NT - 25.06.1985, Side 22
Þriðjudagur 25. júní 1985 22
íþróttir
Kvennaknattspyrna 1. deild:
Fyrstu stig Vals
- er liðið vann Þór Ak. 4-0
Það gekk oft mikið á í leik Vals og Þórs í 1. deild kvenna en Vals-stúlkurnar höfðu betur.
NT-mynd Ari
Kentucky-körfuknattleiksheimsóknin:
Falleg tilþrif hjá báðum
- en þeir bandarísku þó sterkari - „Miklar framfarir“ segir Eddy Ford
■ íslenska unglingalandsliðið
lék gegn úrvalsliði frá Kent-
ucky-fylki í Bandaríkjunum um
helgina. Leikirnir urðu tveir og
unnu Bandaríkjaincnnirnir þá
báða, sem von var. Liðið sem
hingað kom er skipað bestu
leikmönnunum sem völ er á úr
menntaskólum (HighSchool)
í gjörvöliu Kentucky fylki. Það
sýndi sig líka að nokkrir af þciin
cru hrcinir snillingar. Varnar-
leikur bandarísku strákanna var
mjög góður og í heildina mun
betri en íslcndinganna, scm
ávallt voru undir mikilli prcssu
með knöttinn. En íslensku
strákarnir sýndu sig i því að
vera bráðgóðir þegar þeir tóku
sig til.
Nú fer að sjást æ ineir árangur
af starfi ungíinganefndar KKÍ.
Þeir Torfi Magnússon og Jón
Sigurðsson hafa verið nieö þessa
stráka í fjölda ára undir sinni
leiðsögn og þeir hafa leikiö á
mótum erlendis. Þetta starf er
að skila nýrri kynslóð í íslenska
landsliðið.
En snúum okkur að leikjun-
um. í Keflavík léku liðin á
laugardaginn. íslensku strák-
arnir voru mun frískari í fyrri
hálfleik og léku mjög vel. Kent-
ucky liðið hitti illa og komst
einhvern veginn ekki í takt við
leikinn. Guðmundur Bragason
var í miklum ham og hirti fjölda
frákasta í vörninni en þurfti að
yfirgefa leikvöllinn með fimm
villur strax í upphafi seinni hálf-
leiks. Staðan í leikhléi var 56-55
fyrir ísland en í seinni hálfleik
voru Bandaríkjamennirnir mun
ákveðnari en þeir höfðu verið
og tóku forystuna. Þeir vörðu
fjölda skota og nýttu sér stærð-
armuninn vel. Lokatölur urðu
116-84 fyrir Kentucky. Magnús
Matthiasson lék mjög vel og
skoraði 34 stig. Það er gífurleg
harátta í þeim pilli. Þá var
Kristinn Einarsson góður og
Teitur Örlygsson átti góða
spretti. Kristinn skoraði 19 stig
og Teitur 14.
í leiknum á sunnudaginn sem
frarn fór í .Seljaskóla var ís-
lenska liðiö styrkt nokkrum
eldri strákum. Það kom fyrir
ekki, hinir voru sterkari og
sýndu snilldartakta á rnilli. Ekki
er þar með sagt að okkar menn
hafi ekki gert það líka. Þeir
voru hinsvegar ekki eins öruggir
og leikur þeirra datt nokkuð
niður á milli. Mesti munur á
liðunum fór undir 30 stig en
íslensku strákarnir minnkuðu
þann mun í lokin og leiknum
lauk 90-79 fyrir Kanana. Magn-
ús Matthíasson var bestur í
íslenska liðinu. Hann berst af
kappi og hefur mjög skemmti-
legar hreyfingar undir körfunni.
Hann skoraði 19 stig og tók
mörg fráköst. Þá átti Birgir
Mikaelsson góðan leik, skoraði
16 stig, oft á mjög fallegan
máta. Bakverðirnir Páll Kol-
beinsson og Tómas Holton hafa
báðir leikið betur en voru þrátt
fyrir það ágætir. Aðrir komu
minna við sögu en stóðu allir
fyrir sínu.
I samtali við NT sagði farar-
stjóri Kentuckv-liðsins, Eddy
Ford, að hann færi með svona
lið í keppnisferðir um Evrópu á
hverju ári. „Það cr ekki hægt að.
bera það saman hvað körfu-
knattleikurinn er mikiö betri í
Evrópu nú en fyrir nokkruni
árum. Framfarirnar hafa veriö
iniklar."
Eddy þessi Ford skrifaði und-
ir skólastyrk fyrir Ólaf Guð-
mundsson í skóla í Bandaríkj-
unum. „Bandarískirskólar hafa
mikla ánægju af þessu og það
færist í vöxt að strákar frá Evr-
ópu séu styrktir á þennan hátt.
Við viljum hjálpa Evrópubúum
við uppbyggingu körfuknatt-
lciksins. Strákarnir iæra margt
hjá okkur og verða betri er þeir
snúa heim,“ sagði Ford.
FO Grindavík/-gþ.
■ Fjórir leikir fóru fram í 1.
deild kvenna í knattspyrnu um
helgina. Valsstúlkurnar unnu
sinn fyrsta sigur í deildinni er
þær unnu Þór Ak. og ÍBK vann
einnig sinn fyrsta sigur er ísfirsk-
ar stúlkur komu í heimsókn.
Valur-Þór Ak.............4-0
Aðkomuliðið var heldur
betra til að byrja með en skap-
aði sér þó ekki mörg færi. í
síðari hálfleik þá hrundi leikur
Þórs og Vals-valkyrjurnar skor-
uðu fjórum sinnum. Ragnhildur
Skúladóttir, Eva Þórðardóttir,
Guðrún Sæmundsdóttir og
Helga Eiríksdóttir gerðu
mörkin.
ÍA-ÍBÍ ..................7-1
Enn einn sigurinn hjá Skaga-
stúlkunum og eru þær efstar í
deildinni. Ekki þurftu þær mik-
ið að hafa fyrir þessum sigri.
Laufey Sigurðardóttir skoraði
fjögur mörk en Ragnheiður
Jónsdóttir sá um hin þrjú. Fyrir
ÍBÍ skoraði Ingibjörg Jónsdótt-
ir.
ÍBK-ÍBÍ .................2-1
Ekki sóttu Vestfjarðastúlk-
urnar gull í greipar þeirra kefl-
vísku. Strax á fyrstu mínútu
skoraði Inga Birna Hákonar-
dóttir fyrir IBK og síðan klikk-
uðu Keflavíkurdömurnar á víti.
Anna María Sveinsdóttir kom
þeim síðan í 2-0 áður en Ingi-
björg Jónsdóttir minnkaði
muninn.
KR-ÞórAk.................1-2
Þessi leikur var jafn en okkur
tókst ekki að grafa upp hverjar
skoruðu.
Staðan í
ÍA.....
UBK . . ,
Þór Ak.
KR ....
KA ...
Valur .,
ÍBK ... .
ÍBÍ ....
deild kvenna:
4 4 0 0 14-2 12
4 3 0 1 22-4 9
4 3 0 1
5 2 0 3
2 10 1
4 10 3
3 10 2
4 0 0 4
9
5-7
7-11 6
1- 1 3
5-9 3
2- 14 3
4-14 0
Ekki allir á
móti enskum
■ Ekki hafa allir orðið
til að loka dyrunum á
ensk knattspyrnulið þótt
svo Alþjóða knattspyrnu-
sambandið (FIFA) hafi
sett þau í bann. Forráða-
menn knattspyrnumála á
Nýja-Sjálandi hafa lýst
því yfir að ensk lið séu
eftir sem áður velkomin
til landsins, þar á bæ hafa
yfirvöld aldrei þurft að
kvarta yfir framkomu
enskra áhorfenda. Ný-
Sjálendingar hafa nú sent
FIFA skýrslu þar sem
þeir Ijúka miklu lofsyrði
á Englendinga og biðja
forráðamenn sambands-
ins fyrir alla muni að
aflétta banninu.
3. deild í knattspyrnu:
Létt hjá Tindastól
Unnu 3-0 sigur á Einherja og halda efsta sætinu í B-riðli
■ Heil umferð var leikin í
B-riðli 3. deildar um helgina og
eftir þá leiki er Tindastóll komið
með fjögurra stiga forystu í
riðhnum.
1 indastóll lék við Einherja á
föstudagskvöld og sigraði 3-0 í
opnum og skemmtilegum leik.
Guðbrandur Guðbrandsson
gerði fyrsta mark leiksins beint
úr aukaspyrnu og bætti svo öðru
við fyrir hlé. Eyjólfur Sverrisson
innsiglaði sigurinn með skalla-
marki í síðari hálfleik.
Leiknir vann Iangþráðan sig-
urá Þrótti, 1-0. Steinþór Péturs-
Undankeppni HM í knattspyrnu:
Brassarnir til Mexíkó
Hafa verið í öllum 12 úrslitakeppnunum - Eru fimmta liðið sem tryggir sér þátttöku
son skoraði sigurmarkið í leikn-
um.
Heimir Ásgeirsson skoraði
fyrra mark Magna gegn Val í
2-0 sigri liðsins. Bjarni Gunn-
arsson gerði hið síðara með
marki úr vítaspyrnu.
Þá sigraði Huginn HSÞ-b 1-2
á útivelli. Sigurður Víðisson
skoraði fyrst fyrir gestina, en
Þorlákur Jónsson jafnaði met-
in fyrir hálfleik. Sigurður var
svo aftur á ferðinni síðar í
leikum og tryggði Huginn stigin
þrjú.
Staðan í B-riðli er nú þessi.
Tindastóll......... 6 4 2 0 10 3 14
Austri ............ 6 2 4 0 12 6 10
Leiknir, F.........6312 79 10
Þróttur, N......... 7 2 2 3 13 9 8
Einherji...........52 12 11 9 7
Magni .............4202 74 6
Valur, R...........6123 6 12 5
Huginn ............ 5 1 2 2 5 12 5
HSÞ-b.............. 5 1 04 6 13 3
ÍK gerði enn eitt jafnteflið í
A-riðli, að þessu sinni gegn
Reyni í Sandgerði. Grétar Sig-
urbjörnsson skoraði mark
heimamanna. Jón Hersir
Elíasson svaraði fyrir ÍK.
Grindvíkingar gerðu góða
ferð til Ólafsvíkur og sigruðu
Víking 1-4. Það voru þó heima-
menn sem urðu fyrri til að
komast á blað er Magnús Gylfa-
son skoraði eftir um 10 mínútur
Hjálmar Hallgrímsson skoraði
tvívegis fyrir Suðurnesjamenn,
þar af einu sinni úr víti. Gunn-
laugur Jónsson og Símon Al-
freðsson lögðu einnig til eitt
mark hvor.
Stjarnan sigraði HV upp á
Skaga 1-2 í leik, sem aðallega
verður minnisstæður fyrir dular-
fulla dómgæslu. Magnús Ingva-
son skoraði fyrir HV en Jón
Bragason skoraði úr tveimur
vítum fyrir Garðbæinga. „Dóm-
arinn dæmdi eftir hrópum og
köllum áhorfenda og leik-
manna,“ sagði einn Stjörnu-
maðurinn eftir leikinn.
Staðan í A-riðli er á baksíðu.
■ Nokkuð var leikið í undan-
keppni heimsmeistarakeppn-
innar í knattspyrnu í Suður-
Ameríku um helgina. Hér á
eftir verða rakin úrslit í leikjun-
um:
Brasilíumcnn uröu fimmta
þjóðin til að tryggja sér rétt til
að leika í úrslitakeppninni í
Mexíkó á næsta ári, þrátt fyrir
að þeir gerðu jafntefli við Para-
guay 1-1 á Maracana leikvangin-
um í Rio de Janeiroí gær. Það
voru 140.000 áhorfendur á
leiknum sem sáu Socrates taka
forystuna fyrir Brasilíumenn
eftir 25 mínútur. En Brassarnir
voru ekki sannfærandi og Para-
guay jafnaði á 40. mínútu. Þar
var Julio Cesar Romcro að
verki.
Brasilíumenn eru efstir í 3.
riðli með 5 stig eftir þrjá leiki en
Paraguay hcfur lokið leikjum
sínum og hafa 4 stig. Bólivía
hefur aðeins hlotið eitt stig og
leikur síðasta leikinn í riðlinum
gegn Brasilíumönnum 30. júní í
Sao Paulo.
í 1. riðli gátu Argentínumcnn
einnig tryggt sér sæti í úrslita-
keppninni en tókst ekki því þeir
töpuðu fyrir Pcrú 0-1. Þrátt
fyrir tapið eru þeir efstir í riðlin-
um, með 8 stig eftir 5 leiki. Perú
hefur 7 stig eftir jafn marga
leiki. Þjóðirnar mætast aftur á
sunnudaginn kemur í Buenos
Aires. Það verður úrslitaleikur-
inn í riðlinum. í sama riðli léku
Vanezuela og Kólombía og
gerðu jafntefli 2-2. Það þýðir að
Kólombía kemst áfram í aðra
umferð undankeppninnar
ásamt liðunum sem lentu í næst
efstu sætum í hinum riölunum.
Kólombía hefur 4 stig en Vene-
zuela aðeinseitt eftir fimm leiki.
Argentínumenn gerðu þá
skyssu að liggja í vörn strax í
upphafi leiksins til að reyna að
hanga á jafnteflinu sem þeir
þurftu til að vinna riðilinn. Það
kom þeim í koll því Perú náði
að skora. Eftir markið breyttu
Argentínumenn um leikaðferð
og lágu í sókn það sem eftir var
leiks. Markvörður Perú, Euse-
bio Acasuzo bjargaði liði sínu
frá tapi með frábærri mark-
vörslu. Argentínumenn réðu
lögum og lofum á miðjunni og
áttu að minnsta kosti 10 skot að
marki Perú. Acasuzo þurfti iðu-
lega að fleygja sér milli stang-
anna og segja má að hann hafi
verið á flugi meirihlutann af
Ieiknum. Argentínumönnum
tókst sem sagt ckki að koma
tuðrunni í netiö. Þeir verða nú
að vara sig á heimaleiknum.
Jafntefli nægir þeim til sigurs í
riðlinum en varasamt er að
leika upp á það.
Eins og áður sagði hafa fimm
lið tryggt sér réttinn til að leika
í úrslitakeppninni. Það eru Uru-
guay og Ungverjaland sem þeg-
ar hafa unnið sinn riðil svo og
Brasilíumenn og ÍLalir sem
heimsmeistarar og Mexíkanar
sem gestgjafar.
Brasilíumenn héldu sem sagt
lifandi þeirri hefð að leika í
úrslitunum. Heimsmeistara-
keppnin hefur verið haldin 12
sinnum og hafa Brassarnir tekið
þátt í lokakeppninni í öll
skiptin.
LinekertilEverton
Maceda farinn til fteal Madrid
■ Ensku deildameistararn-
ir Everton festu um helgina
kaup á landsliðsmiðhcrjan-
um Gary I.ineker frá Lei-
cester City. Kaupverðið var
ekki gefið upp, en Leicester
vildi fá um milljón ster-
lingspund fyrir kappann.
Fleiri topplið voru á höttun-
um eftir Lineker, sem skor-
aði tvö mörk í 5-0 sigri
Englands yfir Bandaríkjun-
um fyrir viku.
■ Real Madrid var ekki
lengi að festa kaup á nýjum
leikmanni í stað Uli Stielike,
sem yfirgaf félagið til að
leika með Neuchatel í Sviss.
í gærkvöldi nældi Real í
spánska landsliðsmanninn
Antonio Maceda frá Sport-
ing Gijon og borgaði um 16
milljónir kr. fyrir kappann.
Maceda skril'aði undir
þriggja ára samning hjá
Real. Hann hefur verið með
Sporting allan sinn feril, 10
ár. Maceda er 28 ára gamall
og hefur leikið 30 sinnum í
landsliði Spánar.