NT - 06.07.1985, Side 4

NT - 06.07.1985, Side 4
 nr? Laugardagur 6. júlí 1985 4 IlU Fréttir Hjálparstofnun kirkjunnar: Safnar til áfram- haldandi hjálpar - í Eþíópíu í sumar ■ Beiöni hefur borist frá ís- lenska hjúkrunarfólkinu, sem nú starfar í Eþíópíu, og eþíóp- ísku kirkjunni um að íslenska hjálparstarfinu á neyöarsvæö- unum mcgi halda áfram, en starfstími íslenska hjúkrunar- fólksins viö ncyðarstörfin rcnn- ur út í lok júlí. í frétt frá H jálparstofnun kirkj- unnar segir að nú sé knýjandi aö vita hvort þessu starfi megi halda áfram fram að áramótum og þaö sé í höndum íslenskra gefenda að ákveöa um þaö því án framlaga þeirra sé ekkert hjálparstarf. Því hefur Hjálparstofnun kirkj- unnar sent gíróseöla ásamt fréttabréfi inn á hvert heimiii. Bankar sparisjóöur og póstaf- greiðslur taka viö framlagi með gíróseðlunum. Þá taka sóknar- prestar, Kirkjuhúsiö við Klapp- arstíg og skrifstofa Hjálpar- stofnunarinnar, Suöurgötu 22, Reykjavík einnig við framlög- um. ■ Forsíða fréttabréfs Hjálpar- stofnunar kirkjunnar: Mynd af Björgu Pálsdóttur hjúkrunar- fræðingi sem nú starfar í Eþíóp- íu, cn henni tókst að bjarga lífi barnsins sem hún heldur á ásamt móður þess. Sláttur hafinn víða í Borgarfirði Frá Maj>núsi Magnússyni, frétaritara NI í Borgarfirði: ■ Nú hafa flestir bændur haf- ið slátt hér í Borgarfirði. Sprettutíð hefur verið góð undanfarnar vikur og því all- mikið gras komið í tún. Bíða nú Hestir nteð óþreyju eftir þurrki. Þó að flestir bændur séu nú að byrja heyskap, þá eru til nokkrir hér í héraðinu sem langt eru komnir og jafnvel búnir með fyrsta slátt. Eru þetta einkum þeir sem eru með kúabú og þar af leiðandi friðuð tún á vorin og jafnframt hcyja bróðurpartinn í vothey. Magnús Ólafsson og sonur hans Haraldur í Belgsholti hafa nú lokið heyskap og eru komnir nteð fullar hlöður af úrvalsheyi. Einnig eru kúabændur eins og Bjarni og Sigurður í Nesi og bræðurnir á Skálpastöðum langt komnir með heyskap." r BLAÐBERA VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI: kópavogur: ÁSANAí KÁRSNESBRAUT ÁRBÆJARHVERFI MARBAKKABRAUT LANGHOLTSVEG HELGUBRAUT [ia EINNIG VANTAR BLAÐBERA Á BIÐLISTA í ÖLL HVERFI ggiill '•w-iíir;;;;; ixjiilli líiil'. 1111 Síðumúlil 5. Sími 686300 Ásaprestakall: Lögmæt kosning ■ Talin hafa verið atkvæði Á kjörskrá voru 162 og at- í prestkosningu í Ásapresta- kvæði greiddu 99, eða 62%. kalli í Skaftártungum. Um- Úrslitin urðu þau, að Sig- sækjendur voru tveir, séra hvatur fékk 79 atkvæði, en Sighvatur Birgir Emilsson á Hörður 7. Auðir seðlar voru Hólum og séra Hörður Þ. 13. Kosningin var lögmæt. Ásbjörnsson úr Reykjavík. Verndum Laugarnesið! ■ Við undirrituð förum fram á það við borgarstjórn Reykja- víkur, að frestað verði öllunt ákvörðunum um mannvirkja- gerð, þar með talin gatnagerð, í Laugarnesi og á Laugarnes- tanga uns gerð hefur verið úttekt á fornminjum, náttúru- fari og útivistargildi þessa ein- staka svæðis.“ Þannig hljóðar áskorun sem Davíð Oddssyni borgarstjóra var afhent í gær og með fylgdu undirskriftir 1350 Reykvík- inga. Tilefnið er umræður um fyrirhugaða gatnagerð í gegn- um „græna svæðið“ í Laugar- nesi og stækkun lóða Tollvöru- geymslunnar og Olís inn á þetta svæði. Það voru þau Þorleifur Ein- arsson formaður Landvernd- ar, Einar Egilsson formaður Náttúruverndarfélags Suð- vesturlands og Brynja Jó- hannsdóttir, fulltrúi íbúa í Laugarneshverfi, sem afhentu borgarstjóra undirskriftirnar. INNANHÚSS 0G UTAN ALLA LAUGAR- DAGA

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.