NT - 20.10.1985, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 20. október NT
MENGUN
Tímarnir breytast og mennirnir
meö.
Fyrir hálfri kynslóö, þegar ég var
sjálfur aðili að unglingavandamál-
inu, var músík unglinga aö vísu
rokk eins og er enn. Samt hefur
margt breytzt síöan þá. Ekki svo
mjög hvað eðli varöar, heldur hvað
stig varðar. Útbreiðslustig - og
styrk!
En fyrst útbreiðslan. Af er sú tíð,
er rokkið heyrðist einu sinni á út-
varpsviku (í Lögum unga fólksins) -
'og búið. Ég skal ekki lasta þá
breytingu í sjálfu sér; manni fannst
það helvíti hart á sínum tíma, þegar
maður vildi boða blúsfagnaðarer-
indið í gufuradíóinu („Taktur og
tregi", ’69), að þurfa að biðja um
leyfi hæstráðanda á tónlistardeild
fyrir hverjum einasta plötuþætti.
Þarna var greinilega um einskonar
undanþáguheimild að ræða, út á
frekju manns og fanatík. Hið ráð-
andi viðhorf á deildinni virtist vera,
að þegar væri meira en nóg af
svoleiðis músík í Ijósvakanum.
Eftir á að hyggja er ég ekki frá
því, að boðberar hálistar á tónlistar-
deildinni hafi grafið sér gröf með
útilokunarstefnu sinni. Eða hvernig
er ástandið í dag? Rokk er eitt
helzta aðaluppfyllingarefni „gömlu“
rásarinnar frá morgni til kvölds inn
á milli fastra dagskrárliða. Lög unga
fólksins er síður en svo lengur eini
þátturinn sem er helgaður rokki, og
hin nýja Rás 2 beinlínis lifir á því.
Rokk er bæði biðmúsík og þáttar-
efni í sjónvarpi. Auglýsingatónlist
sjónvarps og Rásar 2 er nær undan-
tekningarlaust rokkkyns. Og í dag-
blöðum þenja rokkskriffinnar siq vfir
heilu opnurnar er þeir þykjast sinna
þessu eina hugðarefni fólks milli
tektar og tvítugs; séu þáu fleiri,
virðast dagblaðaritstjórar að
minnsta kosti ekki vita til þess.
Dúmp dúmp dúmp
En þar með er ekki allt upptalið.
Ef maður gengur eftir Laugavegi og
niður í miðbæ, verður maður fyrir
kolkrabbafálmurum hljóða er líkjast
loftpressuhamri í slow-motion með
þriggja hljóma undirleik úr fjórðu
hverri búð. Uppákáf þetta úr utan-
dyrahátölurum kauphéðnanna er
látið óátalið af sömu örmum lag-
anna er miskunnarlaust fjarlægja
hvern þann götumúsíkant á stund-
inni, er dirfist að lífga upp á borgar-
landslagið með kassagítarplokki og
söng.
Innan dyra tekur ekki betra við.
Meira að segja á metorðagjörnum
veitingastöðum fossar dynkjaskólp-
ið inn í hlustir varnarlausra matar-
gesta og blandast gómsæta bragð-
inu af fáguðu frönsku nouvelle cuis-
ine. Biðsalir bíóanna nötra al
þungarokki. Rokk er útum allt.
Ef þetta hljómar eins og persónu-
legur hatursáróður til höfuðs ákveð-
inni „tónlistargrein", skal minnt á,
að hér er fyrst og fremst verið að
bera saman útbreiðslustig hennar
fyrr og nú. Og það er meira að segja
eftir að nefna dansstaði, - skóla og
heilsuræktarstöðvar! Mér er spurn,
myndi jafnvel heilaþvegnasti Wagn-
eristi í heimi þola til lengdar að
heyra ekkert nema síðrómantíska
óperutónlist við hvert fótmál? Merg-
ur málsins er' s§, að útbreiðsla
rokks á kostnað annarrar tóntjáning-
ar er löngu komin yfir eðlilegt stig.
Rokkið er farið að láta eins og
gamla tónlistardeildin forstokkaða
fyrir 17 árum: að útiloka aðra músík.
Fyrr var það undantekning, ef fólk
komið yfir 25-30 ára aldur hlustaði
eingöngu á rokk. Nú fer það að vera
meirihlutinn, býst ég við, án þess að
hafa fyrir mér neina könnun um það
mál.
Valfrelsi?
Það er og rétt að taka fram, til að
forðast misskilning, að hér er ekki
ætlunin að halda til streitu, að allt
sem frá herbúðum rokksins kemur
sé drekasæði djöfulsins. Við og við
stendur upp úr suðinu og dynkjun-
um laglínubrot og persónuleg tján-
ing sem maður tekur eftir, eitthvað
obbolítið óvenjulegt. Ég heyrði ekki
betur en að viss þokki og jafnvel
sveifla væri yfir stöku lagi hér í
sumar, eins og Material Girl og
There Must Be An Angel í meðför-
um Madonnu og Annie Lennox.
Einhver smekkvís sál í morgunút-
varpi lék einhverntímann síðsum-
ars Sheba eftir Mike Oldfield, þann
er einnig gerði sígræna lagið með
sagnadansablæ, Moonlight
Shadow, fyrir tveim árum. Baker
Street hét eftirminnilegt rokklag
með mannlegum undirtóni, enn
eldra. O.s.frv. Mér dettur ekki í hug,
að ekki sé miklu fleira til innan um
moðið sem verðskuldar að nefnast
músík, hvað sem svo „tónlist" líður
- poppskrifarar nota það orð ótæpi-
lega oft að litlu tilefni.
Én kemst það bezta nokkurn
tímann fram á sjónarsviðið? Það er
spurning. Öruggt er, að það sem
selst bezt, þ.e. vinsældalistavaran,
fær að ríða húsum í rokkþáttum
útvarps. „Það sem fólkið vill“. En oft
virðast plötusnúðarnir gleyma þeirri
mórölsku skyldu sinni að veita fólki
möguleika á að vita hvað það vilji.
Sá möguleiki felst í sanngjörnu
úrvali af boðlegu efni og nógu
fjölbreyttu. „Það sem fólkið vill“ nær
eins og gefur að skilja ekki til þess
sem fólkið hefur aldrei kynnst. Ef
smekkur manns á að teljast sæmi-
lega marktækur, hlýtur sá smekkur
að byggjast á lágmarksþekkingu á
því sem til er. Litblindur maður er
ekki spurður álits á regnboganum.
Hér vill stundum verða misbrestur
á. Plötusnúðarnir gerast fangar
augnabliksvinsælda og eltast við
ensk-amerískar kauphallarfréttir í
stað þess að líta ögn betur í kring
um sig. Sumir gera það að vísu og
slíkt er þakkarvert, en miklu betur
má ef duga skal. Auðvitað eiga
vinsældalistaþættir rétt á sér, en
ríkisútvarpið á ekki eingöngu að
vera engilsaxneskt djúkbos. Það er
ekki æðsta takmarkið i lýðræðis-
samfélagi bara að láta málglaðan
meirihluta ráða, heldur líka að sjátil
þess, með lifandi og vandaðri kynn-
ingu, að val meirihlutans verði raun-
verulega frjálst en ekki einokað af
hagsmunaaðiljum.
Djöfulleg desíbel
Svo er það styrkleikinn.
Engum blandast hugur um það,
að hljómtækjum í heimahúsum hef-
ur fjölgað gífurlega, einkum upp úr
miðjum 7. áratug. Ungviðið á heimil-
um á nú oftast nær eigið snældu-
tæki og fón og getur lokað sig inni
(og foreldrana úti!) með ærandi og
þungstígu rokki að vild. I þetta
göfuga hlutverk er hávaði tilvalinn.
Hrár og frumstæður tónstyrkur, er
tætir hlusthimnurnar eins og
norðanrokið gardínur fyrir opnum
glugga.
Hlustun á styrkleikastigi í nám-
unda við kvalaþröskuldinn, semsé
þegar mann verkjar áþreifanlega í
eyrunum, er tæplega hægt að kalla
vitiborna athöfn. Fyrir utan fyrrnefnt
foreldrafæluhlutverk hefur slík
hlustun þann aðaltilgang að komast
í æsingarvímu, þannig að maður
þykist að lokum þora öllu. Jafnvel
að fara út á dansgólfið. Og dans er
í augnablikinu tengdur líkamsrækt-
arpúli sem aldrei fyrr. Stórar akró-
batískar hreyfingar eru í tízku.
Allt helzt í hendur: aggressífar
fettur - aggresífir tónar. Hin ótrú-
lega groddalega og vélræna rokk-
músík síðustu ára er sem sköpuð
fyrir „survival of the fittest” vöðva-
dýrkunina. Úr tölvuvæddum upp-
tökustúdíóum streymir sambland af
vélrænni firringu stórborganna og
frumskógardýrinu í undirvitund
mannsskepnunnar.
Þegar verst lætur er þessi músík
bókstaflega mannskemmandi. Illum
ræðara hættir að vísu til að kenna
árinni, og víst er það rétt, að meira
að segja göfugustu verk tónbók-
menntanna hafa verið misnotuð,
eins og þegar slátrarar „Endlös-
ung“-áætlunar nazista létu
strengjakvartetta leika Mozart í
Auschwitz og Dachau. Engu að
siður virðist náið samband milli
vissra tegunda af þungarokki og
ofbeldisverka. Til að mynda í
tengslum við djöfladýrkun og satan-
isma. í nýlegu hefti af amerísku
vikuriti (Newsweek, 16. sept.) var
sagt frá slíkri iðju í sólarlandinu
Kaliforníu og m.a. frá manni grun-
uðum um hrottaleg morð, er sagður
var gagntekinn af myrkrahöfðings-
skap og forneskju þungarokksveit-
arinnar AC-DC. Lauslega minnir
mig, að hljómsveitir eins og Kiss
væru með undirtóna af fasisma og
kvalalosta, bæði fyrir eyru og augu.
Eflaust munu margir lesendur, er
betur þekkja til geta lagt fram fleiri
slík dæmi úr rokkheimi. Á 130
desíbela tónstyrk verður manns-
morð leikur einn.
Stundum þögnin
þungbær er...
Sumir segja, að hávaði í músík
sé einföld afleiðing af hávaða í
umhverfinu yfirleitt. Umferðarháv-
aði í Reykjavík hefur óneitanlega
aukizt með margföldun bíla á þess-
um síðustu sautján árum eða svo.
Þögn er í rauninni orðin munaður,
án þess að margir gera sér grein
fyrir því. Það er lenzka á gífurlega
mörgum vinnustöðum að láta út-
varpið mala myrkra á milli, án þess
að nokkur sé eiginlega að hlusta.
Yngra fólk virðist yfirhöfuð ekki geta
verið saman í hóp án einhverskonar
tónaveggfóðurs í kringum sig. Því
líður beinlínis illa, ef skrúfað er fyrir.
í stórmörkuðunum sér vísindalega
hannaður muzak-kliður um að
stöðva bakþanka og kitla eyðslu-
hvöt viðskiptavina. Atli Heimir
Sveinsson, hinn góðkunni tónsmið-
ur, hitti naglann á höfuðið fyrir ég
held að minnsta kosti tíu árum, er
ég heyrði hann svara spurningu frá
dagskrárgerðarmanni í útvarpinu:
hvað mundir þú gera, ef þú værir
útvarpsstjóri í klukkustund?
Svar: Útvarpa klukkustundar
þögn.
Það er ein af mótsögnum vorra
tíma, að sjaldan hefur listmúsíkin
krafizt meiri einbeitingar í jafn hljóð-
menguðu umhverfi. Því vildi ég
sameinast með lesendum í einni
bæn:
Verði þögn!
P.S.: Hvers á annars heilbrigðasta tó-
baksnautnin að gjalda? Nú er reykjar-
pípufóðrið komið upp i 150 kr. bréfið. Er
þetta sérstök aðför að lundprúðustu
níkotínistunum eða hvað?
L
-Hvernig kynntist þú búddisma?
Upphaflega komst ég í kynni við
búddisma í háskóla þegar ég tók
nokkur námskeið í trúarbragðasögu.
1971 fór ég til Indlands, náinn vinur
minn hafði þá verið í læri hjá Tíbet-
múnkum um nokkurt skeið og hann
hvatti mig til að koma og kynna mér
búddisma og vinna við þýðingar og
skráningu texta. Síðan þá hef ég
unnið við ritstjórn búddískra texta á
ensku, fyrst fyrir tíbetska bókasafnið
og síðan '76 fyrir forlag í Bretlandi,
Wisdom Publications.
Eins og margir vita eru Tíbet-
múnkar landflótta frá heimalandi
sínu, í kjölfar menningarbyltingarinn-
ar kínversku hrökkluðust þeir úr landi
og hafa endurreist flest þau klaustur
á Indlandi sem kommúnistar brutu
niður í Tíbet. Það sem er athyglisvert
í þessu sambandi er að Tíbetmenn
segjast varðveita hinn upprunalega
búddisma sem barst til þeirra frá
Indlandi fyrir um þúsund árum. Nú
eru þeir komnir aftur til Indlands og
hafa margir túlkað það sem tákn um
að þeir þurfi að opna sig út á við til
heimsins.
- Nú greinist búddismi eftir land-
svæðum, á hvað leggja Tíbetmenn
aðaláherslu?
Sá búddismi sem ég hef lagt stund
á er kallaður Mahayana eða stóri
vegurinn, sem gefur til kynna búdd-
isma sem er miklu frekar skoðun
á huganum eða sálfræði frekar en
trúarbrögð. i þessum skilningi byggj-
um við ekki uppá irúarsetningum eða
dómum heldur raunhæfum aðferðum
til þess að þróa og fullkomna hugann
og leitast við að vinna bug á kenndum
eins og græðgi, reiði.heimsku o.s.frv.
en þroska ástina, meðaumkun og
visku. Þetta er raunverulegt markmið
búddista að hjálpa fólki til þess að
þroska jákvæða eiginleika sína. Mis-
munandi form búddisma má greina í
sundur út frá því hversvegna menn
hugleiða - hvernig menn nálgast
þann, sumir hugleiða einfaldlega til
að láta sér líða betur en það er ekki
nóg út frá æðra sjónarmiði. Æðra
markmið felur í sér að koma öðrum
að notum, Mahayama, telur að með
því að menn losna sjálfir við takmark-
anir sínar geti þeir orðið öðrum að liði.
- Ástundunin felst hún aðallega í
íhugun?
Já en íhugun felst ekki bara í því
að sitja með krosslagða fætur. Hug-
leiðing á tíbetsku, Gompa, þýðir í
raun og veru að kynnast, að kynnast
jákvæðum eiginleikum hugans og
með því brjótum við niður neikvæðar
venjur.
Eitt megin vandamálið í okkar
upptekna heimi er að hugir fólks eru
mjög tvístraðir, hugurinn er á fleygi-
ferð og margir eiga mjög erfitt með að
einbeita sér. Fyrsta atriðið í hug-
leiðslu er að þjálfa einbeitinguna og
til þess eru margar aðferðir. Þessar
aðferðir geta allir notfært sér hvort
sem menn eru búddistar eða ekki.
Næsta skrefið felst í því að skoða
eigin huga og athuga að hve miklu
leyti við erum gegnumsýrð af ágirnd,
reiði og hatri. Þegar við höfum komist
að því að hugurinn samanstendur af
neikvæðum eiginleikum og jákvæð-
um þurfum við að komast að rótum
neikvæðrar hugsunar. Sýn okkar á
annað fólk er t.d. venjulega mjög
þröng, þegar við hugsum til manns
sem hefur einhverntíma móðgað
okkur þá kemur sá atburður alltaf
fyrst upp i hugann þegarokkurverður
hugsað til hans og reiði verður ríkj-
andi þáttur í skapgerð okkar. Það
sem við reynum að gera er að sýna
fram á jákvæða fleti í fari fólks.
Það gagnar ekki að bæla niður
reiði, hún skýtur alltaf upp kollinum
aftur, það þarf að komast fyrir orsök-
ina og nema hana burt. Það sama
gildir um aðrar neikvæðar hugsanir
og blekkingar.
- Eiga búddistar einhver grundvall-
arrit?
Já bækurnar eru margar, í Tíbet
reglunni eru tvö aðalsöfn. í fyrsta lagi
eru það orð Búdda sjálfs sem fylla um
hundrað bindi, í öðru lagi allar skýr-
ingarnar sem eru um tvöhundruð
bindi. Þetta er gríðarlegt magn og
ógerningur að komast í gegnum
nema á mjög löngum tíma. En þessi
lærdómur allur er dreginn saman í
bók sem Atisya nokkur skrifaði fyrir
um 9 hundruð árum. Hann hafði þá
verið í læri hjá um hundrað og
fimmtíu kennurum og bók hans Lam
Rim er nokkurskonar undirstöðutexti
Tíbet-múnka.
- Leikmenn hafa þá tilhneigingu
að rugla allri austurlenskri speki
saman, hverert.d. munurinn á búdd-
isma og hindúisma?
Það er erfitt að svara þeirri spurn-
ingu á einn veg, því hindúismi er
mörg trúarbrögð, sumt innan hindú-
isma er náskylt búddisma annað
ekki. Almennt séð er munurinn sá að
hindúar dýrka mismunandi guði sem
taka á sig margar myndir. En það er
enginn guð að baki alheiminum hjá
búddistum, kjarninn er hugur hvers
og eins og allar upplifanir eiga sér
rætur þar. Búddistar dýrka enga guði,
aðalatriðið felst í því að læra að
þekkja eigin huga. Grundvallaratriðið
innan búddismans er að kjarni hugar-