NT


NT - 25.06.1985, Side 24

NT - 25.06.1985, Side 24
Þrídjudagur 25. júní 1985 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsimar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 íslandsmet hjá Birgittu íslandsmótið 3. deild: Lauflétt hjá Selfyssingum Sigurður Pétur nálgast íslandsmet í 10 km - í sjöþraut kvenna - ■ Birgitta Guðjónsdóttir, HSK, stórbætti íslandsmetið í sjöþraut um helgina í fyrri hluta meistaramóts íslands í frjálsum íþróttum. Birgitta hlaut 5225 stig, en önnur eftir harða keppni var Bryndís Hólm, ÍR, með 5192 stig, en hún átti metið áður, 4995 stig. Það var 5200 stig samkvæmt gömlu stiga- töflunum í fjölþrautum, en um síðustu áramót gengu í gildi nýjar töflur alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins. Birgitta byrjaði á því að hlaupa 100 m grindahlaup á 15.4 sek., síðan stökk hún 1,60 m í hástökki, kastaði kúlu 10,93 ni og endaði fyrri daginn með 26.4 sek. í 200 m. Síðari daginn hóf hún með því að bæta stór- lega árangur sinn í langstökki 5,74 m, síðan fylgdi annað stór- bætt persónulegt met, 47,82 m í spjóti og loks endaði hún með 800 m á 2:22,7. Bryndís var með 15,7-1,65-9,50-25,9-5,81-44,46- 2:21,1. í djarfri tilraun til að halda metinu hljóp hún 800 m tæpum tíu sekúndum hraðar en nokkru sinni fyrr, ætlaði hún ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Þriðja í sjö þrautinni var svo Ingibjörg ívarsdóttir, HSK, með 4389 stig. Þorsteinn Þórsson, ÍR, sigr- aði í tugþraut með 7019 stig. Hann stefndi á betri árangur, en hnémeiðsli settu strik í reikning- inn á seinni deginum. Annar í þrautinni var ungur HSK-ingur, Auðunn Guðjónsson, með 5765 stig. I 10.000 m karla bættu sig margir. Sigurður Pétur Sig- mundsson, FH, varð íslands- meistari á 30:50,3 mín. Hann hljóp keppnislaust alla leið utan fyrstu níu hringina er hann naut hjálpar „héra“, Gunnars Birgis- sonar. En næstu 16 var hann einn á ferð og bætti sinn fyrri árangur um 20 sek. Á Sigurður Pétur að eiga góða möguleika á að slá íslandsmet Sigfúsar Jónssonar í suniar, sem er 30:10,0. Annar í 10.000 m varð Kefl- víkingurinn MárHermannsson, á 32:10,0. Hann sló þar með átta ára unglingamet Ágústar Þorsteinssonar um 13 sek. í sínu fyrsta 10 km hlaupi. Þriðji varð síðan Bragi Sigurðsson. Ár- manni, sem einnig var að hlaupa sitt fyrsta 10.000 m hlaup. Var Bragi á 33:01 mín. í aukahlaupi í 200 m sem haldið var samhliða mótinu hlupu Birgir Þ. Jóakimsson, ÍR, og Einar Gunnarsson, UBK, á 23,0 sek., og bættu sig báðir vel. Á sunnudag fór fram 1000 m hlaup á innanfélagsmóti Ár- manns. Guðmundur Skúlason, Á, sigraði á 2:29,1, en næstu þrír bættu sig allir, Hannes Hrafnkelsson, UBK , 2:34,4 mín.,Steinn Jóhannsson, ÍR, 2:34,9, Gunnar Birgisson, ÍR, 2:36,7. gb. - lögðu Ármenninga að velli og halda forystu í A-riðli Selfyssingar ekki. Það voru Ár- menningar sem náðu forystu á 37. mín. með marki Egils Stein- þórssonar er hann stýrði í mark- ið skoti sem varið var frá Bryn- geiri Torfasyni. Selfyssingar jöfnuðu snemma í seinni hálfleik og var drengja- landsliðsmaðurinn Páll Guð- mundsson þar að verki með snyrtilegum bogabolta yfir mark- vörðinn. Þegar um 15. mínútur voru til leiksloka stakk Jón Birgir Kristjánsson sér inná milli örþreyttra Ármenninga og skoraði úr fyrirgjöf Lúðvíks Tómassonar. Það sem eftir lifði leiksins var eign Selfyssinga eins og reyndar leikurinn allur. Stadan í A-riöli 3. deildar eftir leikinn í gœrkvöldi: Selfoss.......... 6 4 2 0 13- 7 14 Stjaman ......... 6 3 2 1 7- 7 11 Roynir S..........6 3 1 2 16- 7 10 Grindavik ....... 6 3 1 2 10- 7 10 Armann........... 6 3 0 3 10- 7 9 HV .............6123 6- 8 5 lK............... 6 0 4 2 5-7 4 Vikingur Ó....... 6 1 0 6 4-19 3 1 ■ Selfyssingar gerðu góða ferð til höfuðborgarinnar í gær- kvöldi. Þeir spiluðu þá við Ár- menninga á grasmottunni í Laugardal og unnu sigur, 2-1. Sigur Selfyssinga var afar sanngjarn, þeir sýndu þá einu knattspyrnu sem sást í leiknum og þrátt fyrir að Ármenningar hefðu mikið forskot, sem var völlurinn, þá réðu þeir ekkert við fríska Selfyssinga. Það var sérstaklega í seinni hálfleik sem yfirburðir Selfyssinga komu í Ijós og spiluðu þeir þá örþreytta Armenninga uppúr skónum á köflum. ■ Lokaspretturinn í 800 m hlaupi í sjöþraut. Bryndís Hólm er fremst en Birgitta fylgir henni eftir. Bryndís vann hlaupið. NT-mynd:AH Fyrri hluti meistaramóts íslands í frjálsíþróttum: Eins og fyrr sagði þá höfðu Ármenningar töluvert forskot áður en leikurinn hófst þar sem þeir eru vanir gervigrasinu en Mills til Stoke ■ Fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, Mick MUIs, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Stoke City í ensku knatt- spyrnunni. Stoke féll á síðasta ári niður í 2. deild og vann aðeins þrjá leiki í fyrstu deild. Mills hefur spilað með Southampton síðastliðin ár en gerði áður góða hluti hjá Ipswich. Hann hefur spil- að 42 landsleiki fyrir England. ÍBK vann Tom maha mborga ramót i ð heimaliðin Týr og Þór í næstu sætum. Týr í þriðja og Þór í fjórða. Innanhússmót B-flokks endaði á því að KR vann gestgjafana í úrslitaleik en Keflvíkingar urðu í þriðja sæti. Eftir að mótinu lauk voru ýmsir verðlaunaðir svo sem ■ Bikar og formaður Hrekkja- lómafélagsins. NT-mynd: Inga markakóngar, markverðir, úti- leikmenn, prúðasta liðið í um- gengni og prúðasta liðið á mat- málstímum. Kjartan Hjálmarsson Fram varð markakóngur mótsins, skoraði 14 mörk í fimm leikj- um. Besti markvörður mótsins var valinn Gunnleifur Gunn- leifsson ÍK og besti útispilarinn var valinn með miklum yfir- burðum Sverrir Auðunsson ÍBK og hlaut hann 45% at- kvæða í kjörinu. Þótti hann vera hreinasta eftirmynd snill- ingsins Maradona, bæði í útliti og á velli. Prúðustu liðin í umgengni voru Víðir Garði og ÍBK og Víðir Garði var einnig prúð- asta liðið á matmálstímum þar sem peyjarnir röðuðu í sig Tommaveitingum allt mótið. Einnig var keppt í knattþrautum og menn verðlaunaðir fyrir það. Kristinn Hafliðason Vík- ingi hélt boltanum lengst á lofti í eldri flokki, sparkaði honum alls ÍÖÖ sinnum. landi. Voru það kappar af fjölmiðlunum. Fyrirliði Hrekkjalómafélagsins afhenti Bjössa Bollu sem var fremstur í flokki fjölmiðlamanna stóran og mikinn bikar fyrir leikinn og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Liðin sem komust í úrslit í A flokki voru: ÍBK, UBK, KR og KA en í B-flokki: KR, ÍA, Týr og Þór Vestmannaeyjum. Skemmst er frá því að segja að ÍBK sigraði í A-flokki eftir að hafa unnið UBK 2-1 í fjörugum úrslitaleik. í þriðja sæti varð KR eftir að hafa unnið KA. ÍBK lét sér þetta ekki nægja heldur vann félagið einnig innanhússmót A-flokks. ÍK varð í öðru sæti og Þór Vest- mannaeyjum í þriðja í innan- hússmótinu. í B-flokki stóðu KR-ingar sig jafnvel og Kefl- víkingar í A-flokki, unnu bæði inni og úti. I utanhússmótinu sigraði KR ÍA í úrslitaleik, síðan komu Frá Sigfúsi Guðmundssyni, fréttamanni NT íVestmannaeyjum: ■ Tommahamborgaramót Týs var haldið í Vestmannaeyjum í annað sinn dagana 19.-24. júní. Á móti þessu leiddu sam- an hesta sína 6. flokks peyjar allsstaðar af landinu, eða alls um 1500 strákar frá 20 félögum sem sendu hvert tvö lið á mótið. Leikirnir urðu alls 176 og fóru þeir fram á þremur völlum, einum malarvelli og tveimur grasvöllum. Leikið var á öðrum vallarhelmingnum og þversum. í hverju liði voru sjö leikmenn. Á opnunarkvöldinu marser- uðu peyjarnir inn á völl og hlýddu á stuttar ræður og horfðu á Hrekkjalómafélagið leika gegn liði sem Omar Ragnarsson kom með ofan af ■ Sverrir „Maradona“ Auð- unsson. ■ Liðin sem léku til úrslita í A-flokki, ÍBK og UBK. NT-mynd: Guðm. Sigf.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.