NT - 02.11.1985, Blaðsíða 5
Aukaf járveitingar Alberts:
íþróttir styrktar
Skýrsla og svar við fyrirspurn á Alþingi
■ Alberf Guðmundsson.
■ Fjármálaráðherra lagði fram
skýrsíu um aukafjárveitingar á Al-
þingi sl. fimmtudag. Skýrslan fylgir í
kjölfar beiðni frá þingflokki Alþýðu-
bandalagsins og á við tímabilið 16.
júlí til 15. október 1985. Þá svaraði
ráðherra skriflega fyrirspurn frá
Kjartani Jóhannssyni um aukafjár-
veitingar á tímabilinu 1. janúar til 15.
október 1985.
Fyrrnefnd skýrsla leiðir í Ijós að
síðustu þrjá mánuði sem Albert
Guðmundsson sat í embætti fjármála-
ráðherra voru heimilaðar alls 87
aukafjárveitingar að fjárhæð
213.971.000 krónur. Svarið við fyrir-
spurninni sýnir að aukafjárveitingar
frá áramótum hafa numið
1.089.919,000 krónum en þó skal
tekið fram að drjúgur hluti af þeirri
upphæð rann til greiðslna vegna
kjarasamninga.
Aukafjárveitingar ráðherra í byrj-
un októbermánaðar voru mikið til
umræðu á þeim tíma og því vakti
athygli er skýrslan var birt til hvaða
málaflokka hann veitti fé. Sem dæmi
má nefna að Frjálsíþróttasamband
íslands fékk kr. 500.000, Menningar-
miðstöð kvenna fékk kr. 2.000.000,
Hið íslenska bókmenntafélag fékk
kr. 500.000, ÍSf fékk 2.000.000,
Knattspyrnufélagið Fram fékk kr.
500.000, Stórstúka íslands fékk kr.
1.000.000, Lionsklúbburinn á Djúpa-
vogi fékk kr. 50.000, Ólympíunefnd
íslands fékk kr. 1.500.000, Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur fékk kr.
1.539.000.
■ Aðstaða og tækjabúnaður er
góður í stórgripasláturhúsinu á
Sauðárkróki. Mynd: ö.þ.
Sauðárkrókur:
SAA:
Ný stjóm
■ Framkvæmdastjórn SÁÁ 1985-1986:
■ Neðri röð f.v.: Ragnheiður Guðnadóttir, Hendrik Berndsen formaður
Ragnar Aðalsteinsson, varaformaður, Þórhildur Gunnarsdóttir. Efri röð f.v.:
Hreinn Garðarsson, skrifstofustjóri, Tómas Agnar Tómasson, Þórarinn l>.
Jónsson, Vilhjálmur l>. Vilhjálmsson, Friðrik Theódórsson, Einar Kr. Jónsson
framkvæmdastj.
■ Aðalfundur SÁÁ var haldinn ný-
fega og í skýrslu framkvæmdastjórnar
sem lögð var fram á fundinum kom
fram aö stærsta verkefni nýliðins
starfsárs var yfirtaka SÁÁ á Áfeng-
isvarnadeild Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur og endurskipulagning
Fræðslu- og leiðbeiningarstöðvar SÁÁ
í Síðumúla í kjöltar hennar.
Aðsókn að Fræðslu- og leiðbeining-
arstöðinni var mjög mikil og 4250
konur (viðtöl, námskeið o.fl.) voru
skráðar á árinu 1984. Meginverkefni
næsta árs verður frekari endurskipu-
lagning og uppbygging starfseminnar
í Fræðslu- og leiðbeiningarstöðinni
þ.e. göngudeildar og fjölskyldudeild-
ar, auk fræðslustarfs í sícólum og
meðal almennings unt skaðsemi vím-
uefna og sjúkdóminn alkóhólisma.
{ aðalstjórn samtakanna sem skip-
uð er 36 mönnum voru 12 kjörnir til
3ja ára og einn til 2ja ára, þau Bjarki
Elíasson, Ewald Berndsen, Guð-
mundurJ. Guðmundsson, Gunnlaug-
ur Ragnarsson, Hendrik Berndsen,
Hrafn Pálsson, Ingimar H. Ingimars-
son, Jón Steinar Gunnlaugsson, Pétur
Sveinbjarnarson, Pjétur Þ. Maack,
Ragnar Aðalsteinsson, Tómas Agnar
Tómasson og Þórhildur Gunnarsdótt-
ir.
Hendrik Berndsen var endurkjör-
inn formaður SÁÁ á fyrsta fundi
aðalstjórnar eftir aðalfund.
Slátra
70 gripum
ádag
Frá fréttaritara NT í SkaRafiröi, Ö.F.:
■ Tæplega 900 nautgripum var
slátrað hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á
þessu hausti, þar af um helmingnum
í byrjun september, en síðari helm-
ingnum nú að undanförnu. Naut-
gripaslátrun er nú lokið. En eftir er
að slátra nokkur hundruð hrossum á
Sauðárkróki næstu daga.
Um 10 manns vinna að jafnaði við
stórgripaslátrun og geta þeir auðveld-
lega lógað allt að 70 gripum á dag.
Aðstaða og tækjabúnaður í stórgripa-
sláturhúsinu er mjög góð.
NÚ FÖRUM VIÐ TIL
London
Samband ungra framsóknarmanna efnir til
hópferðar til London
20. nóvember n.k.
Mjög hagstætt verð. Gisting á góðu hóteli í aðalverslunarhverfinu. Aðal
fararstjóri verður Helgi Pétursson ritstjóri. í London er alltaf allt á fullu
leikhús — fótbolti — pöbbar og jólaverslunin byrjuð. Boðið er upp á
skipulagðar verslunarferðir með reyndum fararstjóra. Vegna takmarkaðs
sætafjölda er nauðsynlegt að panta sem fyrst. Þórunn í síma 24480 veitir
allar nánari upplýsingar og tekur á móti pöntunum.
Samband ungra framsóknarmanna.
Útboð
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa
umferðaróhöppum.
Honda Civic . árgerð1983
Toyota Corolla . árgerð 1986
Datsun Cherry . árgerð 1980
Peugeot 304 . árgerð 1974
Galant . árgerð1982
Skoda 120 LS . árgerð1980
Ford Sierra . árgerð1984
Daihatsu Charade . árgerð1983
Renault 9 GTL . árgerð1983
Saab 96 . árgerð 1973
Lada 1600 . árgerð 1980
Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, mánudaginn 4.
nóvember 1985 kl. 12-16.
Á sama tíma:
Á Sauðárkróki.
Toyota Tercel 4x4 . árgerð1985
Á Blönduósi
Subaru 4x4 . árgerð 1984
Tilboðum sé skiiað til Samvinnutrygginga, Armúla 3, Reykj-
avík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 5. nóvember
1985.
Samvinnutryggingar g.t.
Bifreiðadeild
.......■■■1
Ljósmyndabókin
FÓLKIÐ í FIRÐINUM
Seinna bindið er komiö út. Söiustaöur:
Austurgata 10, Hafnarfiröi, sími 50764.
Opið 10—12 og 13—18,enlaugardaga
13—16. Hægteraö fábækurnar póst-
sendar. Áskrifendur eru beönir um aö vitja
seinna bindisins á sölustaö fyrir 10. nóv-
ember. Eftir þann tíma eöa fyrr, ef óskaö
er, veröur bókin send þeim áskrifendum,
sem hafa ekki getað nálgast hana.
Bækurnar um fólkiö í Firðinum eru fróö-
feg heimiidarrit. í báðum bindunum eru
391 mynd og æviágrip 459 einstaklinga.