NT

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 20.10.1985, Qupperneq 13

NT - 20.10.1985, Qupperneq 13
o o NT Sunnudagur 20. október 13 þetta „hálf-menni“ og meinti það til mín. Og mér fannst óréttlætið fólgið í orðinu „þetta“. Chris var álíka mikið „hálfmenni" og ég, en vegna aldursins og virðingarinnar sem hann naut meðal bókmennta- fólks var skítkastinu beint að mér. En jafnvel í þessu tilfelli kom einhver mér til hjálpar og þá kona Louis Jordan. Hún gaf það skýrt í skyn að svona glósur væru sér ekki að skapi. Chris, sváfuð þið Tennessee Williams nokkurn tímann saman? C. Jújú, en það varð nú aldrei neitt meira úr því. Við löðuðumst að hvor öðrum og fórum í rúmið tvisvar, þrisvar, held ég. í sjálfs- ævisögu sinni talar hann huggu- lega til mín og segir það beint út að það hafi legið við ástarsam- bandi. D. Þetta var þegar Chris var á hátindi fegurðar sinnar. . (hlær) . Eg meina það. Þegar Chris var um fertugt var hann alveg sláandi. Var einhvern tímann þrýst á þig að giftast? C. Nei, ekki af neinni alvöru. D. Ekki nema af Ericu Mann. (almennur hlátur) D. Mér hefur alltaf þótt það snilldar- legt hvernig Chris snéri sér út úr því. Og hvernig hann fékk Grey Wystan í það í staðinn. C. Ja, hana vantaði annan ríkis- borgararétt og nasistarnir voru á eftir henni, þeir höfðu hana á óskalistanum. Hún varð að giftast einhverjum sem var hafinn yfir allan grun til að komast úr landi. Fékkst þú Auden í þetta eða gerði Erikaþað? D. Ég held að Wystan hafi samþykkt það strax. C. Ó, já. Það var líka líkt honum. Hann naut þess að taka djarfar ákvarðanir og svo fylgdu óneitan- lega viss hlunnindi ráðahaginum. Hann fékk náttúrlega ómælt þakk- læti Thomasar Mann og allrar fjölskyldunnar og svo var litið á þetta sem ákveðna and-Hitler- íska athöfn. Mann-fjölskyldan var þekkt fyrir frjálslyndi svo hún hefði aldrei sett sig upp á móti ráða- gerðinni þó svo að Auden hafi verið hommi. D. Þau gátu það varla þar sem Erica var sjálf lesbísk. Fáið þið ekki stundum að heyra glósurfrá vegfarendum? D. Jú, auðvitað og sérstaklega á ströndinni. Ströndin er orðin víg- völlur homma og brimbrettafríka. Þetta er búin að vera homma- strönd frá því ég man eftir og löngu fyrir þann tíma, örugglega síðan um miðjan þriðja áratuginn. Brimbrettafríkin eru nýtt fyrirbrigði en þau gera tilkall til strandarinn- ar. Oft þegar maður er einn að skokka niður á strönd kallar krakkaskarinn “hommadindiir eða eitthvað álíka á eftir manni. Ég verð alltaf jafn hissa á því hvaðan þau viti það (hlær). Chris, hvaðan fékkst þú hugmynd- ina að manninum sem hefur misst elskhugann í„A Single Man“. Erhún • algerlega þín sköpun eða byggðirðu hana á einhverjum sem þú þekktir. C. Þetta var augljós hugmynd, þú veist, ekkill sem lítur ekki á sjálfan sig sem slíkan. En ég hef aldrei lent í sömu aðstöðu sjálfur. D. Mig hefur alltaf grunað að hann hafi verið að ímynda sér hvað myndi gerast ef við slitum sam- bandinu, því ég man að þetta tímabil var ákaflega erfitt fyrir okkur og ég gaf ýmislegt í skyn, var mjög erfiður og þreytandi. Hvernig þreytandi? D. Bara með því að vera óánægður. Ég var að nálgast fertugsaldurinn og fyrir mér jafngilti það dauða. Ég byrjaði að þjást þegar ég var 28 og komst ekki yfir þetta fyrr en um 32 ára aldur. Síðan þá hefur hver afmælisdagur verið sem andvari. Fimmtugsaldurinn hefur verið besti tími ævinnar hingað til. Mér finnst ég vera full frekur að spyrja næstu spurningar, en þegar þið hittust fyrst og byrjuðuð að vera saman var þá skilningur fyrir því að þið gætuð tekið hliðarspor. Þetta er það sem öll homosexual-pör verða að fást við. D. Við ræddum ekki mikið um það, en mín afstaða var sú að ég hefði viss forréttindi til þess að ná mér í reynslu, því Chris hafði öðlast sína áður en hann kynntist mér og mér fannst hann skulda mér þessa reynslu. Hversu ósann- gjarnt sem (oetta kann að hafa litið út fyrir Chris, þá var þetta mín afstaöa. Var þetta ósanngjarnt, Chris. Reyndirðu að hindra hann? C. Nei, það held ég ekki. Reyndi ég það? D. Nei, þú tókst þessu aðdáunar- lega. Þú hvattir mig ekki til þess að halda framhjá, en þú tókst því af sanngirni. En ef honum fannst ég orðin full nátengdur einhverj- um sagði hann strax að sér litist ekki á þaö og það var einmitt þaö sem ég vildi heyra. I rauninni var ég að reyna ást hans. C. Það var samt hræðilegt. Það er svo franskt að reyna að vera ekki afbrýðisamur. D. Já, ef maður er ekki afbrýðisamur þá er maður áhugalaus held ég. Chris hafði sínar tilfinningar og ég var þolandi, en bara upp aö vissu marki. Þú hafðir allavega ekki Berlínar- reynsluna. C. Alla þá bölvaða, sístelandi. D. Hvað með það, þá var þetta reynsla og þá meina ég reynsla með stóru R-i og það var einmitt það sem mig skorti. Og þess vegna fór ég til London í eitt ár og fór í skóla. Chris kom svo yfir og var um sumarið, en ég varð að gera þetta, ég varð að finna fyrir einhverju sjálfstæði. Chris, afhverju liggurðu í aftursæt- inu þegar Don keyrir? C. Vegna þess að ég tel mig vera þann eina sem er hæfur að aka bíl yfirhöfuð, svo ég kýs að missa af öllu þegar aðrir keyra. D. í mörg ár var þetta eina vanda- málið í sambúðinni, afskiptasemi Chris af aksturslagi mínu. Fyrr á árum vorum við vanir að fara á sitt hvorum bílnum til sama staðar til að hindra að allt færi í háaloft. Ég man ekki hvor fékk hugmyndina, en allavega varð það ofaná að Chris ætti ekki einungis að halda sig í aftursætinu heldur að liggja (oar svo hann gæti ekki séð hvað ég væri að gera. Og eftir það var vandamálið úr sögunni. Ég var að hugsa um það I dag hvaða þekktir menn af kynslóð Chris hafi komið úr felum og viðurkennt það opinskátt að þeir væru hommar. Og fyrir utan Williams og Capote sem nú eru báðir dánir gat ég. ekki nefnt neinn. í mörg ár voru Chris, Capote og Williams nokkurs konar gyðjur eldri kynslóðarinnar. D. Hvað með Gore (Vidal). Það er skrýtið en hann hefur aldrei sagt það berum orðum. Nei, hann fer mjög leynt með það. C. Ég held að það sé að hluta til vegna pólitísks metnaðar. Vinur hans, Howard Jones, eralgerlega trúr Gore. Og öfugt. D. Þeir hafa verið lengur saman en við. C. Jájá, að minnsta kosti einu eða tveimur árum. Á tímabili þegar Howard átti við veikindi að stríða var Gore mjög áhyggjufullur. Þeim þykir mjög vænt um hvor annan. Hann tileinkaði þér sína bestu bók Chris, eða það sem margir álíta hans bestu bók (Myra Breckinridge). D. Og Chris tileinkaði honum sína bestu bók (A Single Man). C. Já, það er rétt. D. Sem var erfitt fyrir Truman að kyngja. Meinarðu að Capote hafi fundist að hann ætti tileinkunina skilið? D. Ég man að hann talaði um það einu sinni en þá reyndar í hálf- kæringi. Að lokum, sofið þið Chris í sama rúmi? D. Við höfum alltaf gert það. Og ekki bara í sama rúmi heldur, þú veist... samanfléttaðir. gse (þýtt og stytt) Það geta ekki allir unnið hjálparstarf — en flestir geta hjálpað... RAÍIÐIKROSS ÍSLANDS HJALPARSJOÐUR GÍRÓ 90.000-1

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.