NT - 27.06.1985, Blaðsíða 6

NT - 27.06.1985, Blaðsíða 6
Vettvangur Fimmtudagur 27. júní 1985 6 ■ í fréttum útvurps þann 18. júní síðastliðinn var sagt að menntamálaráðherra hygðist á næsta skólaári framkvæma skólaskyldu í 9. bekk skv. grunnskólalögum. Þetta ákvæði laganna sýnist mér van- hugsað og svo er um fleiri sem málið brennur á. Því miður hafa ýmsar ákvarðanir hæst- virts ráðherra, sem snert hafa 9. bekk nýliðið skólaár, verið einkar gerræöislegar svo þessi kemur ekki giska á óvart. Hinn 8. mars 1985 hélt Bandalag kennara á Noröur- landi eystra lund þar sem skólaskylda í 9. bekk var rædd. Ætlunin var aö fá tvo fram- sögumcnn til að rnæla með og ■ Frjáls 9. bekkur, opinn öllum sem vilja, er ákjósanlegur tengiliður milli skólastiga. Þórir Jónsson: Skólaskylda - réttur eða tvo til að mæla gegn henni. Aðeins tókst að fá einn fram- sögumann meðmæltan skóla- skyldunni og má ætla að það sýni afstöðu meiri hluta kennara á svæðinu til málsins. Fundurinn samþykkti ályktun þess efnis að nemendur í 0. og 9. bekk skyldu njóta sömu aðstöðu og aðrir nemendur grunnskóla með tilliti til náms- bóka og annars kostnaðar vegna skólagöngu. Fyrrgreind ályktun fundar BKNE varefnislega samhljóða þingsályktunartillögu Málm- fríðar Sigurðardóttur, Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur og Kristínar Halldórsdóttur, sem þær lögðu fram á Alþingi í vetur: ...,,að ríkissjóður gegni sömu skyldum hvað varðar fjárframlög við 9. bekk grunn- skóla og við aðra bekki grunn- skólans, án þess þó að skóla- skylda komi til." Einu rökin með skólaskyldu í 9. bekk, sem ég hef séð haldbær, eru þau að óréttlátt sé að9. bekkingargreiði náms- bækur, launakostnað í mötu- neytum og akstur í skóla, sem aðrir nemar grunnskóla greiða ekki. Hins vegarfæégekki séð að betra sé að leysa það mál með skólaskyldu en með laga- eða reglugerðarbreytingu um skólakostnað. Vilji ráðamanna er allt sem þarf til þess að sérhver 9. bekkingur sæki skóla sér að kostnaðarlausu. Þau rök hafa heyrst að skóla- skylda sé nauðsynleg til að tryggja rétt þeirra barna til skólagöngu sem foreldrar vilja ekki að sæki skóla. Þessi rök- semd var góð og gild í byrjun aldarinnar þegar margir voru þeirrar skoðunar að skóla- ganga væri aðeins fyrir ónytj- unga sem nenntu ekki að vinna nytsamleg störf. Afstaöa fólks til skólagöngu er önnur nú. Ég hef aldrei á nálega aldarfjórð- ungs starfsferli hitt foreldra sem neitað hafa barni sínu um að setjast í 9. bekk. Hins vegar eru mörg dæmi þess að ung- lingar komi í 9. bekk vegna þess að foreldrar vilja það. Skýrslur sýna að um 5% nemenda í 8. bekk koma ekki í 9. bekk að hausti. Þorri þessara nemenda hefur átt í erfiðleikum af ýmsum toga. Ég tel að meir en vafasamt að vandi þeirra leysist með því að skylda þá til setu í 9. bekk. Ýmsir fara raunar í nám síðar ef áhugi vaknar. Mér vitanlega hefur ekki verið kannað hve stór hluti þeirra verður „tapar- ar“ í lífinu né hcldur orsök „tapsins" ef eitthvert er. Því betur hef ég séð marga nemendur sem farið hafa sem „taparar" úr skóla eftir 8. bekk verða góða starfsmenn og nýta þegna. Er það sjálfgefið að lengri nauðungarvist í skóla skapi „vinnara"? Grunnskólinn er eðli sínu samkvæmt skóli fyrir alla. Það er framhaldsskólinn hins vegar ekki. Af því leiðir að afstaða grunnskólans og kröfur hans til nemenda er annars konar en framhaldsskólans. Frjáls 9. bekkur, opinn öllum sem vilja, er ákjósanlegur tengiliður milli skólastiga. Þar er hægt að blanda saman sveigjanleika grunnskólans og fagiegum kröfum framhaldsskólans. Með því að skylda alla nem- endur í 9. bekk hlýtur að þurfa að slaka á faglegum kröfum frá því sem nú er. Afleiðingin gæti orðið sú að fyi sta ár framhalds- skólans verði nemendum enn örðugra en það er nú og þykir þó ýmsum ærið stökk úrgrunn- skóla í framhaldsskóla. í 2. grein grunnskólalaga er sagt að grunnskólinn skuli haga störfum sínum í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Þetta eru fögur orð en raunar sjálf- sagður tilgangur alls skóla- starfs á hvaða stigi sem er, en í hópi unglinga, þar sem allt að 5% eru í skólanum gegn vilja sínum, treysti ég mér ekki til að ná þessum markmiðum. Meir að segja læðist að mér grunur um að það gæti vafist fyrir hæstvirtum menntamálaráð- herra þótt harður þykist í horn að taka. Ég las fyrir nokkru grein í Politiken þar sem þetta var hatt eftir fræðslustjóra Hels- ingörborgar: „Níu ára skóla- skyldan hefur alls ekki orðið skólanum til góðs og ég beiti kvöð henni líka sveigjanlega, þ.e. útskrifa nemendur í 9. bekk sem geta komist í vinnu“. Verði 9. bekkur skylda hér- lendis vona ég að auðsótt verði fyrir þá nemendur sem vilja fá undanþágu frá skólasetu ef þeir geta fengið vinnu. Að þessum orðum skrifuð- um var ég að hlusta á viðtal við menntamálaráðherra í kvöld- fréttum útvarps. Ljóst virðist að ráðherra hefur tekið ein- hliða ákvörðun um framkvæmd skólaskyldunnar án samráðs við Námsgagnastofnun, Skóla- þróunardeild eða nokkurn þann sem málið snertir. Rök- semdir voru þær einar að hann sé að tryggja rétt barnanna! Vont er þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti, sagði Jón Hreggviðsson á Þingvöllum forðurn. 19. júní1985 Þórir Jónsson Segir nú af söfnum - eða: Um óheppilegan samanburð ■ Undirrituðum varð heldur betur á í messunni (einmitt) í fyrradag er hann ráölagði löt- um stjórnmálamönnum að sækja um starf á Landsbóka- safninu eða í Þjóðminjasafn- inu. Skal skilyrðislaust beðist afsökunnar á þessum ummæl- um sem fela það í sér að starf á þessum stofnunum sé fyrir einhverja letihauga. Svo er nefnilega alls ekki. Störf á þessuni stofnunum eru bæði erilsöm og lýjandi og eins og svo margar aðrar stofnanir ríkisins þá eru þær nijög undir- mannaðar. Það eru ekki síst við, starfs- menn fjölmiðla,sem ættum að kunna að meta störf fólks á söfnum því ekki fer svo lítil! tími í að tilreiða gögn handa okkur svoog til dæmis bókaút- gefendum, þannig að tími til eiginlegra fræði- og viðhalds- starfa vill oft verða af skornum skammti. Raunar getur starfs- maður safns aldrei lokið verki. því óþrjótandi starf bíður hans við hina eiginlegu safnvinnu ef hlé gefst á starfi fyrir utanað- komandi aðila. Tákn fyrir hið varanlega og eilífa Það ríkirkyrrð og ró þegar komiö er inn á safn. hvort sem það er hérlendis eða erlendis. Þar mætir nútíðin fortíðinni. Við kynnumst verkum og lifn- aðarháttum fyrri tíðar og upp- lifum söguna með einstæðum hætti. Því gerist það að illa innrætt hró á borð við undirrit- aðan dregur hugsunarlaust upp andstæðu milli safnastarfa, sem verða tákn fyrir hið varan- lega og eilífa og tímabundins erilsogþras stjórnmálanna. En þessu er alls ekki svo farið í raun. Starfsmaður safns þarf ekkert síður en alþingismaður- inn að leggja nótt viö dag og hann nýtur lítillar umbunar fyrir vikið, bæði í launum og svo hinu að starf hans er ekki í sviðsljósi fjölmiðlanna og er því ekki eins þekkt og skyldi og ekki eins metið. Því skal áréttuð afsökunarbeiðni til starfsfólks Landsbókasafns og Þjóðminjasafns. Þó ekki stæöi til að gera lítið úr störfum þeirra.þá má auðveldlega lesa slíka lítilsvirðingu út úr nefnd- um samanburði. Ritstjórnarstefna NT Raunar er það mjög úr takt við ritstjórnarstefnu NT undanfarið ár að vega með nokkrum hætti að vinnandi fólki. Ritstjórnarstefna blaðs- ins hefur rnótast af því að halda uppi vörnum fyrir þá sem hafa framfæri sitt af launa- vinnu. Hins vegarhafa braskar- ar hvcrskonar, þeir sem reyna að fleyta rjómann af vinnu- framlagi annarra, fengið marg- ar kárínurnar í skrifum blaðsins. En slíkt er víst á móti straumi tímanssem verðlaunar það hugvit sem gerir menn færa til að græða á öðrum en lítilsvirðir það hugvit sem ligg- ur að baki starfi hins venjulega launamanns. Á þessu verður því r.iiður engin breyting í framtíðinni þó að einstaka móh- íkani sé að reyna að streitast á móti. Eftir slíkum skrifum er varla tekið nema mönnum verði á í messunni. Það er kannski eins með safnastarfið. Eftir því er trauðla tekið nema að mistök verði, og þau eru sjaldgæf, sem betur fer. Það sem situr á hakanum En mögulega gæti þetta samanburðarslys orðið ein- hverjum hvatning til þess að fjalla um starfsemi J.andsbóka- safns eða Þjóðminjasafns til þess að kynna þjóðinni það starf sem þar er unnið og kannski ekki síður það sem þyrfti að vinna en verður að sitja á hakanum vegna fjár- skorts og mannaflaleysis. Svo tekið sé eitt dæmi þá vantar hér skrá yfir greinar í tímarit- urn og blöðum frá upphafi vega en það gæti einmitt verið eitt af hlutverkum Landsbóka- safns að vinna slíka skrá.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.