NT - 06.07.1985, Blaðsíða 21

NT - 06.07.1985, Blaðsíða 21
 —j Laugardagur 6. júlí 1985 21 3 Útl lönd Orlagaríkar kosn- ingar í Mexíkó? HcTmosillo-Keuler: ■ Nú á sunnudaginn fara fram kosningar í Mexíkó sem taldar eru geta skipt sköpum fyrir framtíð Byltingarflokksins PRI sem hefur stjórnað Mexíkó frá því árið 1929. Flokkurinn hefur unnið ailar kosningar í Mexíkó frá því að hann komst til valda með meira en 70% atkvæða og í augum margra Mexíkana er PRI og ríkið eitt og hið sama. Hngum öðrum stjórnmálaflokki hefur hingað til tekist að ógna veldi PRI alvarlega. En sumir spá því að eftir þessar kosningar kunni að verða nokkur breyting þar á. Pjóðernisathafnaflokkurinn PAN sem aðhyllist hægristeínu er sagður njóta mikils fylgis og vonast forystumenn hans til þess að flokkurinn fái nægjanlega mikið atkvæðamagn til þess að einokun PRI á völdunum Ijúki. Leiðtogar PAN segja að sigur flokks síns á sumum stöðum gæti orðið upphafið að raun- verulegu lýðræði í Mexíkó. Nú þegar fyrir kosningarnar hafa forystumenn PAN ásakað stjórnarflokkinn um að undir- búa kosningasvik fái hann ekki jafnmikið fylgi og í fyrri kosn- ingum. En stjórnarsinnar hafa hafnað þessu með öllu og ásaka andstæðinga sína þess í stað fyrir að flytja inn vopn og þjálfa vopnaðar sveitir. I kosningunum nú unt helgina verður ekki aðeins kosið um 400 sæti í neðri deild mexík- anska þingsins heldur verður einnig kosið um sjö ríkisstjóra, 155 þingsæti á staðbundin þing og í 845 bæjar- og borgarstjórn- ir. Þurrkunum lokið í átta Afríkuríkjum Ástandið enn slæmt í fjölda annarra ríkja Umsjon: Ragnar Baldursson Nairobi-Rcuter ■ AðsögnMatvæla-ogland- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, hafa rigning- ar í átta Afríkuríkjum leitt til þess að hungursneyð er að mestu aflétt þar. En ástandiö er samt ennþá mjög slæmt í þrettán öðrum ríkjum Afríku. Samkvæmt skýrslu, sem FAO birti nú í vikunni um fæðu- ástandið í Afríku, hefur upp- skeran verið góð á aðalupp- skerutímanum í Afríkuríkjun- um Burundi, Kenya, Lesotho, Marokkó, Rwanda, Tanzaníu, Zambíu og Zimbabwe. Veðurfar í Eþíópíu ogSúdan, þar sem hungursneyðin hefur verið hvað alvarlegust, er nú sagt hið ákjósanlegasta fyrir ak- uryrkju. Samt er því spáð að uppskeran verði undir meðal- lagi þar vegna skorts á útsæði. í skýrslunni kemur einnig fram að tafir við flutninga og Iéleg hafnaraðstaða hafi hindr- að nægjanlega fljóta matvæla- dreifingu í mörgum löndum með þeim afleiðingum að fjöldi manns hafi látið lífið. Nú bíða til dæmis 200.000 tonn af korni flutninga í tveimur aðalhafnar- borgunum í Eþíópíu á sama tíma og fólk deyr úr hungri á öðrum svæðum landsins. Miklir flutningaerfiðleikar eru einnig sagðir vera í Súdan, Chad, Mali og Níger. Atvinnuleysi á írlandi eykst Dublin-Keutcr ■ Atvinnuleysingjar á ír- landi voru 227.938 í júní- mánuði samkvæmt tölum sem írska ríkisstjórnin hef- ur birt. Petta er nokkur aukning frá maímánuði og er atvinnuleysið á írlandi nú rúmlega 17 prósent. írska stjórnin segir at- vinnuleysisaukninguna stafa af því að margir skólanemar séu nú komnir á vinnumarkaðinn. í júní- mánuði á seinasta ári voru atvinnuleysingjar á írlandi 210.964. ■ Margrét Thatcher forsætisráðherra Breta getur ckki lengur bcnt á aðra og kennt þeiin um atvinnuleysiö. Brcskir kjósendur virðast hafa fengiö nóg af stefnu hcnnar og eru hættir að greiða íhaldsniönnum atkvæði. Bretland: íhaldshrun í aukakosningu l.ondon-Kcutcr ■ íhaldsflokkurinn á Brct- landi varð fyrir miklum og niðurlægjandi ósigri í aukakosn- ingum um þingsæti í Mið-Wales nú í vikunni. Flokkurinn missti þingsætið til Bandalags frjáls- lyndra og jafnaðarmanna og frambjóðandi íhaldsmanna fékk meira aö segja færri at- kvæði en frambjóðandi Verka- mannaflokksins. Richard Livsey, frambjóð- andi frjálslyndra og jafnaðar- manna fékk 13.753 atkvæði, að- eins 559 atkvæðum meira en frambjóðandi Vcrkamanna- flokksins. Frambjóðandi íhaldsmanna fékk hins vegar aðeins 10.631 atkvæði eða 28% atkvæða í stað þeirra 49% sem l'lokkurinn hafði haft áður. Fylgishrun íhaldsllokksins í þessum kosningum er í sam- ræmi við niðurstöður skoðana- kannana á fylgi flokksins með- al kjósenda að undanförnu. Kjóscndur eru óánægðir með efnahagsstefnu íhaldsstjórnar- innar sem hefur stööugt aukið á atvinnulcysi í stað þcss að minnka það eins og stjórnin hefur lofað. ■ Kornið er verðmætt í Afríku. Þótt hungursneyðinni sé að mestu leyti lokið í átta Afríkuríkjum er ástandið samt enn slæmt í þrettán öðrum ríkjum þar sem fólk hefur neyðst til að borða sáðkorn og getur því ekki sáð þótt nú sé farið að rigna á mörgum stöðum. Sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík, 13. júlí 1985 Eldgjá - Ófærufoss Hin árlega sumarferð framsóknarfélag- annaverðurfarin laugardaginn 13. júlí n.k. Farið verður í Eldgjá um Landssveit, framhjá Heklu. Síðan verður farin hin þekkta Dómadalsleið, framhjá Land- mannahelli, að Frostastaðahálsi. Síðan um Landmannalaugar og áð í Eldgjá við Ófærufoss. Á heimleið verður ekið um Skaftártungur og síðan sem leið liggur um Mýrdalssand og Vík til Reykjavíkur. Steingrímur Hermannsson flytur ávarp á áningastað. Aðalfararstjóri verður Heimir Hannesson. Farið verður frá Rauðarárstíg 18 kl. 8 stundvíslega. Fargjald er kr. 650 fyrir fullorðna og kr. 450 fyrir börn 12 ára og yngri. Þátttakendur taki með sér nesti. Allar nánari upplýsingar og sala farmiða verður að Rauðarár- stíg 18, sími 24480. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.