NT - 06.07.1985, Síða 9

NT - 06.07.1985, Síða 9
Laugardagur 6. júlí 1985 9 NUF-ráðstefna á íslandi ■ Norrænir kennarar í sjúkra- þjálfun (Nordiske undervisende Fysioterapeuter) halda ár hvert ráðstefnu, þar sem fjallað er um kennslu í sjúkraþjálfun og skipst á upplýsingum um skólamál. Auk þess er aðalfund- ur haldinn í tengslum við ráð- stefnuna. Árið 1985 markar tímamót, þar sem ráðstefnan fór fram á Islandi í fyrsta sinn dagana 30.6- 4.7. Öllum sjúkraþjálfurum, sem þegar tengjast kennslu í sjúkra- þjálfun eða hafa hug á að gera það í framtíðinni var heimil þátttaka. Efni ráðstefnunnar var: 1. Verkleg kennsla í sjúkraþjálf- un. Ella Kolbrún Kristinsdóttir, dósent flutti inngangsfyrir- lestur, en síðan voru hóp- umræður. 2. Notkun tölvu við kennslu í sjúkraþjálfun. Fyrirlestur flutti Ben Barkman, háskólakennari frá Amsterdam. 3. Aðalfundur og upplýsinga- skipti. Ráðstefnuna sóttu um 80 manns, þar af 22 frá íslandi. ■ Sfjóm Menningarsjóðs Sambandsins og styrkþegar. Stjórnin situr við borðið en í henni eru séra Sigurður Haukur Guðjónsson, Valur Araþórsson og Erlendur Einarsson, Dagbjörg Höskuldsdóttir og Eysteinn Jónsson eiga einnig sæti í stjórninni, en voru ekki viðstödd þegar myndin var tekin. 17styrkþegar fengu rúma milljón kr. ■ Nú í vor var að vanda út- hlutað allmörgum styrkjum úr Menningarsjóði Sambandsins. Að þessu sinni fengu 17 aðilar styrki, samtals að fjárhæð 1.030 þús. kr. Styrkþegarnir voru eftirtaldir. ’85 nefndin, samstarfsnefnd um lok kvennaáratugar S.t>., vegna listahátíðar haustið 1985, 100 þús. kr. Sr. Eiríkur J. Eiríksson, Sel- fossi vegna fræðirannsókna er lendis, 75 þús. kr. Áhugamannafélag unt upp- byggingu og verndun Löngu- búðar, Djúpavogi, 75 þús. kr. Leikklúbburinn Saga, Akur- eyri, vegna leikfarar um Norðurlönd, 75 þús. kr. Sundlaugarsjóður Grímseyj- ar, 75 þús. kr. Kór Langholtskirkju, vegna söngferðar erlendis, 75 þús. kr. Pólýfónkórinn, Reykjavík, vegna söngferðar til Ítalíu, 75 þús. kr. íslenski Alpaklúbburinn, vegna tækjakaupa, 60 þús. kr. Flugbjörgunarsveitin, Reykjavík, vegna tækjakaupa,. 60 þús. kr. Baldur Hrafnkell Jónsson, vegna gerðar heimildakvik- myndar um Tryggva Ólafsson listmálara, 60 þús. kr. Textilfélagið, Reykjavík, 60 þús. kr. Katrín Sigurðardóttir, Húsa- vík, vegna söngnáms. 60 þús. kr. Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari, 60 þús. kr. Guðbjörn Thoroddsen, leik- ari, vegna kynningarferðar, 30 þús. kr. Hjalti Rögnvaldsson, leikari, vegna kynningarferðar, 30 þús. kr. Sunddeild Ungmcnnafélags Njarðvíkur, 30 þús. kr. Inga Bjarnason leikstjóri, vegna náms í óperustjórn, 30 þús. kr. í stjórn Menningarsjóðsins sitja Valur Arnþórsson, for- maður, Erlendur Einarsson, Eysteinn Jónsson, séra Sigurður Haukur Guöjónsson og Dag- björt Höskuldsdóttir. Þessir styrkir voru formlega aflientir viðtakendum ntánudaginn 1. júlí. Meðfylgjandi mynd er tekin við það tækifæri. (Eréttatilkynning frá Sambandi ísl. samvinnufélaga3. júlí 1985). BRAUTARHOLTI 33 - SIMI: 6212 40 # VIÐ ERUM í hjarta borgarinnar viö Brautarholt. # VIÐ HÖFUM rúmgóöan sýningarsal og útisölusvæöi. # VID BJÓÐUM mikiö úrval notaöra bíla af öllum geröum # VIÐ VEITUM góöa og örugga þjónustu 8mm VIDEO DMM híjúmgaf.ii - fiultetta - TÆKNINYJUNGAR ingar um samsetningu, virkun rafrás- arinnar og um samsetningu ásamt spilaborði. Þá má geta fastra liða eins og „Nýtt á markaðnum", þar eru kynntar nýj- ungar t.d. ferða-Laser spilari, hátal- arar, bíltæki, magnarar og margt fleira. Hljómplötukynningin er á sínu stað, bent er á hljómplötur með hljómgæðum. Orðalisti er vfir ýmis fagorð um hljómtæki, þýðir g þeirra og útskýringar og síðast en ekki síst bréf frá lesendum. Útgefandi Rafeindarinnar er Út- gáfufélagið Rafeind h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Steinþór Pórodds- son. Blaðið er selt í áskrift og lausasölu og fæst í flestum bókabúðum og söluturnum um land allt. Rafeindin kemur út fjórum sinnum á ári. Rafeindin: 8 mm myndbönd verða allsráðandi innan tíðar ■ Tímaritið Rafeindin 2. tbl. 3ja árgangs er komið út. Rafeindin er eina tímarit sinnar tegundar sem kemur út hér á landi, þ.e. sérrit unt hljómtæki, tölvur, video og reyndar rafeindaiðnað almennt. í þessu tölublaði (sem er númer 9) er fjallað um nýtilkomna aðferð við gerð hljómplatna, (Direct Metal Mastering) og hvaða áhrif hún getur haft á hljómgæði og framleiðslukostn- að. Níels Kristjánsson fjallar um nýtt myndbandskerfi, 8mm Video, sem líklegt er að verði allsráðandi á ntarkaðnum í nánustu framtíð. (Myndsnældurnar í 8mm kerfinu eru t.d. svipaðar á stærð og hljómkassett- ur). Dr. Þorsteinn I. Sigfússon heldur áfram hugleiðingum sínum um ofur- leiðandi rafeindir og hvernig ofur- leiðni mun nýtast mannkyninu í nán- ustu framtíð. Petta er seinni hluti greinar sem Þorsteinn tók sáman fyrir Rafeindina um þetta sfórmerka fyrir- bæri. Einn af áskrifendum blaðsins segir frá reynslu sinni af vali á myndbands- tæki og veltir fyrir sér ýmsum tilboðs- möguleikum. Lesendum er boðið upp á að smíða rafeindastýrða rúllettu. Þar er um skemmtilegt tómstunda- gaman að ræða, gefnar eru leiðbein-

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.