NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 25.06.1985, Qupperneq 23

NT - 25.06.1985, Qupperneq 23
Þriðjudagur 25. júní 1985 23 íslandsmótið í knattspyrnu 1. deild: Enginn meistarabragur - í fyrsta 0>0 leik sumarsins í 1. deild er Valur og ÍA áttust við ■ Það var enginn meistara- bragur á liðunum sem flestir telja líklegust til að berjast um íslandsmeistaratitilinn í ár ásamt Fram er þau léku inn- byrðis á laugardaginn. Er hér átt við Val og ÍA sem léku að Hlíðarenda, heimavelli Vals- manna. Þrátt fyrir góðan völl og gott veður var leikurinn leiðin- legur á að horfa. Hvorugt liðið náði sér nokkurn tíma á strik og samleikur var undantekning. Það sem einkenndi ieikinn voru tilviljunarkennd spörk út um allan völl og mikil harka. Ekkert var gefið eftir í návígum og þegar andstæðingurinn hafði betur byrjaði sá sem tapaði boltanum undantekningarlítið að nöldra í dómaranum. í fyrri hálfleik voru Valsmenn mun meira með boltann og það litla spil sem sást kom frá þeim. Ekki sköpuðu þeir sér þó nein afgerandi færi, vörn Skaga- manna var sterk. Aðeins tvisvar sá undirritaður ástæðu til að punkta hjá sér. I annað skiptið komst Kristinn Björnsson í gegn um vörn ÍA en hann var að- þrengdur og náði ekki að skjóta nógu hnitmiðað, fékk þó horn upp úr krafsinu. Magni Péturs- son náði að skalla fyrirgjöfina en Birkir Kristinsson varði vel. Seinna færið kom er um 40 mínútur voru liðnar af leiknum. Þorgrímur Þráinsson lék upp hægri kantinn og gaf háan bolta fyrir markið. Birkir kom út og gómaði boltann með því að íslandsmótið í 1. deild: Mjög dýrmæt stig - hjá FH í Keflavík - Halldór varði víti aftur Frá Ólafi Þór Jóhannssyni, fréttaritara NT á Suðurnesjum ■ FH-ingar gerðu góða ferð til Keflavíkur í 1. deild á Iaugar- dag og náðu í þrjú dýrmæt stig. Þar með lyftu þeir sér upp af botninum og komust upp að hlið Keflvíkinga með sjö stig. Keflvíkingar hafa heldur misst flugið eftir að hafa fengið aðeins eitt stig af níu í síðustu þremur leikjum, þar af tveimur heima- leikjum. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa og var lítið um miðjuþóf, heldur skiptust liðin á um að sækja. FH-ingar spiluðu ívið árangursríkari bolta og brá fyrir góðu spili. Á 19. mínútu áttu þeir eina góða sókn upp vinstra megin. Knötturinn var gefinn inn á miðju inn á Inga Björn Alberts- son sem á fallega stungusend- ingu inn á Hörð Magnússon, sem þakkaði fyrir sig með marki. Keflvíkingar taka miðju en missa boltann strax og Ingi Bjöm á fast skot sem var vel varið. Á 26. mínútu fá FH-ingar hornspyrnu. Úr því kemur skalli, sem Ólafur markvörður átti að geta vippað yfir, en knötturinn fór í slá og þaðan til Guðmundar Hilmarssonar, bakvarðar, sem skoraði. Keflvíkingar tóku mikinn kipp eftir þetta mark og fengu tækifæri til að skora. Á 31. mínútu fékk Ragnar Margeirs- son boltann, eftir laglega auka- spyrnu frá hægri, lagði knöttinn fyrir sig og skaut í stöng úr þröngu færi. Og á 38. mínútu skaut Björgvin Björgvinsson hátt yfir í góðu færi. Á 43. mínútu er Ragnari Margeirssyni brugðið innan vítateigs. Hann tók sjálfur spyrnuna en Halldór Halldórs- son varði. Skotið var laust, en auk þess hreyfði Halldór sig áður. Dómari og línuvörður sá þó ekki ástæðu til að láta endur- taka spyrnuna. Seinni hálfleikur var mjög fjörugur og mikið um færi á báða bóga. Keflvíkingar áttu ívíð fleiri færi en hittu illa markið og Halldór varði eins og berserkur með höndum og fótum. Á 62. mínútu gerir Gunnar Oddsson horn að óþörfu, sem var dýrkeypt því FH-ingar skora úr því. Var þar að verki Magnús Pálsson sem náði frákastinu og skaut jarðarbolta, sem Ólafur virtist hafa en missti boltann undir sig. Staðan orðin 0-3 fyrir FH og tvö markanna má skrifa á reikning hins unga mark- manns Keflvíkinga. Á 72. mínútu skorar Helgi Bentsson, sem kom inná í leik- hléi, 1-3. Mínútu síðar voru FH-ingar nærri búnir að bæta fjórða markinu við þegar Jón Erling Ragnarsson komst inn í sendingu til markvarðar. Hann gaf á Hörð, sem skaut fyrir í góðu færi. Á 75. mínútu hitti Ragnar Margeirsson ekki knöttinn í dauðafæri. Síðasta hættulegasta tækifær- ið áttu FH-ingar, þegar Ingi Björn Albertsson tók auka- spyrnu og Ólafur hélt ekki góðu skoti hans. Hættunni var hins vegar bægt frá. Liðin voru nokkuð jöfn getu. FH-ingar spiluðu miklu betur í fyrri hálfleik og Keflvík- ingar áttu meira í þeim seinni. Það sem réði ef til vill bagga- muninn var markvarslan, þar sem Ólafur var óöruggur, en Halldór varði mjög vel og stund- ÍS* um með tilþrifum. Eftir að Keflvíkingar skoruðu fóru FH-ingar að tefja og voru oft grófir í aðgerðum sínum. Ólafur Danivalsson var bókað- ur en Þorvarður dómari hefði mátt taka strangar á þessu, þegar þetta var svona augljóst. Liðin: ÍBK: Olafur Gottskálksson, Einar Kristjánsson (Jón Kr. Magnússon 65. mín.), Freyr Sverrisson, Valþór Sigþórsson, Sigur- jón Sveinsson, Sigurður Björgvinsson, Gunn- ar Oddsson, Freyr Bragason (Helgi Bentsson 45. mín.), Björgvin Björgvinsson, Ragnar Margeirsson og Ingvar Guðmundsson. FH: Halldór Halldórsson, Viðar Halldórsson, Sig- urþór Þórólfsson, Dýri Guðmundsson, Guð- mundur Hilmarsson, ólafur Danivaldsson, Ingi Bjöm Albertsson, Magnús Pálsson, Kristján Hilmarsson (Henning Henningsson 75. mín.), Jón Erling Ragnarsson og Hörður Magnússon. stökkva í loft upp, en hann var ekki í jafnvægi og missti hann aftur frá sér. Valsmenn voru farnir í vörn og sneru baki í Birki sem gat skutlað sér á boltann aftur. Ef einhver Vals- maður hefði fylgt eftir af áhuga hefði hann ekki getað annað en skorað. Seinni hálfleikurinn var ill- skárri. Valsmenn voru svipaðir en Skagamennirnir reyndu að taka sig saman í andlitinu og sneru dæminu við frá fyrri hálf- leik, voru meira með boltann. Nú náðu þeir og nokkrum skotum að marki en það gerðu Valsmenn einnig. Árni Sveins- son, Karl Þórðar, Hörður Jó- hannesson og Ólafur Þórðarson áttu allir góð skot en annað- hvort fóru þau naumlega yfir eða Stefán Arnarson varði af öryggi. Hættulegasta færi Valsmanna átti Kristinn Björnsson er hann komst af harðfylgi inn í teiginn og náði að leggja boltann vel fyrir sig en Birkir var vel á verði og varði skot hans. Á 75. mínútu fengu Skaga- menn gullið tækifæri til að gera út unt leikinn. Reyndar hefði maður haldið að betri færi væru ekki til en vítaspyrnur. En það er hægt að misnota þær líka. Það gerði og Hörður Jóhannes- son er hann lét Stefán Arnarson verja frá sér. Hörður fiskaði vítið sjálfur. Há fyrirgjöf kom fyrir markið og Hörður stökk upp til að skalla, en þá ýtti Valsmaður við honum svo hann missti jafnvægið. Kjartan Tóm- asson dómari benti umsvifalaust á vítapunktinn, hárréttur dóm- ur að mínu mati. Þetta var önnur vítaspyrnan sem Skaga- menn misnota í jafnmörgum leikjum og lilýtur það að vera nokkurt áhyggjuefni. Undir lok leiksins hljóp leik- mönnum kapp í kinn og reyndu í örvæntingu að setja mark. Á 84. mínútu fengu Valsmenn horn sem Hilmar Sighvatsson tók. Hann gaf háan bolta fyrir og þar stökk Sævar Jónsson hæst og skallaði firnafast en rétt framhjá. Magni Pétursson átti síðasta færið, skallaði yfir eftir fyrirgjöf Hilmars. f heildina áttu Skagamenn fleiri færi, en þeir voru óhemju- Valur.ÍA 0*0 daufir í fyrri hálfleik. Leikur þessi reis aldrei uppúr meðal- mennskunni og ef Valur og ÍA ætla sér að halda í við Framara verða bæði liðin að gera mun betur. Það geta þau. Liðin voru þannig skipuð: Valur: Stefón Arnarson, Þorgrimur Þró- insson, Grímur Sæmundssen, Guðni Bergs, Sævar Jónsson, Valur Valsson (örn Guðmundsson), Ingvar Guðmunds- son, Magni Pétursson, Hilmar Sighvats- son, Kristinn Björnsson, Hilmar Harðar- son (Jón Grétar Jónsson). ÍA: Birkir Kristinsson, Guðjón Þórðar- son, Einar Jóhannesson, Lúðvík Berg- vinsson, Jón Áskelsson, Ólafur Þórðar- son, Júlíus Ingólfsson, Árni Sveinsson, Karl Þórðarson, Hörður Jóhannesson og Sveinbjörn Hókonarson. -gþ NT Boltinn Valur-ÍA: ■ Hjá ÍA var enginn sem ótti meira en meðalleik. Valsmennirnir Guðni Bergs og Stefón Arnarson voru bóðir góðir. Stefón fær boltann fyrir góða markvörslu, vítaspyrnan var vita- skuld hápunkturinn. I HNOT- SKURN Valur-ÍA ■ Leikið að Hlíðarenda í góðu veðri og óhorfendur létu sig ekki vanta. Þeir fengu hinsvegar ekki mikið fyrir aurana sína, lítið var um spil en meira um hnoð. Dæmigerður baráttuleikur. Stef- án Arnarson markmaður Vals varði vítaspyrnu fró Herði Jó- hannessyni á 75. mínútu. Hörður Jóhannesson og Sævar Jónsson fengu gult spjald hjó dómara leiksins, Kjartani Tóm- assyni fró Akureyri. Hann dæmdi ekki vel. NT-lið sjöttu umferðar Halldór Halldórsson, FH (3) Guðjón Þórðarson, ÍA (2) Guðni Bergsson, Val (2) Gunnar Gíslason, KR (2) óskar Gunnarsson, Þór ómar Torfason, Fram (4) Siguróli Kristjánsson, Þór (5) Guðmundur Torfason, Fram (4) Guðmundur Steinsson, Fram (2) Sigurjón Kristjánsson, Þrótti Ragnar Margeirsson, ÍBK (5) I HNOT- SKURN ■ Stillt og gott veður var en sólarlaust meðan opinn og skemmtilegur leikur liðanna fór fram. Fyrir FH skoruðu Hörður Magnússon 0-1 ó 19. mínútu, Guð- mundur Hilmarsson 0-2 á 26. minútu og Magnús Pálsson 0-3 ó 62. mínútu. Helgi Bentsson skoraði 1-3 á 72. mínútu. Ólafur Danivalsson fékk gult spjald hjá Þorvarði Bjömssyni dómara. NT Boltinn ■ Hjá ÍBK voru Gunnar Oddsson og Ragnar Margeirs- son góðir og Hörður Magnússon hjá FH. Bestur og maður leiksins var Halldór Halldórsson markmaður FH. r Staðan ■ Úrslit í leikjum í 6. umferð 1. deildar urðu þessi: BB Fram-KR 4-1 Víkingur-Þróttur 1-3 Þór-Víðir 1-1 Valur-ÍA 0-0 ■ ÍBK-FH 1-3 Staðan í 1. deild er þannig: Fram . 6 5 1 0 18-8 16 Þróttur . 6 4 0 2 9-4 12 ÍA . 6 3 2 1 12-3 11 Þór . 6 3 1 2 9-8 10 Valur . 6 2 2 2 9-7 8 ÍBK . 6 2 1 3 8-10 7 FH . 6 2 1 3 5-9 7 KR . 6 1 3 2 6-10 6 ■ Víðir . 6 1 1 4 6-15 4 H Víkingur . 6 1 0 5 5-12 3 Þrír Framarar eru markahæstir í 1. deild karla á íslandsmótinu í knattspyrnu að loknum sex umferð- um. Þess má geta að þeir hafa gert öll mörk Fram nema eitt. Guðmundur Torfason, Fram .. . 6 mörk Ómar Torfason, Fram . 6 mörk Guðmundur Steinsson, Fram .. . 5 mörk Ragnar Margeirsson, ÍBK . 4 mörk Bjarni Sveinbjörnsson, Þór.... . 4 mörk Páll ólafsson, Þrótti . 4 mörk Guðmundur Þorbjörnsson, Val . 4 mörk Sveinbjörn Hákonarson, íA ... . 4 mörk TOYOTA, , 24. - 30. júní ÞRIÐjUDAGUR 25. REYÐARFjÖRÐUR Sýningartími: 15:30-16:30 Sýningarstaður: Við Véla og bílaverkstæði J.P.H. ESKIFJÖRÐUR Sýningartími: 17:00-18:00 Sýningarstaður: Við Bílaverkstæðí Ásbjörns HÚSAVÍK Sýningartími: 15:00-18:00 Sýningarstaður: Við Bílaleigu Húsavíkur. FIMMTUDAGUR 27. MIÐVIKUDAGUR 26. EGILSSTAÐIR Sýningartímí: 09:00-11:30 Sýningarstaður: Við Ásinn hf. SIGLUFJÖRÐUR Sýningartími: 11:30-13:00 Sýningarstaður: Við Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar AKUREYRI Sýningartími: 16:30-20:00 Sýningarstaður: Við Bláfell sf. TOYOTA ÞJONUSTA

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.