NT - 27.06.1985, Síða 12
Britt Ekland og „Slim Jim“
héldu nýlega upp á hamingjusamt ársbrúðkaupsafmæli sitt
og samband þeirra eins og best
verði á kosið. Jim sagði að það
væri bjartara framundan lijá
þeim í peningamálum, „svo nú
höfum við Britt mikinn áhuga á
því að eignast barn". Britt tók í
sama streng. Hún hefur átt tvö
börn, og sagði það í sjálfu sér
ckkert mál að fæða barn, það
hefði gengið auðveldlega hjá
sér, -en meðgöngutíminn hefði
í bæði skiptin verið sér mikill
reynslutími. „En með Jim við
lilið mér verður það áreiðanlega
allt annað," sagði Britt.
■ „Petta stendur ekki lengi,“
sagði fólk, þegar þau Britt
Ekland og Jint McDonnell giftu
sig fyrir ári síðan. í fyrsta lagi
var það aldursmunurinn sem
fólk setti fyrir sig, en Britt er 42
ára en brúðguminn „Slim Jim“
24.
Britt er umtöluð og þekkt
leikkona og það hafa ófáar
greinar verið skrifaðar um hana
í slúðurdálka blaðanna. Margir
hafa verið tilnefndir sem kærast-
ar Britt gegnunt árin en frægasta
ástasamband hennar var þó
hjónabanJ hennar og Peter
Sellers,hins fræga leikara, sem
var ló árum eldri en hún. Þau
eignuöust eina dóttur Victoríu,
sem nú er 21 árs.
Nú snýr Britt dæminu við og
giftist manni sem er jafnmörg-
um árum yngri en hún og Sellers
var eldri.
Þau Britt og Peter Scllers
giftust 1964 og skildu síðan
fjórum árum síðar. Þá bjó hún
um tíma með Lou Adler tónlist-
armanni og plötuframleiðanda
og eignaðist son, Nicholai, scm
er fæddur 1973.
Það gckk á öllum ósköpunum
þau tvö árin sem Britt var með
Rod Stewart, poppsöngvaran-
urn fræga, sem íslendingar
fengu að kynnast nýlcga í sam-
bandi við fegurðarsamkeppnina
á Broadway. Samband þeirra
Rod og Britt cndaði meö því,
að hún lögsótti hann og krafðist
12 milljóna sterlingspunda bóta.
Þcgar þau Britt og Jim giftu
sig fyrir ári var liann í hljóm-
sveitinni Stray Cats sem gerði
Lou Adler plötuútgefandi
ineð soninn Nicholai. Þaö var
licldur stutt i sainhúð þeirra
Britt og hans.
það gott, og hann hafði nóga
peninga og lifði hátt - en lánið
er fallvalt í poppheiminum og
hljómsveitin splundraðist, svo
botninn datt úr öllu hjá poppar-
anum. Nú vinnur hann að stofn-
un nýrrar hljómsveitar, sem
heitir Phantom. „Þetta líturallt
vel út, og líklega hefur það bara
orðið til góðs, að við hættum í
Stray Cats," segir Slim Jim hinn
ánægðasti í blaðaviðtali, sem
haft var við þau hjón í tilefni
brúðkaupsafmælisins.
„Við höfum kannski minni
peninga nú um tíma - en hvað
um það, þá lærir maður að
spara," sagöi Jim. Hann viður-
kenndi þó að hann hefði í tilefni
brúðkaupsafmadisins keypt fok-
dýran perlu- og demantshring
og gefið Britt sinni.
Jim segir, að þeir Nicholai,
stjúpsonur hans, séu bestu vinir
Peter Sellers og Britt
giftust 1964 og eignuðust
eina dóttur. Þau skildu og
hann var nýkvæntur ann-
arri ungri leikkonu þegar
hann lést af hjartasjúk-
dómi.
ér um smáfólkið
Heildverslun
G.ÓIafsson hf.
Grensásvegi 8, Reykjavík.
Barnavörurnar frá CANNON
eru sérlega vandaðar og
stílhreinar.
Þær hafa staðist ströngustu
öryggis- og gæðaprófanir
með miklum sóma.
Skoðaðu CANNON
barnavörurnar í næstu
lyfjaverslun.