NT


NT - 11.06.1985, Síða 21

NT - 11.06.1985, Síða 21
/ \/ Þriðjudagur 11. júní 1985 21 ■ Mats Wilander - sigraði Lendl í úrslitunum og McEnroe í undanúrslitunum. Undarlegur tími til móta: Miðnæturmót - hjá frjálsíþróttadeild ■ Sennilega er það allóvenju- . legt að frjálsíþróttamót hefjist klukkan 22 á Iaugardagskveldi, en það var sá tími sem ákveðinn var fyrir boðsmót ÍR, sem hald- ið var um síðustu helgi. í 100 m hlaupi kvenna sigraði Svanhildur Kristjánsdóttir, UBK, á 12,00 sek., en það er besti löglegi tíminn sem hún hefurnáð. EvaSifHeimisdóttir, ÍR, varð önnur á 13,00 og IR Súsanna Helgadóttir, FH, þriðja á 13,1. Nokkriryfirburðir hjá Svanhildi. Önnur úrslit urðu þessi: 100 m hlaup karla 1. Jóhann Jóhannsson, ÍR 10,8 sek. 2. Guðni Sigurjónsson, KR 11,2 sek. 3. Gunnlaugur Grettisson, ÍR 11,3 sek. 400 m hlaup kvenna. 1. Oddný Árnadóttir, ÍR 55,1 sek. 2. Súsanna Helgadóttir, FH 61,0 sek. 1500 m hlaup karla. 1. Sigurður P. Sigmarss., FH 4:01,6 mín. 2. Hannes Hrafnkelss., UBK 4:02,2 min. 3. Steinn Jóhannsson, ÍR 4:03,3 mín. Johan Cruyff: Ráðinn til Ajax - sem tæknilegur ráðanautur ■ Johan Cruyff knattspyrnu- snillingurinn hollenski, hefur verið ráðinn „tæknilegur ráð- gjafi“ hjá sínu gamla félagi Ajax í Amsterdam. Cruyff er nú 38 ára en hann lagði skóna á hilluna nú í vor eftir 20 ára glæstan feril. Hann lék með Feyenoord síðustu tvö árin og varð hollenskur meistari og bikarmeistari með félaginu. 1983 neitaði stjórn Ajax að endurnýja samning sinn við Cruyff. og sagði að hann ynni ekki lengur fyrir laununum sínum, væri sífeilt meiddur og léki ekki eins vel og fyrr. Cruyff fór þá til skæðustu keppinaut- anna í Rotterdam ogsannaði að þessar fullyrðingar voru ósann- ar. Nú er allt fallið í Ijúfa löð milli Cruyff og Ajax: „Ég er ánægður og hlakka til að takast á við nýja starfið. Þegar allt kemur til alis hefur hugur minn alltaf verið hjá Ajax enda lék ég þar í tuttugu ár.“ Hástökk karla. 1. Þorsteinn Þórisson, ÍR 1,95 m. 2. Gunnlaugur Grettisson, ÍR 1,90 m. 3. Stefán Þ. Stefánsson, ÍR 1,85 m. Mótinu lauk svo með grill- veislu, gftarspili og söng. MOLAR... ■ ...Benfíca tryggði sér í fyrrakvöld réttinn til að leika í Evrópukeppni bikarhafa í haust, er liðið sigraði Covilha 2-0 í undanúrslitum portú- galska bikarsins. í úr- slitunum mætir liðið Porto, sem sigraði Var- zim 1-0. Þetta verður sannkallaður draumaúr- slitaleikur, því Porto vann deildina með mikl- um yfírburðum, en Ben- fíca varð í 3. sæti... ■ Utrecht varð bikar- meistari Hollands í knatt- spyrnu er liðið sigraði Holmond í úrslitaleik 1-0. Jon van Lön skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins. ■ Paraguay vann sann- færandi 3-0 sigur á Bóli- víu á sunnudag í undan- keppni HM. Mendoza og Macquet skoruðu fyrir hlé og Romero snemma í síð- ari hálfleik. Lee Trevino sigraði á Opna Breska goifmótinu með Draumahöggi Cruyff - aftur til Ajax. ■ „Áhorfendur öskruðu svo mikið að ég hélt að ég hefði slegið kúluna beint ofan í hol- una í öðru högginu og náð aibatrossi,“ sagði Lee Trevino eftir að hafa farið síðustu hol- una á breska meistaramótinu í golfi á eagle, eða tveimur högg- um undir pari. Þar með innsigl- aði Trevino sigur sinn á mótinu. Hann lék holurnar 72 á 278 höggum, þar af lék hann síðasta hringinn á 67 höggum eða fimm undir pari. En það var draumahöggið á Opna franska meistaramótið í tennis: Enginn átti von á að ég ynni mótið - ekki einu sinni ég, sagði Mats Wilander eftir sigurinn í Lendl ■ „Enginn átti von á því að ég myndi vinna mótið, ekki einu sinni ég sjálfur. Ég var því ekki undir neinni pressu og gat ein- beitt mér að leiknum,“ sagði Svíinn Mats Wilander eftir að hafa borið sigurorð af Ivan Lendl frá Tékkóslóvakíu í úr- slitaleik einliðaleiks karla á opna franska meistaramótinu í tennis á sunnudag. Lendl vann fyrstu lotuna 6-3, en Wilander næstu þrjár, 6-4, 6-2, og 6-2. Leikurinn stóð yfir í rúmar þrjár klukkustundir og var ekki mjög skemmtilegur til að byrja með. En síðan æstist leikurinn. Lendl gekk illa að gefa boltann upp, sem venjulega er hans sterkasta hlið og eftir leikinn sagði hann að það hefði farið mjög í taugarnar á sér. „En ég mun vinna aftur næsta ár, þá mun ég leggja miklu harðar að mér,“ sagði Lendl, sem sigraði á mótinu f fyrra. Wilander sigraði á mótinu fyrir þremur árum. í einliðaleik kvenna sigraði Chris Evert-Lloyd Martinu Navratilovu 6-3, 6-7 og 7-5 í úrslitunum. Þetta var 6. sigur Evert-Lloyd á mótinu og hefur engin kona unnið þetta mót svo oft. Björn Borg hefur unnið einliðaleik karla sex sinnum. „Þetta var einhver erfiðasti leikur, sem ég hef leikið, sagði Évert-Lloyd eftir leikinn. „Navratilova er sú besta í heim- inum og því var enn meira gaman að vinna hana,“ sagði hún. „Þetta var stórkostlegur leikur og það er slæmt að ein- hver skyldi þurfa að vinna. Það mundi ég einnig hafa sagt ef ég hefði sjálf unnið,“ sagði Navratilova eftir leikinn. En Navratilova sneri þó ekki tómhent frá París. Hún sigraði ásamt Pam Shriver þær Claudiu Kohde-Kilsch og Flelenu Suk- ovu í tvíliðaleik kvenna 4-6, 6-2 og 6-2. Og í tvenndarkeppninni sigruðu þau Heinz Gúnthardt Francisco Gonzalez og Paulu Smith 2-6, 6-3 og 6-2. Ástralíumennirnir Mark Edmondson og Kim Warwick unnu Shlomo Glickstein og Hans Simonsson 6-3,6-4,6-7 og 6-3 í tvíliðaleik karla. ■ Chris Everf Lloyd - allra kvenna oftast unnið opna franska meistaramótið, eða sex sinnum. Undankeppni HM í knattspyrnu: Maradona með mark - og Argentínumönnum gengur vel ■ Argentína lék sér að Venezúela er liðin mættust í 1. riðli undankeppni Suður-Amer- íku fyrir HM í knattspyrnu. Lokatölur urðu 3-0 og eru Arg- entínumenn því langefstir í riðl- inum. Angel Russo skoraði fyrsta markið á 28. mín. og á síðustu þremur mínútum leiksins skor- uðu Argentínumenn tvisvar. Fyrst Nestor Clausen og síðan snillingurinn Diego Maradona. Venezúelabúar áttu ekki skot að marki heimamanna allan leikinn. Þá gerðu Perú og Kólumbía markalaust jafntefli ísama riðli. Staöan í riðlinum er nú þessi: Argentína......... 3 3 0 0 9 3 6 Perú..................3 1 1 1 1 1 3 Kólumbía..............3 1 1 1 2 3 3 Venezúela............ 3 0 0 3 2 7 0 Frakkland: Mónakó meistari síðustu holunni sem allt snerist um. Kúlan þaut um 240 metra og lenti 15 cm frá holunni. Eftirleikurinn var því Trevino auðveldur. „Ég mun ekki gleyma þessu höggi í langan tíma, því þetta er það besta sem ég hef nokkurn tíma náð við þessar aðstæður. Roger Davis varð í öðru sæti á mótinu með 281 högg og Nick Faldo, Paul Way og Severiano Ballesteros urðu jafnir í því þriðja með 283 högg. - unnu bikarkeppnina ■ Mónakó varð franskur bikarmeistari í knattspyrnu á laugardaginn er iiðið sigraði Paris Saint Germain með einu marki gegn engu í úrslitaleik. Leikurinn var jafn og barátta í fyrirrúmi en eina mark leiksins skoraði franski landsliðsmaður- inn Bernard Genghini á 14. mínútu. Mónakó sem hefur níu landsliðsmenn frá fjórum lönd- um innan sinna vébanda, réð lögum og lofum í fyrri hálfleik en Parísarliðið sótti stíft í þeim seinni. Mónakó getur þakkað góðri vörn fyrir að París S. G. tókst ekki að jafna. Þetta er annar bikarsigur Mónakó á síð- ustu fimm árum. ■ Maradona - innsiglaði sigurinn. ToshacktilSpánar ■ John Toshack, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Swan- sea og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, skrifaði um helg- ina undir tveggja ára samning hjá Real Sociedad í spænsku 1. deildinni. Toshack mun taka við stjórn- artaumunum af Alberto Ormaetexa. I vetur var hann framkvæmdastjóri Sporting Lissabon og undir hans stjórn náði félagið öðru sætinu í portúgölsku 1. deildinni. ÞórlagðiÍBÍ ■ Þór frá Akureyri lagði ísafjörð 1-3 á útivelli á laugardag í 1. deild kvenna. Anna Einars- dóttir skoraði tvö marka Akureyrarstúlknanna, en Kolbrún Jónsdóttir hið þriðja. Ingibjörg Einars- dóttir svaraði fyrir þær ísfírsku.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.