NT - 27.06.1985, Síða 24
HRINGDU ÞÁ Í SÍMA 68-65-62
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leið ir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: askrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
■ Hugmyndin um að stofna einkaskóla á grunnskólastigi
kviknaði fyrst hjá okkur í kennaraverkfallinu á síðast liðnu
hausti og við ákváðum að hefjast handa og kanna hvort
unnt væri að hrinda henni í framkvæmd. Við fengum mjög
góðar viðtökur og hvatningu hjá yfirvöldum menntamála,
sögðu María Sólveig Héðinsdóttir og Margrét Theodórs-
dóttir á blaðamannafundi í gær, er þær kynntu hinn nýja
skóla sem þær ætla að setja á stofn í Reykjavík í haust.
Starfsleyfi frá menntamála-
ráðherra liggur þegar fyrir og
ljóst er að Reykjavíkurborg
mun einnig styrkja skólann með
niðurfellingu húsaleigu af hús-
næði í gamla Miðbæjarskólan-
um, eða a.m.k. með verulegum
afslætti af húsaleigu. Fyrir því
hafa þær orð Davíðs Oddssonar
borgarstjóra og Ragnars
Júlíussonar formanns Fræðslu-
ráðs Reykjavíkur. Hins vegar
mun hvorki borgarráð né
fræðsluráð hafa fjallað um
málið. Endanlegur samningur
við borgina liggur ekki fyrir.
Styrkur ríkisins felst í launa-
greiðslum en laun kennara skól-
ans verða greidd af fjármála-
ráðuneyti samkvæmt samning-
um ríkisins og BSRB, en kenn-
■ Eigendur nýja einkaskólans
þær María Sólveig Héðinsdóttir
og Margrét Theodórsdóttir.
NT-mynd: Ari
Nýi einkaskólinn:
Flestir foreldrar tilbúnir
að greiða 3200 kr. á mán.!
segja stofnendur; húsnæði tekið af
Vesturbæjarskóla sem nú þegar býr við húsnæðisskort
arar hins nýja skóla, Tjarnar-
skóla, verða síðan yfirborgaðir
af skólanum. Ekki fékkst upp-
gefið á blaðamannafundinum í
gær hversu miklar yfirborganir
yrði um að ræða.
Þær María Sólveig og Mar-
grét sögðu að þær vildu reka
skemmtilegan skóla, bæði fyrir
nemendur og starfsmenn. Þær
vildu ekki fallast á að skóli
þeirri byggði á mismunun eftir
efnahag foreldra, þótt margir
byggju við bág kjör væru flestir
foreldrar tilbúnir til að greiða
rúmlega 3000 krónur fyrir
menntun barna sinna. Mismun-
unin ef einhver væri fælist í því
að ekki kæmust nema 100 börn
hið mesta í Tjarnarskóla.!
Varðandi spurninguna um
hvernig nemendur yrðu valdir
inn í skólann sögðu þær, að
sami háttur yrði hafður á og
tíðkast við Kvennaskólann,
hvert borgarhverfi fengi sinn
kvóta. Ekki fengust skýr svör
við því hvernig yrði valið ef
umsóknir úr hverfunum færu
fram úr því sem unnt yrði að
verða við, nema hvað þær sögðu
að ekki yrði farið eftir getu. Um
niðurröðun í bekki sögðu þær
að þær hefðu hugsað sér að hafa
Hagaskóla sem fyrirmynd,
reynt yrði að sjá til þess að ekki
yrði gífurlegur munur á getu
nemenda en um einhverja stýr-
ingu yrði að ræða. Ekki verða
fleiri en 25 nemendur í bekkjar-
deild og bekkjardeildir verða
alls fjórar.
Þær María og Margrét sögðu
að borgin útvegaði þeim hús-
næði, sem nægði til að uppfylla
skilyrði grtmnskólalaga um lág-
marks fermetrafjölda á hvern
nemanda. Þess má geta að Vest-
urbæjarskólinn hefur haft afnot
af húsnæði Miðbæjarskólans og
mun hafa áfram, en sá skóli býr
við mun þrengri húsakost en lög
gera ráð fyrir að því er upplýst
var á fundinum.
Verðhækkun
á trosinu
■ Verðlagsráð hefur
heimilað 7 til 8 prósent
verðhækkun á þorski og
ýsu til neytenda. Kemur
hækkunin í kjölfar fisk-
verðshækkunarinnar í
upphafi mánaðarins. Þá
hefur ráðið hcimilað
skipafélögum 8 prósenta
hækkun farmgjalda. Um
hvort tveggja var fjallað á
fundi ráðsins á mánudag.
verður ofí mikið bál
■ Mikið bál kom upp í hrúgu af olíumöl, gúmmíbobbingum og fleira dóti sem var fast við
geymslubragga Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar. Fór þó betur en á horfðist, þar sem eldur náði
ekki að komast í braggann, en þar voru geymd veruleg verðmæti, m.a. fiskkassar, nætur, troll
og fleira.
Að sögn lögreglunnar á Fáskrúðsfirði er málið á rannsóknarstigi. En svo virðist sem ungur
maður á staðnum hafi verið að leika sér að því að kveikja í einhverju dóti og hent því svo á
fyrrnefnda hrúgu með þeim afleiðingum að eldur komst í allt saman. Mikinn reyk lagði yfir
skreiðarhjalla í grenndinni, en lögreglan kvaðst búin að fá vottorð frá fiskmatsmanni um að
skreiðin hafi sloppið við skemmdir, þannig að tjón hafi orðið minna en lcit út fyrir á tímabili.
Ofboðslegur hiti var í hrúgunni en gröfumanni tókst þó að ýta henni nokkuð frá bragganum,
þar sem síðan logaði í henni fram eftir degi. NT-mynd: Bjami Bjomsson
Evrópumótið í bridge:
Portúgal
ruttúr
veginum!
- ítalirerunæstneðst-
ir eftir 6 umferðir
■ Islendingar unnu
. Portúgala í 6. umferð Evr-
ópumótsins í bridge, en
duttu samt niður um eitt
sæti og eru nú í 9.-10. sæti
af 21 þátttökuþjóð. Frakk-
ar hafa nú tekið forustuna
en mótið er enn mjög
jafnt.
Jón Baldursson, Sigurð-
ur Sverrisson, Aðalsteinn
Jörgensen og Valur Sig-
urðsson spiluðu fyrri hálf-
leikinn gegn Pörtúgölum
og náðu 22 impa forystu.
Jón Asbjörnsson og
Símon Símonarson leystu
Aðalstein og Val af í seinni
hálfleik en í honum náðu
Portúgalar að klóra í
bakkann og lokastaðan
varð 68-59 fyrir ísland eða
16-14 sigur.
Það vekur athygli að
eftir 6 umferðir eru Italir í
næstneðsta sæti á mótinu,
en margir höfðu spáðþeim
sigri. Frakkar hafa hins-
vegar fullan hug á að
halda Evrópumeistaratitli
sínum. Lið þeirra nú er
skipað Chemla, Perron,
Soulet, Lebel, Covo og
Paladino.
Röðin á mótinu er eftir-
farandi: 1. Frakkland 111,
2. ísrael 110, 3. Pólland
106, 4. Holland 105, 5.-7.
Austurríki, Bretland, Sví-
þjóð 109,8. Grikkland 98,
9.-10. ísland, Þýskaland
93, 11. Ungverjaland 88,
12.-14. Noregur, Portú-
gal, Spánn 86, 15. írland
85, 16. Danmörk 83, 17.
Finnland 82, 18. Belgía
81, 19. Sviss 77,20. Ítalía
75, 21. Luxemborg 52.
Sjöunda og áttunda um-
ferð verða spilaðar í dag
og þá spilar ísland við
Svíþjóð og Luxemborg.
Þá hefst keppni í kvenna-
flokki í dag og spilar ís-
lenska liðið við Frakkland
og Sviss.