NT - 02.11.1985, Blaðsíða 1

NT - 02.11.1985, Blaðsíða 1
Laugardagur2. nóvember 1985-265. tb). 69.árg, NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP. 7 Fósturlát tíð hjá lögreglukonum - þrjár af hverjum fjórum misst fóstur ■ Átta kveníögreglur og fangaverðir hafa misst fóstur á síðastliðnum fjórum árum. Alls hafa tólf konur innan lögregl- unnar tilkynnt þungun á þeim tíma, en einungis fjórum þeirra hefur auðnast að fæða. Ein stúlkan hefur tvívegis misst fóstur. Fyrirhugað er að fá lækni til þess að tala við stúlkurnar, til þess að reyna að finna eitthvað sem gæti verið sameiginlegur þáttur, hjá þeim öllum. „Þetta er svo mikið að það getur ekki verið tilviljun. Ég veit ekki til þess að stúlkur hafi lent í átökum og megi rekja ástæður þangað,“ sagði Einar Bjarnason formaður lögreglufé- lagsins í samtali við NT í gær. Einar sagði að hann sem leikmaður teldi að þetta væri slæmur vinnutími og alltaf ein- hver óvissa sem fylgir hverri vakt. „Þó finnst manni merki- legt ef ástæðan er ckki önnur," sagði Einar. Skýrsla um þetta mál hefur verið send dómsmála- og fjár- málaráðuneyti, og þá hefur mál- ið verið rætt við fulltrúa BSRB og verður reynt að finna skýr- ingu á þessu. „Það horfir til vandræða hvað okkur helst illa á kvenfólki. Þeim falla vaktirnar enn verr en okkur. Þegar konur eru orðnar reyndar í starfinu er mjög algengt að þær hætti. Þetta er geigvænlegt mál," sagði Einar. Hann spurðist fyrir um þetta mál á fundi sem hann sat í Svíþjóð nýverið og þar var þetta vandamál ekki þekkt. Ekki varð Ijóst hversu alvarlegt mál er á ferðinni fyrr en upplýsingar fengust um allt landið. Bruggarar í Ðreiðhotti staðnir að verki: 900 lítrar í tveimur íbúðum ■ Bruggun og leynivínsala varð uppvís í tveimur t'búðum í Yrsufelli í Breiðholti í fyrra- kvöld. Lögreglan fékk húsleit- arheimild í tveimur íbúðum á sömu hæð í fjölbýlishúsi. Við leitina fundust tæki til bruggun- ar og margar stórar ámur sem notaðar voru til gerjunar. Mað- ur og kona, hvort úr sinni íbúð- inni voru handtekin. Þau höfðu nýlega lagt í 900 lítra, og var þegar byrjað að sjóða áfengi úr þeirri lögun. Vitað er að skötu- hjúin liafa stundað leynivínsölu og bruggun í nokkra mánuði, og hefur lögregla fylgst með þeim. Einhverjir fjármunir fundust í fórum bruggaranna, en ekki var um umtalsverða upphæð að ræða. Málið er enn í rannsókn, en vitað er að þau tvö sem þegar hafa verið handtekin voru aðal- bruggarar. Fleiri verða þó yfir- heyrðir í tengslum við málið. Lögregla hefur áður staðið manninn að bruggun og sölu á víni í heimahúsi. Eins og áður segir var vínið selt, og fór þriggja pela flaskan á fjögur hundruð krónur. Megnið af því áfengi sem tilbúið var til sölu var á eins og hálfs lítra flöskum. Flutningur útvarpsleikritsins Galeiðan: Útvarpsráð biður þjóðina afsökunar ■ Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri og útvarpsráð hafa harmað þau mistök sem urðu við flutning á leikriti í útvarpi síðast á dagskránni á þriðju- dagskvöld - leikritinu Galeiðan eftir Ólaf Hauk St'monarson sem var nemendaverkefni Leiklistarskóla Islands, að því er segir í bréfi frá útvarpsstjóra sem NT barst ígær. í yfirlýsingu útvarpsráðs segir að það beri að harma að Ríkis- útvarpið skuli hafa verið notað til að vanvirða minningu látins manns og fjallað um nafn- Ostar: sýning ■ Kúmen/Maribo ostur (45%) frá Mjókursamlagi K.S. á Sauðárkróki hlaut aðalverð- laun í samkeppni ostaframleið- enda. Ostameistari Kaupfélags Skagfirðinga er Haukur Páls- son og afhenti Jón Helgason, honum viðurkenningarskjöld f gær. I dag og á morgun, sunnu- dag, stendur yfir mikil sýning á ostum í húsi Osta- og smjör- sölunnar að Bitruhálsi 2 í Reykjavík. greinda persónu með jafn ósæmilegum hætti og þarna var gert. Útvarpsráð telur því nauð- synlegt að stofnunin biðjist op- inberlega afsökunar á þeim mis- tökum sem þarna hafi átt sér stað. Ingibjörg Hafstað fulltrúi Kvennalistans í útvarpsráði sat hjá þegar þessi yfirlýsing var samþykkt. Hún sagði í samtali við NT að mál þetta væri allt hið fyndnasta. Þetta leikrit fjalli um verkakonur og í einu atriðinu séu þær að spjalla saman og tal þeirra berist að Ólafi Thors fyrrverandi forsætisráðherra og hvað hann hafi verið alþýðleg- ur. I framhaldi af því fari þær að segja hneykslissögur af Ólafi, hann hafi klipið konur og migið með verkaköllum. Ingibjörg sagðist ekki skilja hvað væri svona mikið hneyksli við þessi ummæli í leikritinu því alkunna sé að Ólafur hafi sjálfur sagt slíkar sögur af sjálfum sér og reynt með því að skapa sér vinsældir meðal almennings, með ímynd um hve alþýðlegur hann væri. Ingibjörg sagðist hins vegar óttast að þetta mál kynni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir nemendur í Leiklistarskóla ís- lands og að tekið yrði alfarið fyrir fleiri nemendaleikrit í Ríkisútvarpinu. ■ Gísli Björnsson lögreglumaður virðir fyrir sér bruggið og áfengið sem gert var upptækt í Yrsufellinu. Framleiðslan var mikil eins og myndin ber með sér. I minni brúsanum og gosflöskunum er eimað áfengi, en í tunnunum er vökvi í gerjun. Á litlu mvndinni sjást bruggtækin scm notuð voru við framleiðsluna. NT-myndir Sverrir Reykjavík: Ungir koma aldnir fara ■ Mun fleiri aldraðir hafa flutt brott frá Reykjavík á síðustu árum heldur en flutt hafa til borgarinnar, samkvæmt upplýs- ingum Árbókar Reykjavíkur- borgar. Á árunum 1982-84 fluttu 176 manns 70 ára og eldri brott frá Reykjavík, en 146, eða 30 færri, til borgarinnar. í öllum öðrum aldurshópum hefur verið miklu meira um aðflutninga til borgarinnar en frá henni, á þess- um sömu árum. Til Reykjavíkur hafa á þess- um þrem árum flutt 1.911 fleiri en frá borginni. Mest var það „misvægi" á síðasta ári, um 700 manns og þar af tæplega 600 undir 30 ára aldri. AIls voru það 3.823 sem fluttu frá Reykjavík á síðasta ári, en 4.522 komu til borgarinnar í staðinn. Þar af komu 2.055 utan af landsbyggðinni, sem fékk aðeins 1.237 frá Reykjavík í staðinn. Hins vegar fluttu fleiri frá Reykjavík til allra nágranna- sveitarfélaganna nema Kópa- vogs, en borgin fékk frá þeim í staðinn. Enpinn vill sýna spilin sín fyrstur Þróunarsjóður í stað Þróunarfélags takist ekki að safna hlutafé, segir forsætisráðherra ■ „Takist ekki að safna neinu fé hjá einkageiranum í Þróunar- félagið, er lang eðlilegast að ríkið stofni Þróunarsjóð, sem er alfarið á þess vegum,“ sagði Steingrímur Hermannsson við NT í gær. Á miðvikudaginn ákvað ríkis- stjórnin að framlengja frestinn til að koma með hlutafjártilboð í Þróunarfélagið, um viku og rennur því fresturinn út að kvöldi fimmtudagsins 7. nóv- ember, Sagði Steingrímur að eftir að fresturinn var framlengdur hafi allir aðilar róast niður og bjóst hann við því að þeir héldu ró sinni fram á fimmtudag. Sagði hann að ef ekki tækist að safna þessum 100 milljónum hjá einkageiranum þá verði ríkið að skoða það hvort það leggi meir til en þær 100 milljónir sem þegar hefur verið ákveðið að leggja t' Þróunarfélagið. Sagði hann að stefnt hefði verið áð því að ríkið ætti um 50% í félaginu en ekkert væri þó fastbundið í lögunum um það, og getur það því bæði átt meira eða minna allt eftir hvernig hlutafjár- söfnunin gengur. Spenningurinn meðal fjár- magnseigenda í landinu eykst stöðugt og minnir þetta einna helst á pókerspil af hæstu gráðu eins og einn viðmælenda NT komst að orði í gær.Allir eru að spá í hvaða spil hinir hafi á hendi og enginn vill verða fyrst- ur til að leggja sín spil á borðið. Eiginlega má segja að Lífeyris- sjóður verslunarmanna sé eini aðilinn sem hefur opinberað hvað hann hyggst gera, að kaupa hlutabréf fyrir 20 milljón- ir. Eftir því sem NT kemst næst þá mun lítill áhugi vera hjá atvinnuvegunum að taka þátt í þessu, það er einna helst að ýmsir sjóðir og bankar muni kaupa hlutabréf. Fari svo að ekki takist að safna þessum 100 milljónum mun rfkið verða í meirihlutaað- stöðu í félaginu og þá óttast margur að Þróunarfélagið verði enn ein fyrirgreiðslustofnun fyr- ir stjórnmálamennina. Nema að hugarfarið hafi breyst hjá þeim, sem viðmælendum NT fannst ólíklegt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.