NT - 25.06.1985, Qupperneq 13
EUBOS er sannkölluð heilsulind fyrir húðina. EUBOS-balsam tryggir að hæfilegur raki
og fita séu í húðinni. í því eru nauðsynleg næringarefni sem viðhalda teygjanleika
húðarinnar og koma í veg fyrir bakteríu- og sveppasýkingar.
EUBOS-kremið verndar húðina gegn veðri og vindum og sér til þess að hún sé mjúk og
sveigjanleg. EUBOS er hreint út sagt mannbætandi. q ÓlðíSSOH hf
Grensásvegi 8, Reykjavík.
Þriðjudagur 25. júní 1985 12
Utlönd
Sovétríkin:
Himnesk land
Stríðshriáður Beirútflug-! búnaðarskoðun
mU ■ " UU M W" W ^ m Tveir sovéskir geimfarar um Sovétmenn segja þes
___ _ _ _ _ i,«rA í em/ácb.. 7 naim. himiiesku landbiinaðarrai
völlur man sinn fífil fegri
- engin öryggisvarsla og fjarskiptatækin í megnasta ólagi
Beirút-Reuter
■ Flug til og frá Evrópu og
Miðausturlanda fara enn fram í
gegnum stríðshrjáðan Beirút-
flugvöll, þrátt fyrir gíslamálið
sem staðið hefur í 12 daga.
Starfsemi flugvallarins var þó
langt frá því að vera eðlileg áður
en shítarnir rændu bandarísku
farþegaþotunni á leið frá
Grikklandi og flugu henni á
endanum til Beirút.
Bandaríska Boing 727 far-
þegaþotan stendur fyrir framan
flugstöðvarbygginguna með
vopnaða menn og 3 úr áhöfninni
innanborðs en bandarísku
farþegarnir 37 eru í haldi utan
Beirútborgar.
Flugumferðarstjórarnir taka
við skipunumfrá flugræningjun:
um í gegnum fjarskiptakerfið. í
gær báðu flugræningjarnir um
Ítalía:
Cossiga
kjörinn
forseti
Róm-Reutcr
■ Kristilegi demókrat-
inn Francesco Cossiga
var í gær kjörinn forseti
Ítalíu til næstu 7 ára og
tekur liann því við af
sósíalistanum Sandro
Pertini.
Cossiga sem var kjör-
inn af þingiiiu hlaut tvo
þriðju hluta atkvæða og
naut stuðnings allra
stærstu stjórnmálaflokk-
anna þar á meðal komm-
únista.
Hann er 56 ára gamall
og er fyrsti forsetafram-
bjóðandinn sem nær
k kjöri í leynilegri at-
1 kvæðagreiðslu frá því að
Enrico de Nicola var
kjörinn forseti árið 1946.
lækni til að meðhöndla maga-
veikan áhafnarmann og þegar
læknirinn yfirgaf flugvélina
komu skipanir á arabísku á ný í
gegnum fjarskiptakerfið.
Mohammed sem átti vakt í
flugturninum lét allt annað eiga
sig og svaraði flugræningjunum.
„Þeir segja að vond lykt sé í
flugvélinni og að klósettið sé
orðið mjög skítugt. Þeir vilja að
ég útvegi hreingerningarmann,“
sagði Mohammed.
Síðar heyrðist aftur í tækjun-
um: „Komið með fullt af ana-
nassafa, nýjan safa, ekki ruslið
sem þið komuð með áður,“
sagði röddin. „L.æknirinn segir
að Bandaríkjamennirnir eigi að
fá amerískan mat“.
Á milli slíkra samtala þurfa
flugumferðarstjórarnir að af-
greiða flugvélar frá líbanska
flugfélaginu (MEA) en það eru
einu farþegavélarnar sem fljúga
um Beirútflugvöll.
Flugumferðarstjórarnir hafa
enga ratsjá og rykugu og brotnu
stjórnborðin eru full af tækjum
og tólum sem virka ekki lengur.
Stundum verða samskiptin við
flugræningjana gáskafull. í gær
spurði einn flugræninginn hvort
hann mætti ræna lítilli flugvél
sem var á flugvellinum til að
heimsækja ættingja sína í Aust-
ur-Líbanon. En flugumferðar-
stjórinn hætti snögglega að
hlæja þegar hann hrifsaði til sín
símtólið til að tilkynna farþega-
vél frá MEA-flugfélaginu líb-
anska sem var um það bil að
lenda á flugvellinum og hróp-
aði: „375, 375 haltu aðfluginu
áfram, haltu aðfluginu áfram,
það er fólk á brautinni.“ Fólkið
hljóp í skjól þegar það sá flugvél-
ina nálgast og flugumferðar-
stjórinn gat andað léttar og
tilkynnt að nú væri brautin auð.
Það er erfitt að koma í veg
fyrir slíka atburði þar eð Amal-
sveitir shíta sem hafa umsjón
með flugvellinum hafa haft litlar
öryggisráðstafanir í frammi.
Yfirmaður öryggissveitarinnar
sagði upp störfum fyrir nokkr-
um mánuðum og þótt uppsögn
■ hans hafi ekki verið samþykkt
situr hann heima.
Fólk kemur og fer að vild
sinni inn á brautina, og blaða-
menn geta klifrað upp í flug-
turninn hvenær sem þá lystir.
Kvikmyndatökumenn og
ljósmyndarar sem standa úti á
svölum flugturnsins beygja sig
endrum og eins niður á meðan
byssukúlur þjóta yfir hötðum
þeirra en halda síðan áfram að
fylgjast með atburðunum.
Atgreiðsluborð erlendra flug-
félaga standa auð og langar bið-
raðir eru framan við afgreiðslu-
borð líbanska MEA flugfélags-
ins og fólk safnast saman við
komuhliðin til að taka á móti
farþegum sem eru að koma
utan af landi.
Starfsmenn aka öðru hverju
að bandarísku farþegaþotunni
til að koma með matvæli og
fjarlægja rusl sem hent er út úr
afturhluta vélarinnar.
Flugræningjarnir birtast
sjaldan, aðeins þegar þeir taka
á móti matvælunum og þegar
þeir henda tómum gosdrykkja-
dósum út urn glugga flugvélar-
innar.
Moskva-Reuter
Tveir sovéskir geimfarar um
borð í sovésku Salyut-7 geim-
stöðinni hafa að undanförnu
tekið myndir af landbúnaðar -
landi með það fyrir augum að
auka nákvæmni við upp-
skeruspár í Sovétríkjunum.
Að sögn Tass-fréttastofunnar
tóku geimfararnir ekki aðeins
myndir af sovésku landbúnað-
arlandi heldur einnig af land-
búnaðarlandi í öðrum Austur-
Evrópuríkjum og í Víetnam.
Myndirnar verða síðan bornar
saman við loftmyndir úrflugvél-
um og ómönnuðum gervihnött-
um.
Sovétmenn segja þessar
himnesku landbúnaðarrann-
sóknir sínar sönnun á því að
þeir vilji aðeins nota geimtækni
í friðsamlegum tilgangi. Þeir
gagnrýna bandarísk stjórnvöld
harkalega fyrir að stefna að
vígvæðingu úti í geimnum og
segja að sovéska geimferðaáætl-
unin hafi einungis borgaraleg
markmið en tengist ekki hern-
aði. Vestrænii hernaðarsér-
fræðingar halda því hins vegar
fram að Sovétmenn hafi einnig
sína eigin vígvæðingaráætlun úti
í geimnum.
Bandaríska Boing 727 farþegaþotan á Beirútflugvelli.
Farangurssprengjan á Tokyoflugvelli:
Engin tengsl finnast
við indversku vélina
sem sprakk við írland
wBEBBBBMBr
Tokyo-Reutcr
■ Japönsku lögreglunni tókst
ekki að upplýsa í gær tildrög
farangurssprengjunnar úr kana-
dísku flugvélinni sem sprakk á
alþjóðlega flugvellinum í Tokyo
með þeim afleiðingum að tveir
menn Iétust.
Innanríkisráðherra ísrael:
„Halda skaltu hvíld-
ardaginn heilagan“
Létust 22 skólabörn vegna refsingar guðs?
Tel Aviv-Reuter
■ Innanríkisráðhcrra ísraels
sagði um helgina að dauði 22
skólabarna sem létust þegar
járnbrautarlest ók á langferða-
bíl sem þau voru í væri ekki slys
heldur viðvörun til ísraels-
manna að halda hvíldardaginn
heilagan.
„Þessi harmleikur var ekki
tilviljun. Hér var hönd Guðs að
verki,“ sagði þessi hreintrúar
rabbíi í viðtali við ríkissjónvarp-
ið.
22 börn, 12 og 13 ára gömul
létu lífið 11. júní síðastliðinn
þegar lest ók á langferðabíl sem
börnin voru í. Varsla á mótum
járnbrautarteina og þjóðvegar-
ins brást en börnin voru í
skemmtiferö og var ferðinni
heitið niður á strönd.
Opinber rannsóknarnefnd
hefur úrskurðað að hér hafi
verið um mannleg mistök að
ræða en Peretz innanríkisráð-
herra og leiðtogi flokks hreintrú-
armanna sagði að það væri trú-
arleg skylda sín að tjá sig um
máiið. „Við höfum lögmál
Mósebókanna þar sem sagt er
skýrum orðum að ef hvíldardag-
urinn er ekki haldinn heilagur í
Ísraelsríki þá munu ófarir dynja
yfir. Þetta verður að koma fram
opinberlega svo að þeir sem
móta stefnuna hverju sinni muni
hugsa sig tvisvar um áður en
þeir setja áætlanir um vanvirð-
ingu hvíldardagsins í
framkvæmd,“ sagði hann.
Yfirlýsingar innanríkisráð-
herrans komu í kjölfaropnunar-
athafnar í Þjóðleikhúsinu í ísra-
el á laugardaginn var en laugar-
dagar eru hvíldardagar gyðinga.
Fjöldi heittrúaðra gyðinga mót-
mælti fyrir utan leikhúsið.
Talsmaður lögreglunnar
sagði að rannsókn 40 lögreglu-
manna á tjóninu sem varð í
farangursdeildinni hefði verið
árangurslítil og ekkert hefði
fundist sem tengt gæti þessa
sprengingu við sprenginguna
sem varð í indversku flugvélinni
yfir írlandi þar sem 329 manns
fórust.
Grunsemdir höfðu vaknað
um að sprengingarnar væru í
sambandi hvor við aðra þar eð
flugvélarnar komu báðar frá
Kanada. Kanadíska farþega-
flugvélin lenti á Tokyoflugvelli
eftir 9 klukkustunda flug frá
Vancouver. 374 farþegar og 16
manna áhöfn voru með vélinni.
Aðeins 40 mínútum eftir að
flugvélin lenti sprakk farangur
úr vélinni í loft upp. Ef sprengj-
an hefði sprungið fáeinum mín-
útum síðar á farangursfæri-
bandinu í flugstöðinni hefði
sprengingin getað valdið dauða
fjölda manns.
Talsmaður lögreglunnar
sagði að flugvélin hefði komið
frá Vancouver en ekki Toronto
eins og talið var. Flugvélin hefði
flogið aftur til Vancouver sex
klukkustundum eftir að hún
lenti í Tokyo.
Hann sagði ennfremur að
aðeins tveir Indverjar hefðu
verið um borð í vélinni og að
þeir hefðu ekki verið yfirheyrð-
ir.
Hringt hafði verið í dagblaðið
New York Times og sagt að 10
deild stúdentasamtaka shíta
bæru ábyrgð á sprengjunni.
Annar lögreglumaður sagði
að verið væri að athuga hugsan-
leg tengsl sprengjanna tveggja
og að japanskir lögreglumenn
hefur beðið Interpol um aðstoð.
Flestir farþeganna í kana-
dísku flugvélinni voru Japanar.
Thailand-íran:
Kambódískar
orustuþotur?
■ Asíutímaritið Far Eastern
Economic Review segir að
margt bendi til þess að stjórn
Heng Sanrins í Kambódíu, sem
Víetnamar styðja, fái bráðum
sínar fyrstu orustuþotur.
Vestrænir leyniþjónustumenn
og thailenska leyniþjónustan
telja sig hafa heimildir fyrir því
að átján Kambódíumenn fái nú
þjálfun I Víetnam til að fljúga
sovéskum MiG21 orustuþotum.
Flugmennirnir átján eru sagðir
hafa verið I hópi 200 Kambódíu-
manna sem fóru til Sovétríkj-
anna 1981 til að læra um hlut-
verk og alhliða uppbyggingu
flughers.
Sovéskar orustuþotur og her-
þyrlur I flugher Víetnama hafa
oft flogið yfir Kambódíu til að
gera árásir á kambódíska skæru-
liða. Ekki er vitað til þess að
kambódískar áhafnir hafi nokk-
urn tímann verið notaðar heldur
hafa áhafnirnar verið víetn-
amskar.
Grjón fyrir olíu
■ Thailendingar gerðu nýlega
samning við írani um að fá olíu frá
íran í skiptum fyrir hrísgrjón og
önnur matvæli.
Viðræður milli thailenskra og
íranskra aðila um þessi viðskipti
hófust snemma á seinasta ári. Þá
buðust Thailendingar til að taka við
og flytja 10.000 til 20.000 tunnur af
olíu að meðaltali á dag frá íran og
láta þá fá 500.000 tonn af annars
flokks hrísgrjónum, 300.000 tonn af
maís og 200.000 tonn af tapíóka-
mjöli í staðinn á 12 mánuðum.
Japönsk olíufyrirtæki áttu upp-
haflega einnig aðild að samningnum
sem kaupendur olíunnar fyrir milli-
göngu Thailendinga. íranir hafa nú
farið fram á það við Thailendinga
að Rúmenar fái frekar olíuna en
Japanir þar sem Japanir hafi minnk-
að mjög olíuflutninga frá íran að
undanförnu.
Þriðjudagur 25. júní 1985 13
Utlönd
Sprengjurnar í indversku vélinni og á Tokyoflugvelli:
Sökudólgarnir fundnir?
- indverskir embættismenn gruna tvo shikka
Toronto-Reuter
■ Indverskir embættismenn
gruna shikkana tvo sem eftir-
lýstir eru í Bandaríkjunum fyrir
áætlanir um að myrða Rajiv
Gandhi forsætisráðherra
Indiands, um að vera viðriðnir
sprengingarnar tvær í fyrradag.
Annar shikkanna var um
borð I kanadískri flugvél á leið
til Vancouver og hafði á sér
farmiða með kanadísku vélinni
sem fór til Tokyo en skömmu
eftir að hún lenti þar sprakk
farangur úr vélinni í Íoft upp, að
því er embættismaður ind-
versku stjórnarinnar sagði í við-
tali við dagblað I Toronto.
Hinn shikkinn kom til Tor-
onto á laugardag áður en ind-
verska flugvélin sem sprakk við
írland fór í loftið.
í dagblaðinu sagði að talið
væri að báðir mennirnir hefðu
sloppið til Kanada frá Banda-
ríkjunum. Þeir voru grunaðir
um að hafa tekið þátt í samsæri
um að myrða Rajiv Gandhi,
forsætisráðherra Indlands í op-
inberri heimsókn hans til
Bandaríkjanna fyrr í þessum
mánuði.
í Nýju Delhi sagði talsmaður
indverska utanríkisráðuneytis-
ins að fullyrðingar indversku
embættismannanna væru í rann-
sókn og hann hefði ekkert frek-
ar um málið að segja.
. Interpollögreglan rannsakar
nú ferðirshikkannatveggjameð
tilliti til sprengingarinnar sem
varð I indversku flugvélinni við
írland.
Nepal:
Sprengjur rjúfa
kyrrð fjallaríkis
Umsjón: Ragnar Baldursson og Margrét Run Gu&mundsdóttir
Kathmandu-Reuter
■ Að minnsta kosti sjö manns
hafa látið lífíð undanfarna daga
í sprengjuherferð í fjallaríkinu
Nepal syðst í Himalaya. Þannig
bættist þetta friðsæla og fátæka
konungsríki í hóp þeirra ríkja
sem hafa orðið fyrir barðinu á
nútíma borgarskæruliðum.
Nepal er eitt af tíu fátækustu
löndum veraldar og meðaltekj-
ur á íbúa þar eru aðeins um
5.600 ísl. kr. á ári. Birendra
konungur hefur hingað til verið
því sem næst einvaldur í þessu
16,5 milljón manna landi þótt
þar sé einnig þing og ríkisstjórn
sem fer að nafninu til með
stjórn ríkisins.
Sprengjurnar hafa m.a.
sprungið við konungshöllina,
þinghúsið og lielsta ferða-
mannahótelið I Kathmandu.
Einn þeirra sjö manna, sem létu
lífið í sprengingununt, var þing-
maður á þingi Nepals. Lögregl-
an segir að í öllum tilvikum hafi
sprengjurnar verið heimatilbún-
ar.
Ekki er vitað með fullri vissu
liverjir standa á bak við sprengju-
herferðina en tveir hópar hafa
þegar lýst ábyrgð á hendur sér
vegna hennar. Annar þessara
hópa er Alþýðufylkingin undir
forystu fyrrverandi þingmanns,
Ram Raja Prasád Singh, sem
nú er í útlegð á Indlandi. Hamj^
segir að samtökin hafi komið
um fimmtíu sprengjum fyrir.
Sprengjuherferðin væri skref í
byltingarbaráttu Alþýðufylk-
ingarinnar gegn Birendra kon-
ungi sem nú er 39 ára gamall.
Hinn hópurinn, sem hefur
lýst sig ábyrgan fyrir sprengjuár-
ásunum, kallar sig Sameinuðu
kyndlabera frelsisins. Þessi hóp-
ur var óþekktur.
Mikil ólga er nú I Nepal
vegna banns stjórnarinnar á
stjórnmálaflokka og ýmiss kon-
ar stjórnmálastarfsemi. Frá því
í maí hafa um fimm þúsund
manns verið handtekiin þar
■ Birendra konungur Nepals.
Hryðjuverkamenn vilja hann
feigan.
fyrir þátttöku í mótmælaað-
gerðum og fyrir að krefjast þess
að banninu við stjórnmálaflokk-
um verði aflétt. Áð sögn stjórn-
arandstæðinga eru urn eitt þús-
und enn í haldi.
Margir hinna handteknu til-
heyra Kongressflokknum í Nepal
en hann er bannaður eins og
aðrir flokkar. Forystumenn
Kongressflokksins hafa samt
fordæmt sprengjuherferðina. í
yfirlýsingu frá flokknum segir
m.a. að flokkurinn aflýsi bar-
áttu sinni gegn stjórninni tíma-
bundið vegna sprengjuher-
ferðarinnar enda hafi barátta
flokksins verið friðsamleg.