daglega gengið langar
vegalengdir í blývestum til að
venja sig við langar og þungar
göngur.
Indónesía:
Kommúnistar skotnir
- þráttfyriralþjóðlegmótmæli
Jakarta-Reuter
■ Stjórnvöld í Indónesíu til-
kynntu nú um helgina að þau væru
staðráðin í því að láta skjóta þrjá
kommúníska fanga þrátt fyrir
áskoranir ástralskra og hollenskra
stjórnvalda og annarra um að
kommúnistunum verði þyrmt.
Mennirnir þrír voru dæmdir til
dauða vegna þátttöku sinnar í
misheppnaðri tilraun til valdbylt-
ingar á Indónesíu fyrir tuttugu
árum. Þeir voru handteknir seint á
sjöunda áratugnum og dæmdir til
dauða um miðjan síðasta áratug.
Aftöku mannanna, sem heita
Rustomo, DjokoUntungogGatot
Sutaryo, hefur lengi verið frestað.
En nú hafa stjórnvöld ákveðið að
fresta aftökunum ekki lengur. Fyr-
ir mánuði var Mohammad Munir
fyrrverandi kommúnisti og fagfé-
lagsleiðtogi leiddur fyrir aftöku-
sveit. Hann hafði verði í fangelsi
frá því árið 1968 og árið 1973 var
hann dæmdur til dauða.
Utanríkisráðherra Indónesíu,
Mochtar Kusumaatmadja, segir
aftökurnar innanríkismál. Það
hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir
Indónesa að veita kommúnistun-
um uppgjöf saka. Þeir hafi verið
félagar í Kommúnistaflokki Indó-
nesíu og svikið indónesísku þjóð-
ina.
Bretland:
Sovéskir sendi-
ráðsmenn súrir
- vilja fá fleiri starfsmenn
London-Reutcr
■ Sovétmenn hafa beðið
um að fá að fjölga starfs-
mönnum í sendiráöi sínu í
London. Þykir Sovétmönn-
um heldur vera farið að sax-
ast á fjöldann eftir að starfs-
mönnum þeirra hefur átta
sinnum verið vísað úr landi á
síðustu 4 árum, ásakaðir um
njósnir.
Sovéski sendiherrann,
Viktor Popov fór fyrr í þess-
ari viku á fund Geoffrey
Howe lávarðar, utanríkis-
ráðherra Breta í þeim til-
gangi að biðja hann að
hækka kvóta leyfilegra
starfsmanna sendiráðsins í
sömu tölu og árið 1981 eða
47 menn. Breska utanríkis-
ráðuneytið hefur fylgt þeirri
stefnu að lækka leyfilegan
fjölda sovéskra sendiráðs-
starfsmanna í hvcrt sinn sem
starfsmanni þess hefur verið
vísað úr landi fyrir njósnir.
Nú mega starfsmennirnir
ekki vera fleiri en 37 þar eð
í apríl síðastliðnum var
einn starfsmaður sovéska
flugfélagsins Aeroflot og
fjórir sendiráðsstarfsmenn
sendir heim ásakaðir um
njósnir.
Embætlismenn utanríkis-
ráðuneytisins vildu hvorki
skýra frá því hvort takmark-
anir á núverandi fjölda
starfsmannanna hefðu verið
teknar til endurskoðunar né
um hvað sendiherrann og
utanríkisráðherrann hefðu
talað, annað en um málefni
ríkjanna tveggja.
Stefna þessi að minnka
kvóta sendiráðsstarfsmann-
anna eftir hvern brottrekstur
var sett á laggirnar árið 1971
þegar Bretar ráku 105 sov-
éska embættismenn og sendi-
ráðsstarfsmenn úr landi.
Leynilegur varnarsamningur
Breta við Chile enn í gildi
L.ondon-Reuler
■ Breska tímaritið New Stat-
csman heldur því fram að Bretar
hafi gert leynilegan varnar-
samning við stjórnvöld í Chile
þegar Falklandseyjastríðið var
árið 1982 og að þessi samningur
hafi verið í gildi síðan.
Tímaritið vitnar í leynileg
skjöl sem þingmaður í stjórnar-
andstöðunni hafi komist yfir.
Blaðið segir að þar komi fram
að Bretar hafi gert samning við
stjórn Pinochets um að selja
Chilemönnum vopn og aðstoða
við þjálfun hersins.
Geoffrey Howe utanríkisráð-
herra Breta fól embættismönn-
um í utanríkisráðuneytinu að
gera tillögur um aðgerðir gegn
Chile eftir að Pinochet kom
aftur á herlögum í nóvembcr á
seinasta ári.
New Statesman segir að em-
bættismennirnir hafi bent á
vopnasölubann sem öfluga
aðgergð, sem Bretar gætu gripið
til. En slíkt bann komi niður á
því samstarfi sem Bretar hafi
við Chilestjórn á sviði varnar-
mála og tengist Falklandseyj-
um. Því gcti Bretar ekki sett
vopnasölubann á Chile.