NT


NT - 27.06.1985, Side 10

NT - 27.06.1985, Side 10
 T l Fimmtudagur 27. júní 1985 10 Ingólfur Davíðsson Brúðkaupssiðir í Podhalefjöllum band aö gömlum og góðum sið forfeðra sinna. Ráðhúsgiftingin aðeins til málamynda. Eftir veislumáltíðina streymdi fólkið út í stóra korn- hlöðu sem útbúin hafði verið fyrir dansinn. Fram komu hljóð- færaleikarar frá kaupstaðnum, en söngur er þó aðalatriði. Sungin eru ýms ljóð, að mestu undir sama eða svipuðum lögum. Brúðurin er nú með skaut á höfði, tákn giftrar konu. Hún stendur á miðju gólfi, en gest- irnir dansa kringum hana þjóð- dansa og syngja henni skilnað- arljóð; fyrst ættingjar og svara- menn, en síðan aðrir. Svogengur brúðurin í dansinn og dansar hvíldarlaust að heita má við brúðgumann, ættingja og boðsmenn, jafnvel tímum saman. Móðir brúðarinnar situr af- síðis með stóra svuntu í keltunni - og í hvert skipti og einhver hefur dansað við brúðina leggur hann peninga í svuntuna. Síðast kemur brúðguminn sjálfur. Og sem merki þess að ungsveinalíf- ið sé á enda kastar hann veski sínu í fang tengdamömmu! Gestrisni er þarna mikil. Utan dyra er boðið vodka óboðnum gestum sem koma fyrir forvitni sakir, eða eiga leið hjá. Tveir lögreglumenn stigu niður úr herbíl og fengu líka sopa! f>að er ekki tekið hátíð- lega á slíku þegar brúðkaup er aldið í Podhale. (Aðalheimild grein í Aften- posten 7/4 1984, eftir Stein Savik) Myndin sýnir athöfnina í kirkjunni, pörin tvö og prestinn. Og önnur sýnir brúðarparið o.fl. í veislunni. Búningarnir eru skrautlegir mjög. ■ Vcglegt hrúðkaup í pólsku sveitaþorpi. ■ Gestur lýsir brúðkaupi þar í litlu þorpi, þar sem fornar venj- ur eru enn í heiðri hafðar. Þorpið „Enginn undir fjöllun- um“ er í Póllandi, nálægt landa- mærum Tékkóslóvakíu. Fátækt hafði lengi verið mikil, en í seinni tíð höfðu þorpsbúar efn- ast talsvert á smáiðnaði. Margir höfðu og flutt til Ameríku; sumir auðgast þar og látið af hendi rakna verulega fjármuni til þorpsbúa, og styrkt atvinnu- greinar þeirra. Víkjum nú að brúðkaupinu. Tvö pör giftu sig í þorpskirkj- unni, sem er ótrúlega stór. Hálf- tíma áður en dyrnar voru opn- aðar, kom skrúðfylking eftir götunni, fólk í litríkum klæðum, flest í skreyttum hestvögnum. Tveir forríðarar á undan með barðastóra, fjaðurprýdda hatta á höfði. Þeir voru að sækja brúðina. Brúðarparið settist í fremsta vagninn, en riddararnir tveir riðu á undan. Eftir athöfn- ina í kirkjunni hélt flokkurinn í veisluna á heimili brúðarinnar. Voru forsöngvari og harmon- íkuleikari með í för, sungu og léku þjóðsöngva. En hindranir voru á leiðinni að fornum sið. Járnkeðja var strengd þvert yfir götuna og lokaði henni alveg. Nú komu nokkrir grímuklæddir unglingar á vettvang, einn með harmón- íku, og sungu fremur þung- lyndisleg tvísöngslög með við- kvæðinu „Opnið hliðið, annars fer brúðurin að gráta“. Svara- menn brúðhjónanna tóku undir. En áður en lás járnkeðj- unnar miklu var opnaður, varð að kaupa brúðina frjálsa. Börn og unglingar gengu manna á milli með samskotabauka að safna lausnargjaldi. Peningar glumdu í baukunum og frá ein- um vagninum var rétt vodka- flaska í stað peninga. Lásinn var brátt opnaður, brúðhjóna- vagninn ók áfram en komst ekki langt. Aftur var stansað við trébrú og greitt brúðargjald að nýju, rétt við heimili hennar, sem var brúnbæsað timburhús í jaðri kornakurs. Móðir og tvær systur brúðarinnar stóðu í dyr- unum og réttu brúðarparinu brauð, salt og mjólkurglas, að gamalli venju. Þegar mjólkin hafði verið drukkin braut brúð- guminn glasið á dyrahellunni. Nú gat veislan byrjað. Brúðhjónin Zofia og Jan, 19 og 21 árs að aldri, voru námsfólk hvort frá sínu þorpi. Lengi hafði verið sparað sam- an til veislunnar, sem talin var kosta ein mánaðarlaun. Hinir um 80 gestir sátu þétt saman á trébekkjum í þremur herbergj- um. Matföng voru ríkuleg, einkum kjötréttir. En fyrst voru borin fram glös með eggjalíkjör, sem er frjósemisdrykkur, sjálf- sagður við öll brúðkaup. 10 konur höfðu starfað í þrjá daga að matargerð til veislunnar, sem stendur tvo daga. Sagt var að útvegaðar hefðu verið 150 vodkaflöskur. Foreldrar brúð- gumans kaupa drvkkjarföngin. Brúðkaup er talið hápunktur lífsins og nær allir láta vígja sig í kirkju. Yfirvöldin fyrirskipa að vísu borgaralega giftingu og því verða menn að hlíta, en láta bara líka vígja sig í kirkju og telja sig þá fyrst komna í hjóna- ■ í brúðkaupsveislunni

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.