NT - 27.06.1985, Qupperneq 1
fl«
Tjarnarskólinn:
Frítt húsnæði
hjá borginni
■ Davíð Oddsson borgarstjóri
og Ragnar Júlíusson fornraður
fræðsluráðs hafa heitið nýja
einkaskólanum í Reykjavík,
Tjarnarskóla, endurgjaldslausu
eða mjög ódýru húsnæði til
starfseminnar í gamla Miðbæj-
arskólanum, þar sem Vestur-
bæjarskóli og Námsflokkar
Reykjavíkur eru m.a. til húsa.
Jafnframt er því heitið að skól-
inn fái til afnota þann fermetra-
fjölda senr áskilinn er sam-
kvæmt grunnskólalögum, en
það eru skilyrði sem Vestur-
bæjarskólinn hefur aldrei búið
við. Málið hefur ekki verið lagt
fyrir fræðsluráð, borgarráð eða
borgarstjórn. Ragnhildur Helgá-
dóttir menntamálaráðherra hef-
ur þegar veitt skólanum Starl's-
leyfi.
Við niðurröðun nemenda í
bekki verður notuð sama aðferð
og í Hagaskólanum, að sögn
forráðamanná skólans, ákveðin
stýring verður viðhöfð, en ekki
alfarið raðað í bekki eftir getu.
Sjá bls. 24.
Ef þú skuldar milljón:
Hækkar láníð um
30.000 kr. í júlí
- aðallega vegna launahækkana byggingarmanna
■ Seðlabankinn hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir
júlímánuð og reyndist hún 1178 stig, sem er 2,97% hækkun
úr 1144 stigum í júní. Þessi hækkun kemur til með að hækka
hverja milljón króna í verðtryggðum skuldum um 29.700
krónur nú um mánaðamótin og það sama gildir að sjálfsögðu
um hverja vcrðtryggða milljón króna inneign, fyrir þá sem
eru svo lánsamir að eiga einhverja slíka.
Að sögn Seðlabankans stafar þessi hækkun einkum af kaup-
hækkunum byggingarmanna að undanförnu, þ.e. að taxtar
útseldrar vinnu hækkuðu vísitölu byggingarkostnaðar um 4,3%.
En hjá Seðlabanka telja menn líkur á að meðalhækkun næstu
má’nuði verði talsvert minni.
Untreiknað til árshækkunar hefur hækkun lánskjarávísitölunn-
ar verið sem hér segir: Síðasta mánuð 42,1% síðus'tu 3 mánuði
28,7%, síðasta hálfa árið 37,1% og á einu ári 30,5% hækkun.
- Sjá nánar um byggingarvísitölu á bls. 3.
■ Ljósinyndari NT rakst
á þessa ungsveina við leik
í franska smábænum
Pezenas er hann var á ferð
þar fyrir skömmu. Þeim
fannst hinn íslenski mynda-
smiður nokkuö forvitni-
legur og reyndust hinar
inestu „linsulýs“.
i NT-mynd: Ari
V_______________________
Lacey leit-
araðfalleg-
um stúlkum
■ Lacey Ford leitar fallegra
stúlkna í fyrirsætustörf fyrir um-
boðsskrifstofuna Ford Models í
New York um allan heim.
Hún ferðast um heiminn, hitt-
ir fallcgar stúlkur, ræðir við
þær, lætur taka af þeim myndir
og getur scð á stúlku hvort hún
getur orðið góð fyrirsæta eða
ekki eftir skamma viðkynn-
ingu. Útlit, gáfnafar og pers-
ónuleiki stúlkunnar skiptir þar
mestu máli.
Lacey var hér á landi fyrir
skömmu til að tilkynna úrslitin
í Face of the 80’s keppninni,
sem Vikan og Ford Models stóðu
fyrir hér á landi fyrir skömmu.
Af því tilefni fékk NT Laccy í
viðtal, sjá inni í blaðinu.
IRA í neti
breskulög-
reglunnar
- sjá eriendar
fréttir bls. 21
Sovéskar
bókasafns-
njósnir í
Svíþjóð
- sjá erlendar
fréttir bls. 21
Líklega stærsta mál næsta þings - Alþýðu- sambands l/estfjarða
Segj a Vestf irdir iga ir
■ 1
sigú ir ASÍ o< gVR isi r i ?;
■ Reiknaö er með að úrsögn verkalýðsfélaga á
Vestfjörðum úr Alþýðusambandi íslands og Verka-
mannasambandinu verði stærsta málið sem tekið
verður fyrir á þingi Alþýðusambands Vestfjarða í
haust, að því er fram kom í samtali við Pétur
Sigurðsson, forseta Alþýðusambands Vestfjarða.
„Það hefur alvarlega verið því: Hvað höfum við út úr því
rætt um það hér að þetta sé að vera í svona stórum samtök-
orðið of mikið bákn og ofskipu- um og hve mikið þurum við að
lagt. Spurningin hjá okkur er greiða til þeirra?
Ég tel ekkert vafamál að við
höfum styrk af því að standa
saman í stóru sambandi. En það
hlýtur að verða að reka það
þannig að það ofbjóði ekki
félögunum fjárhagslega. Og
þegar við erum farin að borga í
skatta til ASÍ og Verkamanna-
sambandsins fjárhæð sem
mundi svara til þess að við
gætum haft 3-4 menn í störfum
hér vestur á fjörðum, þá er
spurningin: Geta þessir menn
ekki alveg eins gert það gagn
sem ætlast er til af heildarsam-
tökunum?," sagði Pétur.
Pétur tók skýrt fram, að um-
ræða um þetta væri ekki til
komin vegna óánægju með ASÍ
eða að menn ætluðu að fara að
kenna ASÍ um það hvernig
útkoman hafi verið í kjarasamn-
ingum í það og það skiptið.
M.a. kvaðst hann ekki vilja
játast undir það að menn hafi
verið neyddir til einhverra hluta
nú í síðustu samningum. í þeim
hafi þó a.m.k. verið gerð tilraun
til að leiðrétta aðeins launin hjá
þeim lægst launuðu þar með
fiskvinnslufólkinu. „Ég held að
við getum öll samþykkt að það
sé að finna eitthvað gott við'
þessa samninga," sagðj Pétur.