NT - 20.10.1985, Qupperneq 12
1 2 Sunnudagur 20. október NT
Viðtal við homma-hjónaleysi um AIDS og önnur málefni homma
Breski rithöfundurinn Christopher Isherwood hefur
verið í sambúð með listmálaranum Don Bachardy í 32
ár. Þeir hafa aldrei leynt því að þeir eru hommar, þó svo
þeir hafi ekki verið með yfirlýsingar í fjölmiðlum fyrr en
nú í sumar. Þá birtist við þá viðtal í The Villege Voice
þar sem þeir ræddu um samband sitt og fleira er tengist
því að vera hommi.
Christopher Isherwood er löngu þekktur rithöfundur og
kannski ekki síður þekktur af einkalífi sínu. Hann hefur
sent frá sér bækur á borð við The Single Man sem fjallar
um homma er missir félaga sinn, The Berlin Stories sem
leikritið og kvikmyndin Cabaret voru soðin uppúr. Hann
er nú áttræður.
Don Bachardy er helmingi yngri en Isherwood eða
fertugur. Hann varð fyrst nýlega þekktur af öðru en vera
félagi Isherwood þegar mikil óánægja braust út vegna
opinberrar myndar hans af fyrrverandi fylkisstjóra Kali-
forníu Jerry Brown.
Viðtalið hér að neðan tók Armistead Maupin sem
einnig er hommi og var það tekið á heimili hjónaleysanna
við ströndina í Santa Monica í Kaliforníu.
Þú hittir Don á ströndinni?
C. Já, hérna neðan við klettana.
Allskyns fólk var vant að koma
hingað, og náttúrlega lögðum við
handklæðin frá okkur í námunda
við sætu strákana. Og svo leiddi
eitt af öðru. Don var ungur og
fullur af lífi, hin fullkomna elska.
Svo einfalt var það nú. Þú veist að
þegar þú hittir réttu manneskjuna
þá er smá yfirvegað kæruleysi allt
sem þarf.
Þú sagðir einu sinni að þú hefðir of
seint tekið þátt í baráttunni fyrir
mannréttindum homma og þú vildir
að þú hefðirbyrjað fyrr. Á hvern hátt?
C. Ja, mér fannst ég aldrei hafa
staðiö í fararbroddi né hafa tekið
að mér einhverskonar leiðtoga-
hlutverk. Aldrei. En hinsvegar
neitaði ég því aldrei að ég var
öfugur. í öll þessi ár í Hollywood
tók ég því sem gefnum hlut að
allir vissu hvað ég væri að gera.
Ætli þetta hafi ekki stafað af
eigingirni, eða hroka.
Hvenær komstu að því að þú varst
hommi. Hverjar eru fyrstu minning-
arnar um homosexual-tilfinningar?
C. Mjög snemma. Þessir drengir í
Þýskalandi, býst ég við.
Hvað með þig Don. Fyrsta kynlífs-
reynslan?
D. Ég hafði ekki haft mikla reynslu
áður en ég hitti Chris; ekkert
áhugavert eða rómantískt. Ég
hafði lítil persónuleg samskipti
við fólk á mínum aldri, svo ég býst
við að hin mikla frelsun fyrir mig
hafi verið að hitta einhvern nógu
gamlan.
Hvernig var að hitta Chris fyrst.
Hver voru viðbrögðin?
D. Hann var bara skemmtilegur, ég
hafði aldrei hitt annan eins. Og
það var svo þægilegt að vera
með honum. Mér leiö unaðslega.
Og mig minnir að það hafi verið
ég sem biðlaði til þín...
C. Það gerir maður ekki heiðurs-
manni, þú manst það.
Chris, hið langa samband þitt og
W.H. Auden er löngu þekkt. Byrjaði
það sem ástarsamband?
C. Það var mikið um kynlíf, en alls-
engin ást.
Þið hafið verið nokkurskonar
rekkjunautar.
C. Já, ætli það ekki. Það hefði verið
óhugsandi að við hefðum ekki aö
minnsta kosti reynt. Það fólst í
þessu mikil hagræðing því þrátt
fyrir allt annað þá var þetta ein-
hver til að ríða. Við lifðum báðir
þá mjög glannalegu lífi, vorum
mikið í samneyti við hörðu
hommagengin og aðra því um
líka. En samband mitt við Auden
var mun dýpra því við höfðum
kynnst það snemma. Og svo
komst ég að því að hann er einn
af okkar merkustu skáldum. Og
það varð hann strax mjög ungur.
Og síðan fórst þú til Kaliforníu en
hann varð eftir í New York. Hafið þið
tekið eftir einhverjum markverðum
mun á afstöðunni til homma á austur-
ströndinni og hérna á vesturströnd-
inni?
D. Ég gæti trúað því að það væri
áhugavert að búa í New York, því
hún er meiri orrustuvöllur en Los
Angeles, þar stendur maður frek-
ar augliti til auglitis við hatramma
andstæðinga. Ég held að homm-
ar þar séu meira meðvitaðir um
óvininn og á þánn hátt er New
York áhugaverðari. Þar eru einnig
fleiri sem eru með AIDS og eru
deyjandi. Og þar er umræðan
opinskárri og kemst frekar í
pressuna og fólk tekur ákveðnari
afstöðu en hér.
Þekkið þið einhvern persónulega
sem er með AIDS?
Sumir vina okkar hafa dáið úr
AIDS. Svarta módelið í stúdíóinu
dó fyrir rúmum mánuði síðan.
Fallegur, heillandi, fyndinn og
geðugur maður. Vinur hans er
frábær blaðamaður sem býr í
Feneyjum og þeir sváfu saman
síðast í nóvember. Hann hlýtur
að vera hroðalega áhyggjufullur.
C. Maður ætti náttúrlega að vera vel
upplýstur um ástandið, en mér
finnst ég ekki vera það. Mérfinnst
ég vita alltof lítið um AIDS og allt
það sem tengist sjúkdóminum.
Og þegar ungir menn komast að
því að þeir eru sýktir lenda þeir í
hræðilegri úlfakreppu. Ættingj-
arnir ráðast að þeim með allskyns
ásökunum og segja að hér sé á
ferðinni refsing eða hörmungar
og að þetta sé vilji guðs og þar
fram eftir götunum. Ég held að
þeir verði virkilega að taka sig
föstum tökum og setja það niður
fyrir sig með hvorum þeir standa.
Til fjandans með vilja guðs, ég
meina éf þetta er vilji guðs þá’
hlýtur hann að vera meira en lítið
útsmoginn og rotinn.
Verðið þið ennþá varir við að
hommar vilji vera í felum. Það virðist
vera að ástandið léti frægt homo-
sexual-fólk sem enn er í felum koma
fram i dagsljósið og standa við hlið
hinna.
D. Og þeim líður eins og illagerðum
hlutum og þetta gerir þá bitra út í
þá sem hafa komið úr felum.
Þetta er einmitt ástandið. Tveimur
vinum okkar er í nöp við frelsis-
hreyfingu homma, þeir vilja ekki
vera frelsaðir. Þeim finnst betra
að hafa þetta eins og áður. Þeir
fylltust ótta og reyndu að beita
úrtölum þegar þeir fréttu að við
ætluðum að afhjúpa okkur og
þegar öðrum þeirra var sagt að
ég ætlaði að láta hafa við mig
viðtal í The Advocate (þekkt
hommablað), reyndar endaði ég
á forsíðunni, hrópaði hann upp
fyrir sig „Ó, nei“, hann taldi þetta
rústa framavonir mínar. Og hver
veit, kannski hefur hann rétt fyrir
sér (hlær).
C. Ja, ef við lítum á David Hocney
þá hefur hann aldrei farið í neinar
grafgötur með sín mál.
D. Hann var nú óvenju áræðinn
löngu áður en það var talið óhætt.
Fyrir tíu-tólf árum voru nokkur
strákablöð tekin af honum í tollin-
um í Englandi og í staðinn fyrir að
sætta sig við kannski þúsund
krónu tap, stefndi hann tollgæsl-
unni og málið fór fyrir dóm. Hann
sagðist nota þessi blöð við vinnu
sína. Blöðin slógu þessu upp og
David vann málið.
Það hlýtur að hafa verið mikið
slúður í gangi í Hollywood, þegarþið
Chris byrjuðuð saman.
D. Ja, mér fannst ég nú vera tiltölu-
lega öruggur þar sem ég var alltaf
með Chris. Ég held það hafi verið
erfiðara fyrir hann. Ég var bara
álitinn einhverskonar stráklings-
hóra.
C. Menn tóku nú ekki ofan fyrir þér.
D. Joseph Cotten sagði einu sinni
svo að ég heyrði að sér leiddist
Ef þú ferðast milclð með Flugleiðum innanlands átt þú það á
„tiættu" að fá einn daginn frímiða upp í hendurnar, sem gildir
til hvaða áfangastaðar okkar sem er innanlands — fram og til
baka. Við gefum þér nefnilega punkta í hvert skipti sem þú
ferðast með okkur og þegar þú ert búin/n að fljúga 13—17
sinnum á fjóxmm mánuðum finnst okkur timi til kominn að við
borgum farið - ekki þú. Fáðu safnkort hjá afgreiðslufólki
Flugleiða og láttu það kvitta fyrir þegar þú kaupir flugmiða. Við
munum sjá um það að skrá punktana og senda þér frímiðann
- og þá getur þú tekið elskuna með þér í flugið til tilbreytingar
— frítt... ^
FLUGLEIDIR