NT - 06.07.1985, Blaðsíða 7

NT - 06.07.1985, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. júlí 1985 7 ■ Landsbókasafnið var opnað í Safnahúsinu 28. mars 1909. Teikningar af húsinu komu til landsins 1906 og var hornsteinninn lagður 23. sept. sama ár. safn og Háskólabókasafn flytja í Þjóðarbókhlöðu veit enginn enn. Hvaða áhrif hefur þessi húsnæðisskortur? Af þessum sökum hafa bæði söfnin orðið að taka á leigu húsnæði utan safna. Leigukostnaður safn- anna var á seinasta ári um ein milljón króna. Þjóðskjalasafn- ið, sem á að fá Safnahúsið allt til umráða í fyllingu tímans, þurfti á seinasta ári að borga um hálfa milljón í húsaleigu. Húsaleigukostnaður þessara þriggja safna var því alls um ein og hálf milljón á seinasta ári. Þessi kostnaður hlýtur að hækka miklu meir en nemur eðlilegri hækkun húsaleigu, því að þörfin fyrir aukið geymsluhúsnæði vex hratt. Ekki er hægt að hætta að taka við eða safna. Þess vegna er víst, að þessi húsaleigukostn- aður verður orðinn margfaldur að raungildi innan fárra ára. Þessi húsaleigukostnaður er ekki nema hluti kostnaðarins, sem af litlu húsnæði stafar. Mikill tími starfsmanna fer í að sækja og flytja í útibúin. Flutningskostnaður beinn er einnig verulegur. Hér er ekki heldur meðtalinn sá kostnað- ur, sem felst í óþægindum og. tvíverknaði, sem af þrengslun- um stafar. Þetta ástand er einnig drag- bítur á rannsóknir í landinu. Margt af þeim bókum og skjölum, sem utan safna eru geymd, er ekki aðgengilegt og verður því ekki notað við rann- sóknir. Stundum heyrast þær raddir, að Þjóðarbókhlaðan sé dýr og jafnvel óþörf. Sjaldnar heyrist sama sjónarmið um verslunar- hallirnar. Þögnin er fróðleg Skrár Baldur nefnir einnig í pistli sínum, að hérlendis vanti „skrá yfir greinar í tímaritum og blöðum frá upphafi vega en það gæti einmitt verið eitt af hlutverkum Landsbókasafns að vinna slíka skrá“. Þetta er alveg rétt. Við sem vinnum í Landsbókasafni könnumst vel við að oft er s'purt um greina eftir Jón Jónsson og minning- argrein um Pétur eða Pál. Þetta verður ekki fundið fyrr en eftir mikla leit, og stundum er engin leið að finna neitt nema fletta mörgum árgöngum blaða. Niðurstaðan er sú, að menn eyða miklum tíma í leit eða leggja ekki í hana. Þó er rétt að nefna spjaldskrá mikla í Landsbóka- safninu yfir efni í blöðum og tímaritum frá upphafi. Sú skrá er unnin á löngum tíma og ekki alltaf samræmi í skrán- ingu. Þar er aðeins skráð á höfunda, en engin flokkuð skrá. Úr blöðum er skráð valið efni, t.d. ekki pólitískar þras- greinar. Höfuðgallinn við þessa skrá er hve skammt hún er komin, t.d. er efni úr Þjóð- viljanum ekki skráð nema til 1944, Tímanum til 1947, en lengst er Morgunblaðið komið til 1960. Þrátt fyrir galla sína má fá ýmsar tilvísanir úr þess- ari skrá, svo langt sem hún . nær. Frá og með 1968 má fá vitneskju um efni tengt bók- menntum í bókmenntaskrá Skírnis. í nágrannalöndunum eru ár- lega út gefnar skrár um efni í blöðum og tímaritum, t.d. í Danmörku kemur árleg skrá um efni í blöðum og önnur um efni í tímaritum. í Danmörku, er einnig árlega út gefin „Avis- árbogen" um atburði utan- landsoginnan. Loksmánefna, að Danir gefa út skrá um efni í grænlenskum blöðum og tíma- ritum. Þessar skrár eru einnig flokkaðar, svo að auðvelt er að finna efni eftir flokkum. Skorturinn á bókum af þessu tæi hefur orðið til þess hérlend- is, að sagnfræðingar hafa farið að vinna sérstaka skrá fyrir sínar þarfir og bókmennta- menn einnig. Fleiri greinar hugsa eflaust álíka. Þessir skrásetjarar verða einnig að leita víðar, því að fátt er til af skrám um bækur, t.d. vantar nákvæma heildarskrá um bækurfrá 1700-1944. Þjónustumiðstöð bókasafna hefur gefið út stafrófsraðaða skrá um bækur 1944-1973. Flokkuð skrá um íslenskar bækur er ekki til fyrr en árleg skrá í Árbók Landsbókasafns frá 1944. Nú á næstunni er lokst væntanleg 5 ára sam- steypa, bæði í stafrófsröð og flokkuð, úr íslenskri bókaskrá fyrir árin 1974-1978. við með tali sínu um fiskimið veit ég ekki. Varla er ætlunin að fara að fiska í því liði sem hefur gengið til liðs við BJ? Hann hlýtur að fiska einhvers- staðar annarsstaðar. Stofnmálið fær ekki byr Nú er það eitt mál sem sameinar hina sundurleitu hjörð sem skipað hefur sér undir merki Bandalags jafnað- armanna. Það er að ófarir íslendinga í stjórn sinna eigin mála megi rekja til gallaðrar stjórnskipunar. Út á þetta stofnaði Vilmundur heitinn Gylfason bandalagið og setti fram þá lausn að kjósa skyldi forsætisráðherra beinni kosn- ingu. Um þetta hafa banda- lagsmenn þjappað sér og látið" sem þetta væri eina málið sem hefði þýðingu því að fram- ■ Frjálshyggjunienn eða fé- lagshyggjufólk? Forystumenn Bandalags jafnaðarmanna liggja nú undir ámæli frá óbreyttum fyrir hægri- mennsku. gangur þess væri forsenda alls annars. Það er í rauninni á- stæðan fyrir hversu sundurleit hjörð skipar sér undir merki BJ að bandalagið er stofnað kringum þetta eina mál og svo það að Vilmundur hreif með sér menn úr ýmsum áttum. Og mikið rétt, undir þetta bar- áttumál geta allskonar menn skipað sér en nú er farið að bera á því innan bandalagsins að rétt væri að minnka þessa ofuráherslu á stofnmálið, það hlusti hvort sem er enginn á það og það höfði lítt til liðsins í landinu sem hlaupi á eftir þeim sem hæfastur er í því að lofa gulli og grænum skógum. Og það má fastlega reikna með því að þegar þetta mál verði úr sögunni þá magnist deilur og átök innan þessa litla bandalags um hver sé grund- vallarstefna þess í þjóðmálum. Að veðja á krónupening í loftinu Bandalag jafnaðarmanna var mjög þörf tilraun því að hún braut mörgu ágætu fólki leið inn í íslensk stjórnmál. En bandalagið getur aldrei orðið varanlegt fyrirbrigði nema að baki því liggi einhver heil- steypt lífsskoðun önnur en sú að kerfinu þurfi að breyta. A.m.k. hljóta félagshyggju- menn að hugsa sig sjö sinnum um áður en þeir kasta atkvæði sínu á flokk sem verður þegar allt kemur til alls þýðingarmik- il hækja frjálshyggjunnar í því að setja velferðarsamfélagið á uppboð markaðarins. Ogsama hugsun hlýtur að sækja að frjálshyggjumönnum. Þeirfara tæpast að styðja apparat sem gæti snúist upp í það að verða atkvæðamikill verndari vel- ferðarsamfélagsins. Menn kasta hreinlega ekki atkvæði sínu á krónupening sem er í loftinu. Þess vegna verður bandalagið, ætli það sé framtíð, að leyfa krónunni að lenda og láta alla sjá þá hlið sem upp snýr. Því er það best fyrir alla aðila að þau átök sem í uppsiglingu eru á mótum heita og kalda straumsins verði sem mest og endi í afgerandi niðurstöðu. Baldur Kristjánsson. Verð i lausasölu 35 kr. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Núfíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson. Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. I Prentun: Blaðaprent h.f. , Kvöldsimar: 686387 og 686306 og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. Allt skólakerfið verði bónuskerfi ■ Almenningur hefur nú haft tvær vikur til þess að ræða um bónusskólann í Miðbæjarskólanum, Tjarn- arskóla. Þegar rykið sest, stendur eitt eftir: Þetta er auðvitað enginn einkaskóli í eiginlegri merkingu þess orðs, a.m.k. miðað við það sem gerist í Bandaríkjunum. Þetta er þessi venjulegi íslenski kapitalismi, ríkisrekinn á öllum áhættustigum, en síðan á hagnaðurinn að koma í hlut einstaklinga sem reka skólann og vinna við hann. Samkvæmt forskriftinni munu svo skattgreiðendur greiða tap, ef sú staða kemur upp. Leiðarahöfundur DV bendir á þessa staðreynd í forystugrein í vikunni og harmar auðvitað, að í þessu tilfelli skuli einkaframtakið ekki reynast ódýrara fyrir skattgreiðendur og vísar til almennra útboða. Pað hlýtur að vera talsmönnum hins óhefta einkaframtaks áhyggjuefni hversu dug- litlir fylgismenn þeirra virðast vera þegar á hólminn er komið: Hvers vegna keyptu forráðamenn Tjarn- arskóla ekki húsnæði og réðu kennara fyrir eigin reikning, stofnuðu raunverulegan einkaskóla? Raunar hefðu menn haft af því fróðleik að sjá höfund „fréttaskýringar“ um málið í Morgunblaðinu í vikunni velta þessari spurningu fyrir sér í stað þess að bögglast hofmóðugur yfir málið og komast að sömu gömlu niðurstöðunni: Kennarar eru á móti einkaskólum af því að þeir eru allir róttækir vinstri sinnar. Það væri gaman að vita, hvað ágætir íhaldsmenn í kennarastétt hafa að segja um þessa niðurstöðu sem ekki er ný og hefur gengið sem rauður þráður í gegnum afstöðu Ragnhildar Helgadóttur mennta- málaráðherra til skóla í landinu og menntakerfisins í heild. Afstaða kennara til bónusskólans er einföld: Heimild ráðherra til þess að setja bónusskólann á laggirnar lýsir skilningsleysi ráðherrans á raunveru- legri stöðu kennara og ástandi í skólamálum landsmanna. Kennarar eru að flosna upp frá störfum sínum og starfsemi skólanna eru miklar skorður settar í fjársvelti. Bónusskólinn er bara einn og þar fá fáir kennarar starf. Þetta er því engin lausn fyrir kennarastéttina eða skólamál í landinu. Bónusskól- inn er dæmi um fyrirbæri sem var vitlaust kynnt í upphafi, - þetta er ekki einkaskóli, eins og tilkynnt var með braki og brestum, heldur ríkisskóli, sem heimilað hefur verið að innheimta aukagjald af' hverjum nemanda. Eitt er ljóst: Foreldrar vilja hlúa að skólum barna sinna og menntun. Menntamálaráðherra hefur því tækifæri til þess að snúa við blaðinu. Hugmyndir hafa komið fram innan samtaka kennara, að öllum skólum í landinu verði heimilað að leggja aukagjald á hvern nemanda til þess að geta greitt hærri laun og bætt aðstöðu nemenda. Nú er það spurningin: Vill menntamála- ráðherra beita sér fyrir því að allt skólakerfið verði bónuskerfi, að foreldrar fái að leggja fé með börnum sínum til skólanna og jafnvel að frjálsum framlögum megi veita viðtöku, enda verði þau skattfrjáls?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.