NT - 15.10.1985, Blaðsíða 5

NT - 15.10.1985, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15. október 1985 Fyrsta sinn sem Kínverjar fjárfesta á Vesturlöndum - Rio Tinto Zink volgir með Kísilmálmverksmiðjuna ■ í næsta mánuði má búast við tíðindum varðandi áframhaldandi samninga um nýja stóriðju á ís- landi. Þá mun Rio Tinto Zink gefa svör um hvort þeir eru tilbún- ir til samninga um Kísilmálmverk- ■ Formenn nemendafélaga framhaldsskólanna afhenda Davíð Oddssyni áskorunarbréfíð. F.v. Gunnar Sverrisson frá M.S., Sigsteinn Grétarsson frá F.B., Gauti Jóhannsson frá F.Á., Gunnar Auðólfsson frá M.R., og Bjarni Ólafsson frá Kvs.R. Á myndina vantar fulltrúa M.H. og V.í. NT-mynd: Róbert Framhaldsskólarnir: Sendu borgar- stjóra áskorun - vilja lægri strætisvagna- fargjöld fyrir nemendur ■ Nemendastjórnir framhaldsskól- anna í Reykjavík hafa afhent borgar- stjóra bréf, þar sem skorað er á borgaryfirvöld að beita sér fyrir því að nemendum mennta- og fjölbrauta- skóla í Reykjavík verði gefinn kostur áódýrarifargjöldumS.V.R. ennúer. í bréfinu segir einnig: Forsendur þessarar áskorunar eru þær að nemendur framhaldsskólanna, einn stærsti notenda hópur S.V.R. hafa í fæstum tilfellum nokkrar tekjur yfir skólaárið, og strætisvagnaferðir vega því ótrúlega þungt á metunum í útgjöldum þeirra. Benda má á að miðað við ferðir í og úr skóla, er kostnaður vegna ferðanna kr. 11.000 yfir skólaárið. Við minnum á að einnig er ærinn tilkostnaður við skóla- bókakaup og greiðslu skólagjalda svo eitthvað sé nefnt. Vegna þess hve mál þetta er brýnt hagsmunamál nemenda, vonumst við eftir því að það hljóti skjóta og góða afgreiðslu í borgarstjórn. Sementsverksmiðjan og Gutenberg: Hlutafélög undanþegin hlutafjárlögum ■ Sverrir Hermannsson, iðn- aðarráðherra, hefur tilbúin frumvörp um að Sementsverk- smiðja ríkisins og Gutenberg- prentsmiðjan verði gerð að hlutafélögum og ríkið verði eini hluthafinn. Sverrir mun ekki ná að leggja fram þessi frumvörp áður en hann yfirgefur iðnaðar- ráðuneytið fyrir menntamála- ráðuneytið, það mun því koma í hlut Alberts Guðmundssonar verðandi iðnaðarráðherra. Sverrir sagði að í frumvörp- unum væri engin ákvörðun tek- in um að selja hlutabréf í fyrir- tækjunum, en slíka heimild geti menn alltaf útvegað sér síðar. Ástæðan fyrir því að hann legg- ur til að fyrirtækin verði að hlutafélögum er að þá verði þeim stjórnað eftir hlutafjárlög- um, en þau eru að hans mati fullkomnustu reglur um hvernig fyrirtækjum skuli stjórnað. Sverrir sagði að eins og málum væri háttað nú þyrftu fyrirtækin aldrei að halda aðalfund og aldrei að standa skil á neinu. Sverrir sagði að til væru for- dæmi um að ríkið ætti allt hlutaféð í fyrirtækjum. Sagði harin að í lögum þessara fyrir- tækja yrðu gerðar undanþágur frá hinum venjulegu hlutafjár- lögum um fjölda hlutafjár- eigenda. smiðjuna á Reyðarfirði og Kín- verjar munu að öllum líkindum setjast að samningsborðinu um stækkun Álversins í Straumsvík. Sverrir Hermannsson sagði við NT að Rio Tinto Zink væri með eignaraðildina að Kísilmálmverk- smiðjunni í athugun og sagðist hann búast við niðurstöðu frá þeim seinni hlutann í nóvember. Gerir hann sér miklar vonir um að niðurstaðan verði jákvæð. Mun RTZ tilbúið að eiga 60% í verksmiðjunni, en í lögum urn hana er gert ráð fyrir að ríkið eigi meirihluta. Sagðist Sverrir helst hafa kosið að RTZ ætti hana alla. „Ef lög eru vitlaus, þá eru þau til að breyta þeim,“ sagði hann og bætti við að það yrði gert. Hvað raforkuverðið varðaði þá eru menn ekki komnir á neitt fast í þeim efnum, en hinsvegar vita RTZ á hvaða róli íslendingar hafa verið með raforkuna. Sverrir var spurður að því hvort hann gerði sér vonir um að hægt yrði að selja raforkuna á kostnaðarverði. Svaraði hann því til að við ættum um 5-600 Gwh, í kerfinu Öseldar. Sagði hann að menn skyldu bara velta því fyrir sér hvaða verð þyrfti að vera á þeim til að það borgaði sig fyrir okkur að selja hana. Jafnframt benti hann á að hagur okkar af rekstri slíkrar verksmiðju væri bara að 1/5 í orkunni. Þá sagði Sverrir að von væri á Kínverjum hingað til samninga um miðjan nóvember og er gert ráð fyrir því að þeir muni sjálfir eiga þessa 40 þúsund tonna viðbót í Straumsvík, en síðan munu þeir kaupa tækniþekkingu og alla að- stöðu af Alusuisje. Taldi hann þetta mjög áhugavert því þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar fara út í svona fjárfestingar á Vestur- löndum. Borgarnes: Leitað að dreng ■ Björgunarsveitir frá Borgarnesi voru kallaðar út síðastliðinn laugardag, til að leita 13 ára gamals pilts, sem var við smalamennsku í Haga í Skorradal. Hafði pilturinn ekki skilað sér á réttum tíma, og var leit hafin í þann mund sem myrkur var að skella á. Leitin stóð stutt, því piltur- inn fannst fljótlega í gil.i nokkru, en þar hafði reið- skjótinn hans misst móðinn og hætt. Pilturinn vildi ekki yfirgefa hross sitt, þannig að þeir dvöldu lengur í gilinu en til stóð. Talið er að hesturinn liafi verið vankaður eftir að kerra sú sem notuð var undir hann valt. Leikarar: Rósa Guðný Þórsdóttir. Kolbrún Erna Pétursdóttir. Fjalarr Sigurðarson. Leikstjóri: Helga Thorberg. Tónlist: Dúettinn André Bachmann Kristján Óskarsson Sýningar þriðjud. og miðvikud. kl: 20.30 - 00.30 r i ifi Tryggvagötu 26 R. Borðapantanir S. 26906

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.