NT - 15.10.1985, Blaðsíða 12

NT - 15.10.1985, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 15. október 1985 12 í þingbyrjun: Sparnaður og hagræðing af notkun nýrrar tölvu segir Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis ■ „Auk þingmannanna scxtíu og annarra er tengjast þing- flokkununi þá starfa hér um scxtíu ntanns og starfsemin nær til sex húsa hér í miðbænum ef Alþingishúsiö sjálft er með taliö. Þaö er því ljóst að þetta er tiltölulega stór vinnustaður," sagði Friðrik Ólafsson, skrif- stofustjóri Alþingis í samtali við blaðamann NT í tilefni af þing- byrjun. „Því er hins vegar ekki að lcyna aö öll starfsaðstaða hér og möguleikarnir á því að veita þingmönnum þá þjónustu sem þeim ber eru takmarkaðir af húsnæðinu. Vonandi horfir það þó til bóta." Alþingishúsiö var reist áriö 1880 og síðan hefur ríkið eignast allar nærliggjandi lóðir nerna þá sem Oddfcllow-húsið stendur á. Húsin fimm þar scm þing- mcnn og nefndir hafa starfsað- stööu standa sum á þessum lóðum. Að sögn Friöriks vinnur nú dómnefnd að undirbúningi hugmyndasamkeppni um nýt- ingu þessara lóða þannig að hægt verði að byggja viðunandi skrifstofuhúsnæði fyrir þingiö. Þess ber að geta að upprunalega var Alþingishúsið alls ekki hannað fyrir þann þingmanna- fjölda sem þar situr nú og enn síður var gert ráö fyrir skrif- stofurými svo orð sé á gerandi. Friðrik sagði aö nýbygging myndi leysa þann vanda sem stafar af þrengslum og því hversu dreifö starfsemin er. En Alþingi horfir ekki pin- ungis frafn til væntanlegra breytinga, þær hafa þegar átt sér stað að vissu marki. A þessu ári tók þingið í notkun WANG- tölvu og sérstök tölvudcild er nú til húsa í Vonarstræti 8. Enn sem komið er gegnir tölvan takmörkuðu hlutverki í skrif- stofuhaldinu en Friðrik sagði að ætlunin væri að láta tölvuvæð- inguna „ganga eins langt og hægt er“. Hann sagði að nú þegar væri Ijóst að hagræðið og sparnaðurinn af notkun tölv- unnar væri umtalsverður. Ekki er fráleitt að ætla að innan fárra ára verði þingmenn farnir að rýna á tölvuskjái. „Tölvan nýtist okkur nú fyrst og fremst við útgáfu á þingskjöl- um og umræðum. Það er hægt að spara umtalsvert fé með því að komast hjá setningu með beinni sendingu efnis upp í Gutenberg cða með því aö senda þangað discettu," sagði Friðrik. „Síðan eiga gögn af öllu tagi eftir að bætast við og gagnaupplýsingar. Þingforset- unt ætti t.d. að verða kleift að Borgarbókasafn með kynningu ■ Nú er að hefjast kynningar- vika í öllum almenningsbóka- söfnum og af því tilefni verður Borgarbókasafnið í Reykjavík með sérstaka safnkynningu þar sem upplýsingar og leiðbeining- ar um notkun spjaldskrár, safn- kosts o-.fl. verða veittar til allra þeirra sem gerast lánþegar þessa viku. Þá verður yngstu safngestun- um ekki gleymt í vikunni. Brúðuleikur verður með í sögu- stund í aðalsafninu á þriðjudag og alla vikuna verður heitt á könnunni. Borgarbókasafnið vill bjóða alla hjartanlega vel- komna, og vonast eftir að sjá sem flesta borgarbúa. ■ Borgarbókasafnið við Þingholtssíræti í Reykjavík. Selja toghlera um allan heim 3000. hlerinn framleiddur hjá J. Hinriksson ■ Jósafat Hinriksson (lengst toghlerann. til hægri) og nokkrir starfsmanna hans fyrir framan 3000. Poly-ís (NT-mynd: Árni Bjarna) fylgjast betur með því hvar einstök mál eru stödd í kerfinu hverju sinni og geta þannig komið í veg fyrir að þau staldri of lengi við á einum stað.“ Friðrik sagði að lokum að tölvuvæðingin og ýmsar minni- háttar skipulagsbreytingar á skrifstofu Alþingis hefðu gengið vel og svo virtist sem starfs- mönnum félli vel sú hagræðing sern því hefði fylgt. ■ Nú er hafíð annað þingið í skrifstofustjóratíð Friðriks Ólafsson- ar. Að hans sögn háir það starfí Alþingis hversu þröngt er um starfsfólk og þingmenn. NT-mynd: Róbert Listahátíð kvenna: Kammertónleikar með verkum 9 kvenna - í Norræna húsinu í kvöld ■ Kammertónleikar verða í kvöld í Norræna húsinu á vcg- um Listahátíðar kvenna. Tón- leikarnir heijast kl. 20.30/ Á efnisskránni eru verk eftir- 9 konur, sjö erlendar og tvær íslenskar, þær Mist Þorkels- dótturog Karólínu Eiríksdótt- ur. Tónleikarnir hefjast á þremur lögum fyrir selló og píanó eftir Nadiu Boulanger, einn virtasta tónsmíðakennara þessarar aldar, en mörg tón- skáld hafa lagt lcið sína til Parísar að stunda nám hjá henni. Á tónleikunum verða einnig flutt verk eftir tvo ncrn- endur Nadiu, þær Grazynu Bacewicz sem var pólskur fiðluleikari og rneðal t'remstu tónskálda PóHands á þessari öld og Thcu Musgrave sem er án cfa þekktust núlifandi kventónskálda. Auk þess verða flutt verk eftir Sylvin Bodorovu frá Tékkóslóvakíu, Betsy Jolas frá Frakklandi, ísraclska tónskáldið Yardenu Alotin qg síðast cn ekki síst Clöru Schumann. Flytjendur á tónleikunum eru Guöný Guðmundsdóttir fiðluleikari, lnga Rós Ingólfs- dóttir sellóleikari, Guðrún Birgisdóttir flautuleikari, Sig- rún Hjálmtýsdóttir sópran- söngkona, píanöleikararnir Anna Guöný Guðmundsdótt- ir, Selrria Guðmundsdóttir, Guðrún St. Sigurðardóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir, klarinettleikárinn Jón Aðal- steinn Þorgcirsson og Arnþór Jónsson sellóleikari. Markmiðiö með þessum tónlcikum er að kynna nokkur dæmi um tónlist kvenna og reyna með því að varpa nokkru Ijósi á þátt þeirra í tónlistarsög- unni. Tónlist kvenna hefur lít- iö verið hampað og raunar hefur hún að mestu legið í þagnargildi, Með tónleikunum á Listahátíð kvenna er reynt að vekja athygli á því að kon'ur eiga sína sögu sem tónskáld þótt sú saga hafi ekki verið skráð í hefðbundnum sögu- bókum um tónlist. Það er von aðstandenda að þetta verði til að vekja áhuga og skilning á tónlist kvenna. ■ Uruguay, Spánn, Portúgal og Færeyjar eru meðal við- skiptalanda vélaverkstæðis J. Hinrikssonar, sem framleiðir Poly-ís toghlera og selur víða unt heim. Frá því framleiðsla Poly-ís hleranna hófst, fyrir 12 árum, hefur fyrirtækið selt 3000 hlera, og var af því tilefni slegið upp veislu fyrir starfsmenn sl. föstu- dag. J. Hinriksson framleiðir ýms- an útbúnað fyrir togara, s.s. blakkir, spil og vindur. en hefur þó séhæft sig í framleiðslu hler- anna, sem nema um 90% fram- leiðslu fyrirtækisins. Alls eru flutt út um 65 tonn af hlerum í mánuði hverjum og mun J. Hinriksson vera einn þekktasti framleiðandi toghlera í Evrópu. Stærstu kaupendur hleranna eru Bandaríkin, Bretland, Grænland og Færeyjar en hler- arnir hafa einnig farið víðar eins og frani kemur að ofan. Stærstur hluti íslenska togara- flotans notar Poly-ís toghlera sem þykja bæði sterkir og hag- kvæmir. Hlerarnir eru fram- leiddir í 70 stærðum og voru hannaðir af Jósafat Hinrikssyni sjálfum. Starfsmenn fyrirtækisins eru rúmlega 20. Útsýn hlutafélag frá áramótum ■ Ferðaskrifstofan Útsýn og Helgi Magnússon endur- mun frá næstu áramótum skoðandi. verða starfrækt sum hlutafé- Meðal nýjunga sem stefnt lag. Ingólfur Guðbrandsson, er að hjá Útsýn hf. verður sem áfram verður forstjóri m.a. að haslasér völl að nýju fyrirtækisins, mun frá ára- í móttöku erlendra ferða- mótum verða 50% eignarað-. manna að sögn forsvars- ili að fyrirtækinu. En með- manna fyrirtækisins. eigendur hans verða m.a.: Gert er ráð fyrir að allt Þýsk-íslenska hf., fram- núverandi fastráðið starfs- kvæmdastjóri þess Ómar fólk Útsýnar. uni 30 ntanns, Kristjánsson, Magnús Gunm muni starfa áfram hjá hinu arsson, framkvæmdastj. VSÍ nýja fyrirtæki.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.