NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 25.06.1985, Qupperneq 10

NT - 25.06.1985, Qupperneq 10
 p Þriðjudagur 25. júní 1985 10 ■ Bob Geldorf er önnum kafinn maður þessa dagana. Fyrir rúmum fímm árum var hann forsöngvari Boomtown Rats, írskættaðrar pönkhljómsveitar sem naut nokkurra vinsælda. Boomtown Rats starfa enn, en stjarna hljómsveitarinnar hefur óneitanlega hnigið; stjarn Bob Geldorf hefur hins vegar risið og það óðfluga. Hann er orðinn þekktur kvikmyndaleikari - úr myndunum The Wall og The Only One - og það sem meira er; hann er heilinn og driffjöðurin á bak við viðburð, sem líkast til verður öllum viðburðum í sögu rokktónlistarinnar, og jafnvel alls skemmtanaiðnaðarins, stærri og meiri. Markmiðið er að gefa sveltandi fólki í Afríku að éta. - til styrktar bágstöddu fólki I Eþíópíu og l’etla höfst allt þegtir breskir stórpoppa'rar sameinuðust aö frumkvæði Bob Geldorfs og sungu inná plötu undir nafninu Band Aid. Það var lagið Do They Know it's Christmas?, sem selt var tíl styrktar bágstöddum í Eþíópíu. Afraksturinn varð betri en nokkur þorði að vona- um 8 milljónir punda. Geldorf hafði líka hönd í bagga þegar amerískar poppstjörnur fylgdu í kjöjfarið og sungu saman met- sölulagið We are thc World, líka til styrktar bágstöddum á hungursvæðum í Eþíópíu og Súdan. ,,A global juke-box“ Nýjasta fyrirtæki Bob Geld- orf gengur iindir nafninu Live Aid. Hugmyndin fæddist fyrir hálfu ári síðan og var að áliti Geldorf eðlilegt framhald af Band Aid-plötunni. Þetta eru tónleikar sem fara samtímis fram beggja vegna Atlantshafs- ins hinn 13da júlí næstkomandi og verður sjónvarpað beint um allan heim til að nrinnsta kosti eins milljarðs áhorfenda. Hljómsveitirnar og skemmti- kraftarnir sem fram koma eru um 45 talsins og nöfnin ekki af lakari taginu: Wham, Bob Dylan, Sade, Eric Clapton, Elt- on John, Phil Collins, Paul McCartney, Duran Duran, Bruce Springsteen, Queen, Paul Simon, David Bowie - og þá eru aðeins fáeinir taldir. Bob Geldorf segir sjálfur að tón- leikarnir séu „a global juke- box“, eða í lauslegri þýðingu „alheims-glymskratti“. En það hefur ekki verið neinn hægðarleikur að koma þessu öllu í kring. Síðustu mánuðina hefur Geldorf setið við símann í allt að tuttugu klukkustundir á dag og svo sannarlega þurft á allri sinni fortölukúnst og per- sónutöfrum aö halda. Lengst af hefur liann heldur ekki haft aðra skrifstofu eða bækistöðvar en litla svarta minnisbók, fulla af símanúmerum, heimilisföng- um og stefnumótum. Hann er nefnilega nijög eíins um það að svifaseint og bólgið skrifstofu- bákn geti framkvæmt hlutina jafn hratt og örugglega og hann vill. The Who endurreistir Bob Geldorf ræöst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann er búinn að telja yfirvöld á að leggja til ókeypis löggæslu á tónleikana á Wem- bley. Hann hringdi í Paul McCartney og taldi hann á að koma fram. Og hann hefurekki skirrst við að munnhöggvast við sjálfan forsætisráðherrann til að ná markmiði sínu. „Það er nauðsynlegt að hafa þetta stórt í sniðum, svo að ríkisstjórnir heimsins taki eftir. Og við vild- um óska þess að ríkisstjórnirnar væru ekki smásálarlegri en við sem höldum tónleikana - og þá er ég að tala um upphæðir sem skipta milljónum punda,“ segir Geldorf. Boðskapurinn er einfaldur og hann þreytist ekki á að endur- taka hapn: „Við höfurn haldið lífinu í nrilljónum manna. Nú þurfum við að gefa þeim mannsæmandi líf. Til þess þarf peninga í þróunarhjálp sem tek- ur mið af framtíðinni. Ég er raunsæismaður - maður verður einfaldlega að ráðast á vandann til þess að leysa hann." Hingað til hefur heppnin ver- ið með Bob Geldorf og stór- hljómleikunum hans og veitir víst ekki af. Nokkrum mínútum áður en fréttin um tónleikana barst út kom til dæmis á daginn að hljómsveitin fræga The Who ætlaði að koma saman aftur í tilefni þeirra. Það verður ábyggilega einn af hápunktum tónleikanna. „Henry Kissinger hafði ekkert að segja í þetta,“ sagði Bob Geldorf af þessu tilefni. London og Fíladelfía Hljómleikarnir verða haldnir á Wembley leikvanginum í London og á John F. Kennedy leikvanginum í Fíladelfíu. Milli þeirra eru rúmlega 5000 kíló- metrar, en allan tímann nninu leikvellirnir vera tengdir með gervihnetti. Tónleikarnir á Wembley hefjast á hádegi og þá mun hver hljómsveit leika í tuttugu mínútur. Hljómleikarn- ir í Fíladelfíu hefjast svo klukk- an fimm að enskum tíma. Tveir risavaxnir sjónvarpsskermar verða settir upp á Wembley og þar munu bandarísku skemmti- kraftarnir birtast þegar ensku hljómsveitirnar taka sér hlé. Hið sama verður uppi á teningn- um í Fíladelfíu. Éinn stærsti höfuðverkurinn er sá í hvaða röö hljómsveitirnar eiga að korna fram. í síðustu viku var búið að gera fjórtán tillögur um niðurröðun skemmtiatriðanna sem allar höfðu reynst haldlitl- ar. T æknisnillingar frá Ólympíu- leikunum Það voru ekki bara tónlistar- mennirnir sem komu ókeypis fram á Band Aid plötunni, held- ur tókst Geldorf líka að fá Súdan hljónrplötuframleiðendur til að leggja fram efniviðinn í plötuna endurgjaldslaust. Hljómplötu- verslanir seldu hana líka án þess að fá nokkuð fyrir sinn snúð. þótt ríkisstjórn Thatchers neit- aði að fella niður af henni opinber gjöld. Mestöll vinna í kringunt tónleikana miklu er líka unnin án nokkurrar vonar um ábata. Það er fyrirtæki sem heitir Worldwide Sports, sem sér um að markaðssetja tónleik- ana útum víða veröld. Forstjóri þess, Mike Mitchell, hefur mikla og góða reynslu af slíku starfi, því hann var fjármála- og skipulagsstjóri Ólympíuleik- anna í Los Angeles. Worldwide Sports mun leggja fram vinnu sína á kostnaðarverði. Fyrirtæk- ið mun sjá um að sjónvarpa tónleikununr til allra landa nema Bandaríkjanna og Bret- lands og fær í því skyni not af gervihnöttum - langt undir venjulegu verði. Worldwide Sports hefur þegar haft uppí kostnaðinn með því að selja bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC sýningarréttinn á tón- leikunum. Allur annar ágóði af sjónvarpssendingunni, auk sex milljóna dala frá sex alþjóðleg- um styrktaraðilum, mun renna beint til hjálparstarfsins í Eþí- ópíu og Súdan. Forsvarsmenn tónleikanna vilja þó að sjónvarpsstöðvarnar geri meira en það eitt að sýna tónleikana. Þeir hvetja til þess að hvert land sem tekur þátt í útsendingunni leggi fram örstutt ávarp, sem flutt yrði af einhverj- unt sem getið hefur sér alþjóð- lega frægð. „Við viljunt ekki að þeir lesi yfir hausamótunum á fólki, bara að þeir segi að við getum sigrast á hungrinu ef við vinnum saman," segja tónleika- haldararnir. Lítil og þrótt- mikil samtök Eins og áður kom fram hefur Geldorf kostað kapps um að sneiða hjá skriffinnsku. „Þegar Band Aid safnaði milljónum vissi ég að við yrðum að sjá árangur og það strax,“ segir hann. „Viðþurfumlítilogþrótt- mikil sarntök." í samræmi við þetta hefur Geldorf lagt áherslu á það að hver eyrir sem safnast fari til Afríku. en ekkert í laun og annan stjórnsýslukostnað. Yfirstjórn hjálparstarfsins er í höndum níu sjálfboðaliða undir stjórn Kevin Jenden, arkitekts sem áður starfaði fyrir Rauða krossinn í Eþíópíu. Þeir hafa bækistöðvar í vöruhúsi sém bæjarstjórn Lundúna lagði fram, en allur kostnaður þar er greiddur af malasískum mill- jónamæringi. Nú þegar hefur Band Aid sent til Afríku 1335 tonn af mjólkurdufti, 150 tonn af sér- stöku næringarkexi, 560 tonn af olíu, 470 tonn af sykri, 40 þús- und töflur af A-vítamíni (það kemur í veg fyrir að sveltandi börn verði blind) og þúsund tonn af korni. Reynslan hefur kennt Band Aidað það er ekki nóg að koma matvælunum í skip til Afríku. Fyrr á þessu ári komust þeir að því að mikið magn af mjólkurdufti lá undir skemmdum á hafnarbakka f Súdan meðan fólk svalt þar skammt frá. Síðan þá hafa sam- tökin keypt 22 Landrover- jeppa, fjóra torfærubíla, 18 vatnsflutningabíla og 25 vöru- bíla. Aukinheldur hefur Band Aid gefið 50 sjúkratjöld, 50 tonn af lyfjum og læknisútbún- aði, 10 dráttarvélar, og útsæði og jarðyrkjutól að verðmæti 500 þúsund pund. Markmiðið — að bjarga mannslífum Ágóðinn af „alheims-glym- skrattanum" verður mestanpart lagður í langtímahjálparstarf; áveituframkvæmdir, vatnsbor- anir, fræðslu um heilbrigðismál og landbúnað. Það hlýtur að vera aðalmarkmiðið að gera ■ Fyrir fáeinum árum lék Bob Geldorf aðalhlutverkið í Pink Floyd-myndinni The Wall.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.