NT - 25.06.1985, Qupperneq 8
Þriðjudagur 25. júní 1985 8
laordið
_____________J
Stangveiðar eru
þrælskemmtilegar
■ Stangveiðidagur fjölskyld-
unnar var haldinn síðastliðinn
sunnudag. Allir þeir sem að
honum stóðu eiga þakkir
skildar fyrir verðugt framlag.
Ég er fjölskyldufaðir í Vestur-
bænum og í tilefni dagsins
dreif ég mig á silungsveiðar, í
fyrsta skipti, við Úlfljótsvatn.
Synir mínir eru tveir, átta
ára og tíu ára. Þeir eru báðir
miklir veiðimenn og fara til
veiða við hvert tækifæri. í þetta
skipti lét ég verða af því að
fara með þeim og eyða einni
dagstund við veiðar.
Til að byrja með var spenn-
an ekki mikil, en þegar á leið
og drengirnir fóru að draga
fisk sitt hvoru megin við mig
fór brúnin að þyngjast. Ég
hugsaði um að hætta við allt
saman og verja tímanum í að
„hjálpa" þeim við að beita, og
annað þess háttar. Ég ákvað
þó að halda áfram stundarkorn
í viðbót. Það var þess virði.
Það var rifið ofsalega í
maðkinn. Flotholtiðfóráhúrr-
andi kaf. Ég byrjaði að draga
ferlíkið inn. Vertur rólegur
pabbi kölluð báðir drengirnir í
einu. Þú missir hann ef þú
lætur svona. Ég var víst orðinn
nokkuð fölur í átökunum.
Á land fór fiskurinn. Þetta
er fallegasti smá-silungur sem
ég hef séð. Alls veiddum við 10
fallegar bleikjur og fórum allir
ánægðir heim. Það er alveg
öruggt mál að ég fer aftur að
veiða með strákunum, og hver
veit nema við förum í lax.
Þetta reyndist eftir allt vera
þræl-skemmtilegt.
Einn sem fékk delluna
■ ...Og hver veit nema við
förum í lax.
Samþykktu fyrst
og felldu svo
Reykjavík 20. júní
■ Ágæta lesendasíða.
Alþingismenn eru furðulegt
fólk svo ekki sé meira sagt.
Neðri deild samþykkti bjór-
frumvarp, efri deild breytti
frumvarpinu í þjóðaratkvæða-
greiðslu og svo felldi neðri
deild það frumvarp sem hún
hafði áður samþykkt.
Halda mennirnir að þjóðin
sé eitt allsherjar Fífl með stóru
effi? Reyndar mætti kannski
halda það þegar tekið er tillit
til þess að þingmenn eiga að
vera einhvers konar úrval af
þjóðinni ogþávæntanlegaekki
af verri endanum. Þjóðin sam-
einast um það í almennum
kosningum að velja hæfustu
syni sína - og dætur - til setu í
þessari æðstu valdastofnun.
Þegar það kemur síðan í Ijós
að viska blessaðra þingmann-
anna er með þeim hætti að þeir
samþykkja eitt í dag og annað
á morgun í sama máli, þá má
kannski fara að draga einhverj-
ar slíkar ályktanir um þjóðina
í heild.
Nema þjóðin hafi kannski
verið að gera að gamni sínu
þegar hún kaus síðast!?!
Skilningssljór
■ Við þingslit á föstudaginn. Var þjóðin kannski að gera að gamni sínu?
Áfengisbölið er nóg fyrir
Kuna hringdi
■ Enn um sinn hefur Al-
þingi borið gæfu til að bægja
hættunni frá dyrum þjóðar-
innar. Þjóðin getur því dreg-
ið andann léttar enn um
hríð í trausti þess að bjórinn,
þessi vágestur, muni ekki
sækja hana heim a.m.k.
næsta árið.
Vonandi láta þeir fáráðu
menn sem hvað eftir annað
hafa viljað troða bjórnum
upp á þjóðina, þetta sér að
kenningu verða og láta sér
ekki detta í hug að bera fram
slík ógæfufrumvörp, sem
bjórfrumvarpið var.
Það eru þegar of margir
alkóhólistar hér á landi þó að
ekki sé verið að byrja á því
að hella bjór ofan í börn og
unglinga í skólunum og
áfengisbölið á vínveitinga-
húsunum um helgar er víst
alveg nóg fyrir þó að það sé
ekki verið að flytja það líka
inn á vinnustaðina.
■ Frábærir tónlistarmenn, segir bréfritari, en
Mezzoforte í Höllinni
Röng hljómsveit á röngum stað
■ Þá er 17. júní liðinn og að
þessu sinni fóru hátíðahöldin
hér í Reykjavík fram með
miklum sóma. Unglingarnir
fylltu Laugardalshöllina og var
þar mikið fjör, en heldur
fannst mér það skringilegt hjá
ráðamönnum að biðja Mezzo-
forte að spila þar. Mezzoforte
verður aldrei kölluð stuð-
hljómsveit, því þótt svo strák-
arnir séu allir alveg frábærir
tónlistarmenn, þá virka þeir
ósköp ráðleysislegir á sviðinu
og kunna lítt að skapa stemmn-
ingu. Það var ólíkt skemmti-
legra að horfa á þá í Grafík
æsa lýðinn upp og fá hann til
að hrópa og kallast á við sig.
Þetta tókst þeim með miklum
glæsibrag en svo þegar Mezzoforte
byrjaði að spila datt stemmn-
ingin alveg niður. Hún batnaði
að vísu seinna um kvöldið, en
það var alveg óþarfi að láta
þetta slys koma fyrir. Mezzo-
forte er hljómsveit sem flytur
ekki tónlist sem bera á á borð
við tækifæri sem þetta. Hún á
heimaá litlum notalegum jazz-
stöðum, og einnig nýtur tdhlist
þeirra sér ákaflega vel heima í
stofu. „Mezzoforte-aðdáandi“