NT - 20.10.1985, Qupperneq 15
NT Sunnudagur 20. október 1 5
Á öllum tímum hafa menn trúað á alls kyns tilviljanakennd atvik svo sem á hvern hátt spil raðast í stokki
eða telauf í bolla og enn spá menn fram í tímann með þessum hætti.
1) Menn hafa notað bæði spegla og kristalkúlur til að sjá fram í tímann. 2) Tákn sólar og mána eru mikilvæg
innan stjörnuspekinnar í því skyni að lesa úr persónuleika manna. 3) Hér sést lófalesari við vinnu sína. 4-5)
Menn neita að trúa á tilviljanir einar saman og leita ýmissa leiða til aðsjá fram í tímann; tilviljanakennd atvik
svo sem að leggja spil. Talið er að tilviljanakennd niðurröðun Tarotspila eða venjulegra spila geti sagt fyrir
um framtíðina. Lukkuhjól fjárhættuspilarans efst t.h. og örlagahjólið er hvorttveggja háð heppni tækifæranna
og hér ráða ekki líkindalögmálin ferðinni.
Sagan fræga um Ödipus hefur alltaf
verið mönnum hugstæð og Freud
áleit jafnvel að hún túlkaði ómeðvit-
aðar þrár og óskir allra manna. Hægt
er að líta á söguna frá því sjónarmiði
að maður sem myröir fööur sinn og
hefur mök við móður sina sé aðeins
á valdi illra örlaga eða vítisvélar eins
og Jean 'Cocteau nefnir það í einu
leikrita sinna „vítistæki sem hinir illu
guðir hafa fundið upp til að fyrirkoma
dauðlegum manni": Gríska leikrita-
skáldið Sófókles notar söguna til að
benda á að ákveðið mynstur eða
form liggi að baki daglegri tilveru
hvers manns og betra sé að gera sér
grein fyrir því og hversu erfið sem
örlögin kunni að vera þá sé heiminum
stjórnað af ákveönum lögmálum en
sé ekki aðeins einhver óskiljanlegur
óskapnaður. Þessi hugmynd um guð-
dómlegan tilgang birtist á stórkostleg-
an en jafnframt hrikalegan hátt í
síðustu setningunum i leikriti Sófók-
lesar Konurnar frá Þrakíu en í þvi
leikriti eru persónurnar einnig á valdi
óviöráðanlegra atburöa sem leiða til
óumflýjanlegra örlaga.
Undarlegar sýnir hefur borið fyrir
augu ykkar;
ógnvekjandi hönd dauöans að
verki
mótlæti í áður óþekktri mynd,
þjáningar ómældar.
En ég segi ykkur
þaö sem þið sáuð
var hönd Guðs.
R. B. Onians hefur í bók sinni
Uppruni evrópskra hugmynda sýnt
fram á hve hugmyndir forn-Grikkja
um örlög manna og þá fjötra sem þeir
skapa sér, hafa verið ríkjandi, ekki
aðeins i táknrænum skilningi heldur
sem raunveruleiki. Örlögin eða áhrif
guðanna binda menn ósýnilegum
böndum sem jafnframt eru þræðir
öflagagyðjanna: Clotho er sú sem
spinnur jiræðina, Lachesis vegur
hann og metur. hin ósveigjanlega
Atropos slitur þráðinn á dauðastund.
Örlagagyðjurnar (Moirai á grísku)
breyttist í Fata á latinu en það þýöir
hlutir sem ákveðnir hafa verið. Úr
latinu eru einnig komin skyld orð eins
og örlög ( á ensku: fate- fay- fairy)
örlagadis, skapanorn, sbr. dísirnar
sem birtust viö vöggu nýfædds barns
til að færa þvi gjafir örlaganna - sem
eins getur hafa verið hið upprunalega
hlutverk örlagagyöjanna.
Að spinna örlagaþráðinn
Til eru þeir sem trúa því að engin
tilviljun sé til og að allt sem við tökum
okkur fyrir hendur sé fyrirfram ákveð-
ið af örlögunum. En þessi ímynd af
mannverunni sem flugu í neti höfðar
þó ekki til margra. Algengari er sú trú
að það séu aðeins meginatburðir í lífi
manna sem ákveðnir séu fyrirfram.
Óumflýjanleg örlög allra manna er
dauðinn og stundum tala menn um
dauðann sem örlög, td. eins og þegar
talað er um dauðaslys sem örlagaat-
burð. Stundum er er líka talað um
örlög manna eftir dauðann í sam-
ræmi við þá kristnu kenningu að allir
hljóti sinn dóm eftir dauðann, ýmist til
frelsunar eða tortímingar og skiftir þá
ekki máli hvernig maðurinn lifði lífi
sínu á jörðinni. Margir hugsa líka um
örlög samkvæmt hugtakinu: ef - þá
eða: ef þú gerir þetta þá mun, þetta
gerast ekki endilega sem rökræn
afleiðing gerða þinna heldur vegna
þess að örlögin hafa svo fyrir mælt.
Þótt við séum ekki beinlinis að tala
um örlögin þá eru mörg orðatiltæki
sem bera svipaða merkingu: „Ég hef
á tilfinningunni að ef ég geri þetta þá
fari illa fyrir mér“. - eða:“ „Lítill fugl
hvíslaði þvi að mérað-“ sem um leið
er lika leifar af þeirri þjóðsögu aö
fuglar gefi viðvaranir um ókomna
atburði. Sú trú að örlögin séu ekki
eitthvað ósveigjanlegt og fyrirfram
ákveðið heldur kraftur sem hægt sé
að hafa áhrif á, kemur oft fram i því
þegar menn reyna að freista gæfunn-
ar eins og sagt er - í því skyni að
ávinna sér hollustu ósýnilegra mátt-
arvalda - og sem einnig refsi mönn-
um ef þeir tali ógætilega um framtíð
sína. Hið vafasama siögæði slíkra
máttarvalda leiðir hugann aftur til
hugmynda forn-Grikkja. Seinast í llli-
onskviðu Hómers lýsir Akkilles því
hvernig Seifur deilir góðum og illum
örlögum á milli manna. Hér var ekki
um neitt ákveðið siðgæði að ræða:
Sá sem er heppinn verðskuldar ekk-
ert gott en sá ólánsami er saklaus af
öllu illu. Allt er þá bundið vilja guð-
anna eða - eins og Hómer kemst að
orði: „allt er i kjöltu guðanna" (en við
spuna var þráöurinn dreginn á milli
hnjánna): Það var einmitt þessi skort-
ur á siðgæði meðal guðanna hjá
Hómer sem Grikkir siðar gagnrýndu.
Þá vildu sumir líta á örlögin sem
eitthvert siðgæðisafl sem hefnir fyrir
syndir mannanna og Grikkir kölluðu
Nemesis. Hjá Hómer eru ill örlög
aðeins ógæfa manna en ekki hegning
fyrir syndir þeirra. Þetta sjónarmið er
afar ólikt þeirri trú Indverja að allar
gerðir mannsins ákveði örlög hans i
endalausri hringrás endurfæðinga
sem þó loks sé hægt að binda enda
á. Það er líka afar ólíkt viðhorfi bæði
'kristinnar trúar og gyðingatrúar. Hjá
Hómer bregður aldrei fyrir orðatiltæki
eins og kærleikur guðs né neitt sem
heitir guðsótti. Það sem höfuömáli
skiftir í kristinni trú og gyðingatrú er
hin kærleiksríka handleiðsla Guðs.
Sjálft Gamla Testamentið er vitnis-
burður um guðdómlega fyrirætlun
Skaparans um framtið mannsins á
þessari jörð. Svipað má segja um
Múhameðstrú - frá guðfræðilegu
sjónarmiði merkir TASMET hin guð-
lega forsjón Allah (enda þótt Allah í
augum almennings líkist fremur Seifi
Hómers sem ráðstafar góðum eða
illum örlögum á meöal manna eftir
geðþótta). Hér birtist þvi á ný trúin á
guðdómlega fyrirætlun en þrátt fyrir
aldagamlan boðskap kristinnar kirkju
virðist viðhorf Hómers enn furðu rikj-
andi i vestrænum heimi. Mörgum
hefur lengi þótt erfitt að trúa þvi að
guðleg forsjón sé ávallt að verki í
daglegri tilveru manna.
Heppnin að verki
Þegar fjárhættuspilari reiknar út
vinningsmöguleika sína hefur hann i
huga hve miklar líkur eru á þvi að
hann vinni. Sé hann sannfærður um
að hann muni vinna án þess að hafa
til þess sérstaka ástæðu, má segja
að hann trúi á einskæra heppni.
Kannske má lika segja að heppnin
sé málamiðlun forsjónarinnar til
handa fátæka manninum. Talaö er
um að konungar, hetjur og aðrar
merkilegar persónur sem hæst sanda
i mannfélagsstiganum eigi sér örlög
því aö þetta fólk á alltaf á hættu að
hrapa niður úr hæðunum; venjulegt
fólk er aðeins ýmist heppið eða
óheppið. Fornegypski heillaguðinn,
hinn bjúgfætti Bes var álitinn guö
hinna fátæku og rómverska heilla-
gyöjan Fortuna var upphaflega frjó-
semisgyöja bændastéttarinnar.
Sennilegasta ástæðan fyrir því að
frjósemisgyðja tók á sig hlutverk
heillagyðju er sú að góð afkoma
bændanna var svo háð þeim ytri
þáttum sem guðirnir einir gátu
stjórnað. Trúin á heppnina er vörn
mannsins gegn tilgangsleysinu og
likt og trúin á örlögin styöst hún
einnig viö lögmál sem óháð eru
lögmálum orsakar og afleiðinga,
mannlegri viðleitni eða siðgæði. Fái
maður það sem honum ber telst það
réttlátt,: en fái hann meira eða minna
telst það til heppni eða óheppni.
En gagnstætt því sem gildir um
örlögin þá er heppnin ávallt jákvæð -
sá sem er heþpinn nýtur gæfunnar
en að vera örlögunum háður merkir
eitthvað neikvætt. Heppnin er lika
eitthvað sem kemur og fer skyndilega
- það má aðeins reikna með henni i
stuttan tíma.
Langt er síðan menn byrjuðu að
trúa því að til væru bæði happadagar
og óhappadagar, td. voru föstudagar
taldir óheppilegir til hvers konar fram-
kvæmda, líka var maí mánuður álit-
inn óheppilegur mánuður til giftinga.
En hvað sem öðru líður þá mega allir
gera ráð fyrir einhvers konar áþján í
framtíöinni, elli eða dauða nema
hvorutveggja sé. En heppnin getur
líka haft ýmsar afleiðingar, jafnt nei-
kvæðar sem jákvæðar. Svipaöar
hugmyndir liggja að baki töfrum,
notkun verndargripa sem menn nota
til að reyna að tryggja sér heppni.
Enginn getur þó flúið dauðann eða
aðra áþján örlaganna nema ef vera
skyldi töframaður með ofurmannlegt
afl. Hver sem er getur þó reynt að
laöa til sin jákvæð áhrif og bægja burt
neikvæðum áhrifum og margt fólk
gerir það reyndar líka. J.D. Rockefell-
er eldri bar alltaf á sér verndarstein
sem átti að vernda hann gegn sjúk-
dómum, skipbroti, eða annarri
ógæfu. Aðrir trúa á verndargripi eins
og tófulappir, kolamola eða annað -
sumir hafa verndargrip í bílnum sín-
um o.s.frv. Framleiðsla slíkra vern-
dargripa er í dag orðinn álitlegur
markaður.
Sálfræðingurinn heimskunni C.G.
Jing notar orðið samtímun (sync-
hronicity) um tilviljanakennd fyrirbæri
eins og td. að sumir virðast ávallt
heppnari en aörir og hann gerði ráð
fyrir aö til væri einhvers konar sam-
band á milli sálarástands mannsins
og þeirra atburða sem hann kemst í
snertingu við. Hver svo sem skýringin
kann að vera þá er trúin á gæfuna
hluti þeirrar stööugu viðleitni manns-
ins að koma auga á rikjandi lögmál
innan sköpunarverksins og okkar eig-
in tilveru.
Þýð. Esther Vagnsdóttir