NT - 27.06.1985, Page 20
Fimmtudagur 27. júní 1985 20
Útlönd
Innanlandsflug í Kína
skipulagt af Lufthansa?
Kínverska ríkisflugfélagið
CAAC hefur gert samkomulag
við þýska flugfélagið Lufthansa
um að Lufthansa aðstoði við
rekstur og viðhald kínverska
flugflotans.
CAAC er víöfrægt fyrir lélegt
skipulag og slæma þjónustu.
Kínverjar hafa nú í nokkur ár
gert tilraunirtil aðbætaskipulag
flugfélagsins en með tak-
mörkuðum árangri. Þeir hafa
m.a. ákveðið að aðskilja flug-
umferðarstjórn og flugrekstur
en hingað til hefur CAAC ekki
aðeins starfað sem flugfélag
heldur hefur það einnig séð um
flugumferðarstjórn í Kína.
Fyrir nokkru ákváðu Kínverj-
ar að stofna ný fiugfélög í Kína
sem eiga að keppa við CAAC
og tryggja betri þjónustu. En
margir erlendir flugsérfræðing-
ar hafa látið í Ijós ótta um að við
Bruce Springsteen gjafmildur:
Atvinnulausir
í Frakklandi fá
10.000 dollara
- breskir námamenn f engu líka sinn skerf
París-Reutcr
■ Bandaríska rokkstjarnan
Bruce Springsteen gaf nýlega
atvinnuleysingjum í borginni
Saint-Etienne þar sem atvinnu-
ástand er mjög bágborið 10.000
■ Bandaríska rokkstjarnan
Bruce Springsteen er harðdug-
legur rokkari. En hann hefur
mikla samúð með þeim sem
minna mega sín og öriátur á fé
ef atvinnulausir eru annars
vegar. Fyrir um mánuði síðan
gaf hann atvinnulausum bresk-
um námamönnum stóra summu
og nú síðast njóta franskir at-
vinnuleysingjar í Saint-Etienne
gjafmildi hans.
dollara eða um 420.000 íslensk-
ar krónur.
Bruce Springsteen hefur
mikla samúð og skilning með
þeim sem minna mega sín enda
fjalla textar hans oftar en ekki
um hið erfiða líf sem fátæklingar
í storborgum Bandaríkjanna
lifa. Hann hélt tónleika í Saint-
Etienne fyrir skemmstu og af-
henti þá borgarstjóranum ávís-
unina með þeim orðum að erfið-
leikar og neyð atvinnuleysingj-
anna hefði snortið sig djúpt.
Springsteen er nú á tónleika-
feröalagi í Evrópu og fyrir um
það bil mánuði síðan gaf hann
atvinnulausum kolanámamönn-
um í Bretlandi umtalsverða fjár-
upphæð.
það aukist aðeins glundroðinn í
kínverskum flugsamgöngum.
Það er ljóst að Kínverjar
hyggja á mikla stækkun flug-
flota síns á næstu árum. Fyrr á
þessu ári gerðu þeir stóra samn-
inga um kaup á sovéskum,
bandarískum og evrópskum
farþegaflugvélum. Samt er enn
langt frá því að flugflotinn anni
eftirspurninni sem eykst óðfluga
eftir því sem ferðamönnum
fjölgar og efnahagur Kínverja
batnar.
Eitt helsta vandamálið við
rekstur og viðhald flugvéla
CAAC er sagt vera að félagið
hefur keypt flugvélar frá mörg-
um mismunandi framleiðend-
um. Með þessu hafa kínversk
stjórnvöld viljað koma í veg
fyrir að Kínverjar verði háðir
neinu einu ríki um flugvélar. En
rekstrarkostnaðurinn vegna
svona margra flugvélategunda
er mun meiri en ef CAAC héldi
sér við fáar tegundir. Viðgerða-
þjónustan og viðhaldskostnað-
urinn hækkar við það að hafa
margar tegundir flugvéla.
Samkvæmt samningi CAAC
við Lufthansa mun Lufthansa
senda tíu flugsérfræðinga til
Peking til að aðstoða Kínverja
við rekstur og endurskipulagn-
ingu flugflotans á komandi ári.
CAAC og Lufthansa munu enn-
fremur stofna sameiginlegt
fyrirtæki fyrir um 100 milljón
mörk (1,37 milljarðar ísl.kr.)
sem á að sjá um viðhald og
viðgerðir flugvéla CAAC.
Dollarinn
ofmetinn
um 40%
YVashington-Reuter
■ Alþjóðaefnahags-
stofnunin, Institute for
International studies, hef-
ur birt skýrslu þar sem því
er haldið fram að gengi
dollarans sé um 40%
hærra að meðaltali gagn-
vart öðrum gjaldmiðlum
en eðlilegt sé.
Alþjóðaefnahagsstofn-
unin er einkastofnun sem
framkvæmir ýmisskonar
efnahagsrannsóknir.
Skýrsla stofnunarinnar um
gengi dollarans og ýmissa
annarra gjaldmiðla var
unnin af hagfræðingnum
John Williamson. Hann
komst m.a. að þeirri
niðurstöðu að hátt gengi
dollarans sé ein höfuð-
ástæðan fyrir því að
Bandaríkjamenn skuldi nú
orðið meira erlendis en
þeir hafa lánað til annarra
ríkja eða til erlendra fyrir-
tækja.
Williamson segir að of
hátt dollaragengi hafi leitt
til gífurlegs viðskiptahalla
sem hefur neytt Banda-
ríkjamenn til að taka risa-
stór lán erlendis. Erlendar
lánastofnanir hafi verið
mjög fúsar til að lána
Bandaríkjamönnum fé
vegna þess hvað vextir í
Bandaríkjunum séu háir.
Williamson reiknaði
m.a. út það gengi sem
aðrir gjaldmiðlar yrðu að
hafa tii þess'að jafnvægi
kæmist á í alþjóðavið-
skiptum. Samkvæmt út-
reikningum hans er breska
pundið 15% of hátt en
japanska yenið 12% of
lágt, þýska markið 13% of
lágt og franski frankinn
um 5% of lágur.
'VÍ\EW HOLLAIkD
Baggafæribönd
Fáanleg bæði traktors-
drifin og fyrir rafmótor
NEW HOLLAND baggafæribönd má
koma fyrir hvort sem er i nýjum eða
gömlum hlöðum.
Vegna einfaldrar byggingar færi-
bandanna eru þau létt og lipur i
meðförum.
Lengd færibandanna er eftir þörfum hvers
og eins og má lengja þau um 2 og/eða 3
metra i senn.
Fyrirliggjandi á góðu verði og
góðum greiðsluskilmálum.
Islamabad-Reuter
■ Indversk blöð skýrðu nýlega frá
því að komið hefði til bardaga milli
indverskra og pakistanskra hersveita
á Siachenjökli í Himalayafjöllum.
Bæði Indverjar og Pakistanar gera
tilkall til jökulsins.
Indversku blöðin sögðu að Pakist-
anar hefðu reynt að ná jöklinum úr
höndum indverska hersins. I einu
blaðinu var því m.a. haldið fram að
léttum skriðdrekum hefði verið beitt
í átökunum. Pukistanir voru sagðir
hafa beðið mikið afhroð á jöklinum
sem væri enn á valdi Indverja.
Pakistanar harðneita því að nokk-
uð sé hæft í þessum fréttum um
jökulbardaga. Peir segja að engir
bardagar hafi verið á þessu svæði frá
því í júlí 1984 þegar pakistanskar
hersveitir börðust við indverskan her
sem lagði jökulinn undir sig. Pakist-
anar segja fréttir um skriðdrekabar-
daga á jöklinum fáránlegar þar sem
jökullinn sé gjörsamlega ófær fyri
þung farartæki og vopn.
Kínverskir embættismenn
sendir í kapítalistaskóla
■ Hákapítalískir viðskiptafræðing-
ar frá Hongkong hafa fengið fjörutíu
háttsetta kínverska embættismenn í
nám til sín. Embættismennirnir, sem
eru úr kínverska viðskiptaráðuneyt-
inu og öðrum kínverskum stjórnar-
stofnunum, fá tveggja mánaða leið-
beiningu í nútímaviðskiptaháttum.
Námskeiðið er haldið í Shenzhen
rétt við landamæri Hongkong en
Shenzhen er einmitt ein helsta til-
raunamiðstöð Kínverja við kapítal-
ískan atvinnurekstur og þar hafa
fjölmargir erlendir aðilar fengið leyfi
til að stofna fyrirtæki. Að námskeið-
inu loknu verður farið með embættis-
mennina í skoðunarferðalag um
Hongkong þar sem þeim verður sýnt
hvað kapítalisminn þar hefur gefið
efnahagnum mikinn drifkraft.
Námsgreinarnar, sem eimbættis-
mennirnir eiga að læra, eru m.a.
viðskiptahagfræði, fvrirtækj astj órn,
■ Kínverska borgin Shenzhen við landamæri Hongkong hefur á örfáum árum starfsmannahald. markaðsöflun, al-
breyst úr litlu sveitaþorpi í stórborg með skýjakljúfa og iðandi umferð. Shenzhen þjóðaviðskipti og bankaviðskipti.
er helsta tilraunasvæði Kínverja fyrir kapítalískan rekstur.