NT - 27.06.1985, Side 4
Fimmtudagur 27. júní 1985 4
Verða stjörnur
á einni nóttu
myndlistarsýning á vcrkum
skóliincnienda í mörgum skól-
unt á Norðurlandi í Safnahús-
inu.
■ Lacey hefur aldrei unnið sem fyrirsæta - og kann því ekki til
slíkra verka, að því er liún segir sjálf.
NT-mynd: Ari
Fjölmennasta íþróttamót ársins 1985?
Um þúsund 9-14 ára
krakkar munu keppa
Frá rréflarifura N l í SkagafirOi, Ö.Þ.:
■ Um eitt þúsund ungmcnni
hafa tilkynnt þátttöku í Norður-
landsleikum æskunnar scm
haldnir verða á Sauðárkróki urn
helgina. Verður þetta að líkind-
um fjölmennasta íþróttamót
ársins 1985. Þátttakendur eru á
aldrinum 9-14 ára, víðs vegar að
af öllu Norðurlandi. Keppt
verður í handbolta, körfuknatt-
leik, knattspyrnu, frjálsum
íþróttum, sundi, golfi, skák og
hjólreiðum.
Að sögn Björns Sigurbjörns-
sonar, framkvæmdastjóra
Norðurlandsleikanna er undir-
búningur vegna þeirra nú á loka-
stigi. M.a. hafa verið útbúnir
keppnisvellir á Nöfunum fyrir
ofan Sauðárkróksbæ og mun
hluti af boltaleikjunum fara þar
fram. Hjá ungu kynslóðinni
virðist áhugi á knattspyrnunni
lang mestur. í knattspyrnu hafa
60 lið tilkynnt þátttöku og má
því ætla að þátttakendur í
keppninni séu um 600. Um 200
munu keppa í frjálsum íþróttum
og unr 13() í sundi.
Flestir keppendur koma frá
Akureyri, um 350 krakkar.
Æskulýðsleikarnir hefjast kl.
20.30 á föstudagskvöld með því
að safnast verður saman við
barnaskólann á Sauðárkróki og
þaðan verður gengið fylktu liði
að íþróttavellinum þar sem
leikarnir verða settir og mun
keppni síðan hefjast. Mótsslit
eru áætluð síðdegis á sunnudag.
Meðan mótið stendur yfir
munu keppendur og fararstjór-
ar - sem verða nær eitt hundrað
- búa í skólahúsnæði auk þess
sem ágætis aðstaða er á tjald-
stæðinu við sundlaugina. í
tengslum við leikana verður
Lacey Ford í viðtali við NT
■ Fyrirsætur geta átt yndislegt
líf ef þær vilja það sjálfar. Þær
geta ferðast um, kynnst nýju
fólki, séð ný og ókunn lönd. Én
þær verða líka að hafa mikla trú
á sjálfum sér og því sem þær
gera, annars hrynur draumur-
inn.
Þetta segir Lacey Ford - dótt-
ir Eileen Ford, þeirrar sem
rekur umboðsskrifstofuna Ford
Models í New York - og hún
veit hvað hún er að tala um.
Lacey hefur aldrei unnið sem
fyrirsæta sjálf - kann ekki til
slíkra verka að því er hún sjálf
segir. En hún hefur verið við-
loðandi „bransann“ næstum svo
lengi sem hún man eftir sér.
Allar fyrirsætur Ford Models
hafa í gegnum tíðina búið á
heimili foreldra hennar f New
York og orðið smám saman
hluti af fjölskyldunni.
Erfið leit
Sjálf ferðast hún um heiminn
með manni sínum, kemur á
umboðsmönnum í hinum ýms-
um iöndum fyrir skrifstofu Ford
Models í New York. Hún leitar
fallegra stúlkna, hittir þær, ræð-
ir við þær og lætur taka af þeim
myndir. Hún segist geta séð á
stúlku eftir skamma viökynn-
ingu hvort hún getur orðið góð
fyrirsæta eða ekki. í augum
stúlknanna geti hún séð gáfna-
far þeirra og allar stúlkur sem
vilja verða fyrirsætur verði að
geta sýnt persónuleika á
mynduin.
Stúlkur búnar öllu þessu er
erfitt að finna. Á sex árum
finnur Lacey Ford ef til vill
aðeins eina stúlku sem getur
orðið góð fyrirsæta - heimsfræg!
Aðeins eina stúlku þó svo hún
ferðist um öll heimsins lönd.
Nógu þroskuð18ára
Lacey telur að Lilja Pálma-
dóttir sigurvegarinn í Face of
the 80’s keppninni sem haldin
var nýlega hér á landi eigi góða
möguleika á að ná langt í fyrir-
sætustarfi.
„Lilja sigraði í keppninni
vegna þess að hún er fallegri en
hinir keppendurnir þó þær séu
allar mjög fallegar og glæsileg-
ar,“ segir Lacey. „Hún hefur
yndislega ferskt og eðlilegt útlit
og hún myndast sérstaklega vel.
Reyndar fór hún dálítið illa
að ráði sínu í samkvæminu þeg-
ar úrslitin í keppninni voru
kynnt," heldur Lacey áfram. „I
samkvæminu var hún í lágbotna
skóm svo hún virtist allmiklu
minni en hinar stúlkurnar og
auk þess skar hún sig úr í
klæðaburði á ef til vill ekki nógu
góðan hátt. “
Lilja er aðeins átján ára göm-
ul en það telur Lacey ekki vera
of ungt. Auðvitað séu átján ár
ekki mikið en stúlka sem hafi
hlotið kosningarétt átján ára
gömul eins og tíðkast í Banda-
ríkjunum ætti að vera orðin
nógu þroskuð til að geta starfað
sem fyrirsæta og tekið þátt í
Face of the 80’s keppninni þótt
það sé að sjálfsögðu nijög
persónubundið og velti á henni
sjálfri.
Helga var of ung
Lacey segir auk þess að Helga
Melsteð sigurvegarinn í Face of
the 80’s keppninni hér í fyrra
hafi verið of ung þá, 17 ára
gömul, til að fara til New York
til að starfa sem fyrirsæta. Auk
þess hafi hún ekki verið viss um
að vilja það sjálf.
Nú sé Helga hins vegar tilbúin
til þess og innan skamms taki
hún til starfa. Hún eigi að vera
einhvern tíma í Evrópu við
fyrirsætustörf til að öðlast reyn-
slu. Að því loknu fari hún til
Bandaríkjanna. „Og ég er viss
um að henni á eftir að ganga
mjög vel sem fyrirsæta því hún
er mjög falleg eins og íslenskt
kvenfólk svo oft er,“ segir Lac-
ey.
Þjálfuð fyrir keppnina
Þegar þetta viðtal við Lacey
birtist verður hún farin af landi
brott til að undirbúa komu Lilju
og annarra keppenda til Banda-
ríkjanna í lok ársins.
„Mig langar til að hún eins og
aðrir keppendur öðlist reynslu í
fyrirsætustörfum áður en hún
tekur þátt í keppninn í New
York í janúar. Þess vegna hef
ég hug á að láta hana starfa sem
fyrirsætu í Evrópu í haust þó
engin ákvörðun um það hafi
verið tekin.
Það þarf að þjálfa hana í að
koma fram, dansa og sitja fyrir
þvf aðalkeppninni verður sjón-
varpað beint í næstum öllum
löndum nema íslandi. Þátturinn
mun sýna fjöldann allan af fyrir-
sætum sem Ford Models hefur
á sínum snærum; bæði þær
stúlkur sem keppa að þessu
sinni um titilinn auk þeirra sem
tóku þátt í keppninni árið á
undan,“ segir Lacey.
Tilgangurinn með þættinum
er meðal annars sá að gera
almenningi betur ljóst hvað
verður um þær stúlkur sem taka
þátt í keppninni - sýna almenn-
ingi að þessar stúlkur hafi orðið
stjörnur á einni nóttu. í stað
þess að snúa til baka heim til
görnlu. góðu Illinois eða Akur-
eyrar.
Hún segir að þetta sé gert á
virðulegan og skemmtilegan
hátt í þættinum enda njóti hann
mikilla vinsælda vestra.
■ Örn Árnason, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Þórunn Magnea Magnús-
dóttir í hlutverkum sínum í ærslaleiknum Með vífíð i lúkunum.
Leikför um Norður- og Austurland:
Gamanleikur frumsýndur á Blönduósi
■ Nýr gamanleikur verður frum-
sýndur á Blönduósi, þann 1. júlí.
Það er leikhópur á vegum Þjóð-
leikhússins sem fer í leikför um
Norður- og Austurland með gam-
anleikinn, „Með vífið í lúkunum,"
eftir breska höfundinn Ray Coon-
ey-
Frumsýningin verður í Félags-
heimilinu á Blönduósi, þann fyrsta
og síðan fer leikhópurinn áfram
um norðaustanvert landið, og lýk-
ur ferðinni þann 14. júlí í Sindra-
bæ, Höfn á Hornafirði. Allsverða
14 sýningar í ferðinni.
Með vífið í lúkunum var frum-
sýnt í London fyrir tveimur og
hálfu ári og gengur þar enn fyrir
fullu húsi, þó svo sýningin hafi
verið sýnd þar í sjónvarpi um
síðustu jól. Um þessar mundir er
verið að sýna leikritið í fjölmörg-
um löndum Evrópu, sem og í
Ástralíu og Bandaríkjunum.
Átta leikarar fara með hlutverk
í sýningunni, og eru það þau
Þórunn Magnea Magnúsdóttir,
Örn Árnason, Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Sigurður Sigurjóns-
son, Pálmi Gestsson, Sigurður
Skúlason, Randver Þorláksson og
Þorgrímur Einarsson.
Sérsamningar í gras-
kögglaverksmiðjum:
Deilunni
vísað til
sáttasemjara
■ Deilu um sérkröfur
starfsmanna grasköggla-
verksmiðja ríkisins hefur
verið vísað til rfkissátta-
semjara, og hefur samn-
ingafundur verið boðaður
næstkomandi mánudag kl.
14.
Sigurður Óskarsson for-
maður verkalýðsfélagsins
Rangæings á Hellu sagði í
samtali við NT í gær, að
aðalágreiningurinn stæði
um greiðslur vegna
ábyrgðarstarfa á tækjum.
Einnig hefur verið deilt
um greiðslu fyrir akstur
starfsmanna til og frá
vinnu á eigin bílum, og
um breytingar á sérsamn-
ingnum til samræmis við
breytta framleiðsluhætti í
verksmiðjunum, einkum
þó á Stórólfsvöllum.
Lausn var þó í sjónmáli,
þegar deilunni var vísað
til sáttasemjara.
Samningafundir hafa
verið nokkrir í deilu þess-
ari, en aðilar komust að
samkomulagi um áður-
nefnda málsmeðferð í
■gær.________________