NT - 06.07.1985, Page 1

NT - 06.07.1985, Page 1
NEWS SUMMARYIN ENGUSH 3SEEP. 20 Ullarvörukaupmenn frá glaðning í haust: Ameríkanarnir koma í þúsundavís að versla ■ Nú í byrjun júlí hafa þegar á annað þúsund Bandaríkjamenn bókað sig í sérstakan helgarverslunar- leiðangur með Flugleiðum til Reykjavíkur í haust og vetur og búist er við að tala þeirra muni tvöfaldast áður en yfir lýkur. Að sögn Sigfúsar Erlings- sonar framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða kaupa Bandaríkjamennirnir yfirleitt fyrir mikið fé og hclst eru það ullarvörurnar sem heilla. Samkvæmt lauslegri könnun sem Flug- leiðir hafa gert eyðir venju- legur bandarískur ferðamað- ur 350-500 dollurum að með- altali eða unr 14-20.000 ís- lenskum krónum en þess væru dæmi að menn keyptu í kassavís og greiddu þá tolla af vörunum við komuna til Bandaríkjanna. Verslunarferðir þessar sem kallast „A Shopping Tour to Iceland" og eru aug- lýstar í sanrvinnu við banda- rískar ferðaskrifstofur hafa lengi veriö í undirbúningi. Langflestir Bandarikja- mannanna kæmu frá Chicago en í framtíðinni er vonast til að þeir sem búa í og við nágrenni New York og Was- hington flykkist í þessarferðir. Ferðir þessar hefðu verið komnar vel á veg í fyrrahaust en verkfallið sem þá skall á á íslandi hefði sett strik í reikn- inginn, og samkvæmt heim- ildum NT hafði bandarísk kona lýst því yfir þegar hún bókaði sér far í verslunarferð að hún ætlaði að kaupa ullar- vörur fyrir 10.000 dollara. y Lokar á Þykkvabæjarkartöf lur ■ Konur scm stofnaö hafa lilula- félag um kaup á þrcuiur hú.suin viö Vesturgötu undir félags og menn- ingarstarfscmi fcngu í dag afhcnta lyklaua aö húsunuin og í portinu við húsin voru kaupin haldin liá- tíölcg við inikil fagnaöarhcti, iúörablástur og söng og glcns. Konurnar í stjórn hlutafélagsins scm sjást fremst á inyndinni af- hcntu 1,4 milljónir króna við undirritun kaupsainnings cn af- gangnum 8,1 milljónir krúna vcrö- ur safnaö á cinu ári mcð sölu hlutabréfa. Iflutafjársöfnunin hcfur gcngiö mjög vcl og þcgar liafa uin K00 konur gcrst hlutahafar. N'r-iiiynd Svcrrir 3 V2 ár fyrir nauðgun ■ Hæstiréttur hefur dæmt í niáli Reynis Lúterssonar, seni gerði tvær tilraunir til nauðgun- ar sama kvöldið, við Hverfís- götu fyrir ári. Dómurinn telur engan vafa á því aö Reynir sé sekur í máli þessu og dæmir hann til 3 ára og 6 mánaða fangelsjsvistar. Til frádráttar koma þeir 27 dagar sem Reynir sat í gæsluvarð- haldi. Reyni var gert skylt að greiða annarri konunni sem fyrir verknaðinum varö, skaðabætur, Reynir skal auk þess greiða málskostnað. Varnarliðið stefnir að byggingu 250 íbúða íslenskum hönnuðum gefinn kostur á að vera með ■ Bandaríski herinn á Keflavíkurflugvelli áformar að byggja 250 íbúðir fyrir starfsmenn sína, ef fjármagn fæst til þess á fjárhagsáætlun Bandaríkjaþings fyrir 1987. Tilgangurinn með bygging- um þessum er, í fyrsta lagi, að færa þá varnarliðsmenn, sem búa utan vallar inn á völlinn, í öðru lagi að endur- nýja húsnæði, sem þegar er á vellinum og í þriðja lagi að auka hlutfall varnarliðs: manna með fjölskyldur. Ekki er meiningin, að varn- arliðsmönnunum fjölgi með tilkomu þessa nýja fbúðar- húsnæðis. Sverrir Flaukur Gunn- lausson skrifstofustjóri varn- armálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins sagði í samtali við NT, að skrifstofan hefði unnið að því í vetur að skapa íslenskum hönnuðum mögu- leika á að taka að sér viss verkefni á Keflavíkurflug- velli. Nú hefði opnast mögu- leiki á, að þeir geti keppt við bandaríska hönnuði, sem ekki hefði verið hægt áður. Miðað væri við, að stofnaðir yrðu hópar hönnuða, svo sem arkítekta og verkfræð- inga, en það ætti síðan eftir að koma í ljós hvort það væru íslenskir aðilar, banda- rískir eða íslenskir og banda- rískir, sem fengju verkefnið. Sverrir Haukur lagði áherslu á að innan hópanna yrðu að vera nægilega margir sér- fræðingar til þess að þeir gætu tekið verkefnið að sér sem heild. Nokkrir íslenskir arkítekt- ar hafa þegar lagt inn um- sóknir um að fá að vera með í hönnun íbúðanna, en það var aðeins fyrir tilviljun, að stjórn Arkítektafélags ís- lands barst vitneskja um þetta til eyrna. Forystumenn arkítekta gengu því á fund utanríkisráðherra, þar sem þeir lögðu áherslu á að þetta hefði mátt fréttast fyrr. Jafn- framt lögðu þeir áherslu á að íslenskir arkítektar ættu að vera í forsvari fyrir öðrum mannvirkjum en hernaðar- mannvirkjum á íslensku landi. ■ Tilkoma hinnar nýju kart- öflupökkunarstöövar Þykkbæ- inga og ákvöröun eigenda henn- ar (nær allir kartöflubændur í Þykkvabæ) aö annast um hluta af dreifíngunni sjálfír - til að reyna aö koma auknu magni á markað - mun hafa valdið því að stjórnendur Grænmetisversl- unar landbúnaðarins hafa ákveðið að stöðva dreifíngu á kartöflum þaðan, í bili a.m.k. „Nei, þao er ekkert kartöflu- stríð. En það mun eitthvað til í því að þeir hjá Grænmetinu hafi sagt að þeir vilji ekki taka af okkur kartöflur til dreifingar, þó ég telji nú víst að það eigi eftir að breytast. Ástæðan er sú að við höfum lýst yfir að við hyggjumst líka nota annað dreifingarfyrirtæki til að koma kartöflunum okkar á markað - en þeir vilja víst að við seljum annaðhvort allt í gegn um Grænmetið eða ekkert,“ svar- aði Páll Guðbrandsson, fram- kvæmdastjóri Pökkunarsiöðvar Þykkvabæjar spurningum NT. Þar eystra sagði hann menn telja Sunnlendinga hafa í vetur tapað mikilli hlutdeild í sölu á Reykjavíkursvæðinu - aðrir landshlutar liafi náð of stórum hluta af markaðinum miðað við framleiðslu á hverju svæði. Samkvæmt reynslu þeirra m.a. teldu Þykkbæingar möguleika á að koma meiru af sinni fram- leiðslu á markað gegn um tvo dreifingaraðila í stað aðeins eins - Grænmetisverslunina. „Það er kannski ekki rétt að við ætlum ekki að dreifa kartöfl- um úr Þykkvabæ. En við verð- um að vita hvernig við eigum að taka á þeim málum þegar fleiri eru farnir að dreifa fyrir þá, og það mál er ekki leyst,“ sagði Gunnlaugur 3jörnsson, for- stjóri Grænmetisverslunarinn- ar. Hann kvað samþykktir hafa verið gerðar í samtökum kart- öflubænda sjálfra unt það að menn sættu kvóta, miðað við framleiðslu hvers og eins. „Það er þetta sem við erum að halda í-ekkert annað. Þessi breyting á ekki að gefa Þykkbæingum möguleika umfram aðra til að losna við sína uppskeru," sagði Gunnlaugur.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.