NT - 15.10.1985, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 15. október 1985 1 3
Tennur í 12 ára gömlum börnum:
Tíu sinnum skemmdari
en í sænskum börnum
Kaþólska bóksalan:
Öllum opin
framvegis
■ Bandaríkjarnönnum hefur um meöal tannlækna að fylgj.ast með því
það bil tekist að útrýma tannskemmd- nýjasta á sviði tannlækninga í heimi.n-
um en hér á Islandi eru 10 sinnum unl.
meiri skemmdir í snertiflötum tanna Það sem hinsvegar er ábótavant er
í 10-12 ára gömlum börnum en í fræðsla almennings um tannvernd
Svíþjóð. Þessar upplýsingar komu 0g Tannlæknafélag íslands vinnur nú
m.a. fram á blaðamannafundi sem að því að auk;. fræðslu um tannvernd
haldinn var í tengslum við Arsþing [ samvinnu við heilbrigðisyfirvöld.
Tannlæknafélags íslands unt helgina.
Á þinginu var aðallega fjallað um
ýmiss konar nýjungar í tannvernd en
á hana leggja tannlæknar æ meiri
áherslu. Miklar framfarir hafa orðið í
þéssu efni víða erlendis, sérstaklega í
Bandaríkjunum. Þar og víða erlend-
is, er flúor blandað í drykkjarvatn og
eins eru tennur húðaðar með sérstök-
um plastefnum til hlífðar. Slíkt hefur
raunar verið gert að marki hérlendis.
Þingið nú var það fjölmennasta
sem haldið hefur verið en það sóttu
um 350 manns. Að sögn Birgis J.
Jóhannssonar formanns Tannlæknafé-
lags íslands, er mikill áhugi á því
■ Stjórn Tannlæknafélags íslands ásamt fyrirlesurum á ársþingi félagsins. í fremri röð eru stjórnarmcnnirnir
Sigurgeir Steinþórsson, Börkur Thoroddsen, formaður ársþings og endurmenntunarnefndar, Birgir J. Jóhannsson,
Sverrir Einarsson og Gunnar Helgason. 1 efri röð eru fyrirlesararnir Sibilla Bjarnason sem gert hefur samanburð á
ástandi tanna i íslenskum og sænskum skólabörnum, Lois W. Kipa, sérfræðingur í tannvernd, Ingegerd Mejara sem
unnið hefur að rannsóknum með Sibilla og Ólafur Höskuldsson sérfræðingur í barnatannlækningum.
NT-mynd: Svcrrir.
■ Þar sem ýmsir utan kaþólska
safnaðarins hafa haft spurnir af og
sýnt áhuga á að fá að fylgjst með
hvaða bækur Félag kaþólskra leik-
manna flytur inn, hefur félagið ákveðið
að gefa almenningi kost á að sjá
þessar bækur og eignast eitthvað af
þeim ef hann vill. í því skyni verður
bóksala Félags kaþólskra leikmanna
að Hávallagötu lóopin öllum milli kl.
16 og 18 á miðvikudögum, fyrst um
sinn a.nt.k.
Félag kaþólskra leikmanna hefur á
undanförnum árum flutt inn fyrir
félaga sína lítið eitt af erlendum
bókum um kaþólsk málefni. Þar er
yfirleitt um að ræða bækur sem ekki
eru til sölu í bókabúðum hérlendis
vegna þess að eftirspurn eftir slíkum
bókum er ekki mikil. Meirihluti bók-
anna er á ensku en einnig nokkuð á
þýsku, dönsku og norsku. Aðeins 1-2
eintök eru til af flestum bókunum,
segir í frétt frá félaginu.
Jarðhitaskóli Háskóla
Sameinuðu þjóðanna:
Ellefu
útskrifuðust
■ Sjöunda starfsári Jarðhita-
skóla Háskóla Sameinuðu þjóð-
anna lauk í síðustu viku. Þá
útskrifuðust ellefu nemendur
eftir sex mánaða sérhæfða
starfsþjálfun. Nemendurnir
komu frá hinum ýmsu þjóðlönd-
um. Átta nemendanna voru hér
á vegum Háskóla Sameinuðu
þjóðanna, en þrír aðrir á vegum
Þróunarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna. Auk þessara nem-
enda voru hér á landi á vegum
Þróunarstofnunarinnar þrír
jarðhitasérfræðingar frá Júgósl-
avíu, í þriggja vikna kynnisferð.
Frá því að skólinn tók til
Starfsemi Kanaríklúbbsins
hefst í nóvember með sérlega
hagstæðum ferðatilboðum.
Nú er stutt í að starfsemi hefjist í
einum skemmtilegasta klúbbi
landsmanna. Tilgangur starfsins
verður enn sem áður að njóta lífsins
á Kanaríeyjum og vegna hagstæðra
fargjalda má búast við blómlegu
starfi í vetur.
Sértilboð á fyrstu ferðum
13. nóvember er fyrsta brottför í 5
vikna ferð. Verð pr. mann í tvíbýli
er aðeins kr. 35.000,- og í þríbýli kr.
32.270.-. 20. nóvember er önnur
brottförin í 4 vikna ferð, verð pr.
mann í þríbýli í þá ferð er aðeins kr.
29.700,- og í tvíbýli kr. 32.000.-. í
báðum ferðunum er heimkoma 17.
des. Gist verður í hinum vinsælu
smáhýsum San Valéntino Park á
Playa del Inglés. Verðdæmi fyrir
hjón með eitt barn, 2-6 ára: aðeins
kr. 27.180.- pr. mann í 5 vikna ferð
(án flugvallarskatts).
Beint í sólina
í beinu leiguflugi
í brottförunum 13. og 20. nóv. er
flogið út í áætlunarflugi en heim í
leiguflugi. Eftir það bjóðum við bæði
smátíma fyrir sólböðinl Kynnisferð-
irnar, skemmtanirnar, íþróttirnar og
veitingahúsin taka jú sinn tíma.
Mikill afsláttur
fyrir börn og unglinga
Nú geta heilu fjölskyldurnar gengið
í klúbbinn því fjölskylduafsláttur er
óvenju mikill. Börn á aldrinum 2^6
ára greiða aðeins kr. 19.000.-, 7-11
ára fá kr. 6.500.- í afslátt og börn og
unglingar 12-16 ára fá kr. 4.500,- í
afslátt.
Brottfarir í leiguflugi eru 17. des., 7.
jan., 28. jan., 18. feb., ll. mars og l.
apríl.
Innifalið í verði er flug (án flugvallar-
skatts), gisting, ferðir að og frá flug-
velli á Kanarí og fararstjórn.
ferðir í áætlunarflugi um
London og beinu leigu-
flugi. Beint út og beint
heim! Þeir sem þekkja
leiguflugið vita hve þægilegt það er
að þurfa ekki að millilenda og skipta
um vél.
Það er beðið eftir
okkur á Kanarí
Veðurguðirnir hafa verið varaðir við
komu okkar. Hótelin eru stífbónuð
og fægð. Ströndin og sjórinn hreint
yndisleg, svo nú er ekki til setunnar
boðið.
í vetur verða höfuðstöðvar Kanarí-
klúbbsins á Playa del Inglés. Þar
geta allir fundið gistingu við sitt hæfi
á einhverju hótelanna eða í smáhýs-
um. Á Playa del lnglés eru ótæm-
andi möguleikar á útiveru og dægra-
styttingu - mundu bara að gefa þér
Frábær fararstjórn
Fyrir reynda Kanarífugla
nægir að segja að Auður
Sæmundsdóttir og Klara
Baldursdóttir séu farar-
stjórar. Nýir félagar Kanarí-
klúbbsins mega treysta
því að Auður og Klara eru sérlega
hjálpsamar og gera vel við sína.
starfa 1979 hafa alls 47 nemend-
ur frá 13 löndum stundað sex
mánaða nám við skólann, en 23
hafa komið í skemmri náms og
.kynnisferðir.
ÚRVAL ÚTSÝN Samvinnuferdir-Landsýn FLUGLEIÐIR
Gott tólk