NT - 20.10.1985, Page 18
1 8 Sunnudagur 20. október NT
ÁGÚST PETERSEN Hjörtur Kristmundsson, 57x50 cm olía
skólastjóri á striga 1975
ÁGÚST PETERSEN Bjarni Guðmundsson, 52,5x44 cm olía
Hreppamaðurinn, á striga 1983-84
hagyrðingur og óðalsbóndi
ÁGÚST PETERSEN Gunnar Bergmann, 50x37 cmolía
kennari á striga 1978
En þaö er erfitt aö segja til um hvað
er góö list og vond. Það er viðurkennt
af læröum og leikum aö það er til list
sem ekki er góð list.
En þaö er erfitt að segja til um hvað
er góð list.
Eg reyni að láta form, liti og bygg-
ingu haldast í bendur, þannig að það
styðji hvert annað í einum allsherjar
hrynjandi, svo málverkið sé í sam-
ræmi. Ekkert of og ekkert van.
Þetta er undirstaöan og grindin.
Einn málari getur hins vegar lagt
mest uppúr litnum, annar mest uppúr
forminu og sá þriðji mest uppúr
teikningunni.
En ég reyni að hafa samræmi
þarna á milli.
Ég hef haldið mínu striki. Einskon-
ar abstraktséraðri figurativsjón, hef
ekki farið úr einni stefnu í aðra.
Ég ber virðingu fyrir abstrakt og
góðum surrealisma. Mitt álit er að
þessar tvær stefnur eigi eftir að lifa.
En aftur á móti kubismi og annað slíkt
sé dautt, þó svo hann lifi í verkum
meistaranna.
Það er eitthvað við surrealismann
sem er svo skylt lífinu sjálfu, angist-
inni, sorginni. Ef rétt er á haldið þá er
hann lífræn listastefna.
Ég lít ekki á mig sem surrealista,
þó svo það megi finna áhrif frá
honum í sumum verka minna.
Ég hef reynt að vera ég sjálfur og
leitað að minni eigin stefnu sem
samræmist tilfinningum mínum og
lífsviðhorfi, sjón og hugsun, og nota
til þess málverkið, því ég kann ekkert
annað.
Ég hef ekki gert annað en málað í
tuttugu ár.
Það var erfið ákvörðun og ekki
sársaukalaus, en ég gaf dauðann og
djöfulinn í allt annað og sagði við
sjálfan mig að það yrði þá bara að
hafa það hvar það lenti. En ætli ég sé
ekki sloppinn úr þessu.
Úthaldið, ánægjan og viljinn jókst
við þessa ákvörðun.
En ég má hafa mig allan við að
mála eins góðar myndir og þær bestu
sem ég málaði fyrir þrjátíu árum.
En hinsvegar geri ég í dag jafn
góðar myndir og jafnvel betri, en ég
má hafa mig allan við.
Ég hef aldrei komist á það, né haft
til þess löngun að mála úti í náttúr-
unni. Það svarar ekki neinu. En ég er
ekki að lasta það að fara með stór
léreft úti í náttúruna og mála þar. En
það hefur ekki hentað mér.
Hinsvegar hef ég alltaf haft af því
gagn og ánægju að vera úti í náttúr-
unni. Það eitt útaf fyrir sig. Og skissa.
Ég á heil ósköp af skissum sem
hafa safnast upp í gengum tíðina. Ég
hef varla litið á sumt af þessu og sumt
rétt aðeins.
En það er ekki nóg að fara útí
náttúruna og skissa. Aðalatriðið er að
vera nógu hrifinn, uppnuminn og það
að fá ást á mótívinu, hvert sem það
er. Festa það vel í minni og njóta
þess að horfa á það af lífi og sál. En
það spillir ekki að rissa upp, þó ekki
væri nema með blýanti.
En best er að vinna eitthvað strax
á eftir meðan áhrifin vara.
Það er hending ef ég nota skissurn-
ar á vinnustofunni. Það er þá í mesta
lagi til þess að athuga hraun, fjalls-
bungu, fólk eða hvað það annars er.
Og það er oft betra að skissurnar séu
ekki of góðar þegar maður er að
vinna stærri verk.
Þvi það eru áhrifin sem kristallast í
kollinum á manni og í tilfinningunum
sem ráða ferðinni.
Og þegar maður er ekki alltaf ofan
í hlutunum þá sér maður það sem
manni finnst að maður hafi séð og
það er ekki síður rétt sýn. Sterkari oft
og ekki siður sannferðug.
Ég geri lítið af því að láta fólk sitja
fyrir og eiginlega ekkert. Þaö spillir
bara.
Það kemur fyrir að ég rissi upp
fyrirsæturnar heima hjá þeim. Það er
best að sjá þær í sem flestum
geðshræringum, gleði, ég vil ekki
segja sorg, en það liggur stundum
misvel á mannskapnum. Ég reyni að
finna skaphöfnina hjá viðkomandi,
lífsviðhorf og reyni aö kynnast pers-
ónunni sem best. Það er aldrei of
mikið af slíku. Og það er að sitja fyrir
á sinn hátt.
Ég reyni að einfalda hiutina, ég
geri það alltaf en ekki síst i portraitun-
um. (Slitrur úr samtali.)
ÁGÚST PETERSEN
Við Kaldársel
68x100 cm olía á striga 1968